Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 13. september 1977. 19 Þrir leikmenn Q.P.R. sjást hér horfa á Pat Holland skora fyrir West Ham á laugardaginn. „Pop” Robson (8) sést fagna markinu. Leikmenn Citv i miklum vígamóði!_________________________________ — og Sout- hampton vann öruggan sigur gegn Burniey ■fbróttii I Boyer ' opnaði I marka- . reikning sinn en Celtie varð að sætta sig við tap (2:3) gegn Glasgow Rangers Jóhannes Eðvaldsson var i sviðsljósinu á Ibrox Park i Glasgow, þegar Celtic lék gegn erkifjendunum Glasgow Rang- ers. Jóhannes skoraöi 2 mörk og kom Celtic-liðinu yfir (2:0). En Adam var ekki lengi i Paradis, þvi aö ieikmenn Rangers svöruöu meö þremur mörkum og tryggðu sér sigur — 3:2. 48.500 áhorfendur sáu Jóhannes veita Celtic frábæra óskabyrjun, meö mörkum á 18. og 31. minútu. Hann skoraði fyrra markið með góðu skoti, eftir sendingu frá Tommy Burns, og það siðara með föstum skalla fram hjá Peter McCloy, markverði Rangers, eft- ir að Burns haföi gefið góða krosssendingu fyrir mark Rang- ers. Rangers-tiðið gafst ekki upp — þaö mætti ákveðið til leiks i siðari hálfleik, og skoruðu Gordon Smith (2) og David Johnston mörk liðsins. Smith skoraöi sig- urmarkið 7 min. fyrir leikslok, við geysilegan fögnuð áhorfenda. Celtic-liðið sat eftir með sárt enn- ið — það er nú i neðsta sæti, með aðeins 1 stig eftir fjóra leiki. —SOS JÓHANNES.... skoraöi 2 góö mörk, en þau dugöu Celtic ekki til sig- urs. Brian Kidd kóngur- inn á Maine Road Þaö sést greinilega á leik Manchester City um þessar mundir, aö liöiö veröur ekki auö- velt viöureignar i Englandi i vet- ur. A Iaugardaginn mættust Manchesterliöin City og United £ Maine Road, og lauk leiknummeö öruggum 3-1 sigri City. Brian Kidd skoraði tvivegis hjá sinum gömlu félögum, og þriöja mark City geröi Mike Channon um miöjan seinni hálfleik. Channon sýnir þaö nú i hverjum leik, aö Manchester City geröi góö kaup, þegar þeir keyptu Channon frá Southampton fyrir 300.000 pund. Rétt fyrir Ieikslok skoraöi Jimmy Nicholi mark meö þrumuskoti af 35-40 metra færi, og minnkaöi muninn þannig i 1-3 City I vil. Liverpool átti nú sinn versta leik um langan tima, en það dugði á móti Coventry i þetta sinn. Liverpool slapp með skrekkinn, þvi Coventry fór illa með tvö opin færi i fyrri hálfleik. Það var svo á þriggja minútna kafla um miðjan seinni hálfleik, að Liverpool gerði út um leikinn. Fyrst skoraði David Fairclough eftir mikil mis- tök i vörn Coventry og siöan skor- aði Kenny Dalglish eftir gott einstaklingsframtak. Eftir þetta fékk Coventry enn góð tækifæri, en leikmenn liðsins nýttu þau ekki. Nottingham-liðið sýndi enn hvað i þvi býr, er þaö vann Wolves á Molineux-leikvanginum Fátt getur stöðvað Manchester City i baráttunni um Englandsmeistaratitilinn Brian Kidd .... skoraöi 2 mörk fyrir City. i Wolverhampton. I hélfleik var staðan 1-0 fyrir Nottingham, eftir mark frá Peter Withe, og ekki var liðið langt á seinni hálfleik, er for- ysta Nottingham var orðin 3-0 — mörk frá Bowyer og Woodcock. LitlumunaðiaðNottingham henti þessu forskoti frá sér, þvi að Wolves minnkuðu muninn i 2-3 á fimm minútna kafla. Fyrst skor- aði Norman Bell, og siðan Steve Daley úr vitaspyrnu. Þrátt fyrir mikinn þrýsting Wolves á loka- minútunum, tókst þeim ekki aö finna leiðina i mark Nottingham i þriðja skiptið, þannig að stigin tvö fóru til Nottingham. Aston Villa á erfitt uppdráttar þessa dagana. Liðið komst ekkert áleiðis i leiknum á móti Arsenal. Þvert á móti voru það leikmenn Arsenal, sem hvað eftir annað fóru illa með góð tækifæri. En þegar dómarinn ætlaði að fara að blása til leiksloka, skoraði Aston Villa úr einni af fáum sóknarlot- um sinum i seinni hálfleik. Var þar að verki Alex Cropley, sem skoraöi eftir að hafa leikið á nokkra varnarmenn Arsenal. Aston villa vann þannig sinn fyrsta sigur á heimavelli á þessu keppnistimabili. Alf Ramseyer nú við . stjórnvöl- inn hjá Birmingham, eftir að Willie Bell var rekinn frá liðinu i vikunni. Birmingham lék sinn bezta leik á keppnistimabilinu og Trevor Francis var i góðu formi. Hann skoraði mark Birmingham i fyrri hálfleik, en snemma I seinni hálfleik jafnaði Billy Ashcroft metin fyrir „Boro”. Middlesborough keypti Ashcroft þennan frá Wrexham fyrir skömmu fyrir 120.000 pund. En Trevor Francis hafði ekki sagt sitt siðasta orð, og tryggði hann Birmingham sigur með góðu marki seint i hálfleiknum. Það kemur á óvart, hve lið Newcastle byrjar illa i ár. Eftir sigur gegn Leeds i fyrsta leikn- um, hefur Newcastle nú tapað fimm leikjum i röð, nú siðast á heimavelli gegn WBA. Það var nýja stjarnan hjá WBA, Regis, Framhald á bls. 23 I annarri deildinni heldur Bolton enn forystunni eftir knappan 1-0 sigur gegn Oldham. Whatmore skoraöi eina mark leiksins um miöjan fyrri hálf- leik. Southampton vann örugg- an sigur gegn Burnlev, og skor- aöi Phil Boyer tvö af mörkum Southampton, fyrstu mörkin sem hann skorar fyrir liöiö eftir aö hann var keyptur frá Nor- wich. Tottenham vann nauman sig- ur á Fulham, 1-0 , og var það Chris Jones sem skoraöi sigur- markið, er nokkrar minútur voru til leiksloka. Crystal Pal- ace hafði nokkra yfirburði i viðureigninni við Sunderland, en varð samt að gera sér jafn- tefli að góðu. Rowell náöi for- ystunni fyrir Sunderland, en mörk frá Bourne og Swindle- hurst komu Palace i 2-1. Rétt fyrir leik hlé fékk Palace dæmda vitaspyrnu, en Harkouk lét verja frá sér. Þetta notfærði Sunderland sér, og fyrrum Ar- senal-leikmaðurinn Rostron jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik. Stoke átti góðan leik á móti Sheffield United, og mörk- in komu frá Howard Kendall, Gregory (2) og Alec Lindsay. Ó.O. Jóhannes á skot- skónum á Ibrox

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.