Tíminn - 17.07.1977, Side 37
Sunnudagur 17. júli 1977
37
bað er sjaldgæft að geta minnzt
95 ára aldurs þeirra manna, sem
enn eru meðal okkar og eru þess
megnugir aö tala við þá sem
nærri eru og geta heyrt hvað við
þá er sagt, en enn mun þvi vera
svo háttað um afmælisbarnið,
sem hér verða sögð nokkur orö
um.
Vlgdlser i hópi þeirra kvenna i
Borgarfjarðarhéraöi, sem dug-
mestar og merkastar eru og verð-
skuldað hafa að eftir þeim væri
tekiö. Vigdis er fædd i Deildar-
tungu 18. júli 1882 eða i byrjun
þess mikla harðinda og erfið-
leikatimabils sem náði yfir ára-
tuginn 1881-1890 og feður okkar og
mæður, afar og ömmur urðu að
berjast við, litt búnir af varnar-
tækjum og fátækir. Þetta vor er
Vigdis fæddist hefir hlotið heitið
„Mislingavorið,” þvi að þá gengu
mislingar yfir landið allt og lögðu
fjölda manna i valinn, einkum
ungar konur er börn ólu. Sumarið
þetta hefir verið talið eitt hið
mesta úrfellasumar og hafis var
við landið, en veturinn 1881 var
hinn mikli frostavetur og fanna,
sem engan jafningja á siðan.
Náttúrufar landsins okkar var þvi
allt annað en hlýlegt er unga
stúlkan sá fyrst dagsins ljós, þótt
1 júlimánuði væri og foreldrar og
systkini hafa fagnað komu
hennar. En þrátt fyrir kuidann og
sólarleysið varð hún sigurvegar-
inn I bardaganum fyrst eins og
jafnan siöan. Foreldrar Vigdisar
voru hin merku hjón i Deildar-
tungu, Vigdis húsfreyja og ljós-
móðir Jónsdóttir og Hannes
Magnússon bóndi og hreppát jóri.
Að þeim stóðu merkar borg-
firzkar ættir. Afi Vigdisar
var Jón Þorvaldsson, en
kona hans og amma Vfgdisar var
Helga Hakonardóttir, en frá þeim
er hin fjölmenna og merka
„Deildartunguætt” talin, en
móðir Vigdisar ljósmóöur var
Guðrún dóttir Böövars Siguröar-
sonar bónda og smiðs á Skáney
i Reykholtsdal. Hannes hrepp-
stjóri var einn hinna fimm þjóö-
kunnu sona Magnúsar auðga,
bónda á Vilmundarstöðum og
konu . hans Astriðar Hannesd. ■
Astriöar Hannesdóttur frá Stein
dórsstööum. Börn þeirra
Hannesar og Vigdfsar i Deildar-
tungu voru ellefu, en fjögur
þeirra létust á barnsaldri og einn
sonur, Magnús, drukknaði i
Grimsá innan viö tvitugt, en hann
þótti mikiö mannsefni. Sex börn
þeirra komust til fulloröinsára,
en eru nú öll dáin nema Vigdis á
Oddsstööum. Auk eigin barna ólu
þau upp mörg fósturbörn.
1 Deildartungu var jafnan fjöl-
mennt heimili og mikið umleikis
og stjórn heimilisins, bæði innan
húss og utan, eins og bezt gerðist.
Hannes lézt 28. sept. 1903, en
Vigdís 15. júli 1914.
Við jaröarför Vigdisar flutti
Þórhallur biskup húskveðju og
gat þess meöal annars að hann
heföi unniö sitt fyrsta prestverk
þarerhann skirði Hallfriðidóttur
hjónanna. Þórhallur var prestur i
Reykholti 1884-1885.
Deildartunga er mér minnis-
stæð frá bernskuárum er ég fyrst
fór aö gera mér grein fyrir þvi
umhverfi, sem næst mér var, en
heimili mitt stóö andspænis
Deildartungu, sunnan megin
Reykjadalsár. Þaö vakti fljótt
athygli að bæjarhús voru þar af
annarri gerð en á öðrum
heimilium. Þar var komið háreist
timburhús og stórt, en annars
staðar torfbæir og lágreistari.
Þetta var raunveruleiki þvi
timburhús járnvariö haföi verið
reist 1894, þaö fyrsta i Reykholts-
dal.
Þarna I grenndinni var hinn
stóri og vatnsmikli hver meö
miklum gufumekki, einkum
þegar kalt var i veöri og lyngt.
Deildartunga var þá og er enn eitt
af höfuöbólum Borgarfjaröar,
sem stjórnaö hefur verið með
festu og skörungsskap. Þar voru
stundum haldnir stórir fundir og
fjölsóttir. Þar var Kaupfélag
Borgfiröinga stofnað I ársbyrjun
1904 og aðalfundir þess voru þar
fyrstu árin.
Nokkru fyrir aldamótin
siðustu var stofnuö þar Góð-
templarastúka, sem mun hafa
starfað þar nærri áratug. Hún
varð aö visu ekki fjölmenn en i
henni störfuöu öll systkinin og
fleira af ungu fólki þar og viöar
að.
Þar var og stofnað Ungmenna-
félag Reykdæla á fyrsta sumar-
dag 1908 og þar voru fyrstu fundir
Níu tíu og fimm ára
Vigdís Hannesdóttir
fyrrum húsfreyja á Oddsstöðum
þess haldnir. Meginhluti ungs
fólks i sveitinni voru stofnendur
ogþará meðal Deildartungusyst-
kinin, og formaður þess kosinn
Jón Hannesson, yngstur systkin-
anna. Félagið reisti sér sam-
komuhúser það var ársgamalt og
gengu félagsmenn allir aö
störfum þar af fórnfýsi, áhuga og
dugnaði. Þeir unnu þar kauplaust
en einhver smiðalaun voru greidd
og að sjálfsögðu allt efni til
byggingarinnar, en einhvern
veginn tókst aðstandendum að
komast sómasamlega fram úr þvi
fljótt. Nú er hús þetta mikið
stækkað og breytt og orðið að
veglegu félagsheimili með nafn-
inu Logaland. Þar eru sjónleikir
sýndir á hverjum vetri og aðrar
skemmti- og menningarsam-
komur eru þar haldnar. Ung-
mennafélag Reykdæla er nú á
sjötugusta ari og hefir allan sinn
aldur starfað af þrótti og vilja-
festu eins og vonir stóðu til i
byrjun. A fyrsta tug þessarar
aldar steig þjóðin mörg spor fram
á við, miklu stærri og mikil-
vægari en fyrr, þar á meöal er, að
ungmennafélögin festu hér rætur
og urðu að kalla samstundis
sterkt afl i þjóöfélaginu, sem
unnu sér virðingu og traust.
Arið 1912 uröu timamót eöa
þáttaskil I ævi starfi Vigdisar. Þá
flytur hún burt frá æskuheimili og
æskustöðvum. Þá giftist hún
unnusta sinum og frænda Sigurði
Bjarnasyni frá Hæli i Flókadal.
Frændsemi þeirra hjóna, Vig .-
disar og Sigurðar, var þannig að
móðir Siguröar, Ingibjörg Odds-
dóttir frá Brennistööum átti aö
móöur Helgu Böövarsdóttur frá
Skáney, sem var hálfsystir
Guörúnar I Deildartungu, móöur-
ömmu Vigdisar. Faðir Sigurðar
var Bjarni bóndi og oddviti á
Hömrum i Reykholtsdal Sigurðs-
son Bjarnasonar, en báöir voru
bændur þar.
Ungu hjónin hófu búskap á
Oddsstööum I Lundarreykjadal.
Þar hafði búið áður næst þeim
Arni Sveinbjarnarson hreppstjóri
og forustumaður sveitar sinnar
lengi, en hann lézt þetta vor á
Oddsstöðum. Ungu hjónin fengu
þarna mikiö verkefni að leysa.
Bæjarhús og aðrar byggingar
voru gamlar og úr sér gengnar og
hæföu ekki þeim nýja tima sem
varað ganga i garö. Var þvl fljótt
hafizt handa um framkvæmdir
margs konar. Ibúðarhús úr
varanlegu efni og vel gert var
reist, svo og öll önnur hús er
bújörð og búið þurfti, risu af
grunni hin næstu ár. Jörðin var
vel i' sveit sett og gat tekið um-
bótum.enda voru þær I té látnar.
Ræktaða landið stækkaði með
Ástriður gift Kristjáni Davlðssyni
en Hanna Vigdis gift Ragnari
Olgeirssyni. Báöir eru þeir
bændur þar. Maður Ingibjargar
er Guðjón Bjarnason bifreiða-
stjóri og heimili þeirra er á Akra-
nesi. Hjá þeim Vigdisi og Sigurði
ólst upp að mestu systurdóttir
hennar Asta Torfadóttir, sem
búsett er á Akranesi.
Búskapur er þvi rekinn á Odds-
stöðum ennþá og verður vonandi
með þeim hætti er hlutaö-
eigenaum hentar og breyttir
timar krefjast. Frú Vigdis sem
náð hefur þessum háa aldri hefur
lengst af notið góörar heilsu, en
siðustu árin hafa verið þyngri og
erfiðari sem von er, en hún mun
þó fram á siðust ár hafa innt
ýmis störf af hendi og ekki unað
ööru en gott lag væri á öllu, hvar
sem hún var.
En allir dagar eiga kvöld,
einnig ævidagar. Þeir sem háum
aldri ná finna þrekið og áhugann
dofna, þótt sumum endist hvort-
tveggja lengi.
Niutiu og fimm ára aldri ná
ekki margir, en aö eiga aö baki
mikið starf, mikið þrek andlegt
og likamlegt eru miklar og dá-
samlegar gjafir og mikillar
þakkar verðar.
Ég votta Vigdisi innilegar
þakkir fyrir vinsemd hennar og
hlýleik mér til handa og biö þess
að ævikvöldið verði henni bjart,
hlýtt og blessunarrikt.
Jón tvarsson.
hverju árinu svo og allur hey-
fengur fékst bráðlega á ræktuöu
landi. Jafnframtjókst búpeningur
og afrakstur varö verömeiri, og
hngg ég aö hjónin bæöi hafi reynzt
búhöldar og góöir er nutu trausts,
virðingar og vinsælda.
Heimili þeirra hjóna bar vott
um rausn og myndarskap hvar-
vetna og var mikið sótt af gestum
og öörum feröamönnum, enda
gestrisnimikil bæöi um veitingar
og aöra aöbúö. Voru hjónin sam-
hent um þetta sem annaö i rekstri
heimilisins og sambúö þeirra hin
bezta. Þau hafa tekiö þátt í allri
félagsstarfsemi I sveitinni og ekki
gleymt að hlynna að Ungmenna-
félaginu Dagrenning, en þaö var
stofnað einu ári fyrr en þau fluttu
að Oddsstööum og er þvi nú sextiu
og sex ára. Ég hefi verið gestur á
afmælissamkomum félagsins er
það varð fjörutiu, fimmtiu og sex-
tiu ára og alltaf séð þau þar bæði
meðan Sigurður var lifs. Ég hefi
veitt þvi athygli hvers u fram-
koma Vigdisar hefir verið lik þvi,
sem hún var á fundum Ung-
mennafélags Reykdæla á fyrstu
árum þess. Hreyfingar allar,
handatiltdctir og andlitsdrættir
þeir sömu og tilsvörin ákveðin
sem þá.
Vigdis á Oddsstööum missti
mann sinn áriö 1960 eftir fjörutiu
og átta ára sambúð og jafnlangan
búskap á Oddsstöðum. Þau
eignuðust þrjár dætur er heita,
Astriður, Ingibjörg og Hanna
Vigdis.
Astriöur og Hanna Vigdis eru
húsfreyjur á Oddsstööum,
i-
Termel
oliufylltir
raf magnaof nar
Þessir ofnar eru landsþekktir
fyrir hinn mjúka og þægilega
hita og sérlega hagkvæma
raf magnanýtingu.
Barnid finnur — reynslan
stadfestir gædi þessara ofna.
Kjölur sf
Kef lavik
Simar (92) 2W1 og 2041.
Sólarferð til
Mallorca fyrir
dúUcvbocQjDon
Félagsstarf eldri borgara efnir til 26 daga
orlofsdvalar á Mallorca i október n.k. i
samvinnu við Ferðaskrifstofuna Úrval.
Farið verður héðan þann 30. september.
Allar nánari uppiýsingar veröa veittar á miðvikudaginn
20. júli kl. 4:09 til 7:00 e.h. I Norðurbrún 1.
Allir þeir, sem hafa áhuga og þeir, sem nú þegar hafa haft
samband við skrifstofu Félagsstarfs eldri borgara, og
hafa hug á þátttöku, eru vinsamlegast beðnir aö koma
þangað og staðfesta umsókn sina þar.
IIIJ Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
'l’ Vonarstræti 4. — Simi 25-500
^gg^gg
Til að tryggja
viðskiptavinum okkar
sem bezta þjónustu
höfum við flutt þungamiðju starfsemi
okkar yfir i ibúðahótelið
SANTA CLARA
Costa del Sol
þar sem okkar eigið starfsfólk mun sjá
um að halda vistarverum hreinum.
Samvinnuferöir
VERIÐ VELKOAAIN!
^gg ^gg^gg ^gg