Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. september 1977. 13 Blóm í mosa 29/8 1977 sigraðist á sandinum úr Kötlu- gosinu 1755, segir i annálum. Melurinn stóðst lika vel öskuna og vikurinn i Vestmannaeyja- gosinu. Afskorin stjúpublóm og fjólur endast vel i vatni og fara bezt i lágu iláti. Hafið þið reynt að stinga þeim i mosa? Hér er mynd af mosa i undirskál og i mosann stungið stilkstuttum blómum af fjólu, stjúpu, smára og sveipstjörnum — og fer þetta prýðilega. Mosinn er auðvitaö látinn liggja i vatni. i grunnri skálinni, hann drekkur i sig mikið vatn. Einna fegurstur er dýjamosi til þessara hluta, hann er fagurgrænn á lit, en nota má einnig aðrar algengar mosa- tegundir, t.d. af túni eða deig- lendi. Blómamyndir i þennan o.fl. þætti hafa ljósmyndarar Tim- ans tekiö af eintökum, sem undirritaöur hefur fært þeim. A hópmyndinni sýnir undirritaður Valgeiri, Friðu og Vali, syni hennar, mjög vöxtulegan og blómfagran þistil, en Svanhvit heldur á öðrum — ekki minni. Þessir þistlar voru teknir viö hitaveitustokkinn i Reykjavik, en þarna vex þistill i stórum breiðum, oft um eða yfir 1 m á hæð. Eintökin á myndunum voru um 150 cm. A blööum þistils eru oddhvassir þyrnar, svo bezt er aö koma ekki mikiö við hann, eða a.m.k. meö gát! En blómin eru fögur. Hann ber sem sé fjölmargar litlar blá- rauðar eða rauöar körfur sið- sumars. (Sjá myndir). Ekki er gott að fá þistil þennan i garða, þvi að hann getur sáð sér tals- vert, en einkanlega breiöist hann skaðsamlega mikiö út með rótarskotum og renglum neðan- jarðar. Og þessar rætur og renglur geta vaxið á 1 m dýpi eða meir. Veröur þurrkur hon- um þvi ekki að grandi og erfitt er að grafa hann upp, en til eru lyf sem eyða honum. Til er nær þyrnalaust afbrigði i Reykjavik og viðar, og sumar aðrar tegundir þistils eru ræktaðar til skrauts i görðum. Skotar hafa þistil i merki sinu. 1 Ferðabók Eggerts og Bjarna er getið um þistil i Nollsklif viö Eyjafjörð — og þar vex hann enn, fremur smávaxinn i grýttu, ófrjóu landi. Snemma barst og þistill til Grindavikur. Atti hann, sam- kvæmt þjóðsögunni, að vera þar vaxinn upp af Tyrkjablóði! Enn eru stórar breiöur af mjög þyrnóttum þistli i Grind- vik og fundinn er hann i öllum landsfjórðungum, aðallega við bæi og vegi. Hefur eflaust borizt til íslands með varningi i fyrstu og berst enn — og sömuleiðis milli héraða. Athuga: t þættinum 1. september er getið ummæla J. Barrows 1834, þar sem hann segireinu trén i Reykjavik vera 3 eða 4 fjallaaspir um 4 feta há- ar. En þetta orð fjallaaspir er gömul röng þýðing á nafninu „Mountain ash", sem i bók Barrows stendur og er enska nafnið á venjulegum reynivið. Hann hefur þvi verið til i Reykjavik 1834, kannski fenginn sunnan úr hraunum? Dálitið hafa blóm látið á sjá i slagviðrum fyrir mánaöamótin — og dálitið af laufi tætzt af trjám áveðra. Vart hefur og oröið næturfrosts, einkum i lægöum, svo aö sér á kartöflu- grösum. Margt er þó enn i blóma i görðum i annarri viku september. Vaftoppur (kapri- fólia) skreytir margan vegg i skjóli með ljósgulu blómskrúði, ' og mikið ber á fagurgulum, löngum blómklösum útlagans (Lysimachia).Litur sá er sterk- ur og sést langt að. Hafið þið tekiö eftir þvi hvaða blómalitir sjást bezt þegar dimma tekur á kvöldin? Þið getiö t.d. athugaö það i marglitu stjúpblómabeöi. Melgras I Reykjavlk 26/8 1977 Við prentun greinar Arna Bjarnarsonar á Akureyri i laugardagshlaöi Timans um fyrstu blaöaúlgáfu lslendinga i Vesturheimi, uröu þau mis- tök, aö liann var nefndur Bjarnason. Bjarnarson er hiö rétta. Þá hefur einnig aðeins hluti vynda verið birt meö greininni og eru mennirnir á myndinni séra Pétur Sigurösson á Akureyri og Grettir Leó Eggertsson i Winnipeg, en á myndinni sem hér birtist öll eru þeir heiö- ursinenn lcngst til hægri en aðrir á myndinni eru Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra, Arni Bjarnarson, aö flytja ræöu, séra Ólaf- ur Skúlason og Heimir Hannesson lengst til vinstri. Eru hlutaöeigendur beðnir velviröingar á þessum mistökum. VIÐ SKERUM SVAMRNN alveg eins og þér óskið. Stinnan svamp, mjúkan svamp, léttan svamþ eóa þungan. Vió klœóum hann líka, ef þér óskið -og þéc sparið stórfé. LYSTADONVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55 BÍLA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Ford Bronco Land/Rover Fiat 125 Special Fiat 128 Mercury Comet Volvo 544 B-18 Moskowits BILAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.