Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 13. september 1977. 23 flokksstarfið Norðurlandskjördæmi eystra Almennir stjórnmálafundir Samband ungra framsóknarmanna mun halda almenna stjórn- málafundi á eftirtöldum stööum föstudaginn 23. sept: Ölafsfirði, Dalvik, Akureyri, Húsavik og Kópaskeri. Tveir framsögumenn frá SUF munu verða á hverjum stað . Nánar auglýst siðar. SUF. Leiðrétting A baksiðu sunnudagsbiaðsins hefur Hið islenzka prentarafé- iag lætt sér inn í viðtal við Jón Þórðarson prentara, i stað pönt- unarfélags starfsmanna Prent- smiðjunnar Eddu. Eru viðkom- andi beðnir mikiilar velvirðing- ar á þessum mistökum. 0 UMFÍ sr. Eirikur J. Eiriksson þjóð- garðsvörður á Þingvöllum og fyrrum formaður UMFf. Fjöl- mörg ávörp voru einnig flutt og margar gjafir bárust Ungmenna- félagi íslands á þessum timamót- um. Jónas Ingimundarson stjórn- aði almennum söng og sungu menn lög úr Vasasöngbók UMFI, sem gefin var út fyrir nokkrum árum. I næstu stjórn UMFl voru kjörnir: Hafsteinn Þorvaldsson Selfossi, formaður, Guðjón Ingi- mundarson, Sauðárkróki, Bergur Torfason, V. Isafjarðarsýslu, Þóroddur Jóhannsson, Akureyri, Jón Guðbjörnsson, Borgarfirði, Björn Agústsson, Egilsstöðum og Hafsteinn Jóhannesson, Kópa- vogi. I varastjórn voru kjörnir Arnaldur Bjarnason, S. Þing., Ingólfur Steindórsson, Akranesi, Diðrik Haraldsson, Selfossi, og Hermann Nielsson, Eiðum. Framkvæmdastjóri UMFl er Sig- urður Geirdal. Allar konur fylgjasf með iTímanum 0 Brú verkfræðings er mikil og góð samvinna við forráðamenn i Borgarnesi og ráðgjafa þeirra. Veglína sú sem nú er búið að mæla fyrir liggur gegnum skóg- lendi, og eftir er að ræða endan- lega við landeiganda. Málið þarf einnig að fara fyrir náttúruvernd- arnefnd Borgarf jarðarsýslu. Þessa dagana er þvi unnið að á- ætlanagerð, en ákvörðun um veg- arstæðið verður tekin bráölega. íþróttir sem skoraði fyrsta mark WBA og annar svertingi, hinn leikni Cunningham, bætti við öðru marki skömmu siðar. 1 seinni hálfleik skoraði Brian Robson fyrir WBA, og tryggði þannig öruggan og verðskuldaðan 3-0 sigur WBA. Leeds og Ipswich háðu harðan leik á Elland Road i Leeds. Eftir markalausan fyrri hálfleik, náði Mariner forystunni fyrir Ipswich snemma i seinni hálfleik. En aö- eins minútu siðar hafði Ray Hankin jafnað metin fyrir Leeds, og fimmm minútum fyrir leikslok tryggði Hankin Leeds sigurinn með glæsilegu skallamarki. Hankin sýnir það nú i hverjum ieik, aö Leeds gerði rétt i að kaupa hann i fyrra. Hankin átti við meiðsl að striða allt siðasta keppnistimabil, og menn voru farnir að halda að þarna heföi Leeds gert mistök. Leikur West Hamog Q.P.R. var mjög fjörugur fyrstu 12 minút- urnar, en þa' voru skoruö þrjú mörk. Eastoe skoraði fyrir Q.P.R., en Pat Holland jafnaöi. Siðan skoraði Kevin Lock sjálfs- mark á mjög klaufalegan hátt, og staðan varð 2-1 fyrir Q.P.R. En Lock bætti fyrir brot sitt í seinni hálfleik, er hann skoraði jöfnun- armark West Ham, og verðskuld- aöi West Ham annaö stigið eða jafnvel bæði. Evertonfór illa með Leicester á Filbert Street i Leicester, sigraði 5-1 .1 hálíleik var staðan orðin 3- 0, og mörkin skoruðu Latchford, Thomas og King. I seinni hálf- leik bættu þeir King og Mc Kenzie viö mörkum, þannig að stjörnuliö Everton komst loksins i gang. Mark Leicester skoraði Sims. Gerry Daly náði forystunni fyrir Derby á móti Chelsea á Stamford Bridge, er hann skoraði úr vitaspyrnu. En Chelsea jafnaöi metin i seinni hálfleik, er Langley skoraði fallegt mark. Norwichsigraði Bristol City með marki á siðustu minútu. Var þar enn að verki hinn ungi Roger Gibbins. Ó.O. íþróttir Guölaugsson, FH , JóhannesEÖ- vaidsson, Celtic, Jón Gunnlaugs- son, Akranesi, Gísli Torfason, Keflavik, Atli Eðvaldsson, Val, Guögeir Leifsson, Tý, Arni Sveinsson, Akranesi, Matthias Hallgrimsson, Halmia Teitur Þóröarson, Jönköping, Kristinn Björnsson, Akranesi og Asgeir Eliasion, Fram. Landsleikurinn gegn N-Irum er siöasti leikur Islendinga I HM- keppninni. Það má fastlega reikna með þvi að róðurinn verði þungur i Belfast, enda N-lrar er- fiðir heim aö sækja. — SOS Fréttamenn þyrptust að ioftbelgsflugköppunum viö komuna til Reykjavikur. Timamynd: Róbert o Loftbelgur þyrlu varnarliðsins sem síðan kom með þá til Reykjavikur. Blaðamaður Timans spurði tvimenningana á Reykjavfkur- flugvelli i gærkvöldi, hversvegna þeir hefðu ákveðið að lækka sig enn þegar þeir komu nær landinu, og benti þeim á að islenzkur veð- urfræðingur hefði talið likur á að þeir næðu landi hefðu þeir haldið sig áfram i fyrri hæð. Maxie L. Anderson svaraði þvi til að varnarliðsmennirnir hefðu ekki haftneinar upplýsingar um veður og þeim hefði ekki verið þetta ljóst og þó þeir hefðu getað haldiö sérlengurá loftihafi þeir ákveöið að lækka sig vegna veðursins sem orðið var mjög vont, kalt og hvasstog reyna siðan að lenda á hafinu. Þá tók hann það fram að þó þeim hefði ekki tekizt að kom- ast alla leið yfir Atlantshafið sé þetta þó næst lengsta loftbelgs- flug sem skráð er, en hið lengsta var flogið i október sl. Að hinu leytinu er þetta i fimmtánda sinn sem reynt er að fljúga loftbelg yf- ir Atlantshaf en alltaf mistekizt og fimm menn látizt viö þessar tilraunir. Ævintýramennirnir voru spurðir hvort þeir hyggðust reyna aftur og svöruðu þeir afdráttar- laust „nei”. Loftbelgsförinsemhófst í Nýju- Mexikó sl. föstudag endaði siðan út af Isafjarðardjúpi um klukkan hálf sex í gærdag og höfðu tvimenningarnir þá lagt aö baki um 800 milur. Sögðu þeir að lend- ingin á sjónum hafi tekizt vel og báturinn, sem um leið var karfan undir belgnum og þeir höföust við i, hafi látið vel að stjórn þegar hann hafnaði á sjónum. Þyrla varnarliðsins tók þá siðan um borð en islenzkt varöskip tók bát- inn og þaðsem eftir var i honum. Sagði Anderson að hann væri þeim a.m.k. verðmætur, hann væri til minningar um ferðina, þessa f jóra daga og það sem þeir hefðu lent i. 5 milur Eftir þetta varð vindur enn suð- lægari og möguleikar þeirra félaga versnuðu enn, einkum er þeir lækkuðu flugið, en sam- kvæmt veðurspá var von á vest- lægari vindum i meiri hæð. Þetta vissu þeir tvimenningar þó ekki og eins var vindur mikill og kalt i efri loftlögum. Næst landi komust þeir félagar um 5 milur út af Bjargtanga, svo segja má að mjóu hafi munað. Einmitt á þeim stað sást til þeirra frá togaranum Guðsteini i ca. 400 feta 'hæð. Ekki lentu þeir þar vegna veöurs og strauma en á þessum slóðum var um 30 hnúta vindhæð. Það var siðan um hálfsexleytiö i 25 km fjarlægö frá Grænuhlið eða út af mynni Isafjaröar sem ævintýramennirnir gáfust loks upp og hættu sér niður sjó enda ekkert annað framundan en Is- Ctliísteikning af loftbelgnum. hafið. Þegar báturinn lenti á sjón- um slepptu þeir belgnum sem skaust upp í loftið og mun hafa sprungið i mikilli hæð. Togarinn Vestmannaey og varðskip sem stödd voru skammt frá fóru strax á staðinn en þyrla varnarliðsins halaði mennina um borð og kom með þá til Reykja- vik ir um kl. hálf niu i gærkvöld. S -gja má með sanni að þeir fé- lagar voru ekki langt frá þvi að ná markmiði sinu, þ.e.a.s. aðeins einum fimm milum. Hefði þeim tekizt að lenda loftbelgnum á Is- landi voru þeir jafnframt lentir i Evrópu og sá var tilgangur farar- innar. Þeir voru þvi fremur von- sviknir i gærkvöldi við komuna til Reykjavikur og ekki nema von. Þeir kváðust þó vera þvl fegnir að sleppa iifandi frá þessu, á timabili hafi allt mælt þvi i mót. Likur voru á þvi um tima að þeir lentu i hvirfilvindi og þá væri ekki að úrslitum aö spyrja, Þá var það ising og iskaldur heljarfaðmur Norður-Atlantshafs sem virtist ætla aðgleypa þá. Við erum sann- arlega heppnir að hafa komizt lifs af, sögðu þeir. Leiðrétting við „Á V ogar skálum ’ ’ 1 greininni A vogarskálum á bls. 4 hefur brenglast smákafli úr milligrein sem ber yfirskrift- ina Fæöi. Rétt er greinin svona: Eftirtaldar fæðutegundir þarf ekki að takmarka á megrunar- fæði: Vatn, te, kaffi, kjöt- og grænmetissoð, krydd, ósykrað- ur sitrónusafi, ósykrað kálmeti, gúrkur, tómata, blaðsalat og borðedik. Sneiðið hjá eftirfar- andi: sykurrikri fæðu (sykri, hunangi, sultu, sælgæti, sætum kökum, gosdrykkjum, is, sykr- uðum safa og ávöxtum, sykruðu áfengi, tómatsósu) og fiturikri fæðu (feitum pylsum og áleggi, feitu slátri og kæfu, bjúgum, sýnilegri fitu á kjöti, rasp- og djúpsteiktum mat). Skipting fæðunnar i flokka og stærð skammta úr hverjum flokki er sýnd hér á eftir: AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.