Tíminn - 13.09.1977, Side 12

Tíminn - 13.09.1977, Side 12
12 Þriðjudagur 13. september 1977. Vænn þistill i höndum Svanhvitar gróður og garðar Augnfró Litih á stórvaxinn þistil 26/8 1977 (Valur, Friöa, Valgeir og Ingólfur) BLÓMANN, „Helguð Freyju maöran min, melagrundar höfuðprýöi, engan svikur angan þin, ágætt krydd i te og vin, fagurlega litar lin, læknar kvef og hressir lýði.” Fagurgular, ilmandi gul- möörubreiður vekja jafnan eftirtekt og aðdáun, enda marg- ir bæir við þá jurt kenndir: Mööruvellir, Möðrufell, Möðru- dalur, — allir með mikið og viða grýtt þurrlendi umhverfis, en það er kjörland möörunnar. Margt er möðrunni til lista lagt, eins og segir i visunni. Möðrute er slimleysandi og kemur út svita, var það fyrrum drukkið gegn kvefi. Útbrot á húð voru einnig þvegin úr seyðinu. Maðr- an var helguð Freyju og siðar Mariu (sængurhálmur Mariu) og var látin i rúm og vöggur, bæði vegna ilmsins og einnig þótti hún nokkur vörn gegn flóm o.fl. skordýrum. Til litunar garns er maðran tekin alblómg- uð, stöngullinn skorinn af rót og gefur fagra gula liti. — „Tindi ég blóm á túni gróanda, möðru mjallhvita og mjaðurt” kvaö Benedikt Gröndal, og á þar við krossmööru, sem er álika stór og gulmaðra, en ber hvita, ilm- andi blómskúfa. Hvitmaðra er aftur á móti smávaxin og skrið- ur við jörð. Merkilegar jurtir möðrurnar. Viöa, bæði i þurrlendi og hálf- röku landi, stirnir á litil, ljósblá, hvit eöa gulleit augu á fremur smávaxinni jurt, þegar líður á sumarið. Þessi „augu” eru blómin á augnfró, sem er skyld hinum alkunna lokasjóö (pen- ingagrasi). Fyrrum var jurtin notuð til augnlækninga viða um lönd og er nafnið liklega af þvi dregið. Var safi hennar notaður sem augnstyrkjandi lyf, bæði handa mönnum og húsdýrum. Augnfróin er „ekki öll þar sem hún er séð”. I sumum löndum Evrópu er hún kölluð „grasþjóf- ur” og engjavargur. Hvers vegna? Jú, hún er hálfsnikjujurt likt og lokasjóður og smjörgras. Augnfró sendir mjóar sogrætur inn i rætur annarra jurta og rænir þannig næringu, sem aukabita handa sér. Einkum mun hún snikja á grasi, enda vex oft mikið af augnfró innan um grastegundir. Flestirkannastvið melgrasið, a.m.k. af afspurn. Það er með stórvöxnustu grösum landsins, blöðin stinn og blágræn, puntax- ið langt og gildvaxiö. Melgrasiö vex i sandi og þolir sandfok jurta bezt. Sandurinn hleðst upp við það og myndar stórar þúfur og hóla, en sjálft vex það bara áfram upp úr sandinum. Neðan- jarðar er mikið rótarkerfi og jarðstönglar sem skriða viða. Það er þvi rammlega tjóðrað niður og nær i vatn, þó að það sé djúpt i jörðu. A blööunum er bláleitt vaxlag, sem ver gegn of mikilli útgufun og blöðin geta lika vafizt saman i miklum þurrki i sama tilgangi. Vel er fyrir öllu séð. Melgras er mikið ræktað til að hefta sandfok og varna uppblæstri. Er melfræi safnað á haustin og árlega sáö i stór svæöi til uppgræðslu. Mellönd eru viða um land, en viðáttumest i Vestur-Skafta- fellssýslu og austan Jökulsár á Fjöllum. Melgras vex bæöi út viö sjó og langt inni i landi. Jafnvel á klettabrikum út við sjó, t.d. á Stóru-Hámundarstöð- um á Árskógsströnd. Hafa sjó- fuglar sennilega boriö melfræ upp á klettasnasirnar. Fyrr á öldum var melgrasið (melurinn) mikilsverð matjurt, þvi að melkorniö var hagnýtt til matar i stórum stil, einkum á sandasvæðunum miklu i Skafta- fells- og Rangárvallasýslum, raunar langt fram á s.l. öld i verulegum mæli. 1 Ferðabók Eggerts og Bjarna, fyrir rúm- um tveimur öldum, segir að menn lifi af melkorni i 6-8 kirkjusóknum, auk þeirra sem sæki það þangað úr fjarlægum héruðum. Melkornið var þurrk- að við hita, seinna malað og not- að i brauð og grauta. Melgrasið grær snemma á vorin og bizt þá talsvert, en verður gróft og trénað er liöur á sumarið. Svartir eitraðir sveppir — mel- drjólar — leggjast oft á mel- gras, einkum i vætutið, og mynda svarta harða keppi i blómaxinu. Þessir drjólar eru mjög eitraðir og mega alls ekki lenda i munni eða maga. Eitrunareinkenni eru svimi, ógleði, höfuðverkur — og oft tekur sjón að daprast. Ber strax að leita læknis, ef eitrunar verð- ur vart. „Villikornið” þ.e. melurinn, var eina jurtin er Gulmaðra 29/8 1977

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.