Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 17
Þri&judagur 13. september 1977. 17 lesendur segja Þankabrot og spurnir 1 hljóðvarpinu heyrist stund- um ávarp eða áskorun, frá Sauðf járverndinni, vonandi meinar hún eitthvað með „vernd”, islenzka sauðfjár- stofnins. En orðið vernd vekur bæði ugg og eftirvæntingarfull- ar spurningar. Eru byrjaðar framkvæmdir til að auka aftur heilsuþol og afurðasæld islenzka fjárins. Eða á að gera kindurnar ófærarum að bjarga sér sjálfar sumarlangt á fjallagróðri og skila góðu keti i sláturhúsin — eftirsóttri hollri vöru neytenda, en ekki vöðvaslöppum fitu- keppaskrokkum, sem eru óseljanlegir fyrir framleiðslu- og sláturhúsakostnaði, slík hug- myndasauðfjárrækt eru spjöll Sauðf járverndin — segir, „setjið ekki á stórhyrnda hrúta, setjið smáhyrnda eöa kollótta”. Það eykur ánum fæðingar- þrautir ef lambið er stórhyrnt, en hvað um lambið svona þriggja til fjögurra mánaða, þegar menn þurfa að færa það milli dyra? Er því sársauka- minna að tekiö sé íullina á hálsi þess en i hornin? Eru þess ekki dæmi að mannshandarmerki sjáist á nýflegnum kinda- skrokkum i sláturhúsum? Sé lambið sett á, er óhjákvæmilegt að maðurinn þurfi að gripa i ull- ina, ef hornin eru ekki. Það er rétt, að stór- og sverhyrndir hrútar hafa oft fleiri galla, en ekki má gleyma þrautum ánna við fæðing lambanna. Fjár- verndin ávarpar „smala”, og segir þá: „Hundbeitið ekki féð, rekið hægt svo að það mæðist ekki”.Ekkiþarfað efa, hvað átt er við, „hundbeitið ekki”. Hundanotkun smala hér — er þekkt að að hóa, siga og sveia, og svo eru islenzku hundamir þekktir að þvi að hlaupa aftan aö kindinni, gelta og glefsa. Slikt eykur kindunum hræðslu auk annars. Þá á að tala við hundinn og leiöbeina honum með orðum og bendinum, svo sem hægri og benda til hægri, eða vinstri.og benda til vinstri. Er þá áttvið að koma kindunum i rétta smalastefnu, svo þær losni við öll óþarfa hlaup og hræðslu. Ef sauðfjárverndin vill hag- sæld og menningu þjóöarinnar, á hún að gjöra það sem hún getur — byggt á reynslu, svo vel sem tök eru á. En ekki á bókum né ræðum, mynduöum við ólikar aöstæður , veðurfars og lands- lags. m.a. aðsliku ættu bændur, ráðunautar og sauðfjárvernd að M.s. Hekla fer frá Reykjavík 19. þ.m. austur um land I hringferð. Vörumóttaka: Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Vestmanna- eyja austfjarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. vinna. Tjónalest Islands er orð- in nógu löng, öll byggð á vonar- vizku, — eða hégómaskap, og þegar mistökin sýndu sig, þá var þyrlað á loft enn meiri hræsni. Þaö er nauðsynlegt aö hugsa ogreyna að skilja sjálfan sig, og það sem maður hefur komið i nálægð við, en elta ekki annarra skoðanir, án þekkingar — reynslu liðsins tima. Þeirsem vilja leggjaþaö á sig að lita til liðsins tima, kannast sjálfsagtvið innfluttan húðsjúk- dóm, undir nafninu „kláði”, og áratugum siðar, þrennskonar innyflakvillar, sem gilda likt og drápsklyfjar, Ofan á það er svo bætt tildurhlassi með kál- og háarbeit kindanna, siðasta lifs- mánuð þeirra á haustin. Það á að vera tii falls.og útlitsbóta, en veldur bæði meira úrkasti og sölutregðu. Rikið er látiðstanda undir greiðslu til étenda og framleiðenda, (útflutni ngs- greiðslur). Sauðfjárvernd, ef þú ert ein- læg i vilja þinum til gagns og sóma þjóðinni — sem ég vona, láttu ekki seinni tima á þig sanna, að þú hafir verið i tengsl- um við sálarrætarskott Marðar Valgarðssonar, hins gráa. Ef einhver les þetta, hugsar hann máske, er maðurinn geggjaður. öllum er þörf að hugsa. Er ekki betra að þjóna dyggð en hræsni? Guðm . P. Ásmundsson frá Krossi. Opið bréf til Böðvars Guð- mundssonar Þökk fyrir „Krummagull”, Böðvar. Samliking þin var sláandi. Ég sem annað verkafólk erum dráttardýrin. Framleiðendur og aðrir atvinnurekendur mjólkur- kýrnar, menntafólkið hund- arnir. Hrafnarnir þeir, sem geyja ekki samkvæmt kerfinu (af vilja- eða getuleysi). Sumir gera það gott, mjög gott, afar margir fara i sorpið. Jafnvel alveg i hundana. Alit kemur fyrir eitt að lokum, þegar allt er útnitt og eytt. Þá er komið jafnrétti og lýð- ræði, sem allir flokkar berjast fyrir. Heimsendir. Það er ekki kominn heims- endir, hundurinn er ekki farinn að hlusta á kúna. Ég held ég hafi séð uglu, hún var umkringd af minkum. Þorir þú að kasta þér úr minkaflokkn- um og standa með uglunni og þá okkur vinnudýrunum. Eða kannski tókst þú i klukku- strenginn til að láta okkur heyra hvað þú værir langt fyrir ofan okkur og hvaö þú skildir vel kerfið. Kær kveöja, Ester Steinadóttir. Orkustofnun óskar að róða vélritara i hálft starf strax. — Umsóknum fylgi upp- lýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Umsóknir sendist Orkustofnun fyrir 19. september n.k. ORKUSTOFNUN Kona óskast til að sjá um heimili fyrir eldri mann i kaupstað úti á landi. Upplýsingar i sima (91)4-13-73. Keflavík Óskum eftir blaðburðarfólki Upplýsingar í síma 1373 Til sölu vel ættaðar kýr eða kvigur. Jónas Jónasson, simstöð Furubrekka. Bílaleiga Höfum til leigu Vauxhall Viva. Sparneytinn, þægilegur, öruggur. Berg s.f. Skemmuvegi 16 Kópavogi. Simi 7-07-22. Kvöld og helgar simi 7-20-58. Til leigu — Hentug i lóðir Vanur maður Simar 75143 — 32101 •* HESTAMENN MeÓ einu símtali er áskrift tryggó IEIÐI-AXI SÍMAR 28867-85111 Motorola Alternatorar í bila og báta. 6/12/24/32 VOlta. Platinulausar transistor- kveikjur i flesta bíla. HOBART rafsuðuvélar. Haukur og ólafur hf. Armúla 32, Sími 37700. Tíminn er peningar | j AuglýsicT : 5 í Timanum I mmmm»m»m»mm»»mmmmm: Alla dagavikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. frakt FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR LSLA/VDS "'riM.ciuin Sunnuda Mánudaj Þriðjuda; Miðvikui Fimmtut Föstui Laugardagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.