Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 15
Þribjudagur 13. september 1977. 15 Morgunstund barnanna kl. 8.00. Armann Kr. Einarsson les sögu sina „Ævintjíri i borginni” (6). Tilkynningar kl. 9.30.Léttlög milli atriBa. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Cleveland hljómsveitin leik- ur forleik aB óperunni „Oberon” eftir Carl Maria von Weber: George Szell stj. / Ungverska rikishljóm- sveitin leikur „Ruralia Hungarica”, þjóBlagasvitu op. 32b eftir Ernö Dohn- ányi: Kornél Zempleni stj. / John Ogdon og Konunglega filharmoniusveitin 1 Lund- únum leika Pianókonsert nr. 2 i F-dúr eftir Dmitri Sjostakovitsj: Lawrence Foster stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 VeBurfregnir og fréttir. Tilkynningar. ViB vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiBdegissagan: „Úlf- hildur” eftir Hugrúnu Höf- undur les (10). 15.00 Miödegistónleikar André Navarra og Eric Parkin leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir John Ire- land. Félagar i Vinaroktett- inum leika Kvintett i G-dúr op. 77 eftir Antonin Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 VeBurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Sagan: „Patrick og Rut”eftirK.M. PeytonSilja ABalsteinsdóttir les þyöingu sina (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fyrsta vestur-islenska blaöiö hundraö ára Sr. Björn Jónsson flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 íþróttir Hermann Gunn- arsson sér um þáttinn. 21.15 Einsöngur: Gérard Sou- zay syngur lög eftir Franz Schubert Dalton Baldwin leikur á pianó. 21.40 „Stúlkan Habiba”, smá- saga eftir Elsu Gress Wright ÞýBandinn, GuBrún Guölaugsdóttir, les. 22.00 Fréttir 22.15 VeBurfregnir Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndai Flosi Ólafsson leikari les (4). 22.40 HarmonikulögHenri Co- ene og félagar leika. 23.00 A hljóBbergi „Selurinn, sem vildi veröa frægur” og aörar dæmisögur á erfiöum tímum eftir James Thurber. Peter Ustinov les. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 13. september 1977. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 A vogarskálum Annar þáttur. 1 þessum þætti veröa einkum gefin ráö um mat- aræBi og likamshreyfingu. Umsjónarmenn Sigrún Stef- ánsdóttir og dr. Jón Óttar Ragnarsson. 20.55 Ellery Queen Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Lokaþáttur. Viö- buröarikt gamlárskvöld. Þýöandi Ingi Karl Jóhann- esson. 21.45 Lengi býr aö fyrstu gerö Kanadisk fræöslumynd um nýfædd börn. Ungbörn virö- ast algerlega ósjálfbjarga, en rannsóknir hafa leitt i ljós, aö þau er ekki eins bjargarlaus og álitið hefur veriö. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 22.10 Sjónhending Erlendar myndir og málefni. Um- sjónarmaöur Sonja Diego. 22.30 Dagskrálok. SÚSANNA LENOX ,Nú skilur þú þetta líklega", sagði Rut loks. „Nú veiztu, hvernig börnin verða til — og hvað hjónaböndin eru". ,,Ég trúi þessu ekki", sagði Súsanna afdráttarlaust. ,,Þetta er svo— hræðilegt". Og það fór hrollur um hana. „En svona er það samt", sagði Rut. „Mér fannst það líka viðbjóðslegt, fyrst þegar mér var sagt það. Það var Lotta Wright — hún kallaði á mig út í garð og sagði mér það, sem eldhússtúlkan hafði sagt henni. En maður sætt- ir sig við það, þegar til kemur". „Þá — þá er þetta víst satt. Mammahefurgifzt föður minum". „Nei. Hun lét hann tæla sig. Og þegar sfúlka lætur karlmann tæla sig, án þess að presturinn gef i þau saman — ja, þá á hún sér ekki uppreisnar von f ramar". ,, En lof ar ekki f ólk, sem gif tist, að elskast, og svo tæla hjónin hvort annað?" „Þegar fólk er gift, þá er það ekki lengur að „tæla"," sagði Rut. „ Ef fólk er ógift, þá er það að „tæla"." Súsanna íhugaði þessa skilgreiningu og kinkaði ofur- lítið kolli.,, Ég held, að ég skil ji það núna. En þú hlytur að sjá það, að öll háðungin lendir á föður minum. Það var hann, sem lof aði mömmu að eiga hana, en gerði það svo ekki". „Dæmalaus sauður geturðu verið!" hrópaði Rut. „Ég hefði aldrei trúað, að þú værir svona heimsk". „En svona hlýtur það samt að vera", sagði Súsanna þrákelknislega. „Jú — kannski frá vissu sjónarmiði", sagði Rut þá. „Það er bara þetta, að konan á að varðveita hreinleika sinn, þangað til að hjónavígslan hefur farið fram". „En þegar hann hét henni nú því að eiga hana — það var heitorð frammi fyrir guði, alveg jafnt þótt enginn prestur væri viðstaddur?" „ Nei, alls ekki", svaraði Rut önuglega. „Og það er Ijótt að láta sér detta annað eins í hug. Það, sem ég veit fyrir víst, er það, að guð segir, að sérhver kona verði að gift- ast, áður en hún — áður en hún eignast barn. Og það gerði móðir þín ekki". Súsanna hristi höfuðið. „Ég held helzt, að þú skiljir þetta ekki betur en ég, þegar öllu er á botninn hvolft". „Nei sjálfsagtekki", sagði Rut. „En mér væri forvitni á að vita, hvaða maður það væri, sem gæti gert eitthvað meira en taka utan um mig og kyssa mig, án þess að við værum gift". „En ef einhver kyssir þig", hélt Súsanna áfram, „er það ekki — hér um bil sama og gifting?" „Sumir vilja svo vera láta", svaraði Rut. „Ensvo ströng er ég ekki. Dálítið kossaf lens og þess háttar örvar oft karlmenn í bónorðshug". Súsanna hugsaði sig enn um. „Mér finnst þetta allt Ijótt og viðbjóðslegt", sagði hún loks, þegar hún hafði í- hugaði málið. „Ég vil ekki koma í námunda við það. En ég er viss um, að móðir mín hefur verið góð kona. Það var ekki hennar sök, þótt sá, sem hún elskaði, skrökvaði að henni, þegar hún hélt, að hann segði heilagan sann- leika. Og hver, sem hallmælir henni, er sjálf ur vondur og auðvirðilegur. Ég er fegin, að ég á engan föður, fyrst karlmennirnir eru svo lítilmótlegir, að það er ekki hægt að treysta heitum þeirra, nema þeir vinni eið að þeim fyrir guði og mönnum". „Ja, ég kæri mig ekkert um að blanda mér í það", sagði Rut.,, Ég hef aðeins sagt þér, hvernig þetta er . öll sökin bitnar á konunni". Súsanna rétti drembilega úr sér. „Ég skildi með gleði þola ásakanir þeirra, sem eru svo vondir menn að gera sig seka um slikt óréttlæti. Ég vil hvort eð er ekkert haf a saman við þess háttar fólk að sælda". Þá yrður þú að lif a ein út af f yrir þig". „Nei, síður en svo. Það er til f jöldamargt fólk, sem er gott og-----" Rut greip f ram í fyrir henni: „Þetta er syndsamlegur hugsunarháttur. Allt gott fólk er vant að virðingu sinni hugsar eins og ég hef sagt þér". „Áfellast Georg og Fanney frænka móður mína?" „Náttúrlega. Hvernig gætu þau annað, úr því að hún..." Rut þagnaði snögglega, því að hún sá óheillavænlegum glampa bregða fyrir í blágráum augum Súsönnum „Jafnvel þótt þau væru svo vondar manneskjur að áfellast móður mína", sagði Súsanna, „þá myndu þau samt aldrei kasta steini á mig". „Það myndu þau auðvitað aldrei gera", sagði Rut ástúðlega. „Hafa ekki allir hér ævinlega verið þér góðir og hugulsamir?" „í gærkvöldi sagðir þú..." Rut byrgði andlit sitt.,, Ég blygðast mín f yrir það, sem ég sagði í gærkvöldi", tuldraði hún. „Ég er stundum ... ó, Sanna — svo herfilega vond". ,, En þetta, sem þú sagðir — var það ekki satt?" Rut leit undan. Súsanna andvarpaði þungt, en svo hljóðlega, að Rut heyrði það varla. „Þú mátt vita það", sagði Rut lágt, „að alla tekur sárt til þín og..." Súsanna byrsti sig. „Þið ættuð að vorkenna sjálfum ykkur". „Ó,Sanna hjartað mitt!" hrópaði Rut og tók ósjálfrátt utan um höndina á henni. „Við elskum þig öll, mamma og pabbi og ég, og við munum alltaf standa við hlið þér, hvað sem yfir dynur". „Þú skalt ekki dirfast að vorkenna mér", æpti Sú- sanna og hratt hendi hennar frá sér. Augu Rutar fylltust tárum. „Þú getur ekki látið það bitna á okkur, þótt ailir ... Þú veizt, að sjálf ur guð hef ur sagt, að syndir feðranna skuli koma niður á börnunum ..." „Ég er skilin að skiptum við ykkur öll", hrópaði Sú- sanna, sprattá fætur og reigði höf uðið þóttalega. „Ég er skilin að skiptum við guð og menn". Rut rak upp lágt óp og skalf f rá hvirf li tii il ja. Súsanna litaðist um með þrjózkusvip, rétt eins og hún vænti þess, eldingu af himnum ofan myndi slá niður. En það varð ekki neinna brigða vart á himninum, og léttur, ilmríkur blærinn hélt áfram að leika við gluggatjöldin, og fuglarnir úti á veggsvölunum hættu ekki að syngja né biðla til maka sinna. Þessi dráttur, sem á þvi varð, að stríðsyf irlýsingu hennar á hendur guði og mönnum yrði svarað, veitti henni aukinn kjark. Minnimáttarkenndin, sem hafði altekið hana kvöldið áður, hvarf nú með öllu. Það var drembileg kona, með þrjózkuna uppmálaða i blágráum augunum er strunsaði út úr herbergi Rutar og niður í borðstofuna, þar sem verið var að framreiða morgunverðinn. Súsanna hafði ætíð, likt og f lest börn, látið sig dreyma um það, að sín biðu dularfull örlög og frábrugðin þvi, sem hún sá umhverfis sig. Uppljóstanir Rutar megnuðu ekki að skjóta henni skelk í bringu, og þær blésu henni ekki heldur í brjóst neinu þakklæti til tilverunnar fyrir það, hve vel heimurinn hafði farið með hana, þrátt fyrir alIt. Hún leit fyrst og fremst á þær sem raunalega en Þetta er sennilega systir hans og hann er nýbúinn aö vera góöur viö hana. - DENNI rDÆMALÁUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.