Fréttablaðið - 06.06.2006, Page 10
10 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Dæmi um verð. Áður. Núna.
Jakkapeysa m/hettu 6.700.- 3.900.-
Hekluð peysa 6.900.- 2.900.-
Vafin peysa 5.900.- 3.900.-
Pólóbolur 3.300.- 2.300.-
Stutterma bolur m/mynd 3.200.- 1.900.-
Langerma bolur 3.900.- 2.400.-
Stutterma skyrta 3.900.- 2.400.-
Ermalaus skyrta 3.500.- 2.400.-
Tunika m/bróderíi 4.900 3.400.-
Teinóttur jakki 7.400.- 4.500.-
Renndur jakki 7.600.- 3.800.-
Sumarkjóll 4.600.- 3.300.-
Gallapils 6.900.- 2.900.-
Sítt pis 4.900.- 2.900-
Hörbuxur 7.900.- 4.900.-
Gallabuxur 7.500.- 4.800.-
Kvartbuxur 5.700.- 3.900.-
ÚTSALA ÚTSALA
30 – 60% afsláttur
Hefst í dag
Síðumúla 13 • Sími 568-2870
Skór á 50% afslætti. Og margt margt fleira
Einnig úrval af eldri fatnaði á kr 990.-
Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is
Einfaldara og betra regluverk
í þágu atvinnulífs og almennings
Ráðstefna haldin á Grand Hóteli 6. júní 2006 kl. 13:00-17:00
13:10 Ávarp
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
13:20 Skilvirkar reglur - stefnumörkun og áherslur OECD
Mr. Josef Konvitz, Head of Division, Programme Regulatory Management and Reform, OECD.
13:50 Einfaldari og betri reglur – áherslur Evrópusambandsins
Mrs. Silvia Viceconte, Economist, European Commission, DG Enterprise and Industry,
Unit B3, Impact assessment and economic evaluation.
14:20 Samvinna opinberra aðila og einkaaðila í þágu betri reglusetningar
Hr. Flemming N. Olsen, specialkonsulent, Regelforenklingsenheden,
Finansministeriet, Danmörku.
15:00 Kaffihlé
15:15 Mikilvægi góðra og einfaldra reglna
Pétur Reimarsson, verkefnastjóri, Samtökum atvinnulífsins og fulltrúi í ráðgjafarnefnd um
opinberar eftirlitsreglur.
15:30 Samráð er þáttur í góðum löggjafarháttum
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
15:45 Hvernig horfir regluumhverfið við fyrirtækjunum?
Gestur Guðjónsson Olíudreifingu.
16:00 Betri reglusetning frá sjónarhóli sveitarfélaganna
Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands ísl. sveitarfélaga.
16:15 Pallborðsumræður: Raunhæfar úrbætur – mikilvægi stefnumörkunar
Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Saga, Bjarni Benediktsson alþingismaður,
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, Jón Gunnarsson alþingismaður, Ágúst Jónsson
verkfræðingur og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
17:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Páll Þórhallsson lögfræðingur, formaður starfshóps um „Einfaldara Ísland“.
Ráðstefnan er liður í undirbúningi samstarfsverkefnis stjórnvalda og atvinnulífs sem gengur
undir nafninu „Einfaldara Ísland”.
Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka.
Skráning í síma 545 8401 eða á netfanginu anna.hugrun.jonasdottir@for.stjr.is
Forsætisráðuneytið Starfshópur um „Einfaldara Ísland“
Einfaldara Ísland
RÍKISFJÁRMÁL Samtök atvinnulífs-
ins vilja að 45 milljarða króna
fjárfestingu í hátæknisjúkrahús
verði frestað. Markið verði sett á
að að bæta þjónustu í heilbrigðis-
málunum þar sem brýnast er, svo
sem í öldrunarmálum. Fjöldi
aldraðra tvöfaldist á næstu þrjá-
tíu árum.
Ásta Möller, varaformaður
heilbrigðis- og trygginganefndar,
tekur undir að áherslubreytingu
þurfi í málefnum aldraðra. Hún
komi hins vegar ekki í veg fyrir
nauðsyn þess að byggja hátækni-
sjúkrahús.
„Peningarnir hafa verið teknir
til hliðar í þessum tilgangi,“ segir
Ásta og bætir við: „Það er kom-
inn tími á miklar endurbætur á
spítalanum ef ekki verður farið í
framkvæmdir, þannig að við
værum að eyða peningum til
óþurftar yrði byggingunni
frestað.“
Ásta bendir á að haft hafi verið
eftir Jóni Kristjánssyni, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra, að
helmingur fólksins á biðlistum
eftir húkrunarrýmum gæti verið
heima fengi það stuðning til þess.
„Á Íslandi eru flest öldrunarrými
í heimi. Áherslan hefur verið
röng og byggt of mikið og ójafnt
um landið. Þar eru víða fleiri
rými en þörf er á en skorturinn
er í Reykjavík.“ Einungis þurfi
200 til 300 hjúkrunarrými í við-
bót.
Samtök atvinnulífsins benda á
að OECD telji að verði engar
breytingar á íslensku heil-
brigðiskerfi nemi útgjöldin til
heilbrigðismála fimmtán pró-
sentum af vergri landsfram-
leiðslu árið 2050, þau hækki um
rúm fimm prósentustig frá því
sem nú er og verði 55 milljörðum
meiri á ári sé miðað við núvirði.
„Fyrir þá upphæð væri hægt að
byggja eitt svokallað hátækni-
sjúkrahús og sex fullkomin
hjúkrunarheimili fyrir aldraða á
hverju ári.“ Útgjöldin séu nú
þegar þau hæstu sem þekkist
innan OECD-landanna.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir að samfélagið beri
mikinn kostnað af heilbrigðis-
kerfinu. „Þessi kostnaður er fjár-
magnaður gegnum tryggingar og
skatta sem lenda með einum eða
öðrum hætti á atvinnulífinu og
starfsfólkinu. Síðan eiga öll
venjuleg rekstrarsjónarmið að
gilda um heilbrigðisþjónustuna
eins og allan annan rekstur,“
svarar Vilhjálmur spurður hvers
vegna samtökin velti heilbrigðis-
málunum fyrir sér.
gag@frettabladid.is
Fresta verði
sjúkrahúsinu
Samtök atvinnulífsins gagnrýna stefnu stjórnvalda
í heilbrigðismálum. Kostnaður stefnir í að verða 15
prósent af landsframleiðslu.
Á ÞÖNUM UM SJÚKRAHÚSIÐ Samtök atvinnulífsins benda á að öldruðum muni fjölga um
helming á næstu þrjátíu árum. Ísland verji nú þegar mestu fé til heilbrigðismála af OECD-
löndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ORKUMÁL Landsvirkjun hefur enn
ekki látið Laxárvirkjun í stað
hlutafjár í sameiginlegt smásölu-
fyrirtæki hennar, RARIK og Orku-
bús Vestfjarða eins og stjórn henn-
ar ákvað í janúar.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
beðið eftir áliti Samkeppniseftir-
litsins vegna kæru Reykjavíkur-
borgar, en borgin telur viðskiptin
rýra eignarhlut hennar. „Þetta eru
flóknar aðgerðir en unnið er í mál-
inu.“ Eftir kæruna hafi eftirlitið
óskað upplýsinga til að úrskurða
um hvort málið verði tekið fyrir.
Samkeppniseftirlitið hefur
ákveðið að taka erindið til með-
ferðar. - gag
Kæra vegna Laxárvirkjunar:
Landsvirkjun stöðvuð
LAXÁRVIRKJUN Bitist er um Laxárvirkjun,
en Landsvirkjun hefur ekki enn afhent
hana.
KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins
segja að Íbúðalánasjóður ætti að
lækka lánshlutfall á lánum sínum
úr níutíu prósentum í áttatíu eða
sjötíu prósent. Fasteignir megi
ekki hækka í verði vegna verð-
bólgunnar.
„Ég sé engin rök til þess að ríkið
leiði þensluástandið á markaðn-
um,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri samtakanna, á
blaðamannafundi í gær, föstudag.
„Við viljum ekki sjá neina koll-
steypu á fasteignamarkaðnum. Við
viljum ekki sjá stóran hóp, sem er
nýbúinn að fjárfesta í íbúð, lenda í
greiðsluerfiðleikum, en við viljum
sjá að verðið á markaðnum hækki
ekki heldur haldist stöðugt eða
lækki.“ - gag
Samtök atvinnulífsins álykta vegna Íbúðalánasjóðs:
Lánin verði lækkuð
ÍBÚÐAVERÐ MÁ EKKI HÆKKA Samtök
atvinnulífsins vilja að stjórnvöld lækki
lánahlutfall Íbúðalánasjóðs svo verð íbúða
hækki ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA