Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. september 1977. 9 Myndir og texti: Magnús Olafsson HvammstangabUa og ýmsum öörum atvinnumálum. Talið berst i upphafi að út- gerðinni og bendir Brynjólfur á þá miklu möguleika, sem þar liggja til þess að auka atvinnu og efla Hvammstanga. Fisk- gegnd er nú vaxandi f Húnaflóa ogísumarhafa aflaztmilli60 og 70 lestir á handfæri. Tveir bátar hafa verið gerðir út og fiskurinn er verkaöur I salt auk þess, sem nokkur hluti aflans er heilfryst- ur. — Það er um 20 manns, sem hefur haft atvinnu slna af út- gerðinni og verkun aflans I sum- ar, sagði Brynjólfur og allt útlit erfyrirað við þetta starfi fleiri 1 framtiðinni. Strákar héðan eru nú farnir að fara i stýrimanna- skólann og áhugi manna á út- gerð er sifellt að aukast. Rækj- an hefur verið undirstaöa útgeröarinnar undanfarin ár og rækjustofninn i Húnaflóa viröist mjög sterkur. Hafrannsókna- stofnunin hefur leyft að veiða 2000 lestir i flóanum i' vetur, sem er 500 lestum meira, en leyft hefur verið á haustdögum und- anfarin ár. Þá verður aukin áherzla lögð á smábátaútgerð eftir þvi sem fiskgegnd i flóanum vex og hér eru menn farnir að ræöa um togaraútgerö. Ekkert er þó ákveðiö i þeim efnum enn, en vel væri hugsanlegt að sú útgerö yrði i einhverri samvinnu viö önnur þorp hér við Húnaflóa. Aukin umsvif vegagerðarinnar — Starfsemi Vegagerðar rikisins er nú orðin þaö mikil hér á Hvammstanga að veru- lega munar um það i atvinnulif- inu, sagði Brynjólfur. Vega- gerðin fékk lóð fyrir nokkrum árum syðst i þorpinu og hefur byggt þar yfir starfsemi sina. Þar eru menn viö vinnu árið um kring og brúavinnuflokkur, sem gerður er út héðan til brúar- bygginga á sumrin, vinnur á vetrum við að byggja vinnu- skúra, og eru þvi æði margir menn á Hvammstanga i fastri vinnu hjá vegagerðinni. Þá búa hér bilstjórar og ymsir fleiri, sem aðalatvinnu sina hafa við vega fram k væmdir. Nú eru miklar framkvæmdir I vegagerö i V.-Hún. en þar er stærst vegagerð yfir Hrúta- fjarðarháls og brúarbygging á Gljúfurá á sýslumörkum Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu. Vaxandi ullariðnaður. — Enn má nefna fjölmörg fyrirtæki, sem aukið hafa starf- semislna á undanförnum árum, sagði Brynjólfur. T.d. hafa um- svif saumastofunnar Drifu vax- iö mjög og er nú um 20 manns þar i vinnu. Þar eru saumaðar ýmiss konar ullarflikur sem að mestu eru seldar á Bandarikja- markað. Verðmæti 1977 50 millj. kr. Nú er rætt um að byggja yfir þessa starfsemi, en ekki er þó neitt ákveðiö i þeim efnum. Bygging heilsugæzlu- stöðvar knýjandi nauðsyn. — Það er orðin knýjandi nauðsyn að byggja heilsugæzlu- stöð hér á Hvammstanga, þvi sjúkrahúsið er þegar orðið allt of lítið, sagði Brynjólfur. Viö fengum fjármagn til byrjunar- framkvæmdaá fjárlögum þessa ársogvonumstnú tilað fá veru- legtframkvæmdafé á næsta ári. Akveöið hefur verið að byggja heilsugæzlustöðina eftir sömu teikningum og heilsugæzlu- stöðin I Höfn i Hornafirði var byggö eftir. Þetta sparar bæði fé og tima og ætti aö gera mun meira að slikri endurnotkun teikninga, þegar aðstæður bjóða upp á slikt. Auk þess sem aðstaða á aö vera fyrir heilsugæzlu I þessari nýju byggingu verður þar jááss fyrir 10—16 sjúkrarúm. Ódýrar leiguibúðir. — Nú er verið að taka I notk- un sambýlishús, sem í eru fjtír- Hvammstangabátar við bryggju. Glaður liggur fremst við bryggjuna, en nú eru skipverjar á honum farnir aö reyna neta- veiöar á ný i Húnaflóa. Netaveiðar hafnar á ný í Húnaf lóa — Rætt við Daníel Pétursson skipstjóra á Glað Nýi viðlegukanturinn I Hvammstangahöfn er úr tré. Meö til- komu hans og annarra framkvæmda við höfnina á liðnum árum hefur aðstaða þar batnað til muna. Nýja húsið fyrir ofan bryggj- una er hús rækjuvinnslunnar. Timamyndir MÓ. Þeir voru glaðir i bragði, skipverjar á Glað, þegar blaða- maður leit þar um borð á dögun- um. Þá voru þeir i óða önn að út- búa bátinn á netaveiðar og hugðust nú reyna að leggja net i Húnaflóa. Þar hefur verið ördeyða af bolfiski i um 20 ár, en i fyrra fór aðeins að verða vart við færafisk i flóanum. Þessar veiðar hafa enn glæðzt i sumar, og hafa vonir manna i sambandi við útgerð þvi aukizt. Daniel Pétursson skipstjóri á Glað sagði að það hefði verið 1958, sem menn hefðu siðast fengið i soðið úr Húnaflóa. Þá kom svolitil hrota, en siðan hef- ur ekki orðið vart þar til i fyrra. Hér áður fyrr kom feikn af fiski úr flóanum árið um kring. Sú mikla veiði bjargaði mörgu heimilinu á mæðiveikiárunum, sagði Daniel. Þá var aflinn salt- aður, og t.d. var byggt söltunar- hús á minu heimili, Bergsstöð- um á Vatnsnesi. Einnig var fiskur saltaður á Hvammstanga og viðar. Daniel kvaðst ekki geta fullyrt um ástæður þess að nú væri að vaxa fiskgengd i flóan- um á ný. Ýmsir þökkuðu þaö friðunaraðgerðum, en stað- reynd væri að það væri alveg feikna togveiði stunduð enn úti fyrir Húnaflóa. Og þegar gang- an var þar á dögunum hefðu togararnir raðað sér á svæðið og drepið allt, sem til náðist. Flottrollið er stórhættulegt, sagði Daniel. Það er geysistór- virkt og það er engin leið að gera sér grein fyrir hvort það er stór eða smár fiskur, sem i það kemur. og allt, sem i þvi lendir, drepst, og engu er hægt að sleppa.Botntrollið er miklu hættuminna og þvi væri mun skárra ef það væri eingöngu notað. Glaður er 43 lesta bátur og áhöfnin er sex menn. Reynt verður með netin nú á næstunni, en i haust og vetur verður bít- urinn á rækjuveiðum. Siðan er ráðgert að fara á vorvertið, en stefnt er að þvi að stunda hand- færaveiðar og netaveiðar, ef vel gengur á Húnaflóa næsta sum- ar. MÓ ar leiguíbúðir, byggðar á vegum hreppsins. Þetta eru 80 fermetra ibúðir, og meö fullfrá- genginni lóð mun hver ibúð kosta u.þ.b. 7 milljónir kr. A kveðið hefur verið að halda áfram að byggja leiguibúðir á vegum hreppsins, og verður byrjaö á fimm ibúðum næsta vor. Góður hagur sveitarsjóðs — Staða sveitarsjóðs er sterk, þrátt fyrir miklar framkvæmd- ir, sagði Brynjólfur. Við höfum lagt áherzlu á að verja miklu fé til framkvæmda, en reyna aö halda rekstrinum niöri eins og kostur er. En viö höfum veriö heppnir meö allar okkar framkvæmdir, kostnaöur viö þær hefur verið viðráðanlegur og mistök hafa ekki átt sér stað. T.d. gengu framkvæmdir viö höfnina mjög vel og kostnaður var fremur undir áætlunum en hitt. Hér eru menn sammála um að halda áfram uppbygging- unni, og margt er það, sem nauðsynlegt er aö gera á næstu árum. En með samstilltu átaki heimamanna er miklu hægt að koma i verk. Að þvi verður unn- ið og her mun byggð eflast og blómgast hröðum skrefum á næstu árum, eigi siðar en hin síðustu ár. MÓ Oliufélögin þrjú, Esso, Shell og Olis, hafa sameinazt um eina oliuafgreðslu á Hvammstanga Þessi afgreiðsla var opnuð I jan- úar á þessu ári og stendur hún við Hvammstangabraut, þar sem ekið er inn i þorpið. Umsjón með stöðinni hefur Magnús Ein- arson, og auk oliu og benzins hefur hann á boöstólum fjöl- margar bifreiðavörur, öl og sæl- gæti, að ógleymdum pylsunum, sem ómissandi eru i öllum slilc- um söluskálum. Magnús sagði, að það væri að verða nokkuð algengt að oliufé- lögin sameinuðust um sölu á benzini og oliuá ýmsum stöðum úti um land, enda væri mikil hagræðing að þvi. Alls enginn grundvöllur væri fyrir þvi að hvert oliufélag setti upp sina dælu og sinn söluskála, og auk- inn kostnað hlyti aö leiða af þvi ef margir oliubilar ^yrftu aö koma á hvern staö. Samningar oliufélaganna eru á þá leið að á Hvammstanga er það Shell, sem sér um áfyllingu á benzi'ni og disiloliu og hefur umsjón með rekstrinum. En umsjönarmaður er skuldbund- inn til þess að hafa smurnings- oliu og aðrar bifreiðavorur frá öllum oliufélögunum á boöstóln- um. Magnús sagðist reyna aö hafa sem fjölbreyttast úrval til á hverjum tima og ævinlega panta alla þá hluti,sem um væri spurt, ef svo vildi til að þeir væru ekki til i augnablikinu. MÓ Magnús Einarsson annast bensinsölu á Ilvammstanga. Þar hafa oliufélögin öll sameinazt um eina bensinafgreiðslu. Energol: *OS5 •gotiS I hillum söluskálans á Hvammstanga má sjá saman merki ollu- félaganna þriggja. Ekki ber á öðru en samvinnan sé i bezta lagi. Timamyndir Mó. Samvinna olífélaganna á Hvammstanga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.