Tíminn - 04.12.1977, Side 33

Tíminn - 04.12.1977, Side 33
SiTnníidagur 4. desémber 1977. „ Was, Blindpassagi- ere am bord! Na, da wird der Kapitan aber bösewerden”. (Hvað er þetta. Leynifarþegar i skipinu. Nú held ég, að skipstjórinn verði vond- ur). Nú þýddi ekki að reyna að leynast lengur. Þau risu þvi á fætur og skreiddust upp úr fylgsni sinu. Þau gátu varla stigið i fæturna. Þeir voru svo helkaldir og dofnir. Ámi undraðist það með sjálfum sér, að þýzkur háseti skyldi vera á hollenzku skipi á strfðstimum. Já, það var einstök tilviljun. Aftur var þeim fylgt inn i borðsalínn mið- skips. Aftur hittu þau þar skipstjórann og yfir- mennina fjóra við morgunverð. Ef sagt væri að skipstjórinn hefði orðið reiður, væri það engin lýsing á fram- komu hans. Hann varð alveg trylltur af reiði. Strax og hann sá þau systkinin i dyrunum, þaut hann upp frá borð- inu og steytti hnefana framan iþau. Hann varð svo vondur, að dimm- rautt andlitið varð næst- um blátt og heiftin sauð i honum, svo að Berit varð dauðhrædd. Henni datt helzt i hug, að hann myndi skipa hásetunum að fleygja þeim út- byrðis. En að þvi kom ekki. Áður en skipstjór- inn hafði komið upp nokkru orði, stóð fyrsti vélstjóri upp og snarað- ist á milli skipstjórans og systkinanna. „Já, það er svo sem auðséð, að þau hafa gerzt laumufarþegar”, sagði hann rólega og horfði fast á skipstjór- ann. „En þetta er nú ekki svo ægilegur glæp- ur. Við megum muna það, að vð höfum lika verið ungir, herra skip- stjóri. Hvað ætli við hefðum gert, ef likt hefði staðið á fyrir okkur?” Það var auðséð, að skipstjóranum rann heldur reiðin. „Á morgun er að- fangadagur jóla”, hélt vélstjórinn áfram og veik ekki um set. „Við getum varla byrjað jólin með þvi að kasta þess- um unglingum útbyrðis. Þau eru frá hlutlausri þjóð. Vitanlega eru striðslögin ströng, en við getum þó ráðið þessu, þótt við séum hér á þýzku herskipiiþjónustu keisarans”. „Þýzku herskipi”. Þau systkinin litu alvar- lega hvort á annað. Eins og algengt er l með stórlynda, upp- tökka menn, þá var skipstjórinn ekki lang- rækinn. Það var eins og oröin „börn” og „jól” mýktu skap hans. Þjóð- verjar eru trúhneigðir alvörumenn. „Nú, jæja þá”, sagði hann stuttur i spuna. „Ég verð liklega að vægja i þessu máli, þar sem jólinfara i hönd. En það skal ég láta ykkur vita, að ég set ykkur á land i fyrstu höfn, þar sem ég kem að landi, hvar sem það verður á hnettinum. Þangað til getið þið verið hér i klefa á þilfarinu og borðað með okkur yfirmönnun- um. Fargjaldið og fæði verður 50 mörk á dag. Hafið þið peninga?” ,,Já”, svaraði Árni, „og við erum yður mjög þakklát fyrir að fá að vera með skipinu yðar”. Skipstjórinn svaraði engu og leit ekki á þau, en þrammaði út og upp á stjórnpall. Þau systkinin voru undrandi og hrifin af framkomu fyrsta vél- stjóra. Seinna um dag- inn, sagði hann Berit, að hún minnti sig svo á dóttur sina, sem væri á sama aldri. Hann leit til hennar bliðlegum, sorg- bitnum augum og sagði: „Hún er ljós á hár og falleg eins og þú”. Svo snéri hann sér snögg- lega við og gekk þögull i burtu. 5. Þetta var þá þýzkt herskip. Vikingaskip, sem sígldi undir fölsku flaggi. Siðar þennan sama dag sagði fyrsti vélstjóri Árna ýmislegt úr sögu þessa skips. Þegar strið- ið brauzt út, hét skipið Prinz Vilhelm, og var friðsamt þýzkt farþega- skip, sem hafði fasta áætlun milli Bremen og Austur-Asiu. Hinn 1. september 1914, er skip- ið var á leið milli Shang- hai og Nagasaki, fékk það simskeyti um að fara strax til Kiant- schau, sem var þýzk ný- lenda með viggirtri flotahöfn. Hér var skip- inu i hasti breytt i njósnaskip. Það voru settar á það léttar fall- byssur. Það var málað i gráum lit og hlaut nafnið „Seeadler”. Gamli, vin- gjarnlegi skipstjórinn var settur i land, en hinn bráðíyndi, grófi skip- stjóri, sem þau höfðu þegár kynnzt kom i stað- inn. Meiri hlutinn af áhöfn skipsins var lika settur i land, en i þess stað komu um : 100 sjó- liðar. Um miðjan ágúst var skipið tilbúið i sitt nýja Ibúðir fyrir fatlaða Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra aug- lýsir hérmeð eftir umsóknum um leigu- ibúðir í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, R. Ibúðirnar eru ætlaðar fötluðu fólki. Aðeins þeir einstaklingar og/ eða hjón koma til greina, sem hafa ferlivist og geta séð um sig sjálfir. Að öðru jöfnu sitja þeir fyrir ibúð, sem eru á aldrinum 16-60 ára. ibúðirnar eru 2ja herbergja með eldhúsi og baði og 1 her- bergja með eldunaraðstöðu og baði. Gert er ráð fyrir að fyrstu ibúðirnar verði tilbúnar til af- hendingar i janúar 1978. Umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu Sjálfsbjargar. (Eyðublöðin verða einnig send þeim sem þess óska). Umsóknarfrestur er til 31. des. 1977. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Hátúni 12, Reykjavik. Simi 29133. Húsgagnaáklæði, gott úrval: Finnsk áklæði tilvalin á sófasett og svefn- sófa. Verð aðeins kr. 1680 metrinn. Pluss áklæði einlit frá Belgiu, aðeins kr. 1734 metrinn. Gott sparnaðarátak er að klæða húsgögnin sjálf. Póstsendum. Opið frá kl. 1 til 6. Simi á kvöldin 10644. B.G. Áklæði Mávahlið 39. verð Kr. 6.200,— Vinsamlega póstpantið tímanlega fyrir jól. Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 og Iðnaðarhúsinu v/lngólfsstræti GRÖFUR Vorum að taka upp þessar vinsælu gröfur. Tengistykki fylgir til festingar á þrihjól. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla plexiglas Bilasmiðjan hf. Laugavegi 176 Simar 3-37-04 & 8-21-95 Reykjavík Höfum ávallt fyrir- liggjandi frá röhm i Vestur-Þýzkalandi úrval af plexiglas j, plastgleri í mörgum þykktum og litum. Í Plexiglas og Makrolon I 1-10 mm þykkt og 3ja mm mótað — hentar vel til margvíslegustu nota — svo sem: Undir stóla á vinnu- stöðum, í handrið, glugga á skipsbrýr, hringstiga — og ótal margt fleira. Sníðum eftir ykkar óskum og teikningum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.