Tíminn - 17.07.1977, Qupperneq 29

Tíminn - 17.07.1977, Qupperneq 29
Sunnudagur 17. jiill 1977 29 og er þá annaðhvort troðinn undir eða hreinlega drekkt. Sá nýjungagjarnasti af hvltu hvolpunum þremur hefur tvisvar særzt, i annað skiptið, þegar hann var of æstur að komast i vatnsbólið og var ýtt harkalega til hliðar. McBride-hjónin hafa lagt mikiö á sig til að vernda hvitu hvolpana. Eitt sinn, þegar þeir eldri voru litið annað en bein og stónn vegna fæðuskorts, skutu þau dýr handa þeim og gáfu þeim kjötið ásamt vatni. Annað vandamál eru veiðiþjófar, þó að minna sé um þá i Timbavatni en viðast annars staðar vegna legu svæðisins. En fyrir kemur að veiðiþjófar hafa reynt að lokka tilsin ljónin með þvi að setja ný- dauðar skepnur rétt við giröing- una. Ljónin gætu einnig fariö yfir i þjóögaröinn og þá væru þauþegar i bráðri lifshættu, þar sem ljónaveiðar i garöinum hafa farið mjög vaxandi undan- farið. Hvitt ómögulegur veiðilitur Tiðir frelsisbardagar i Afriku eru einnig mikið vandamál. Nýjar rannsóknir sýna, að þar sem starfsemi skæruliða eykst, rýrnar villidýrastofninn til muna. Kruger-þjóðgarðurinn er rétt við landamæri Mósambik, og ef skæruliðar hefja mikla liðs- flutninga inn i Suður-Afriku, fara þeir sennilega um þessi aðseturssvæði villidýranna. ChrisMcBridebendireinnig á að það séu ungu karldýrin, sem oftast séu gerð brottræk úr flokknum og þannig neydd til að flakka um og bjargast upp á eigin spýtur. Að visu hendir slikt einnig kvendýrin, en i mun minna mæli. En þegar fram i sækir, er það hinn hviti litur ljónanna, sem er versti óvinur þeirra. Vegna litarins verða þau aldrei góð veiðidýr og myndu þess vegna að likindum svelta i hel. McBride útskýrir það þannig: — Ljónið er að mestu rándýr, sem veiðir á nóttunni. Það gengur rólega til verks og ræðst yfirleitt ekki á bráð, sem er fjær þvi en 500 metra. Það þýðir að ljónið þarf aö komast nálægt bráðinni og þá er gott aö láta myrkrið skýla ser. Jafnvel ádaginn felur guli liturinn, sem venjulega er á ljónum, þau vel i umhverfinu. En hvitt ljón sker sig greinilega úr, bæði að nóttu og degi. A veiðum i Afriku er enginn litur óhentugri en hvitur. Hvort hvitu ljónin getiekki aö minnsta kosti bjargað sér aö næturlagi? — Ja, við höfum fylgzt með þeim og i myrkrinu lita þau nánast út eins og vofur. Venjulega er ekki hægt að koma auga á ljón I 5 metra fjarlægð, en hvitt ljón sést greinilega i 50 metra fjarlægð! Þetta gerir það að verkum, aö hvitu ljónin geta tæpast veitt nokkra villidýrategund. McBride telur að eina leiðin til að bjarga lifi hvítu ljónanna og varðveita þau sem siðar kunna að koma út af þeim, sé að flytja þau á öruggt svæði, — Þau eldri eru þegar orðin 18 mánaða, segir hann, — A næsta hálfa árinu verðum við að búast viö að hin ljónin reki þau burt Ur flokknum og neyöi þau þar með til að bjarga sér sjálf. Fjölskylda með ljónadellu McBride segir, að þeta með hvitu ljónin sé eins og hver önnur „hundaheppni”. Um er að ræða dulda eiginleika i litningum gamla karlljónsins, sem McBride var svo heppinn að sjá para sig með móður f yrri ........... é \ Fjölskyldulif á hinu afskekkta og heilladni Timbavati-svæði, sem beitir eftir „ánni, sem aldrei þornar. hvitu ljónshvolpanna. Einnig er ástæða til að ætla að gamla ljónið sé faðir þriðja hvolpsins, sem í aðra móður. Báðar ljón- ynjurnar hljóta að vera afkvæmi gamla ljónsins lika, i annan eða þriðja lið og þessar tengdir munu hafa orðið til að styrkja litningana með hinu óvenjulega litarefni. Af vanefnum og með aðstoð nær aflóga jeppa og gamallar myndavélar, hefur McBride rannsakað hvitu ljónin og skrifað dagbók um hætti þeirra allt síðan þau fæddust. I athugasemdunum, sem nú eru komnar út i bókarformi, skýrir hann frá þroska þeirra hvers fyrir sig. Eitt þeirra er til dæmins feimnara og ófram- færnara og virðist veik- byggðara. Annað er afskaplega forvitið og nýjungagjarnt og fullorðnu ljónin eru sifellt að setja ofan i við það með hrindingum og pústrum. — Það er ákaflega lærdóms- rikt að sjá hvitu ljónin leika sér, segir McBride. — Maður getur setið timunum saman og fylgzt með þeim. Þau hoppa og stökkva og glefsa hvert i annaö eins og kettlingar. Eftirlætis- leikur þeirra er hinn sami og allra annarra ljónhvolpa — að læðast um og ráðast siðan skyndilega hvert á annað, alveg eins og foreldrarnir gera, þegar þeir veiða, og ekki ósvipað þvi þegar mannanna börn eru i kúreka- og indjánaleikjum. Chris McBride brosir: — Sumir segja, aö við séum komin með ólæknandj ljónadellu og séum orðin skrýtin af að búa úti i skógi meö ljónunum. En satt að segja, kýs ég heldur að eiga heima I frumskógum Timba- vatns en Jóhannesarborg. Ef við teljum með allt sem við höfum upplifað við að fylgjast með hvitu ljónunum, held ég að engum getiliðið betur en okkur. Ljónarannsóknir með fingurinn á gikknum Chris McBride vissi að það var mjög nauðsynlegt að hafa stöðugar gætur á fyrstu hvltu ljónunum, sem kunn eru I heim- inum. Til þess lagði hann sjálfan sig i mikla hættu og þar með einnig dýrin, sem hann annars vildi verja. Mitóð af þessu starfi verður að vinna gangandi, einkum þegar ljónin hafa setzt að i umhverfi, sem ekki er akfært. — Það er bezt að hafa auga með þeim úr bilnum, segir hann. — Einhvern veginn hafa þau tekið það I sig að bilar séu hættulausir og láta yfirleitt sem þau sjái þtf ektó. Þau eru svo bilvön, að við getum dcið alveg að þeim án þess að þau verði óróleg. En um leið og maður stigur út úr bilnum, eru þau á verði. Venjulega hlaupa þau burtu, en fyrir kemur að þau gera árás. I þeirra augum er þetta hávaxna, tvífætta dýr hættulegt. En McBride hefur sjaldan reynt nokkuð æsandi i samskiptum sinum við ljóni, þegar hann hefur verið fótgangandi. — Ljónynja með hvolpa er mjög hættuleg. Við minnstu grunsamlega hreyfingu telur hún afkvæmi sin I hættu. t slikum tilfellum hefði ég þurft að skjóta hana, en þá á maður lika á hættu að missa hvolpana. McBride hefur oftsinnis orðið fyrir þvi, að móðir hvitu ljóns- hvolpana tveggja hefur urrað að honum og sperrt eyrun og aðstoðarmanni hans, Jack Mathebula, og haft vakandi auga með felustað þeirra. — I sllkum tilfellum er gott að hafa skotvopn við höndina, en maður biður þess alltaf i hljóöi þurfa ekki að gripa tilþess. Ein af ástæðunum til þess að ég er alltaf með þungt skotvopn er sú, að mér finnst ég nógu öruggur til að þurfa ekki að beita þvi fyrr en á siðustu stundu, þegar það er alveg nauðsynlegt. Jack hefur kennt mér þá mikilvægustu lexíu, sem ég hef nokkru sinni lært: Ljónynja i árásarhug snýr sér i flestum til- fellum við aftur, ef þú stendur alveg kyrr. Ég hef reynt það og það er rétt, en tekur aö vísu afskaplega á taugarnar. Auðvitað er sá möguleiki til, að hún stanzi ekki og þá neyðistu til að skjóta. Þar kemur byssan til sögunnar. Þótt ljónynjan standi beint fyrir framan þig, er ekki bara um að ræða að drepa hana, heldur steindrepa hana I fyrsta skotinu, segir McBride. Hægt er að likja honum við yngri útgáfu af Abraham Lincoln, skeggjaður og alvar- legur sem hann er, þegar hann ræðir þessi vandamál. Ahættan við starf hans er orðin aö vana og möguleikarnir á aö týna lífi eru fyrir hann álika miklir og fyrir borgarbúa að verða undir bll. Varð af tilviljun vitni Honum finnst sjálfum að hann hafi fengið erfiði sitt rikulega launað ogsegist aldrei munu gleyma þyi er hann horföi á pörunina ljónanna, sem urðu foreldrar fyrstu hvitu ljónanna. Það var algjör tilviljun, aðhann fékk að vera vitni að krafta- vertónu allt frá upphafi. Hann segir frá: — Ég var fótgangandi þá og fylgdi slóð. Þó aö ég hefði þegar kynnztljónum allvel, var þetta i fyrsta skiptiá ævinni, sem ég sá þau para sig. f Austur-Afriku, þar sem meira er um sléttu- gróður og minna um tré, er betra tækifæri til að sjá slikt, en hérna eru svo margir leyndir staöir, að sú sjón er afar sjald- gæf. Hann segist hafa skriðið eins varlega og hann gat burt frá ljónunum til að trufla þau ekki. Siðan kom hann aftur i jepp- anum ásamt konu sinni og litlu dóttur. Þau óku afar varlega að ljónunum og sátu siðan og fylgdust með þeim i fimm klukkustundir. 011 fjölskyldan er álika hrifin af þessu starfi og Chris og liður vel I frumskóginum. McBride viðurkennir, að það sé konu hans að þakka að miklu leyti að hann hefur getað haldið sig svo vel að efninu þarna úti. Meðan hann dvaldi við nám I Kaliforniu, hjálpaði hún honum fjárhagslega til að ljúka þvi, og þegar komið var aftur til Timbavati, vann hún úti hluta úr deginum til að fjármagna rannsóknarstarfið. Tabitha litla, sem er fimm ára, hefur alizt upp viö störf for- eldra sinna I frumskóginum, og Robert litli, tveggja mánaða, hefur tekið þátt i rannsóknar- ferðalögum hálfa ævina. Fá ungbörn hafa sofnað við ljóns- öskur, en Robert er alvanur þvi, þar sem hann kúrir aftur i jepp- Frh. á bls. 39 Ljónamanna með hvltu hvolpana slna tvo, sem eru illa I stakk búnir frá náttúrunnar hendi til að bjarga sér. Þeir bókstaflega lýsa I myrkri og eiga þvl erfitt með veiðar. rinn er kominn. Ef til vill er hann leifar kemur nú fram í dg dagsljósið í Afríku jónunum í Timbavati síðan þau fæddust

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.