Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 13. september 1977. 11 ÍlliWMW Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfuiltrúi: Jón Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Verö I lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Nýr vísitölu- grundvöllur Margt er nú að vonum rætt um efnahagsvandann, sem fengizt er við um þessar mundir, og m.a. birtist i rekstrarerfiðleikum frystihúsanna og launavið- ræðunum milli rikisins og opinberra starfsmanna. Slikir erfiðleikar eru þó engan veginn islenzkt fyrir- brigði um þessar mundir. í nær öllum löndum hins vestræna heims, sem býr við svonefnt frjálst markaðskerfi, er glimt við hliðstæðan vanda. Þar verða rikisstjórnirnar að gera nýjar og nýjar efna- hagsráðstafanir, sem aldrei reynast varanlegar, heldur leysa vandann aðeins til bráðabirgða. Þann- ig gerðu Danir sérstakar efnahagsráðstafanir i ágústmánuði i fyrra, sem dugðu ekki lengur en framyfir áramótin, en þá varð að efna til þingkosn- inga, þvi að samkomulag náðist þá ekki um nýjar ráðstafanir, sem þóttu nauðsynlegar. Eftir kosn- ingarnar náðist svo samkomulag, sem entist ekki nema fram á sumarið. Fyrir nokkrum dögum var danska þingið að samþykkja nýjar efnahagsráð- stafanir, sem eiga að nafni til að gilda til þriggja ára, en flestum kemur þó saman um, að ekki muni duga nema fram á næsta vetur. 1 Sviþjóð er búið að tvifella gengi krónunnar á þessu ári, og þykir þó fjarri þvi, að efnahagsvandi Svia sé leystur. í Noregi hefur vandinn verið leystur að undanförnu með miklum halla á rikisrekstrinum og sivaxandi viðskiptahalla i trú á að væntanlegur oliugróði geri kleift að greiða skuldirnar. Þannig er ástatt hjá hinum norrænu frændþjóðum okkar, en viðast i vestrænum löndum er ástandið þó verra. Margir kenna hinu frjálsa markaðskerfi um þetta, en ekki myndi þó taka betra við, ef horfið yrði að hinu sósialiska hagkerfi i Austur-Evrópu. Þar eru lifskjörin á flestan hátt verri, að ógleymdu ófrelsinu. Ef litið er á stöðu islenzka þjóðarbúsins um þess- ar mundir, er hún engan veginn slæm. Framleiðsl- an hefur farið vaxandi og útflutningsverð fremur hækkandi. Þjóðin hefur sjaldan haft meiri tekjur til ráðstöfunar. Það, sem mest er að, er skortur á heildarsamkomulagi um skiptingu þjóðarteknanna milli stétta og atvinnugreina. Það er hægara sagt en gert að ná sliku samkomulagi, þótt aðeins sé i höfuðdráttum, en meðan það næst ekki, og stéttirn- ar og atvinnuvegimir glima um tekjuskiptinguna, mun svipaður efnahagsvandi og nú er fengizt við, alltaf vera fyrir hendi. Það, sem bezt gæti leyst vandann, væri sam- komulag i grundvallaratriðum um tekjuskipting- una og nýr visitölugrundvöllur kaupgjalds og verð- lags, sem miðaðist við þjóðartekjur hverju sinni. Menn eiga að fá kjörin bætt, þegar vel gengur, en verða lika að taka á sig meiri byrðar, þegar illa ár- ar. Af hálfu Framsóknarflokksins hefur oft verið bent á þetta, en það ekki fengið nægan hljómgrunn. Meðan svo er, mun efnahagsvandinn stöðugt fylgja okkur og vera varanlegt viðfangsefni. Enn spáir Jónas Enn heldur Jónas Kristjánsson snillingur áfram spádómum sinum, enda ekki óeðlilegt þótt hann færðist i aukana eftir að Þjóðviljinn gerði þá að eins konar átrúnaði sinum. Siðasti spádómur Jónasar birtist i niðurlagi forustugreinar um Evrópu- kommúnismann, sem birtist i Dagblaðinu 6. þ.m. Hann hljóðaði á þessa leið: „Kannske við eigum eftir að sjá Ragnar Arnalds og Lúðvik Jósefsson vitna á fundum Natovina um ágæti Atlantshafsbandalagsins. Það væri sannar- lega timanna tákn.” Hvað segir Þjóðviljinn um þennan spádóm Jónas- ar? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kyprianou tekur við af Makaríosi Fráfall Makaríosar eykur vandann á Kýpur NO um mánaðamótin tóknýr maður formlega við forseta- embættinu á Kýpur og mun gegnaþvi þann tima,sem eftir er af kjörtimabili Makariosar erkibiskups, sem lézt snögg- lega i sumar. Hinn nýi forseti er Spyros Achilles Kyprianou, sem var forseti þingsins og tók samkvæmt þvi viö forsetaem- bættinu til bráðabirgöa, þegar Makarios lézt. Þá kom til mála að efna til kosninga á forseta til næstu fimm ára, en niðurstaða flokkanna varð sú, að betraværiað þessu sinni að kjósa forseta sem gegndi em- bættinu út kjörtimabil Makariosar, en kjósa þá for- seta tilfimm ára. Kjörtimabili Makariosar átti að ljúka i febrúar 1978 og mun hinn nýi forseti gegna embættinu þangað til. 1 febrúar fara svo fram kosningar á forseta næsta kjörtimabil. Hinn nýi forseti varð sjálf- kjörinn. Enginn bauö sig fram gegn honum. Hann hafði stuðning bandalags vinstri flokka sem vann mikinn sigur i þingkosningunum 1976. Bandalag þetta var myndað til stuðnings við Makarios og stefnu hans. Kommúnista- flokkurinn var stærstiflokkur- inn i bandalaginu, en hanri er stærsti flokkurinn meðal Kýp- ur-Grikkja, og studdi jafnan Makarios. Aðalkeppinautur vinstra bandalagsins i kosningunum 1976, var hægri sinnaður miðflokkur undir forustu Glafkosar Cleridesar, sem áður hafði verið nánasti samstarfsmaður Makariosar og var forseti þingsins, þegar griska herforingjastjórnin steypti Makariosi af stóli sumariö 1974 og gegndi Clerides þvi forsetaembættinu i fjarveru Makariosar. Siðar reis ósætti milli þeirra, eins og greint verður frá hér á eftir. Clerides vildi helzt nú, að for- seti yrði kjörinn til fimm ára, og mun griska stjórnin einnig hafa hallazt að þvi. Vinstra bandalagið var þvi hins vegar andvigt. Clerides vildi þá ekki efna til deilna um þetta og sætti sig við það aö Kyprianou yröi sjálfkjörinn til að gegna forsetaembættinu þangað til reglulegt forsetakjör fer fram i febrúar 1978. HINN nýi forseti Kýpur, Spyros Achilles Kyprianou, er ekki nema 44 ára að aldri. Faöir hans var lögfræðingur og kaupmaöur. Framkoma Kyprianou er talin bera merki þess, aö hann menntaðist i Kvprianou Bretlandi, en þar iauk hann lögfræðiprófi 1954 og hóf siðan málflutningsstörf á Kýpur. Hann gerðist þá þegar öflugur fylgismaður Makariosar. Hann var ekki nema 27 ára gamall, þegar Makarios skipaöi hann utanrikisráð- herra fáum dögum eftir að Kýpur hlaut sjálfstæöi 1960. Kyprianou gegndi þvi stani samfleytt i 12 ár eða til 1972, en þá dró hann sig i hlé vegna pólitisks ósamkomulags. Hann hafði litil pólitisk af- skipti næstu fjögur árin, en á siðastl. ári kvaddi Makarios hann aftur til starfa, þegar slitnaö hafði milli hans og Cleridesar. Makarios fól Kyprianou að skipuleggja vinstra bandalagið fyrir kosningarnar i fyrra. Það vann mikinn sigur, eins og áður segir og var Kyprianou þá kosinn þingforseti f stað Cleridesar. Reynsla sú, sem Kyprianou hefur öðlazt sem utanrikisráðherra stuðlaði verulega á þvi að samkomu- lag náðist um hann nú sem forseta. Hann skortir hins vegar persónuleika Makarios- ar. Kyprianou er frekar litill vexti, brosir oft feimnislega og er hlédrægur i fasi. Hann þykir vel greindur og einbeitt- ur, þegar þvi er að skipta. Starf það, sem Kyprianou hefur tekizt á hendur, er sennilega ekki heiglum hent. Þegar griska herforingja- stjórnin steypti Makariosi úr stóli 1974, gripu Tyrkir tæki- færið til að hernema Kýpur og hafa þar nú 20 þúsund manna her. Tyrkir ráða nú yfir rúm- um þriðjungi eyjarinnar, enda þótt Kýpur-Tyrkir séu ekki nema fimmtungur eyjar- skeggja. Þessum hluta Kýpur ætla þeir bersýnilega að halda og hafa raunar þegar stofnað þar eins konar riki Kýpur- Tyrkja. I samræmi við það neita þeir nú að viðurkenna Kyprianou sem forseta allrar Kýpur. Bæði leiðtogar Kýpur- Tyrkja og Kýpur-Grikkja, sem eru um 80% af um 650 þús. ibúum Kýpur, hafa léð máls á þvi, að tvö riki verði á Kýpur undir einni sambands- stjórn, en fullur ágreiningur er um, hvernig eynni skuli skipt milli þjóðabrotanna og hversu viðtækt vald sam- bandsstjórnarinnar skuli vera. ÓLÍKLEGT þykir á þessu stigi, að Kyprianou verði aftur sjálfkjörinn i febrúar, en sitt- hvaögetur þó gerzt á þessum tima, sem getur knúið Kýpur- Grikkitilaðsameinast um eitt framboð. Liklegasti keppi- nautur hans þykir Clerides. Eins og áður segir, tók Cleri- des við forsetaembættinu sumarið 1974, þegar Makarios varð að flýja land, þar sem hann var þá forseti þingsins. Meöan Clerides var forseti hóf hann samningaumleitanir við leiðtoga Kýpur-Tyrkja, Rauf Denktash. Clerides lét af for- setaembættinu, þegar Makarios kom heim úr útlegð- inni, en Makarios fól honum að vera áfram stjórnandi i viðræðunum við Denktash. Samvinna þeirra Makariosar og Cleridesar rofnaði þegar Makarios taldi Clerides vilja ganga of langt til samkomu- lagsvið Tyrki. Makariosfól þá öörum manni, Tasos Papado- poulus, að stjórna viöræöun- um viö Denktash. Jafnframt efndi hann til nýrra þing- kosningaá siðastl.áriog hefur áður veriö sagt frá úrslitum þeirra. Vafasamt er, aö bæti fyrir Clerides, að hann er sagöur sá leiðtogi Kýpur-Grikkja, sem Tyrkir virða mest. Hitt getur orðiö honum meiri styrkur, að griska stjórnin mun einnig meta hann mest af leiðtogum Kýpur-Grikkja. Næst þeim Kyprianou og Clerides hefur Tasos Papadopoulus veriö nefndursem forsetaefni. Náist ekkert samkomulag milli flokkanna um frambjóðanda getur Ezekias Papaioannou, leiðtogi kommúnista, orðiö hlutskarpastur i forseta- kosningunum, þar sem hann styðst við stærsta flokkinn en vafasamt þykir, aö hann sæk- ist eftir þvi, eins og nú er ástatt á Kýpur. Þ.Þ. Yfirráöasvæöi Tyrkja á Kýpur er merkt meö strikum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.