Tíminn - 18.11.1977, Side 1
r
V.
Fyrir y>
vörubil^^
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu- —
Hri
Engar ákvarð-
anir teknar
— hvort fela skal
einstaklingum
rekstur nokkurra
rikisfyrirtækja
KEJ-Reykjavík — Það
hafa engar ákvarðanir
veriðteknar í nefnd, og um
tillögugerð hennar er allt
óljóst enn eða hvort sam-
Ingi Tryggvason
staða næst um álit, sagði
Ingi Tryggvason alþingis-
maður þegar Tíminn bar
undir hann frétt i Morgun-
blaðinu um ríkisfyrirtæki,
sem kæmi til greina að fá
einstaklingum eða félög-
um til reksturs.
Sagöi Ingi, að nefndin, sem um
þessi mál fjallaði, hefði haldið
marga fundi og kannað rekstur
nokkurra rikisfyrirtækja, en mál-
ið værisem sagt enn á athugunar-
stigi. Nefndina skipa — auk Inga
— Arni Vilhjálmsson, prófessor,
Gisli Blöndal hagsýslustjóri,
Guðriður Eliasdóttir, formaður
verkakvennafélagsins i Hafnar-
firði, Ölafur Sverrisson, kaup-
félagsstjóri Borgarnesi, Steinþór
Gestsson alþingismaður og Vig-
lundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri i Reykjavik.
áþ-Reykjavík. I gær sat
seðlabankaráð á fundi og
ræddi endurskoðun á
vaxtakjörum. Þar sem
Hagstofan hefur ekki
gengið frá visitölu fram-
færslukostnaðar, var
ekki tekin ákvörðun um
vaxtabreytingar. Hins
vegar á vísitalan að
liggja fyrir um hádegi í
dag og búast má við
ákvörðun frá Seðla-
bankanum eftir helgina.
Breyting
á vöxtum
í aðsigi
Sadat til ísrael
á laugardaginn
— andstaöa gegn ferðinni meöal Araba
Jafnt
orku-
verð
KEJ-Reykjavik — Steingrim-
ur Hermannsson mælti I gær
fyrir þingsályktunartillögu á
Alþingi, sem felur I sér aö
komiö veröi á fót einu fyrir-
tæki, sem annist alia megin
raforkuvinnslu og flutning
raforku á milli landshluta, þar
sem sérstakar landshlutaveit-
ur sjá um dreifingu til neyt-
enda. Jafnframt veröi orku-
verð um allt land jafnað og
þar með aflétt núverandi
ástandi, þar sem orkuverð frá
virkjunum er mjög misjafnt
og neytendur sitja ekki við
sama borð i þessum efnum.
Það eru 12 þingmenn Fram-
sóknarfiokksins, sem ásamt
Steingrimi flytja þessa tillögu,
og á þingfundi i gær i samein-
uðu þing lýsti Ragnar Arnalds
fylgi viö tillöguna, en Karvel
Pálmason, sem einnig talaði,
sá ýmislegt athugavert við
flutning málsins.
Sjá nánar á bls. 10.
-
Tel Aviv-Reuter. Mena-
chem Begin forsætisráð-
herra Israels tilkynnti í
gær að forseti Egypta-
lands, Anwar Sadat komi i
heimsókn til Israels á
laugardag. Begin tilkynnti
bandarískum þingmönn-
um, sem eru í heimsókn í
Israel, fréttina og sagði, að
egypzki forsetinn myndi
dvelja tvo daga í landinu.
Begin sagði, að hann hefði
frestaö ferð sinni til Bretlands af
þessum sökum, en hún átti að
hefjast á sunnudag. Fréttirnar
um að Sadat sé væntanlegur á
laugardag kom flestum ráða-
mönnum i tsrael á óvart, þvl búizt
haföi verið við að hann kæmi til
tsraels einhvern tima i næstu
viku, eftir að Begin kæmi til baka
frá Bretlandi.
Talsmaöur stjórnar Begins
sagði, að á sunnudag myndi Sadat
koma i E1 Aqse moskuna i
Jerúsalem, sem er þriðja helg-
asta moska Múhameöstrúar-
manna. A eftir mun honum verða
að þeirri ósk sinni að fá að ávarpa
israelska þingið, og ræða um
ófriöinn i löndunum fyrir botni
Miðjaröarhafs, og nauösyn þess
að koma þar á friöi.
Svar Sadats, þar sem sagði aö
hann þægi heimboðiö til tsrael,
barst bandariska sendiráöinu i
Tel Aviv I gær og skömmu siðar
tilkynnti Begin áætlaðan komu-
tlma egypzka forsetans. Aður en
Sadat snýr heim á mánudag mun
hann meðal annars skoða minnis-
merki um 6 milljónir Gyöinga
sem hurfu i Þýzkalandi I seinni
heimsstyrjöldinni.
Ismail Fahmi, utanrikisráð-
herra Egyptalands, sagði af sér,
skömmu eftir að Sadat tilkynnti
aö hann hyggöist fara til Israels.
Fahmi hefur verið utanrikisráð-
herra siðan i október 1973. í bréfi
til Sadats sagði Fahmi, að vegna
nýrra aöstæöna sæi hann sér ekki
fært að gegna embætti lengur.
Riad sem skipaður var eftirmaö-
ur Fahmis sagöi af sér nokkrum
klukkust. siðar.
Sadat kom I gær frá Damaskus,
en þar ræddi hann viö Assad Sýr-
landsforseta, sem lagðist mjög
gegn förinni til Israel. Hassan,
konungur Marokkó, hefur hins
vegar sagt aö hann bindi nýjar
friöarvonir við ferð Sadats.
Sprengja sprakk fyrir utan
egypzka sendiráöið i Damaskus
skömmu eftir að greint hafði ver-
ið frá ágreiningi Assads og Sad-
ats.
Yfirmenn egypzka forsætis-
ráðuneytisins munu koma til Is-
raels I dag til aö undirbúa komu
Sadats.
Anwar Sadat
Menachem Begin
Hvað á að gera
við umfram-
framleiðsluna?
GV-Reykjavík. A auka-
aöalfundi Stéttasambands
bænda sem haldið verður
þann 30. þ.m. verður tekin
ákvörðun um hvað gera á
við framleiðslu mjólkur-
afurða, sem er umfram
þarfir islenzka markaðs-
ins. Þar verða mættir 46
kjörnir fulltrúar bænda.
Áður hafa komið upp slík
umf ramf ramleiðslu-
vandamál og hefur þá oft-
ast verið tekið til þess ráðs
að bændur hafa minnkað
framleiðsluna.
Astæðan fyrir þvi aö mjólkur-
framleiðslan hefur aukizt svo
mikiö i haust (10%) er sú, að
menn eru vel heyjaðir frá þvi i
sumar og fóöurbætirinn er ódýr.
Einnig er hægt að imynda sér aö
bændur hafi þurft aö auka fram-
leiösluna til að halda í horfinu,
vegna þeirrar dýrtiöar, sem á sér
stað i landinu.