Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 13. september 1977. vogarskálum Þær ráðleggingar, sem eru notaöar i þættinum „Á Vogarskálum” henta fyrir heilbrigt, fullorðið fólk og gera ráö fyrir 1/2 til 1 kg þyngdartapi á viku. Þetta er sá grenningarhraði, sem er talinn æskilegastur. Miðað er við að þetta náist með þvi að fólk auki hreyfingu, sem nemur um 100 hitaeiningum (HE) á dag og boröi um 1200 HE fæði. Hreyfing Bætið við 20 minútna ströngum göngutúr daglega eða 10 minútna strangri leikfimi, sundi eða hlaupi umfram það sem nú er. Fæði Megináherzlan er á fæði, sem er f jölbreytt, auðugt af nauösynlegum næringarefnum og orkurýrt, en er þó i samræmi við almennar neysluvenjur fólks. Fyrst er öllum fæðutegundum skipt i fimm flokka. Hér á eftir veröursvosýnthvaö „einn skammtur” af hverri fæðu- tegund er stór. Með þvi aö nota skammta (einn skammtur gefur að jafnaði um 55 HE) er óþarfi að hugsa um hitaeigingamagn matarins. Það fæði, sem ráðlagt er jafngildir 21 skammti yfir daginn, en þaö gefur um 1200 hE. Af þessum skammtafjölda koma þrir úr mjólkur- og fituflokki og fimm úr korn-, garðá- vaxta og kjötflokki (3-l-3-)-5-i-5+5 = 21). Eftirtaldar fæðutegundir þarf ekki að takmarka á megrunarfæði: -Vatn, te, kaffi, kjöt- og grænmetissoö, krydd, ósykraöur sitrónusafi, ósykraö kálmeti, gúrkur, tómata, blaösalat og boröedik. Sneiðið hjá eftirfarandi: sykurrikri fæöu, (sykri, hunangi, sultu, sælgæti, sætum kökum, gosdrykkjum, is, sykruðum safa og ávöxtum, sykruðu áleggi, feitu slátri og kæfu, bjúgum, sýnilegri fitu á kjöti, rasp- og djúpsteiktum mat). Skipting fæðunnar I flokka og stærö skammta úr hverjum flokki er sýnd hér á eftir: Fæðuflokkarnir fimm og skammta- stærð 1. Flokkur: Mjólkurflokkur: 3 skammtar á dag. Einn skammtur er: Mysa Undanrenna Mjólk.súrmjólk Skyr,ýmir, jógúrt 20% ostur 30% ostur 2 glös lglas l/2glas 1/2 litil dós 1 l/2þykk sneið 1 þykk sneiö Ráðleggingar um leiðir til að ná æskilegri líkamsþyngd Ath.: í dagsfæði má gera ráð fyrir t.d. 1 glasi af mjólk og einu glasi af undanrennu. Sé ostur notaöur veröur að draga úr mjólkurskammtinum. 2. Flokkur: Kornfiokkur: 5 skammtar á dag. Einn skammtur er: Hrökkbrauð, korn- og hveitibrauð ogósættkex 1 sneið eða 1 stk. Rúg-, malt- og normalbrauð l/2sneiö Hafragrautur 4msk. Ath.: Æskilegt er, að sem flestir skammtar I þessum flokki komi úr brauði. Gróf brauö eru æskilegri i megrunarfæði þar eð þau gefa meiri magafylli og eru auðugri af næringarefnum. Fyrir þá, sem vilja nota spagetti, hrisgrjón, makkarónur og annan soöinn, ósykraðan kornmat eða morgunkorn einstöku sinnum er einn skammtur um 1/3 bolli. Pilsner er óhætt að nota á megrunarfæði. Eitt glas er um einn skammtur. 3. Flokkur: Garðávextir: 5 skammtar á dag. Einn skammtur er: Gulrætur 2meöalstórar Kartöflur 1 meðalstór Gulrófur 1/3 meðalstór Soðið og niðursoðið grænmeti 1/2 bolli Sveskjur 2-3 stk. Appelsina, epli, perara, gráfikja 1 stk. Ösykraður ávaxtasafi l/2glas Niðursoðnir og brytjaöir ósykraðir ávextir 1/2 bolli Melóna l/6meðalstór Riflega skammta af öllu. Ath.: Riflega skammta af öllu káli, ósykruðu rauökáli, tómötum, gúrkum, papriku, lauk og sveppum má nota að vild. Þaö gefur fyllingu og er næringarefnarikt. Sama gildir um ósykraðan sitrónu- og tómatasafa, krydd og þunnt skyr, sem henta vel með grænmetis- salati. Notið grænt blaðgrænmeti a.m.k. einu sinni á dag ef kostur er og hrátt grænmeti með tveim aöal- málliðum dagsins. Borðið einn skammt af glóaldinum (sitrus ávextir) daglega (appelsina, greip) til þess að fá meira C-vitamin. Munið aö ávextir henta vel sem eftirréttur. 4. Flokkur: Kjötflokkur: 5 skammtar á dag. Einn skammt Egg 1 stk. Fitusnauðar afurðir: Ýsa, þorskur, koli, lúða, skelfiskur, silungur, dýralifur, kálfa- kjöt, kjúklingar og hrogn 1 meðalstór sneið (45-60g) Feitari afurðir: Lamba-, nauta-, svinakjöt, hakkað kjöt, hangikjöt, salt- kjöt, niðursoðið kjöt, nýru, hjörtu, sfld, lax, sardinur 1 litil sneið (30-40 g) 5 flokkur: Fituflokkur: 3 skammtur er: Sýrður rjómi Rjómi, smurostur Smjör, smjörliki, matar- olia,oliusósa og lýsi skammtar á dag. Einn 2msk. 1 msk. 1 tsk. Ath.: öll fita er orkurik og þarf að takmarka hana i megrunarfæði. Notið 1-2 skammta af lýsi vikulega til þess að auka D-vitamininnihaldið og mataroliu til steikingar. Matseðill Mjög auðvelt er að útbúa matseðil eftir þessu kerfi. Hentug skipting eftir máltiðum er sýnd hér i töflunni og eitt ákveðið dæmi gefið til þess að auðvelda fólki aö útbúa sinn eigin matseðil. Þessi skipting gefur alls 21 skammt i þeim hlutföllum, semr ráðlögö eru, þ.e. 3 úr mjólkur- og fituflokki og 5 úr korn-, garðávaxta- og kjötflokki. Ef einhverjir kjósa að raða skömmtunum yfir daginn á annan hátt t.d. vegna vinnuaðstæðna er ekkert þvi til fyrirstöðu. Rétt er að benda á að lokum, að það fæði, sem hér er kynnt er miðað við þarfir kyrr- setufólks. Þeir, sem vinna likamlega erfiö störf geta bætt við einum skammti i hverjum flokki yfir daginn. Þetta gefur þá 26 skammta eöa um 1500 HE á dag. Tafla 2 — Matseðill Morgunverður Mjólkurflokkur lskammtur t.d. 1/2 gl. súrmj./ýmir Garðávaxtaflokkur 1 skammtur t.d. 1/2 banani / 4 sveskjur Kornflokkur Fituflokkur smjörl. Kjötflokkur fisk- sild 2skammtar t.d. 2brauösneiöar lskammtur t.d. 1 tsk. smjör /- lskammtur t.d. 1 egg/kjöt eða sneið t.d. álegg eða Hádegisveröur Kjötflokkur Garðávaxaxta flokkur 2 skammtar t.d. 2 kjöt/fisksneiðar t.d. 1 kartafla 3 skammtar 1 appelsina 2 gul- rætur eöa 1/3 rófa Síðdegishressing Kornflokkur lskammtur- t.d. 1 brauðsneið Fituflokkur lskammtur t.d.ltsk smjör/smjörl. Mjólkurflokkur lskammtur t.d. ostsneið eða 1/2 glas mjólk Kvöldveröur Kjötflokkur 2/skammtar t.d. 2kjöt/fisksn. t.d.áleggeða síld Kornflokkur 2 skammtar t.d. 2brauðsneiöar Fituflokkur lskammtur t.d. 1 tsk. smjör/smjörl. Garðávaxtaflokkur l skammtur t.d. 1 epli mjólkurflokkur lskammtur t.d. 1 gl. undanrenna Auk þess ber að nota riflega skammta af kálmeti, gúrkum, tómötum, blaðsalati og tærum grænmetis- súpum til viðbótar. Vatn, sódavatn, te og kaffi má einnig nota að vild með þessum matseðli. Leikrit vikunnar Ást Don Perlímpins á Belísu í garði hans Fimmtudaginn 15. september kl. 20.25 verður flutt leikritið „Ast Don Perlimpins á Bellsu i garði hans” eftir spænska skáldið Federico Garcia Lorca. Þvi var áður útvarpað árið 1973. Þýðandi er Guðbergur Bergs- son, en Gisli Halldórsson er leikstjóri. Með hlutverkin fara Rúrik Haraldsson, Valgeröur Dan, Margrét ólafsdóttir, Sig- riöur Hagalin, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Soffia Jakobs- dóttir. Garcia Lorca lauk við að skrifa leikinn I desember 1928, að eigin sögn, en hann fékkst ekki sýndur i nokkur ár, þar sem yfirvöld töldu efni hans móögun viðherinn. Frumsýning var i leikklúbbnum „Anfistora” i Madrid i april 1933. Þetta er ljóðrænt leikrit, blan- dað gáska um aldraðan mann sem giftist ungri stúlku. En ást þeirra veröur tákn um baráttu holdsins og andans, sem nær há- marki I lokaatriöinu. Federico Garcia Lorca fædd- ist f Fuentevaqueros i Andalúsiu 1898. Hann stundaði nám í heim- speki, bókmenntum og lögfræði bæði I Granada og Madrid og dvaldist um tima i Ameriku. Eftir heimkomuna 1931 gerðist hann forstöðumaöur stúdenta- leikhússins „La Barraca”, sem sýndi m.a. leikrit eftir Cervant- es og Lope de Vega. Garcia Lorca var skotinn af falangist- um i Viznar i Granada héraði áriö 1936. Óhætt er að segja, að Garcia Lorca hafi endurvakið spænska leikritagerð, og hann hafði mikil áhrif á samtima leikritahöf- unda. Hann fékkst einnig við ljóðagerð. Verk hans voru þýdd á yfir 20 tungumál og má i þvi sambandi minna á frábærar þýðingar Magnúsar Asgeirsson- ar á ljóðum hans. Útvarpið hefur áður flutt eft- irtalin leikrit eftir Garcia Lorca: „Hús Bernörðu Alba” 1960, „Blóðbrullaup” 1961 og „Skóarakonuna makalausu” 1967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.