Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. september 1977. 7 Afmæli flokksins og gömlu konunnar Verkamannaflokkurinn norski átti niutiu ára afmæli 21. ágúst. Hann var stofnaður i Arendal 21. ágúst 1887, og var heldur fá- liðaður fyrst i stað og ekki litinn sérlega hýru auga af grandvöru fólki næstu ára- tugina. Þennan sama sumardag árið 1887 fædd- ist litil stúlka á Túnsbergi, og var skirð Anna Maria. Það vakti að sjálfsögðu ekki mikla athygli, nema innan fjölskyldunnar og meðal sérlegra vina, og kannski hefur flokksstofnunin ekki heldur þótt miklum tiðindum sæta. En nú hafa þau bæði lifað fram á þennan dag, verkamannaflokkurinn norski og Anna Maria. En sá er munurinn, að flokkurinn er stór og voldugur og áhrifa- mikill, en gamla konan er grönn og hrukk- ótt eins og að likum lætur með öll þessi ár á baki. Það var þó það, sem ekki vakti hvað sizt athygli á afmælisdegi flokksins, að for- maður hans brá sér i heimsókn til gömlu konunnar með blóm og árnaðaróskir, og frá þeim atburði er myndin. í spegli tímans í Nýtið tímann áður en skólinn byrjar Nú eru skólarnir óðum að taka til starfa. Litlu börnin, byrjendurnir, eru full eftirvæntingar og tilhlökk- unar. Skólagangan skapar mikil timamót hjá þeim. Nauðsynlegt er að undirbúa börnin undir þessa breyt- ingu, svo að þau falli inn í hópinn og séu fær um að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Skólasál- fræðingur i Munchen, Rosemarie Hoffman, segir: Fyrsta árið eru gerðar þær kröfur til barnanna að þau sitji kyrr a.m.k. i háifa klukku- stund, þau verða að einbeita sér að sinu verkefni og hafa þolgæði til að ljúka þvi. Þau verða að reyna að hugsa skýrt og koma skilmerkilega orðum að þvi sem þau vilja segja. Barnið þarf að vera búið að læra að hnýta slaufur og hnúta, t.d. skó- reimar, geta greitt sér og þvegið sér um andlit og hendur. Barnið þarf að kunna heimilisfang sitt og sima- númer. Sálfræðingurinn ræður for- eldrum til að tala við börnin. Málið er undirstaða að öllum lærdómi, skoðið myndir með þeim og segið sögur. Að lokum segir sálfræðingurinn: — Það skiptir ekki máli fyrir barnið, hvort það er búið að læra stafrófið eða hvort það getur talið upp að hundrað aftur á bak og áfram, áður en það kemur í skóla. Ruglið ekki barnið með hlutum, sem það á að læra i skól- anum. ( Orðið . cr.-; ^ ..FLUG” fað hlyturl stendur bæði!) að vara | á skyrtu hans bátsnafn, og buxum.' lystiskip / \— kannski? Tíma- spurningin Stundar þú útsölurnar? Jóhannes Benjamínsson, iðn- verkamaður: Nei, ég er saklaus af þvi. Það er frexar frúin sem gerir það. Pamela Thordarson, hárgreiðslu- dama: Nei, alls ekki. Þetta er tómt drasl, sem er á boðstólnum. Guðmundur Borgþórsson, hand- langari: Já, plötuútsölurnar. Ragnheiður Guðm undsdóttir, húsmóðir og söngkona: Nei, alls ekki, ekki i ár. Mig vantar ekkert sérstakt núna. Hrefna óskarsdóttir, aðst. iðju- þjálfi.Nei, og ég ætla ekki að gera það núna i ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.