Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.06.2006, Qupperneq 8
8 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég verð að segja að mér hugnast ekki sú aðferðafræði sem Hafró notast við og er ánægður að kominn er ráðherra sem ekki hleypur blint á eftir tillögum þeirra í hvert sinn,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Brims, vegna þeirrar tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar að afla- reglu þorsks verði breytt til að stækka hrygningastofninn sem er verulega undir meðallagi. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra hefur alfarið hafnað hugmyndunum, sem hann segir rista of djúpt og munu hafa slæm áhrif á þjóðarbúskapinn ef af verði. Vill Einar meina að ekki sé um beinar tillögur að ræða þó það komi skýrt fram í gögnum Hafró. Er þar lagt til að aflareglu verði breytt úr 25 prósentum, eins og núverandi veiðiregla gerir ráð fyrir, niður í sextán prósent, standi hugur til að stækka og efla hrygningarstofn þorsks, sem er verulega undir meðallagi. Telur Einar slíka breytingu of umfangsmikla og ekki verða tekna í flýti. „Ekki er um nein skammtímasjónarmið hjá mér að ræða. Þvert á móti þurfum við að hafa langtímahugsun í fiskveiði- stjórnun okkar og þess vegna væri það skammtímasjónarmið hjá mér ef ég hrapaði að einhverri niðurstöðu í svo stóru máli. Við þurfum lengri tíma til að fara yfir þessi mál. Annars er ekki um til- lögur að ræða hjá Hafró og það er stóri misskilningurinn í þessu máli öllu. Ég útiloka þó ekkert að breytingar hvað þorskkvótann varði verði gerðar fyrir þarnæsta fiskveiðiár.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, ítrekar að almennt ástand fiskveiðistofna við landið sé í meginatriðum nokkuð gott. „Kjarni ráðgjafar okkar er að við sjáum glögglega að meðalnýliðun í þorski er töluvert fyrir neðan langtímameðaltal. Það er ekki hættuástand og fyrirsjáanlegt er að aflinn verður svipaður næstu árin og verið hefur ef ekkert er að gert. En standi vilji til að auka veiðar í framtíðinni er nauðsyn- legt að styrkja hrygningarstofn- inn. Við hvetjum til að stjórnvöld og hagsmunaaðilar vinni að því.“ Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, er hissa á tillögum Hafró enda hafi veiðar á þorski verið afar góðar á undanförnum misserum. „ Verði tillögunum fylgt þá gerist ekkert annað hvað okkur varðar en að við verðum að fækka starfsfólki en ég skil alls ekki forsendur Hafró. Það veiðist mun meira af þorski nú en fyrir tuttugu árum síðan þegar ég hóf afskipti af sjávarútvegi.“ albert@frettabladid.is ���������������������������������������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ ����������� ��������������������� ��������������������������� ����������������������������� ������������������ �������������������������������������������������������� � ����������� �������� ������ ������ �������� ��� ����� ������� � ��������������� ������������ ���������������� ���������������������� ��������������������������� ��������������� ������ Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Lysing_Tommustokkur_3x150mm Er húsnæði á teikniborðinu? Ert flú a› huglei›a kaup á atvinnuhúsnæ›i? "Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu, höfum vi› hjá L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum stær›um og ger›um a› koma flaki yfir sína starfsemi." Sigurbjörg Leifsdóttir Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Aflareglu ekki breytt Útgerðarmenn eru ánægðir að sjávarútvegsráðherra hunsi ráðgjöf Hafró hvað þorskveiðar varðar. Slíkt er þó nauðsyn eigi stofninn að stækka. NÓG AF ÞORSKI Þorskveiði hefur verið góð undanfarið og útgerðarmenn skilja ekki af hverju Hafró vill lækka aflamark þorskveiða úr 25 prósentum af heildarstofninum niður í 16 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR HVAÐ ER AFLAREGLA? ■ Langtímanýtingarstefna Aflaregla eða aflamark fyrir þorskveiðar er langtímanýtingarstefna ríkisstjórnarinnar frá árinu 1996. Hún var mótuð bæði af fiski- fræðingum og vísindamönnum en einnig hagfræðingum og hagsmunaaðilum. Þannig reiknaðist mönnum til að með veiðum á 25 prósent þorskstofnsins hafi það verið farsælt í bæði líffræðilegu og efnahagslegu tilliti. Síðan þetta var ákveðið hefur Hafró ekki lagt til aflamark fyrir þorsk þar sem nýtingarstefnan hefur verið í gildi. Gallinn er hins vegar sá að veiðar hafa reglulega verið meira en sem nemur 25 pró- sentum og þess vegna telur Hafró nauðsyn að lækka prósentuna niður í 16 prósent eins og staðan er í dag. BRETLAND, AP John Prescott, vara- forsætisráðherra Bretlands, segir að andstæðingar Tonys Blair séu með árásum á sig að hengja bak- ara fyrir smið. Gagnrýnendurnir séu í raun og veru að reyna að koma höggi á forsætisráðherrann umdeilda og segir Prescott sig hafa verið gerðan að blóraböggli í því samhengi. Prescott sætir miklu ámæli þessa dagana eftir að upp komst um framhjáhald hans með ritara sínum, Tracey Temple, og vegna afhroðs þess sem Verkamanna- flokkurinn galt í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Eng- landi. Hann heldur því fram að markmið gagnrýnenda sé í raun að knýja á að Tony Blair segi af sér. Prescott á í vök að verjast því einnig hefur birting ljósmyndar af honum að leika krikket, meðan hann átti að vera að leysa Blair af og stjórna landinu, reynst honum óþægur ljár í þúfu. Varaforsætisráðherrann hefur viðurkennt ástarsamband sitt við ritarann og segist fullur eftirsjár. Þetta sé búið og gert og muni ekki endurtaka sig: „Ég er enginn engill og ekki heldur fordæmdur syndg- ari.“ Hann segist staðráðinn í að endurheimta traust kjósenda og samstarfsmanna sinna í Verka- mannaflokknum. - kþ Breski varaforsætisráðherrann í vandræðum: Ófús blóraböggull 1986 1996 2006 Þorskur Ýsa Ufsi 30 0 ÞÚ S. T O N N 18 6 15 0* 50 40 95 60 50 80 *m .v . a ð af la m ar k ve rð i l æ kk að í 16 p ró se nt KVÓTAR Tillögur Hafrannsóknastofnunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.