Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 4
4 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST GOTT VEÐUR TIL AÐ BYRJA AÐ ÆFA! GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 31.5.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,1 72,44 Sterlingspund 134,38 135,04 Evra 91,99 92,51 Dönsk króna 12,335 12,407 Norsk króna 11,816 11,886 Sænsk króna 9,924 9,982 Japanskt jen 0,6375 0,6413 SDR 107,11 107,75 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 127,4115 ATVINNUMÁL „Staðan er sú að tæp- lega fjögur hundruð starfsmenn hafa ekki orðið sér úti um aðra atvinnu þegar uppsagnarfresti lýkur hjá Varnarliðinu,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Eins og kunnugt er var rúm- lega sex hundruð íslenskum starfsmönnum bandaríska Varn- arliðsins sagt upp störfum þegar ákveðið var að leggja starfsemi hersins endanlega niður í lok sept- ember. Tæplega tvö hundruð þeirra munu áfram starfa á svæð- inu í tilfallandi störfum fyrir Flugmálastjórn. Sjötíu hafa orðið sér úti um önnur störf en aðrir eru enn óvissir um hvað tekur við í lok uppsagnartímans. Tiltölulega fáir hafa þó nýtt sér sérstaka ráðgjafarþjónustu sem sett var á laggirnar af hálfu verka- lýðsfélagsins og Reykjanesbæjar til aðstoðar þeim er misst hafa vinnu sína á varnarsvæðinu. Að sögn Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, starfsmannastjóra Reykjanes- bæjar, sem sér um rekstur þjón- ustunnar, hafa þrjú hundruð manns farið þar í gegn og fengið ýmiss konar aðstoð en stór hópur hefur ekkert látið sjá sig og verið er að leita leiða til að ná til þess fólks. „Það er nóg að gera og straumur fólks hefur verið þang- að enda er margt í boði eins og tölvunámskeið og sérfræðiráð- gjöf ýmiss konar. Það hefur hing- að til gengið alveg bærilega að finna störf fyrir marga enn sem komið er en talsverður fjöldi hefur ekki látið sjá sig. Þar er fyrst og fremst um iðnaðarmenn að ræða sem eru rólegri en aðrir og við erum að skipuleggja fundi með þeim og öðrum á varnar- svæðinu. Við færum þjónustuna til þeirra og vonumst til að hitta alla og enginn verði útundan enda eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Það eru nokkur fyrirtæki að auka við starfsemi sína hér í bænum og það er ekkert svartnætti fram- undan.“ Kristján Gunnarsson bætir við að blikur séu á lofti í atvinnumál- um þótt staðan sé ágæt eins og sakir standa. „Umsvif öll eru að minnka á svæðinu og er þar fyrst og fremst um byggingageirann að ræða. Svo gæti ég trúað að hluti þessara einstaklinga eigi erfitt með að sætta sig við að lækka í launakjörum. Störf fyrir Varnar- liðið hafa verið ágætlega borguð miðað við það sem gerist annars staðar og laun almennt í Keflavík eru lægri en til að mynda í höfuð- borginni. Það hefur áhrif.“ albert@frettabladid.is 400 starfsmenn hafa ekki fengið atvinnu Af sex hundruð íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins sem sagt var upp eru enn fjögur hundruð án atvinnu þegar starfseminni lýkur í september. ÚR EINU MÖTUNEYTA VARNARLIÐSINS Iðnaðarmenn virðast lítið kæra sig um aðstoð við að finna nýtt starf þegar Varnarliðið hverfur endanlega af landi brott í september. Alls þrjú hundruð aðrir hafa notfært sér ráðgjafarþjónustu þá sem bærinn og verkalýðsfélagið komu á fót fyrr í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TÉKKLAND, AP Mirek Topolanek, leið- togi stjórnarandstöðunnar í Tékk- landi, sagðist í gær myndu freista þess að mynda þriggja flokka sam- steypustjórn síns flokks með kristi- legum demókrötum og græn- ingjum. Flokkur Topolaneks, íhaldsflokk- urinn ODS, fékk lítið eitt meira fylgi en Jafnaðarmannaflokkurinn, sem farið hefur fyrir ríkisstjórn- inni undanfarið kjörtímabil, í þing- kosningunum um helgina. Vaclav Klaus, forseti Tékklands og flokksfélagi Topolaneks, hafði fyrr í gær falið honum stjórnar- myndunarumboðið. Myndun meiri- hlutasamstarfs er talið verða erfitt. ODS fékk 81 þingsæti í neðri deild þjóðþingsins með 34,5 prósent atkvæða en jafnaðarmenn komu næstir með 74 þingsæti og 32,3 pró- sent atkvæða. Jafnvel þótt Tololanek takist að fá bæði kristilega demó- krata og græningja til stjórnarsam- starfs ráða þeir þrír flokkar aðeins yfir 100 af þingsætunum 200. Fimmti flokkurinn sem fékk menn kjörna á þing var Kommúnista- flokkurinn, sem treysti stöðu sína frá því í síðustu kosningum og fékk 26 menn kjörna. - aa Leiðtoga íhaldsflokks falin stjórnarmyndun eftir þingkosningar í Tékklandi: Stjórnarmyndun verður erfið MIREK TOPOLANEK Leiðtogi íhaldsflokksins ODS vill mynda þriggja flokka stjórn þótt slík stjórn hefði ekki hreinan þingmeiri- hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um meira en tvo Bandaríkjadali fatið á föstudag, fór í 72,70 dali á markaði í New York eftir að fréttir bárust af því að erlendir verkamenn á olíuborpalli undan ströndum Nígeríu hefðu verið numdir á brott. Það skapaði áhyggjur af truflun á olíuútflutningi frá Nígeríu. BANDARÍKIN PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagðist í gær ekki myndu hvika frá ákvörð- un sinni um að gefa Hamas-forystunni, sem fer fyrir palest- ínsku heima- stjórninni, frest sem rann út í gærkvöld til að styðja þjóðar- atkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis við hlið Ísraels. Hamas-liðar hafa ekki viljað styðja þessa áætlun Abbas þar sem í því fælist óbein viðurkenning á Ísraelsríki. Sáttafundi sem boðaður hafði verið í gærkvöldi var aflýst. - aa Frestur runninn út: Hamas hunsar boð Abbas MAHMOUD ABBAS SÓMALÍA, AP Íslamskir bókstafstrú- armenn tóku Mogadishu, höfuð- borg Sómalíu, og sameinuðu með því borgina undir einni stjórn í fyrsta sinn í rúman áratug. Bandalag stríðsherra, sem ráðið hafa borginni síðan 1991, hefur barist gegn íslömsku hersveitunum undanfarna mánuði og er talið að um 300 manns hafi farist og 1.700 særst, margir þeirra óbreyttir borgarar. Banda- rísk stjórnvöld eru talin styðja við bakið á stríðsherrunum til að ekki takist að koma á íslamskri stjórn að fyrirmynd talíbana. Sumir telja valdatökuna skref til friðar en aðrir óttast hið versta. - sgj Íslamskar hersveitir í Sómalíu: Náðu völdum í höfuðborginni VÍGAMENN Í MOGADISHU Íslamskir upp- reisnarmenn í höfuðborg Sómalíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hópslagsmál í Húsafelli Tveim- ur hópum ungmenna lenti saman á tjaldsvæðinu í Húsafelli um helgina með þeim afleiðingum að úr urðu hópslagsmál. Lögreglan í Borgarnesi lagði leið sína í Húsafell til að skikka leikinn en þegar hana bar að garði hafði tekist að stilla til friðar milli hópanna. Að sögn lögreglunnar höfðu ungmennin, sem voru í kringum tvítugt, ekki komið saman á tjaldsvæðið og voru ómeidd eftir slagsmálin. LÖGREGLUFRÉTTIR Bílvelta á Eyjafjarðarbraut Engin alvarleg slys urðu þegar bíll valt á Eyja- fjarðarbraut rétt eftir hádegi í gær. Tveir farþegar ásamt ökumanni voru í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt. DANMÖRK Í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur það færst í vöxt að kristnir Danir snúist til íslamstrúar. Hafa 2.500 Danir sagt sig úr kirkjunni og gerst múslimar sam- kvæmt frétt Berlingske tidende, en á sama tíma hafa 700 múslimar gerst kristnir. Aukin umfjöllun um íslam er talin ástæðan fyrir því að fleiri einstaklingar kynna sér trúar- brögðin og gerast múslimar í kjölfarið. Áður fyrr voru það helst kristnar konur sem giftust mús- limum sem skiptu um trú. - ks Íslam sækir á í Danmörku: Fleiri gerast múslimar SLYS Loka þurfti Hvalfjarðargöng- unum í um tvær og hálfa klukku- stund á sunnudaginn vegna árekst- urs. Fjórir bílar lentu saman og þurfti að fjarlægja skemmdu bíl- ana af vettvangi með krana. Göng- unum var lokað um klukkan hálf fimm um eftirmiðdaginn og beindi lögreglan bílum um Hvalfjörð á meðan lokað var. Opnað var á ný fyrir umferð um göngin um klukk- an sjö þegar búið var að fjarlægja bílana og sópa glerbrotum og öðrum aðskotahlutum í burtu. Níu farþegar voru í bílunum og slasaðist enginn alvarlega en fjórir voru fluttir á slysadeild til aðhlynn- ingar. - at Árekstur í Hvalfjarðargöngum: Lokað í tvo og hálfan tíma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.