Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. september 1977. 5 á víðavangi Gerir miðgarðs- ormur krafta- verk? Allir sem til þekkja vita að það er miklum erfiðleikum bundið að halda útidagblöðum . sem i senn eru málgögn ákveðinna félagsmálahreyf- inga og sjónarmiða. Allir, sem til þekkja vita og hvilikum erfiðleikum það er bundið á tlðum að halda uppi stjórn- máiastarfsemi og kosninga- baráttu vegna kostnaðar og annarra atriða sem verða aö vera fyrir hendi ef ekkiá út af að bregða. Þessir erfiðleikar, ekki sizt varðandi kostnaðinn, hafa veriö mjög til umræðu nú á undan förnum árum. Tii þess að mæta vandanum að ein- hverju leyti hefur sú regla viö- gengizt um langt skeiö að framlög til stjórnmálaflokk- anna eru undanþegin skatti, og gildir hiö sama um starf- semi flokkanna sjálfra yfir- leitt. Ekki fyrir alls löngu var gripið til þess ráðs að rlkiö iéti nokkra upphæð af hendi rakna til þeirra málgagna sem flokkarnir halda úti, auk þess sem ýmsar opinberar stofnan- ir kaupa blöðin svo sem ekki er óeðlilegt. ÖII þessi atriöi hafa verið mjög umdeild. Ýmsir hafa haldið þvi fram að með þessu sé verið að hlaöa undir pólitiska spillingu og annaö þaðan af verra. Aðrir telja að fjáfframlög h.ins opinbera séu óhjákvæmileg ef hér á að halda uppi nauðsynlegri og lýöræöislegri stjórnmála- starfsemi. Hér er ekki ætlunin að gera þessi efni að umræöuefni að sinni. Hins vegar hefur þaö ekki farið fram hjá neinum að til er flokkur sem hefur leyst að þvi er virðist öll þessi vandamál á furðulega auð- veldan hátt. Engum virðist léttara að komast undan erfið- leikunum en þeim Alþýðu- bandalagsmönnum. Þeir hafa t.d. lagt af þann sið að Iáta flokksmenn ráða yfir blaöi sinu og húsakynnum þess og flokksins. t staðinn hafa þeir stofnað nokkur hlutafélög sem annast um þessi mál undir forystu og i eigu vaiinna og „öruggra” manna. Og þessir menn eru sifellt að gera sannkölluð kraftaverk, að þvi er virðist, séð úr nokkurri fjarlægð. Sl. föstudag birti dagblaðið Vlsir grein um fjármál hins fræga og rómaða Þjöðvilja- húss í Reykjavik. Þessi grein erafar athyglisverð, og fyllsta ástæða til þess áð menn hug- leibi efni hennar. Vísisgreinin Greinin er á þessa leið: „Félag eitt í Reykjavík heit- ir Miðagrður hf. Þaö var stofnað á veltutimum striðs- gróðans árið 1942 til þess að eiga og reka fasteignir. Ekki er vitað til þess að félagið hafi annast aðra starfsemi á ferli sinum og hlutafé félagsins hefur aldrei verið aukið. Það varf upphafi ákveðið fimmtán þúsund krónur, sem skiptist I 75 hluti á kr. 200 hvern. A starfstima sinum hefur félagið safnað miklum eignum og voru I ár lagðar á það kr. 124.294 I eignaskatt, en sá skattur er skv. upplýsingum Skattsotfunnar I Reykjavlk ca. 0.808% af stofninum, sem þannig er ca 15,4 milljónir I skattskylda eign. Miðgarður hf. á Skólavörðu- stig 19, þar sem Þjóðviljinn var prentaður, og félagið á lika Siðumúla 6, þar sem rit- stjórn Þjóðviljans er nú til húsa. i stjórn félagsins eiga sæti skv. tilkynn. ársettri 1975 Haraldur Steinþórsson for- maður ólafur H. Guðmunds- son, sem nú er látinn, og Arn- mundur Bachman, en til vara er Ragnar Arnalds. i dag eru eignir félagsins mikils virði. Skólavörðustig- urinn er að brunabótamati ca. 48 milljónir króna, en Siðu- múlinn er að brunabótamati á 58,9 milljónir króna. Þvl verður þess vegna ekki neitað, að fimmtán þúsund krónurnar hafa veriö ávaxtað- ar á öruggan og vinsælan hátt á þessu timabili, og er hvert tvö hundruö króna bréf þvi mikils virði. Enginn tekjuskattur Eins og að framan greinir eru eignir félagsins að bruna- bótamati rúmar hundrað milljónir króna. Veðskuldir á eignunum eru hins vegar rétt rúmar þrjátiu milljónir og á Siðumúlanum h vila ekki nema sex milljónir króna. 1 fljótu bragði er ekki að sjá að húsaleigan af Skólavörðu- stig 19 hafi gefið svo mikið af sér miðab viö fjárhagsgetu leigjandans, að mikið sé af- gangs til að greiða skatta af. Þó hefur eigendum Miðgarðs tekist að byggja Sfðumúla 6, og eiga hann nær skuldlausan. 40 milljóna kr. fjársöfnun Skýringin á velgengni Mið- garðs hf. undanfarin árer hins vegar auðfundin á siðum Þjóðviljans. Það blað hóf fyrir misserum fjársöfnun til styrktar hlutafélaginu undir vigorðinu Þjóðviljasöfnunin. t Þjóðviljanum, sem kom út daginn sem hlutafélagið afhenti Þjóðviljanum, húsið til leigu, segir ritstjóri blaðsins, aö menn hafi skotið saman I þetta hús handa Miögaröi og færir gefendum bestu þakkir eigenda bréfanna sjötlu og fimm. Af orðum ritstjórans má ráða, að safnast saman um 40 milljónir króna, sem renna til hlutafélags Haralds Steinþórssonar og félaga hans. Engin skattlagning Nú er það vitanlega ljóst aö gjafaé er skattskylt. Sam- kvæmtþvi hefði Miðgarður hf. átt aö borga einhverja tekju- skatta af söfnunarfénu I Þjóð- viljahúsiö, eign Miðgarðs hf. Eins hafa menn unnið ókeypis fyrir þetta félag án at- hugasemda frá Dagsbrún, sem þannig hefur gefið hluta- félögum fordæmi til þess að óska eftir ókeypis vinnu, þeg- ar litið er um hana. Ég fæ ekki séð, að ef Ingi- mundur i Heklu gefur Reykja- prenti eina milljón, að það verði ekki talið til tekna hjá Reykjaprenti og borgaður skattur samkvæmt þvi. Og ég fæ heldur ekki séð, að Dag- blaðið hf. gæti komið sér upp húsnæði án þess að gefa skatt- yfirvöldum einhverja skýr- ingu á þvi, hvaðan fjármagnið er komið. Ég vona að sama gildi um Miðgarð hf. og húsbyggingar þess. 24.000 kr. i aðstöðugjald Aðstöðugjaldið er ekki hátt, og heildargjöld félagsins eru innan við 200.000 krónur. Samt sem áður hefur félagið láns- traust og hefur a.m.k. tekið 20 milljón króna lán, sem þing- lýst er, þar af eitthvað af vaxtaaukalánum, sem eru þó skráð á handhafa, þrátt fyrir bann Seðlabankans við þvi. Þessi lán borgast ekki af sjálfu sér, og félagið hlýtur að þurfa talsverðar tekjur til þessaðstanda straum af vöxt- um og afborgunum af lánun- um. Þær tekjur eru vitanlega skattskyldar. Vilmundur vinur minn er áreiðanlega þeirrar skoðunar, að athæfið sé „siölaust en lög- legt”, — ég skil hins vegar betur en áöur, af hverju Þjóð- viljamenn telja aðalhlutverk hlutafélaga að hjálpa bröskur- um að safna vafasömum ágóða." Fólki er spurn Við þessa grein hefur Tfminn litlu að bæta á þessu stigi og þvi er hún birt hér oröi til orðs og athugasemdalitið. Þvi er náttúrlega ekki að leyna að þessi grein vekur margvlsleg- ustu spurningar: — Eru þær upplýsingar réttar sem greinin flytur? — Er þetta i raun og veru svona auðvelt og einfalt? — Hver á alla þessa pen- inga og allar þessar eignir? Menn taki eftir þvl að Al- þýðubandalagið á ekki Þjóð- viljann, heldur var stofnað sérstakt „Útgáfufélag” til að halda blaðinu úti. Flokkurinn á ckki heldur húseignina, heldur þetta stórfenglega hlutafélag „Miðgarður.” Og spurningarnar verða fleiri: — A flokkurinn þetta allt i raun og veru, einhvern veginn á bak viö tjöldin? Er þetta þess vegna skattfrjálst eöa hvað? — Og hver ræður yfir þessu öliu? Eru hluthafarnir réttir til þess, og getur einhver svipt þá valdi þeirra yfir eigin hlutafélagi? Eða eru þeir „leppar” fyrir einhverja aðra samkvæmt einhverjum dular- fullum bankasamningum? — Hvernig fer meö þessa miklu eignaaukningu? Er hún sama sem hlutaf járaukning eða hvað? Og hver á öll þau nýju hlutabréf ef svo kynni aö vera? Menn taki eftir þvi aö ekki hefur skv. Visisgreininni átt sér stað nein aukning I fé- laginu. Erþarna e.t.v. verið að ráð- skast með framlög I vinnu og peningum sem fólk hefur lagt fram í góðri trú? Eru kaupa- héðnar flokksins kannski að færa fjármuni svona á milli vasa? Hér skal engum orðum fariö i þá veru að dæma eða fullyrða um þe‘ta stórkostlega félag. Þvf síður skal leitt neinum getum að hlutverki einstakra manna i þessum yfirmáta- geðslegu atburðum. Enginn skal vændur um óheiðarleika, og enginn skal sakaður um vafasamt, hvað þá vitavert at- hæfi. Engum dettur I hug aö menn hafi verið að fara I kringum lög eða almennt vel- sæmi. Hjá þvi mun þó varla fara að menn spyrji sem svo þang- að til allar upplýsingar liggja fyrir: .— Er þetta ofboðslegt og kaldhæðnislegt svindl, góð forretning, opið gat I lögum eða einfaldlega kraftaverk? JS Minnisvarði að KoUabúðum A fjórðungsþingi Vestfirö- inga# sem haldið var á dög- unum, var stjórn fjórð- ungssambandsins falið að láta reisa minnisvarða að Kollabúðum i Þorskafirði, þar sem Kollabúðafundir voru haldnir á öldinni sem leið. Er jafnfram gert ráö fyrir, að fjórðungsþing verði haldið i Reykhólasveit, þegar gerð minn- isvarðans hefur veriö komiö i framkvæmd. Kollabúðafundirnir voru haldn- irá þvi skeiði, er þjóðleg vakning og sjálfstæðishugur átti meiri itök um Breiðafjörö og Vestfiröi en viöast hvar annars staöar á land- inu, og uröu þeir sögufrægir. Þar komu menn saman til þess aö ráöa ráðum, reifa nýjar hug- myndir og brýna hver annan. Komu Breiðfirðingar margir þangað á skipum sinum, en aörir riðandi úr þeim byggðarlögum, þar sem landleiöin lá betur viö. Kollabúðir urðu að sjálfsögöu fyrir valinu, þar sem Þorska- fjarðarbotn var nokkuð miösvæð- is og aðstaða að öðru leyti með þeim hætti, að þar var kjörinn staður fyrir fundi, sem halda átti á bersvæði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.