Tíminn - 04.12.1977, Síða 20

Tíminn - 04.12.1977, Síða 20
20 Sunnudagur 4. desember 1977. Bókavöröur inn i Bókasafni Al- þingis heitir Eirikur Eiriksson. Sjálfsagt er ýmsum enn i fersku minni, þegar hann tók þátt i frægri spurningakeppni i sjón- varpinu fyrir nokkrum árum, en um þá hluti veröur ekki rætt hér. Viö Eirikur erum i huganum staddir austur á Fljótsdalshéraöi og ætlum aö byrja á þvi aö tala litiö eitt um æskustöövar hans þar. ,,Ég las þær spjaldanna á milli” — Viltu ekki byrja á þvi, Eirik- ur, að segja lesendum okkar hvaöan af Austurlandi þú ert? — Jú, það er alveg sjálfsagt. Ég er frá Dagveröargerði I Hróars tungu i Norður-Múlasýslu. Ég fæddist og ólst upp þar, og hef alltaf átt þar heimili, þangað til árið 1976, aðég fluttiheimilisfang mitt hingað suður. En að visu hef ég ekki veriö allan þann tima heima i Dagverðargerði. — Var ekki heldur fátt um bækur i heimahögum þinum, þegar þú varst aö alast upp, þótt siöar ættir þií eftir aö verða mjög fróöur og víðlesinn? — Nei, engan veginn. Heima hjá mér var talsvert til af bókum, og sömuleiðis á næstu bæjum. A einum bænum var þó bókakostur- inn mestur og beztur, og þeirra bóka naut ég rikulega, þvi' að þær stóðu mér til boða hvenær sem ég óskaöi. — Og þú hefur snemma byrjað aö grúska I ýmsum fróðleik? — Já, ég byrjaði snemma á þvi. Ég hygg að ég hafi verið orðinn læs svona sjö til átta ára gamall, og þá fór ég fljótt að glugga í þær bækur, sem til náðist, og ég þótti leggja tiltölulega litla rækt við lærdómsbækur minará meðan ég átti aðrar tiltækar bækur ólesnar. — Er þér minnisstætt eitthvaö sérstakt, sem þú last á barns- aldri, og heillaði þigööru fremur? — Já, það hygg ég að sé óhætt að segja. Ég byrjaði mjög snemma að lesa tslendingasög- urnar, og mér þótti mikill reki koma á fjörur minar, þegar ég fekk lánaðar Fornaldarsögur Norðurlanda. Ég las þær spjald- anna á milli, en það skal fúslegá viðurkennt, að fyrst i stað skildi ég ekki allt sem þar stóð, — jafn- vel minnstan hluta lesmálsins. En skilningurinn óx smám sam- an, og Fornaldarsögur Norður- landa hafa verið mér mjög minnisstæðar siðan ég var barn. — Þú nefndir áöan bókakost á nágrannabæjum. Er þér minnis- stæðureinhver nágranna þinna — einn eða fleiri — sem höföu áhrif á þig og mótuöu þig öðrum fremur? — Já. Þar vil ég sérstaklega nefna einn mann. Hann hét Einar Pétursson og átti lengi heima á Heykollsstöðum i Hróarstungu. Það varhann, sem átti bækurnar, sem ég sagði áðan að hefðu staöið mér til boða hvenær sem ég ósk- aði. Einar var mikill bókasafnari og ákaflega bókfróður. Hann kvæntist ekki, en var alla ævi vinnumaður eða i húsmennsku. Segja mátti, að hann verði öllum tekjum si'num til bókakaupa, enda varð safn hans bæði stórt og vandað. Siöustu ár ævi sinnar var hann bókavörður viö héraösbóka- safnið á Egilsstöðum,' og hann seldi þeirri stofnun nokkurn hluta bóka sinna, en annars dreifðust þær viða eftirhansdag. Einar var sérstæöur maður, fróöur og skemmtilegur, og ólatur aö svara spurningum forvitins unglings. — Og ég spurði i þaula. En Einar á Heykollsstöðum var ekki einn um það að eiga bækur. Eins og ég sagöi áðan, voru þær til i talsverðum mæli á mörgum bæjum, og lika heima hjá mér. En menn höfðu ekki allir sama smekkinn fremur en fyrri dag- inn, það voru ekki sams konar hvað þá sömu bækur á öllum bæj- um, heldur var fjölbreytnin veru- leg, — og nógu mikil til þess að fróðleiksfús unglingur gat auð- veldlega náð talsvert mikilli „breidd” i bóklestur sinn, ef hann lagöi á það stund. — Og þaö hcfur ekki staöið á þvi, að nágrannarnir lánuöu lestrarþyrstum strák bækur sinar? — Nei. Nágrannar minir voru einstakir sómamenn i þvi efni sem öðrum. Einu kvaðirnar sem ég varð að uppfylla voru þær að fara velmeð bækurnarog að skila þeim reglulega. Þetta kunna að sýnast lágmarkskröfur, þótt ekki séu þær uppfylltar af öllum, sem fá bækur að láni, en ég var mjög nákvæmur og reglusamur með þá hluti, þvi að ég vissi, að annars spillti ég lánstrausti mínu! Rétt er að taka fram, að ég var allsekkieini maðurinn, sem naut góðs af þessu fyrirkomulagi Tungumanna. Bókaskipti voru mjög tið, og menn voru ákaflega greiðugirhver við annan i þviefni sem öðrum. — Var svo ekki lika raunveru- legt lestrarfélag eins og vföa f sveitum? Jú, það var til, en þar var aftur á móti mikill misbrestur á dreif- ingu bóka. Höfuðstöðvar lestrar- félagsins voru i öðrum enda sveit- arinnar, — og þeim sem fjær var æskuheimili minu, en sveitin er mikil á lengdina eins og kunnugir vita. Þaö var eiginlega tilviljun ef bækur lestrarfélagsins bárust alla leið heim til mln og ef um eftirsóttar bækur var að ræða var löng bið eftir þeim, — svo löng að ég var oftast búinn að verða mér úti um bækurnar eftir öðrum leið- um þegar loksins kom að mér að fá þær aö láni hjá lestrarfélaginu. Niðurstaðan varðþvisú, að ég og fleiri nágrannar minir notuðu heldur þá aöferð að skiptast á um bækur innbyrðis en að fá þær að láni hjá lestrarfélaginu. — En allt sannar þetta, aö i heimahögum þinum hefur bók- hneigö og lestrarlöngun veriö ai- menn? — Já, þaðer alveg rétt. Þaö var mikið lesið, og margir voru vel bókfróðir. Eftir þvi sem árin liðu kynntist ég fleira fólki og sá meira af ver- öldinni. Þar eru mér einkum ofarlega I huga Gisli I Skógar- gerði og synir hans. Það var mér ekki svo lítill fengur aö kynnast þeim feðgum öllum. Hafði lika gaman af búskap — En hvað viltþú segja mér um búskap þinn? Varst þú eins mikið gefinn fyrir hann og bækurnar? — Ég hygg, að ég hafi alltaf hugsað meira um bækurnar, en þó vil ég ekki viðurkenna aö ég hafi verið neinn sérstakur rati til búskapar. Ég var alls ekkert frábitinn sveitaverkum og bús- umsýslu yfirleitt, en hins vegar sinnti ég þeim störfum af þvi að ég vissi að þess þurfti. Það var eins og hver önnur atvinna og brauðstrit, en bækurnar voru not- aðar til skemmtunar. Sannleikur- inn ernefnilega sá,að meginhluta alls sem ég hef lesið um dagana las ég eingöngu vegna þess að mér þótti það skemmtilegt, en ekkertendilega tii þess að hafa af þvi hagnýt not siðar meir. — Þú hefur þá ekki heldur slegiö slöku viö búskapinn vegna bdkanna? — Það held ég ekki. Ég reyndi að minnsta kosti aö láta bóklestur minn ekki koma niður á búskapn- um, enda kom það eiginlega af sjálfu sér. Heimilið var fremur fáliðað, og ég átti i rauninni ekki annarra kosta völ en að duga eða drepast. Þó var bú okkar aldrei stórt. Ég hygg þó, að við, heima hjá mér, höfum verið búnir að ná allt að þvi meðalbúi, þegar f jár^ pestirnar komu til okkar, en þá hrundi féð niður, og það tók sinn tima að stækka bústofninn á ný. Um sama leyti harðnaði i ári, og þegarloksins var búið að ná álika bústærð og fyrir f járpestirnar og harðærið, tók heilsa min að bila, og þá var ekki um annaö að ræða en aö hætta þessu. ,,Nú var Sigfúsi öllum lokið” — Svo við snúum okkur aftur aö fræðimennskunni: Hvenær fórst þú aö grúska skipulega i gömlum sögnum og heimildum? — Þetta kom smám saman. Ég hófsnemma að kaupa alltsem út kom af austfirzkum fræðum. Þar var um talsverða útgáfustarf- semi að ræða. ÞjóðsagnasafnSig- fúsar Sigfússonar kom út smám saman, ég keypti það jafnóðum og það kom á markað, og sömu- leiðis Safn austfirzkra fræða, sem þeir gáfu út, Halldór Stefáns son, Þorsteinn M. Jónsson og Benedikt frá Hofteigi. Þannig dróst ég að þessum fræðum smátt og smátt, á tals- vert löngum tima.Aftur á móti er tiltölulega stutt siðan ég fór að kynna mér handrit svo að heitið geti, og i rauninni get ég ekki sagt, að ég sé kominn langt áleið- is á þvi sviði. A Landsbókasafn- inu hér i Reykjavik eru heilmikil bréfasöfn að austan, og ég hef mikirjn hug á að glugga i þau, þega"r timi gefst til, þvi að þar hlýtur að vera mikinn fróðleik að finna. — Þú nefndir áöan Þjóösögur Sigfúsar Sigfússonar. Og þá dettur manni óhjákvæmilega i hug þjóötrú. Kannt þú ekki ein- hverja reglulega góöa drauga- sögu aö austan, — óbirta? — Ég veit ekki. Nei, ég held að Sigfús hafi hreinsað upp allar austfirzkar draugasögur og birt þær i safni sinu. Að visu er til þjóösögur Sigfúsar Sigfússonar. En hvaö um þjóösögur almennt? Kynntist þú ekki iika snemma öörum þjóösögum? Jú ég kynntist lika mjög snemma öðrum þjóðsagnasöfn- um, þviað þau voru til þar sem ég fékk lánaðar flestar bækurnar, og ég var vist ekki gamall þegar ég hafði lesið þjóðsögur Jóns Arna sonar, Olafs Daviðssonar og yfir leitt það sem búið var að prenta af þessu tagi. Heildarútgáfan á Þjóðsögum ólafs Daviðssonar kom að visu ekki fyrr en 1945, en ég var áður búinn að lesa allt sem út hafði komið eftir hann. En f ýrst og fremst voru það þó þjóðsögUn Sigfúsar Sigfússonar sem ég drakk i mig, ekki sizt vegna þess að ég var kunnugur sögusviðinu, — þetta hafði allt mötsögn við það sem ég sagði áðan um sannfæringarkraftinn hjá Sigfúsi Sigfússyni. Ég fann aldrei til neinnar myrkfælni og trúði m jög takmarkað þvi sem ég las,—ogþó heillaði lesturinn mig svo mjög sem raun var á. — Ég varð ekki neitt hjátrúarfullur og ég þykist ekki vera það enn þann dag i dag . — En mér þóttu þjóð- sögurnar jafnskemmtilegur lest- ur fyrir þvi og ég lærði margt um islenzkt málog stilaf að lesa þær. Og svo er lika i öllum þjóðsögum meira eða minna ivaf af alls kon- ar þjóðháttafræði. Draugasaga af Fjarðar- heiði — Manst þú eftir einhverri ákveðinni sögu eða flokki sagna Eirikur Eiriksson við Eirík Eiríksí Dagverðargerði A sföari árum hefur myndskreyttum útgáfum þjóösagna farið fjölgandi. Hé ekki útskýrt. Þaö hefur löngum verið háttur þjóðsagna að ýta viö imyndun mun enn verða þrátt fyrir bjartari húsakynni og breyttan hugsunarhátt þjóð mikið af óbirtum þjóðsögum, sem Sigfús safnaði, þvi að hann hélt söfnun sinni áfram, eftir að hið mikla ritverk hans var komið i prentun. Og flestar mögnuðustu sögurnar náðu að birtast i Þjóð- sögum Sigfúsar. Hitt, sem eftirer óprentað, má eiginlega aðeins heita meinlaus slæðingur. — Ileldur þú, að Sigfús hafi sjálfur tniað sögunum, sem hann safnaöi og skráöi af svo miklum dugnaði? — Ég sá Sigfús aldrei, þvi' að hann var kominn á elliheimili hér i Reykjavik þegar ég fór að muna eftir mér, og kom aldrei austur i heimahagana eftir það. Ég get þvi ekki dæmt um þetta af eigin reynslu, en kunnugir menn hafa sagt mér, að Sigfús muni hafa trúað öllum sögum sinum sjálfúr, og irauninni þykir mér það senni- legt, þvi ég held, að hann hefði varla getað lagt þessa kynngi i sögur sinar, ef hann hefði ekki trúað þvi sem hann var að segja. Sigfús var mikill kunningi for- eldra minna, og kom oft heim til okkar. Mér er sagt að hann hafi seinast verið á ferðinni f yrir aust- an, þegar ég var á fyrsta árinu. Mig langar að segja hér frá at- burði sem varö i einni heimsókn Sigfúsar til foreldra minna. Ég held, að það ættiekki að saka, þar sem meira en hálf öld er liðin sið- an þetta gerðist. Ekki veit ég nákvæmlega hvaða árþetta var, en hitter vist, aö systir min, sem er eldri en ég, var þá barn að aldri, liklega fimm ára eða svo. Eitthvað mun henni hafa fundizt karlinn forneskju- legur, þvi að hún varð hrædd við hann og fór að gráta. En nú var Sigfúsi öllum lokið. Hann hélt að þetta væri ekki einleikið, og að barnið sæi á sér feigð. Mátti nú ekki á milli sjá hvort skelkaöra var/óvitinn eða Sigfús. — Þaö er þá ekki neinn upp- spuni aö Sigfús hafi verið hjá- trúarfullur maður? — Nei, það er sjálfsagt ekkert orðum aukið og eins og ég sagði áðan þá er ég viss um að hann hefði ekki náð þessum kynngi- mögnuðu áhrifum með sögum sinum ef honum hefði ekki verið full alvara. Menn verða að trúa eigin oröum, annars dettur allt niður á jafnsléttu. Varð ekki einu sinni myrkfælinn. — Við höfum nú rætt hér um gerztfyriraustan,og sumtalveg i næsta nágrenni minu. — Gej-ði þessi lestur þig þá ekki bæði hjátrúarfullan og myrkfæl- inn? — Nei. Nú verð ég að gera játn- ingu sem ef til vill er i dálitilli sem orkaði sterkt á þig ööru fremur? — Ég veit varla. Og.þó. Ég held að sögurnar af Eyjasels-Móra hafi orðið mér einna minnis- stæðastar þvi að það voru alltaf að koma nýjar og nýjar sögur um hann. Og ég hygg að tiltölulega )

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.