Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. nóvember 1977 23 sjónvarp Sunnudagur 13. nóvember 1977 16.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Togstreita Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 17.00. Þriöja testamentiö Bandariskur fræðsluflokkur i' sex þáttum, gerður af Time-Life. Breski blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Malcolm Muggeridge er höfundur þessara þátta. Hann kynnir sex trúarheimspekinga, sem hafa haft varanleg áhrif á kristna siðmenningu að hansdómi. Hann telur rit þessara manna eins konar framhald af Gamla og Nýja testamenntinu og nefnir þau Þriðja testamentiö. Heim- spekingarnir sex eru: Heil- agur Agústinus (354-430), Elaise Pascal (1623-1662), William Blake (1757-1827), Sören Kierkegaard (1813- 1855), Leo Tolstoi (1828- 1910), og þýski presturinn Dietrich Bonhoffer, sem sat í fangelsi á valdatimum nasista i Þýskalandi. 1. þáttur. Agústinus Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundin okkar Þetta er siðastaStundinað sinnimeð völdu efni frá fyrri árum. Fyrstermynd um Mússu og Hrossa, siðan segir Jón Gunnarsson sögu um indianadregninn Kikó, og sýnt verður atriöi úr ösku- dagsskemmtun. Þá er mynd Ur Sædýrasafninu og loks leikjakeppni, sem Magnús Jón Arnason . og Ólafur Harðarson stjórna 19.00 Skákfræösla (L) Fyrir- hugaðir eru i Sjónvarpi nokkrir skákþættir i umsjá Friðriks Ólafssonar stór- meistara. Þættirnir eru einkum ætlaðir þeim, sem kunna manngang og undir- stöðuatriði i skák, en hafa hug á frekari þjálfun. Stuðst er við bókina Skákþjálfun eftir sóvéska skákmeistar- ann Koblenz, en hann var á slnum tima þjálfari Tals, fyrrverandi heimsmeistara. Bók þessi er nýkomin Ut og fæst I bókaverslunum. 1 fyrstu 2 þáttunum verður rifjaður upp manngangur- inn og nokkur undirstööu- atriði skáklistarinnar. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Dúmbó og Steini (L) Dumbó og Steini nutu mik- illa vinsælda i mörg ár. Siö- an var hljómsveitin lögð niður, en i haust var þráður- inn tekinn upp að nýju. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.00 Gæfa eöa gjörvileiki Bandariskur framhalds- myndaflokkur, byggöur á sögu eftir Irwin Shaw. 5. þáttur. Efni fjóröa þáttar: Tom kvænistTeresu, og þau eignast son. Tom tekur að æfa hnefaleika af kappi og þykir mjög efnilegur. Rudy lýkur háskólanámi og fær góða stöðu i fyrirtæki Calderwoods. Hann fer til New York, þar sem hann hittir Julie. Hún er komin á fremsta hlunn með að skilja við eiginmann sinn vegna drykkjuskapar hans. Þýð- andi Jón O. Edwald. 21.50 Puerto Rico (L) Norsk fræðslumynd um eyj- una Puerto Rico, sögu henn- ar, uppruna ibúanna, at- vinnuhætti o. fl. (Nordvisi- on-Norska sjónvarpiö) Þýö- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.35 Aö kvöldi dags (L) Vil- hjálmur Þ. Gislason, fyrr- verandi útvarpsstjóri, flyt- ur hugvekju. 22.45 Dagskrárlok. SÚSANNA LENOX lyfti höndunum eða hreyfi þær eitthvað". „Get ég þvegið eitthvað af þér?" spurði hún og f lýtti sér svo að ítreka boð sitt með því að bæta við: „Jú, fáðu mér það, sem þú vilt, að ég þvoi, þegar við komum heim". „Það er auðvitað mikil uppörvun að því að finna, að maður sé þó í hreinum nærfötum. Og við höf um ekki ef rii á að skipta við þvottahús". „Ég vildi, aðég hefði ekki eytt þessum fimmtán sent- um, sem það kostaði að gera við hælana á skónum mín- um og setja undir þá ný járn". Hann hló. „Það var þó mjög skynsamleg meðferð á fjármunum", sgði hann. „Ég hef tekið eftir því, að fæturnir á þér eru fallegir, og þú hirðir þá vel. Haltu því áfram, Lorna. Skældir skór eru órækt vitni um siðferði- legan, andlegan og líkamlegan ræfildóm. Reyndu ávallt að halda skónum þínum við". Og aldrei hafði hann ráðlagt henni neitt, sem henni þótt vænna um. Henni fannst hún nú skilja, hvers vegna hún alltaf hirti skó sína og sokka sérstaklega vel. Hann hafði með þessum orðum aukið traust hennar og trú á sjálfa sig — á styrk, sem fólginn væri bak við veikleik- ann, sem hún hafði lengi miklað fyrir sér. Það var ekki fyrr en seinna, sem henni varð það Ijóst, hversu hræðilegir vonbrigðadagar þetta höfðu verið fyr- ir hann. Hann hagaði sér eins og rólyndur spilamaður, og það var hann líka á vettvangi lifsins. Hann var ekki einn af þessum veikgeðja mönnum, em verða að verjast örvæntingarf ullri baráttu viðsjálfan sig til þess að leyna því, hvernig kjarkurinn bregzt, þegar þeir tapa. Hann var alltaf jafn kjarkgóður. Hann hélt áfram að spila í fullri vissu þess, að næsta spil gat eins vel fært honum tapsem gróða. Hún var löngum inni við, gekk um gólf í herbergi sínu og hugsaði — hún hafði aldrei getað setið og dormað — og æfði nýju lögin, sem hann hafði kennt henni. Stundum vildi hún fara með honum í atvinnuleit- ina. En hann þrjózkaðist við og bar alltaf hið sama fyrir sig: Þau urðu að haga sér samkvæmt því, sem siður var. Brátt komst hún þó að raun um, að þetta var ekki annað en fyrirsláttur. En þar eð hún treysti honum til f ullnustu, þóttist hún vita, að einhver gild ástæða væri til þess, að hann vildi ekki taka hana með sér. Annars hefði hann ekki neytt hana til þess að hírast heima. Hún varð því að láta sér lynda óvissuna. Hún reyndi meira að segja að dylja það, hve aðgerðarleysið fékk á hana og hve lengi dagarnir voru að líða, er hún beið alein heima. Þegar hann fór að gefa henni nánari gætur, sá hann strax, aðeitthvað amaði að henni, og það liðu ekki marg- ir dagar, áður en hann uppgötvaði, hvað það var. Hann fann líka læknisráðið— lestrarsal í almennu bókasafni, þar sem hún gat verið mestan hluta dagsins og látið fara þolanlega um isg. * Hann var nú farinn að láta á sjá, og henni duldist ekki, að hann var veikur. Hann hélt þreki sínu sýnilega við með áfengisnotkun. „Það er bara þetta skrattans kvef, sem ég fékk, þegar báturinn sökk", sagði hann. „Það er eins og það ætli aldrei að skána. Nú — og það er eins og það geti ekki heldur unnið alveg á mér. Og satt að segja má ég ekki veikjast. Hvað yrði þá um okkur?" Hún vissi vel, að þegar hann sagði „okkur", hafði hann hana eina í huga. Eitt kvöldið kom hún honum á óvart með því að segja allt í einu: „Ég er þér til trafala. Ég ræð mig sem afgreiðslu- stúlku í búð". Hann þóttist fyrtast. „Ég skammast mín fyrir þig", sagði hann. „Þú ert að missa kjarkinn". Þetta var kænlegt bragð, en samt heppnaðist það ekki. „Þú getur ekki slegið mig út af laginu", sagði hún hóg- værlega. „Segðu mér — hreinskilnislega: Gætir þú ekki margsinnis verið búinn að fá einhverja vinnuefþú hefðir ekki alltaf verið að hugsa um mig?" „Það gæti verið", svaraði hann. „En hvað kemur það málinu við? Hefði ég fengið þolanlegt tilboð, hefði ég undir eins gengið að því. En maður á mínum aldri getur ekki gert hvað sem er. Og ég ætla að tef la til vinnings — mikils vinnings. Þegar ég er búinn að koma þér í þá stöðu, sem þér hentar, þá græðum við eins mikið á einum mánuði og ég hefði getað önglað saman á heilu ári. Þú getur reitt þig á mig, væna mín". Þetta gatsvo sem verið rétt, og ekki bætti það úr skák, þótt hann héldi, að hún væri að missa kjarkinn. En hún f ann, að hún mátti ekki láta við þetta sitja. „Hvað eigum við mikla peninga eftir?" spurði hún. „Ja — heilmikið, nóg". „Þú verður að segja méreinsog er", sagði hún. „Ég er ekki neitt barn — heldur f ulltíða kona og félagi þin". „Vertu ekki að þreyta mig á þessu, barn. Við getum talað um þetta á morgun". „Hvað eigum við mikið? Þú hef ur ekkert vald til þess að leyna mig því. Þú — særir mig". „Ellefu dali og áttatíu sent — þegar ég er búinn að borga kvöldmatinn og láta þernuna fá þjórfé". „Ég ætla að reyna að fá afgreiðslustarf í búð", sagði hún. „Láttu ekki svona, og talaðu ekki svona", sagði hann reiðilega. „Svona er það, sem fólk f leygir frá sér köllun sinni. Það getur ekki stefnt að ákveðnu marki. Ég vildi óska þess, að ég hefði verið nógu skynsamur til þess að f ara beint til Chicago eða NewYork. En nú er það orðið of seint. Það, sem mig vantar, er kjarkur — kjarkur til þess að stíga þau gjörfu spor, sem skynsemin segir mér að stíga". Hún sá, að hann var mjög dapur, svo að hún felldi nið- urtalið. Þessa nótt varð hún andvaka. En í stað þess að láta hugann reika stefnulaust út í bláinn, reyndi hún að gera sér Ijóst, hvernig hún ætti að haga atvinnuleit sinni. Það var aðeins þunnt þil á milli herbergja þeirra, og hún heyrði, að hann bylti sér í rúminu og umlaði látlaust. Klukkan var að verða þrjú um nóttina. Hún fór fram úr og tók í húninn á hurðinni, en hún var læst. Hún barði, en fékk ekki annað svar en sundurlaust óráðshjal. Hún leit- aði þá á náðir næturvarðarins, og hann braut upp hurð- ina. Ljós logaði hjá Burlingham, og hann sat flötum beinum í rúmi sínu og talaði óráð — bölvaði og nefndi nöf n manna og kvenna, sem hún kunni engin skil á. „Heilabólga, býst ég við", sagði næturvörðurinn. „Ég skal senda undir eins eftir lækni", Fám mínútum síðar kom læknirinn — ungur maður með þetta venjulega skegg og þessa venjulegu tösku. Hann skoðaði sjúklinginn nákvæmlega, spurði Súsönnu margra spurninga og mælti loks: „ Ég er hræddur um, að f aðir yðar sé með taugaveiki. Það verður að flytja hann í sjúkrahús". „En við höfum lítil peningaráð", sagði Súsanna. „Ég skil það", svaraði læknirinn, sem furðaði sig á stillingu þessarar ungu stúlku. „Hann verður að fá ókeypis sjúkrahúsvist. Ég ætla að senda eftir sjúkra- vagni. Læknirinn hafði dælt deyfilyfi í sjúklinginn, og þau biðu sjúkravagnsins. Súsanna mælti: „Get ég fengið að hjúkra honum í sjúkrahúsinu?" „Nei", svaraði læknirinn. „Þér getið aðeins komið þangað og spurt, hvernig honum liði — þangað til hann fer að hressast".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.