Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 2
 2 Þriðjudagur 13. september 1977. Engin ákvörðun ennþá um varnargarða við Kröflu- virkjun og Kísiliðjuna áþ-Reykjavik. Ekki hafa neinar ákvaröanir verið teknar um hvort byggöir verða varnargaröar við Kröfluvirkjun, eða Kfsiliðjuna, en eins og fram kom I Tfmanum síð- ast liðinn sunnudag, er taliö mjög auðvelt að stjórna rennsli hrauns eins og kom upp i siðustu viku. Fryrirhugað er að forstjóri Viðiagatrygginga fari norður til að kanna allar aöstæöur. — Búið er að gera varnargarð fyrir byggðina, og ástæða hefur ekki verið talin til að koma upp frekari vörnum fyrir hana, sagði Jón Illugason, oddviti i Skútu- staðahreppi, i samtali við Timann gær. — Hitt er spurning um að verja verðmæti, en það er Viðlagatryggingar og fyrirtækj- anna að taka ákvörðun um hvort geröir verða varnargarðar. 1 gær gengu Jón Illugason, Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, og formaður al- mannavarnaráös og Guðjón Petersen, fulltrúi hja almannavarnaráði rikisins, á fund Olafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra en undir hann heyra jafnframt almannavarnir. Jón sagði, að ráðherra hefði verið greint frá atburðum siðustu daga, en frekar vildi Jón ekki tjá sig um fundinn. Það munaði aðeins fimm míl< um að þeim tækist fyrstum manna að f 1 j úga loftbelg yfir Atlandshaf urflugvelli barst vitneskja um þetta flugkall sem borið var á milli af flugvélum sem voru nær- staddar og heyrðu i veikum sendi loftbelgsfaranna, ising hafði skemmt önnur tæki, voru strax gerðar ráðstafanir til að hægt væri að bjarga tvimenningunum. Aðgerðum stjórnaði Valdimar Ólafsson fyrir tslands hönd, en vél var send af stað til leitar frá Keflavikurflugvelli strax i birt- ingu eða fyrir átta i gærmorgun. t neyðarskeyti tvimenninganna kom fram, að þeir teldu sig stadda i' 240 milna fjarlægð suð- vestur af tslandi. Fyrir einhvern misskilning flugmanna á þotum sem báru skilaboðin á milli var einnig talið að þá skorti eldsneyti en svo var ekki, þeir áttu helium nóg til að hækka og lækka belginn sögðu þeir tvimenningar i samtali við Timann i gærkvöldi. Klukkan 09.15 fann P3 flugvélin af vellinum loftbelginn og fylgdi honum eftir þaðan i frá er hann nálgaðist strendur tslands. Einnig fór þyrla og Herkúlesvél á vettvang og fram eftir degi i gær fylgdist þessi floti að nær og nær landinu og jafnframt noröur með þvi. Klukkan um þrjú i gærdag var belgurinn kominn mjög nálægt landi og jafnvel taldar horfurá að tvimenningunum tækist að ná landi. Belgurinn hafði þá borist með um 40 milna hraða á klst mestan part morguns eða sem svarar til 60 km á klst. Framhald á bls. 23 Tvimenningarnir á Reykjavikurflugveili flýta sér inn I ylinn á Hótel Loftleiðum, kaldir og þrekaöir. Timam.: Róbert. Þyrla varnariiðsins bjargaði tvimenningunum og flutti tii Reykjavikur. Timam.: Róbert KEJ-Reykjavik — „Elba” var neyöarkallið sem barst frá loft- belgnum um miðja fyrrinótt, þeg- ar Ising var á góðri leið meö að færa hann I sjóinn. Innanborös voru tveir ameriskir viðskipta- og ævintýramenn, þeir Maxie L. Anderson og Ben L. Abruzzo, báð- ir frá Nýju-Mexico. Farið þeirra kallaðist „Double Eagle” og tak- markiö var að fara yfir Atlants- haf og lcnda loftbelg i Evrópu. Lengi gerðu þeir sér vonir um að ná Englandi cða Noregi en sú von brást i fyrrinótt þegar suðlægir vindar hröktu þá af leið út á Norður-Atlantshaf I kulda og isingu. begar flugstjórn á Reykjavik- Valdimar ólafsson yfirflugum- ferðarstjóri stjórnaði „Air rescue”. Timamynd: Róbert. Dagleg neyzla hættulegust Dagleg notkun áfengis er hættuleg, miklu hættulegri en notkun i miklum mæli sjaldan, — aöslepptu þvi tjóni, er menn geta valdiö sjálfum sér og öðr- um ölvaðir. Þetta er álit danska prófessorsins dr. Nils Retter- stöls. Notkun vins eða áfengs öls með mat dag hvern er ekki merki þess, að staðið sé þrepi ofar, heldur hins að staöíö sé á veikri rim: Tekin er áhætta þess að neyta áfengis um of eða verða drykkjusjúklingur. Ofneyzla áfengis er ekki þjóö- areinkenni —ennþá — en þróun- in er varhugaverð, einkumþar sem æ yngri hefja neyzlu. Sá sannleikurgildire.t.v. ekki hvaö sizt um drykkjusýki, að miklu vænlegra er aö koma í veg fyrir sjúkdóm en lækna. Mesta heilbrigðis- vandamál Dana Danir drekka nú þrisvar sinn- um meira áfengi en fyrir 20 ár- um. (Þeir drekka u.þ.b. þrisvar sinnum meira en tslendingar). Afengisneyzla veldur liklega mestum vanda i heilbrigöismál- um i landi þeirra. Erik Strömgren, prófessor og yfirlæknir viö geðsjúkrahúsið l Arósum, heldur þessu fram I grein I ritinu Ugeskrift for læg- er. — Hann bendir á að æ fleiri Danir deyi úr skorpulifur og hvetur til breytinga á áfengis- málastefnu stjórnvaida. Sem kunnugt er búa Danir við minni hömlur varðandi áfengisdreif- ingu en aörar Norðurlandaþjóð- ir. A árunum 1972-1975 fjölgaði þeim sem létust úr skorpulifur um 40%. Bent hefur verið á aö I Dan- mörku hefur áfengi ekki hækkað i verði i hlutfalli við auknar tekjur manna, og getur það valdið einhverju um aukna drykkju. veiðihornið Straumfjarðará Laxveiði I Straumfjarðará var hætt 5. september sl. og er það röskri viku skemmri veiðitimi en áður hefur verið. Or ánni fengust 462 laxar á þessu sumri, á móti 430 i fyrra- sumar. Meö tilliti til skemmri veiðitima má segja aö aflinn hafi verið i góðu meöallagi I sumar. I júll og ágúst er ein- göngu stunduö fluguveiði i Straumfjaröará. Astæðan fyrir styttingu veiðitimans er sú, að landeig- endur og leigutaki árinnar kjósa aö hllfa stærri hluta hrygn- ingarstofnsins en áður, til þess að þurfa siður aö fara út i kaup á seiðum I ána. Erlingur Halldórsson Dal, Miklaholtshreppi Veiðihornið kann Erlingi beztu þakkir fyrir bréfiö. Djúpa — Veiði I Djúpá hófst fremur seint I sumar en hefur verið sæmileg. Þvi miður hef ég ekki nákvæmar töluryfir veiöina. Hún var rétt um 50 laxar i fyrra- sumar. Hinsvegar var ég þarna sjálfur með veiðimanni um miðjan ágúst, og fékk hann sex laxa á hálfum degi, sagði Jón Hermannsson, Hliðskógum i Bárðdælahreppi, I samtali við Veiðihorniö. — Þeir voru frá 4,5 og upp I 12 pund. Djúpáin kemur úr Ljósavatni og fellur i Skjálfandafljót. Hægt er að veiða á um fimm kilómetra löngu svæði. 1 ánni eru tveir laxastigar. Annar er á ármótum Djúpár og Skjálfandafljóts, en hinn er eina sjö kilómetra frá Ljósavatni. Jón sagði, að laxinn hefði litið sem ekkert gengið upp efri stig- ann, en samkvæmt athugunum sem gerðar voru i fyrra, eru skilyrði fyrir laxinn sæmileg fyrir ofan stigann. Laxinn getur gengiö úr Ljósavatni i Kambsá. Stutt ersiðan laxrækt var hafin I Djúpá, og er ekki ólíklegt að meira eigi eftir aö heyrast um laxveiöi i Djúpá á næstu sumr- um. 1 Djúpá eru tvær stendur leyfðar, fjóra daga I viku. Þegar meiri lax fer að ganga uppfyrir efri stigann, er gert ráð fyrir að stöngunum verði fjölgað um helming. SKjaltandatljót — A laugardagskvöldið voru 248 laxar komnir á land úr Skjálfandafljóti og eitthvað á sjötta hundrað silungar, sagði Hlöðver Þ. Hlöðversson, Björg- um I Ljósavatnshreppi, i sam- tali við Veiðihornið. — Til samanburðar má geta þess að 1975 veiddust 114 laxar, og á sið- asta sumri fengust 282. Ennþá vantar nokkuð uppá að veiði sið- asta sumars hafi verið náð, en siðasti dagurinn er ekki fyrr en 20. september, þannig aö enn er von til þess að svo verði. Hlöðver sagði, að nokkrir sextán punda laxar hefðu feng- izt Or fljótinu i sumar, á svæðinu frá árósum og upp aö þvi sem áöur var ófært laxi, ,en það eru fossarnir við Þingey. Mesta ireiöi á stöng i hálfan dag i sum- ar var 10 laxar i Barnafells- hvammi. Veiðimaðurinn, sem var frá Akureyri, heföi ef til vill getað fengið meira, en hámarkið er tiu laxar. Þetta mun hafa verið i eina skiptið sem hámarki var náð I Skjálf- andafljótinu i sumar. — Það hefur verið svo rnikill korgur i fljótinu i sumar, að veiðidagar hafa verið mun færri en ella, sagði Hlöðver. — Þetta hefur komið fyrir ööru hvoru, en ekki er hægt að tala um neitt ákveðiö timabil. Við héldum i fyrra, að aldrei ætti eftir að koma verra sumar hvað þetta snertir, en ég held að sumarið i sumar verði enn verra. Hinsveg ar er veiðin greinilega vaxandi, þrátt fyrir þetta. Til dæmis sa' Friðgeir Jónsson i Felli um tuttugu laxa i Skipapolli, sem er undir Ullarfossi. Hann gerði hosur sinar grænár en laxarnir voru annars hugar. Hlöðver sagði, að fljótið hefði verið ágætt að undanförnu hvað korg snerti, en vegna kuldanna aö undanförnu heföi laxinn gefiö sig lftt aö. Hinsvegar hefur meira veiðzt af silungi. Siguröur Marteinsson á Yztafelli fékk fyrir nokkrum dögum hvorki meira né minna en fimmtiu sil- unga yfir daginn. Eins og lesendur Veiðihorns- ins hafa eflaust tekiö eftir, hafa birtst i þvi tvö bréf um laxveiði. Það er von undirritaös að fleiri fylgi i kjölfarið. áþ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.