Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. nóvember 1977
9
SÁLARLÍF HESTS OG MANNS
tJlfur Friöriksson
t riki hestsins
Svipmyndir aökomumanns
Skuggsjá
Þetta er óvenjuleg og sérstæö
bók. Höfundurinn er KUrlend-
ingur eöa Letti sem er kominn á
efri ár og hefur dvalizt alllengi
hér á landi og mun hafa tekið
sér islenzt nafn meö rlkis-
borgararétti.
Höfundur segir í f.ormála aö
fyrirrúmlega 15árum hafihann
farið aö safna efni um islenzka
hestinn. Svo hefur þessum aö-
komumanni oröiö það afþreying
og dægradvöl og llfsfylling aö
kynnst hestinum. Þó er hann
ekki aö segja neinar hesta-
mannssögur af sér. Hann minn-
ist þess aö bóndi I Fáskrúösfiröi
spuröi hvort hann væri hesta-
maöur: „Ég svaraöiekki meira
en satt var. Ég hafi ööru hvoru
komið á hestbak”. Ég héld aö
hann gangi hvergi lengra I þvi
að bendla sig sjálfan við Iþrótt
hestamennskunnar.
Höfundur er undra fundvfs á
hestasögur og þetta er bók um
hestinn I bókmenntum íslend-
inga og þjóötrú. Hann getur
þess aö hann hafi tekiö sitthvaö
aö láni I Faxa dr. Brodda Jó-
hannessonar. Þaö viröist mér
þó aö sé hverfandi lítiö þegar
þess er gætt hve vlöa er boriö
niöur lallskonar sögum eldri og
yngri og öörum skáldskap. Þaö
er nokkuö jafnt hvort leita skal i
skáldsögur, feröasögur og
minningabækur eöa þjóösögur.
Höfundur viröist handgenginn
þvl öllu saman.
Þessi samtiningur um hestinn
I þjóðllfi og bökmenntum ís-
lendinga er vissulega boölegt
bókarefni. En þaö er annaö sem
fyrir höfundi vakir. Hann er aö
skrifa um sálarllf hestsins. Sög-
umar eru allar til skýringar á
þvi. En um leið er bókinþóaö
verulegu leyti um útlendinginn
sem örlögin hafa markaö sviö I
nýju landi. Það er engin tilviljun
aö lengur er dvalið viö Stephan
G. en önnur skáld.
Þvi er ekki aö neita aö málfar
bókarinnar og orðalag ber á sér
nokkur mörk útlendingsins. Þaö
er raunar ekki tiltökumál og
þakkar höfundur I formála
veitta hjálp viö aö ,,færa I betra
horf þaö sem i ritinu þurfti aö
leiörétta eftir því sem málfræö-
in krefst”. Beinar vitleysur og
yfirlýst málspjöll eru ekki mörg
I bókinni og sennilega þolir hún
samanburö viö sumt þaö sem
innfæddir semja.
Síöustu orö formálans eru:
„Ritiö ber auðvitað svip aö-
komumanns, enda vill hann
koma til dyranna eins og hann
er klæddur”.
Vlst ber þaö svip aökomu-
manns en sá svipur er viöfelld-
inn, góögjarn og hófsamur.
Vissulega kemur þar fram
nokkur sársauki þess aö vera
sviptur landi sinu. Höfundur
segir aö eins og gefi aö skilja sé
sér margt I lifi og skáldskap
Stephans G. ekkinógu vel kunn-
ugt. „En allan þann tima er ég
las I kvæðum og bréfum hans og
skynjaði samskipti hans viö
hestinn, var mér — og er mér
raunar enn — eins og ég sé i ná-
vist mikils og góös manns. Og
hver er ekki þakklátur fyrir
það?”
Ég vænti aö þeir sem lesa
þessa bók finni til þess aö þeir
séu inávist manns sem ber mót-
læti karlmannalega og er
drengur góöur. Hér kemur fram
sú lýsing á sálarlifi hests og
manns að ég vona aö bókin veröi
mannbætandi lestur. Sé sú von
rétt munu lesendur veröa þakk-
látir fyrir aö hafa fengiö aö
finna og reyna nálægö þessa aö-
komna manns. Hafi hann heill
að unniö.
H.Kr.
Hetju-
saga
Elspeth Huxby
Livingstone
og Afrlkuferðir hans.
Inngangur eftir sir Vivian
Fuchs.
tslenzk þýðing: Kristin R. Thor-
lacius
Þetta er bók i flokkunum:
Frömuðir landafunda. Ritstjóri
flokksins er Vivian Fuchs en
Ornólfur Thorlacius hefur um-
sjón með islenzku útgáfunni.
Aður eru komnar út á islenzku
bækur um Davið Licingstone.
Magellan Scott og Lewis og
Clark. Hann er þvl mörgum
tslendingum nokkuð kunnur. Nú
nýlega hefur hann verið kynntur
i sjónvarpi i sambandi við leit-
ina að upptökum Nílar og Henry
Morton Stanley.
Hér kemur nú glæsileg
myndabók, þar sem söguhetj-
unni eru gerð betri skil en fyrr
hefur verið hér á landi. Hér er
Livingstone lýst sem fjölhæfu
mikilmenni án þess að reynt sé
að fegra mynd hans eða bregöa
á hann helgisvip.
Hann fór til Afriku sem trú-
boði og uppfrá þvi var hann
bundinn þeirri álfu svo að hann
kom ekki til heimalands sins
nema sem gestur. Starf hans
snerist meir og meir að land-
könnun, en það taldi hann nauð-
synlegt til að hægt væri að reka
kristniboð og ryðja menningu
braut samhliða því og á grund-
velli þess. Eftir rúmlega 30 ára
starf var hann þrotinn að heilsu
og kröftum og dó frá starfi sinu.
Hann dvaldi langtimum saman
meðal frumbyggja Afrlku þar
sem hvitir menn höfðu aldrei
komið. Hvarvetna vann þessi
mannvinur sér hylli frumstæðra
manna. f samskiptum hans við
hvita menn gekk á ýmsu. Sjálf-
sagt hefur hann ætlazt til meira
af hvitum mönnum og kristn-
um, kannski þolað þá að vissu
ieyti verr og svo voru erliðleik-
ar þeir sem hann glimdi við
slikir, að ofurmannlegt þrek
þurfti til að sigrast á þeim.
Livingstone var i Afríku á ár-
unum 1840-1873, en á þeim tlma
var þrælaverzlun i hámarki.
Livingstone sá hana eins og var
og þagði ekki. Sir Vivian full-
yrðir, að skýrslur hans hafi ráð-
ið úrslitum um það að þessi svi-
virðilegi atvinnuvegur var
stöðvaður og upprættur i þvi
formi sem hann var.
Þetta virðist i heild vönduð út-
gáfa. Að visu kann ég ekki við
að segja: „Honum var legið
þetta mjög á hálsi”. Vist var
honum legið á hálsi vegna þessa
en tæpast þetta. Prófarkalestur
held ég sé vandaður, þó aldrei
nema standi i myndatexta á bls.
42 „og lýstu tveimur áður
antilóputegundum”. Þarna
vantar sennilega óþekktum I.
En sæll má sá kallast sem ekki
finnur annað og verra þar sem
hann hefur lesið.
Mörgum þykir gaman að lesa
um landakönnun, mannraunir
og afrek i þvi sambandi: En hér
segir lika frá göfugu mikil-
menni: Hann sagði m.a.: „Ég
vil leggja rikt á við hvern ein-
asta mann I vorum hópi að
virða helgi llfsins og eyða aldrei
lifi nema það þjóni einhverjum
æðri tilgangi”. Þarna hefði að
vísu ekki spillt að segja I þýð-
ingunni hvað maðurinn vildi
leggja rikt á. Þaö var ekki út i
bláinn sem höfundur segir:
,,Á efnishyggjutimum var
framkominn maður sem sneri
baki við gullkálfinum en deildi
verði sinum með betlaranum og
skikkju sinni með hinum
snauða. Kristinn heiðursmaður,
enskur föðurlandsvinur, græð-
ari sjúkra, hugaður sem ljón”.
Sllkum manni er vissulega
vert að kynnast.
Lady sófasettið
Vegrta hagstæðra innkaupa og aukinnar hagræðingar
í framleiðslu, getum við nú
boðið þessi vinsælu sófasett
og sófaborð á
neðangreindu verði:
Sófasett með dralon áklæði kr. 225.000
Skammel meðdralonáklæði kr. 28.000
Sófaborð 70x140 cm frá kr. 55.000
Hornborð 70x70 frá kr. 40.000
Getum boðið úrval af öðrum áklæðum.
Hringið eða skrifið eftir áklæðapruf-
um.
Eigum einnig fjölmargar gerðir af
sófaborðum úr mismunandi viðar-
tegundum og með ýmsum gerðum af
plötum, svo sem: Eir, marmara,
keramik o.fl. o.fl.
Fæst einnig sem hornsófi á tilsvarandi
verði.
A : iiii
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
EgS EÖ Es3 EÖ Bjgj Bjjá
H.Kr.