Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 20
20 PÉTUR PÉTURSSON... sést hér me& PUMA-GULUSKÓINN, sem hann fékk frá SPORT-blaðinu. Pétur fékk GuUskóinn Ingi Björn var kosinn leikmaður bikarúrslitaleiksins 1977 og Valsmenn fengu MITRE-knetti að gjöf Pétur Pétursson marka- kóngurinn ungi frá Akranesi sem skoraOi 16 mörk í 1. deildarkeppninil knattspyrnu, fékk afhentan PUMA-GULL- SKÓINN sem SPORT-blaöiö gefur á Laugardalsveliinum á sunnudaginn. Pétur fékk einn- ig PUMA tösku, knattspyrnu- skó.ogbúning afPUMAgerö. Þá var Ingi Björn Alberts- son kjörinn maöur bikarúr- slitaleiksins og fékk hann fagra styttu sem Sportvöru- verslun Ingólfs óskarssonar og Hoffell s.f. (Magnús V. Pét- ursson dómari) gáfu. baö var Albert Guðmundsson, fyrrum formaður KSl sem afhenti syni sinum styttuna aö leik ioknum. SPORT-blaöiö afhenti einn- ig Pétri Sveinbjarnarsyni, for- manni knattspyrnudeildar Vals, tvo MITRE-knetti aö gjöf, en Sportvöruverzlun Ing- ólfs Öskarssonar og Hoffell sf. gáfu knettina. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapporstíg 44 - Sími 1-17-83 Þriöjudagur 13. september 1977. Valsmenn feng Þeir skoruðu mark gegn Fram strax í byrjun, og bikarinn varð þeirra Valsmenn fengu óskabyrjun þegar þeir tryggðu sér bikarinn á Laugardalsvellinum á sunnudaginn, með þvi að leggja Fram að velli (2:1) í slökum leik. Atli Eðvalds- son opnaði leikinn eftir aðeins 2 mín. með góðu marki. Ingi Björn Albertssom átti siðan góða sendingu fyrir mark Framara — knötturinn barst út til Atla, sem fékk góðan tíma til að leggja knöttinn fyrir sig og skot hans hafnaði út við stöng, óverjandi fyrir Árna Stefánsson markvörð Fram. Þaö er óhætt aö segja, aö þetta mark I upphafi hafi ráöiö úrslit- um leiksins. Ingi Björn Alberts- son bætti viö ööru marki fyrir Valsmenn I byrjun slöari hálf- leiksins. Hann skoraöi örugglega af stuttu færi, eftir aö Árni Stef- ánsson haföi hálfvarið skot frá Guömundu Þorbjörnssyni. Ingi Björn geröi þarna endanlega út um leikinn — skoraði sitt sjötta bikarmark. Ingi Björn skoraöi mark eöa mörk I öllum umferöum bikarkeppninnar. Framarar sóttu nokkuö eftir markiö, og björguöu Valsmenn skalla frá Þórarni Jóhannessyni á linu, en réöu hinsvegar ekki viö skot frá Sigurbergi Sigsteinssyni, af stuttu færi sem hafnaöi I neti þeirra. Undir lok leiksins náöu Vals- menn nokkrum hættulegum sókn- arlotum, en frábær markvarzla Árna Stefánssonar kom I veg fyr- ir aö þeim tækist aö skora fleiri mörk. Arni varöi nokkrum sinn- um snilldarlega. Eins og fyrr segir, var bikarút- slitaleikurinn fremur léleg skemmtun fyrir þá sex þús. á- horfendur sem sáu leikinn. Framarar voru mun meira meö knöttinn, en sóknarlotur Vals- manna voru hættulegri — þaö réöi úrslitum. Magnús Bergs átti góö- an leik I vörn Valsliösins, en Ingi Björn Albertsson var hinn hættu- legi sóknarleikmaöur Vals — þaö skapaöist ávallt hætta upp viö mark Fram, þegar hann var meö knöttinn. Ingi Björn átti heið- urinn aö fyrsta marki Vals, og siðan skoraöi hann sjálfur annað markiö, sem geröi endanlega út um leikinn. Árni Stefánsson var mjög góöur I marki Framliösins, og Ásgeir Eliasson átti ágætan leik á miöjunni. Þá vakti athygli ungur nýliöi, Þórarinn Jóhannes- son, sem lék sem miövörður. Hann komst mjög vel frá sínum fyrsta stórleik. Tímamyndir: GUNNAR SIGURGLAÐUR... Valsmennirnir Ingi Björn, Siguröur Dagsson og Höröur Hilmarsson bera dr. Youri Ilitchev, þjálfara sinn, á gullstól. Eyjamenn keppa í UEFA-bikar- keppninni Með sigrinum yfir F r.am f úr- slitaleik bikarkeppninnar, tryggöu Valsmenn sér rétt til að leika i Evrópukeppni bikar- hafa. Skagamenn leika I Evrópukeppni meistaraliöa næsta sumar, og Eyjamenn, sem urðu þriöju i 1. deildar- keppninni — á eftir Akranesi og Val — leika I UEFA-bikar- keppninni. Asgeir og félagar — unnu stór sigur í Belgíu Asgeir Sigurvinsson og félag- ar hans hjá Standard Liege unnu stórsigur (4:0) gegn Charleroi um helgina i 1. deildarkeppninni f Belgiu. As- geir átti mjög góöan leik, þótt ekki skoraði hann mörk. Standard Liege er nú i þriöja sæti i Belgiu, meö 7 stig, en efstu liöin, Anderlecht og Winterslag, eru meö 8 stig. Standard Liege-Iiöinu er spáö miklum frama I belgisku 1. deildarkeppninni I vetur — I mörg ár hefur þaö ekki veriö jafn sterkt og um þessar mundir. b Þriöjudagur 13. september 1977 21 . óskabyr j un ..Féllum áokkar BIKARINN A FULLRI FERÐ ... Valsmenn hlaupa sigurhring á Laugardalsvellinum, eftir sigurinn gegn Fram. Bergsveinn Alfonsson og Siguröur Dagsson, aldursforsetar Valsliösins, halda bikarnum á millisin. Fyrir aftan þá eru þeir Atli, Höröur og Ingi Björn. mistökum” — sagði Asgeir Elíasson, fyrirliði Fram-lidsins — Ég varð fyrir mikl- um vonbrigðum með leik okkar. Við lékum langt undir getu, sagði Ásgeir Eliasson, fyrir- liði Framliðsins eftir bikarúrslitaleikinn. — Mér fannst leikurinn lé- legur og illa leikinn af beggja hálfu. — Aðalástæðan fyrir léleg- um leik okkar var sú að sam- spilið rofnaði. Sóknarleik- mennirnir komu ekki nóg til baka til að hjálpa til á miðj- unni — þeir héngu frammi i staðinn fyrir aö koma aftur og taka þátt i uppbyggingu sókn- arleiksins. Við það náðum við ekki að vinna saman og rjúfa varnarvegg Vals, sagöi Asgeir. Akranes og Fram í Noregi ISLANDSMEISTARAR Akra- ness og Framarar héldu til Noregs i gærmorgun, þar sem þeir keppa í Evrópukeppninni i knattspyrnu annað kvöld. Skagamenn leika gegn Brann I Bergen, en Framarar leika gegn Start i Kristiansand. Asgeir Eliasson. . Asgeir sagöi, að vegna deyfðarinnar hjá sóknarleik- mönnunum, hefðu miðvallar- spilararnir fengið litla mögu- leika til að athafna sig og Rúnar Gislason hefði ekki fengið tækifæri til að brjótast i gegn um varnarvegg Vals og gera usla i vörninni eins og i 3:3 leiknum i tslandsmótinu. — Við féllum á okkar eigin mistökum sagði Asgeir. — SOS Óskabyrj unin hafði mikið að segja” Valsliðsins — Óskabyrjunin haföi mik- ið að segja. Eftir að Atli hafði skorað, vorum við á- kveðnir í að halda þessu ó- vænta forskoti. Við dróg- um okkur aðeins aftur, en lögðumst þó ekki i vörn, sagði Ingi Sjörn Albertsson, fyrirliði Valsliðsins, eftir bikarúrslitaleikinn. Ingi Björn sagöi, að þeir hefðu dregið liöið aftur þegar staðan var orðin 2:0, þannig að Atli Eö- valdsson heföi farið aftar. — Þessi sigur var mikil uppreisn æru fyrir okkur. Það hefði verið súrt að standa uppi allslausir, sagði IngiBjörn. — Leikurinn var ekki vel leik- inn, og ég tel aö mikil tauga- spenna leikmanna hafi haft sitt að segja, sagði Ingi Björn. — Evrópuleikurinn gegn Glentorian er nú næsta verkefni Valsmanna. Vonandi höldum við áfram á sig- urbrautinni og leggjum N-lrana aö velli. Við vitum að róðurinn gegn Glentorian verður erfiður —■ en viö erum ákveðnir að gera stóra hluti i Evrópukeppninni, sagöi Ingi Björn. ,,Mörk og aftur mörk" — Mörk og aftur mörk, verður dagskipunin hjá okkur gegn Glentorian. Við munum leika sóknarleik og reyna að skora sem flest mörk, þar sem við þurfum að leika siðari leikinn á útivelli, sagði Ingi Björn. — SOS. ldlllll!KÚ æfingaskór 10 gerðir PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 • Sími 1-17-83 — sagði Ingi Björn Albertsson, fyrirliði INGI BJÖRN ALBERTSSON... fyrirliði Valsliðsins, sést hér meö bik- arinn og verðlaunastyttuna, sem hann fékk frá SPORT-blaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.