Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 6

Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 6
6 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR MAGNÚS ÞÓR Varaformanni Frjálslynda flokksins líst mun betur á nýja ríkisstjórn en þá sem fyrir er. Félagar í Vildarþjónustu fá 50% afslátt hjá Flugfélagi Íslands Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 20066. júní � Kl. 14:00 Egla í nýjum spegli í Hafnarfjarðarleikhúsinu Fallegt, skemmtilegt og vogað brúðuleikhús, fullt af húmor og trega um Egil Skallagrímsson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, brúður og leikmynd eftir Helgu Arnalds og sögumaður er Hallveig Thorlacius. Kl.20:00 Frumsýning myndarinnar „Hvar söngur ómar sestu glaður“ í Bæjarbíói. Heimildamynd um Egil Friðleifsson, stofnanda og stjórnanda Kórs Öldutúnsskóla í 40 ár. Höfundur myndarinnar, Halldór Árni Sveinsson sem hefur fylgst með kórnum síðastliðin 14 ár, rekur hér sögu kórsins í tónum, tali og myndum. Kl. 20:00 Ninna og Caprí Trío. Umhverfisvæn tískusýning og gömludansarnir í Gúttó til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Eftir hlé verður slegið upp gömludansaballi við undirleik hljómsveitarinnar Capri Tríó. ��������������������������������������� Kl. 20:00 Kvikmyndakvöld í Gamla bókasafninu Sýndar verða stuttmyndir sem ungt fólk hefur unnið að í vetur. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar KJÖRKASSINN Telurðu kjarnorkuáætlun Írana ógn við heimsfriðinn? Já 59,2% Nei 40,8% SPURNING DAGSINS Styður þú Geir H. Haarde sem forsætisráðherra? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur kaupir grunnnet Símans. Samning- ur þar að lútandi er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nálægt því fullfrágenginn, en undir hann verður ekki skrifað fyrr en skipuð hefur verið ný stjórn Orkuveitunn- ar. Gengið verður frá skipan nýrrar stjórnar á næstu dögum í kjölfar borgarstjórnarkosninga. Ekki liggur fyrir hversu mikið Orkuveitan greiðir fyrir grunnetið eða hvað það felur nákvæmlega í sér. Verðhugmyndir sem nefndar hafa verið eru hins vegar vel yfir 20 milljörðum króna. Næsti borgarstjórnarfundur er eftir slétta viku, 13. þessa mánað- ar, en svo kemur ný stjórn Orku- veitunnar fyrst saman miðviku- daginn 21. júní. Ólíklegt er því að skrifað verði undir samning um kaupin fyrr en undir lok mánaðar- ins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokks og nýkjörinn borgarstjóri í Reykja- vík hefur verið upplýstur um stöðu málsins og vill að ný stjórn gangi endanlega frá því. Viðræður Símans og Orkuveit- unnar hafa staðið frá því í mars á þessu ári, en upp úr miðjum maí var lokið við tæknilegar útfærslur á því hvernig aðskilja ætti grunn- netið frá öðrum rekstri Símans. Gangi eftir að Orkuveitan kaupi grunnnetið býst Hrafnkell Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar við að stofnunin og Sam- keppniseftirlitið fari yfir samrunann í sameiningu. ■ SKÍFUSÍMI Grunnnet Símans tekur til fjölda tegunda af tengingum. Mesta verðmætið liggur í ljósleiðaranum, sem er 4.500 kíló- metra langur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ný stjórn Orkuveitunnar mun ganga frá kaupum á grunnneti Símans: Ný stjórn OR afgreiðir málið FERILL HALLDÓRS ■ Samvinnuskólapróf 1965 ■ Löggiltur endurskoðandi 1970 ■ Framhaldsnám við verslunarskóla í Bergen og Kaupmannahöfn 1971-1973 ■ Lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands 1973-1975 ■ Í bankaráði Seðlabanka Íslands 1976-1983 og formaður 1980-1983. ■ FERILL SEM RÁÐHERRA ■ Sjávarútvegsráðherra 1983-1991 ■ Dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-1989 ■ Samstarfsráðherra Norðurlandanna 1985-1987 ■ Utanríkisráðherra 1995-2004 ■ Samstarfsráðherra Norðurlandanna 1995-1999 ■ Forsætisráðherra frá 2004 ■ FERILL HJÁ FRAMSÓKNARFLOKKI ■ Varaformaður Framsóknarflokksins 1980-1994 ■ Formaður flokksins frá 1994 ■ Formaður hóps miðjuflokkanna í Norðurlandaráði 1993-1995 STJÓRNMÁL „Ef þessar stjórnar- myndunarviðræður eiga að ganga út frá því að raða nýjum ráðherr- um á ný embætti breytir það engu og mér finnst það ekki styrkja stjórnina heldur veikja hana,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Í þessi þrjú ár er búin að vera enda- laus ráðherrakapall í gangi þar sem þriðji forsætisráðherrann er að taka við á jafnmörgum árum. Mér finnst þessi ríkisstjórn ein- faldlega vera þrotin af kröftum og eðlilegast við þessar aðstæður að hún segði af sér.“ - at Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Ríkisstjórnin ætti að segja af sér INBIGJÖRG SÓLRÚN Formaður Samfylking- arinnar segir að nýir ráðherrar muni ekki styrkja ríkisstjórnina heldur veikja hana. STJÓRNMÁL „Mér líst ágætlega á nýja ríkisstjórn og mun betur en þá sem áður var. Það er miklu eðlilegra að ríkisstjórnin sé leidd af Sjálfstæðisflokki en Fram- sóknarflokki, sem er mjög ótrú- verðugur flokkur og nánast í molum,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins. „Landið þarf á miklu styrkari stjórn að halda en Framsókn hefur nokkurn tímann getað veitt því. Nú þarf ákveðna menn til að stjórna og ég vona að Geir Haarde farnist vel í þeim verkefnum sem bíða hans.” - at Magnús Þór Hafsteinsson: Ótrúverðugur flokkur í molum ÍRAN, AP Javier Solana, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, lenti í Teheran í gærkvöld með sáttatilboð í farteskinu. Þar er Írön- um boðinn margvíslegur efnahags- legur ávinningur hætti þeir auðgun úrans. Solana tjáði fréttamönnum á flugvellinum að Vesturlönd vildu hefja nýtt skeið samskipta við Íran á grundvelli gagnkvæmrar virðing- ar og trausts. Ahmadinejad, forseti Írans, hefur fagnað tilboðinu, sem Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Þýska- land, Rússland og Kína standa að, en ítrekað að Íranar muni ekki gefa kjarnorkuáætlun upp á bátinn. - aa Solana lentur í Íran: Með sáttaboð í farteskinu STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, vill að stjórnin segi af sér: „Ábyrgasta afstaðan væri að boða til kosninga þannig að ný stjórn með nýtt end- urnýjað umboð taki við verkun- um.“ Steingrímur vekur athygli á hve stjórnlítil atburðarásin hafi verið við boðað brotthvarf Hall- dórs Ágrímssonar úr stóli forsæt- isráðherra. „Það er greinilega algert upp- lausnarástand í Framsóknar- flokknum og það smitast út í stjórnarsamstarfið. Ríkisstjórnin virðist nær óstarfhæf. Ég fullyrði að það sé mikill ábyrgðarhlutur að standa svona að málum þegar geysilega afdrifarík verkefni blasa við í landsmálunum.“ Nefnir Steingrímur þar jafnvægisleysi í efnahagsmálum; lausa kjarasamn- inga í haust og verðbólgu. Steingrímur telur óvíst að fest- an aukist þegar Geir H. Haarde taki við stjórnartaumunum. „Sjálf- stæðismenn verða að spyrja sig hvort Framsóknarflokkurinn sé í stjórntæku ástandi. Meðal annars af þeim sökum tel ég það mikinn ábyrgðarhlut að framlengja þetta stjórnarsamstarf,“ segir hann og bætir við: „Þetta er dauðastríð rík- isstjórnarinnar. Aðeins er spurn- ing um hversu langvinnt það verð- ur.“ Nokkra mánaða ríkisstjórn Geirs tefji fyrir nýrri að taka við stjórnartaumunum. - gag Steingrímur J. Sigfússon: Vill þingkosningar FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA Steingrímur segir ríkisstjórnina eiga í dauðastríði. Taki Geir við lengi það stríðið aðeins um nokkra mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.