Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 10
10 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR Dæmi um verð. Áður. Núna. Jakkapeysa m/hettu 6.700.- 3.900.- Hekluð peysa 6.900.- 2.900.- Vafin peysa 5.900.- 3.900.- Pólóbolur 3.300.- 2.300.- Stutterma bolur m/mynd 3.200.- 1.900.- Langerma bolur 3.900.- 2.400.- Stutterma skyrta 3.900.- 2.400.- Ermalaus skyrta 3.500.- 2.400.- Tunika m/bróderíi 4.900 3.400.- Teinóttur jakki 7.400.- 4.500.- Renndur jakki 7.600.- 3.800.- Sumarkjóll 4.600.- 3.300.- Gallapils 6.900.- 2.900.- Sítt pis 4.900.- 2.900- Hörbuxur 7.900.- 4.900.- Gallabuxur 7.500.- 4.800.- Kvartbuxur 5.700.- 3.900.- ÚTSALA ÚTSALA 30 – 60% afsláttur Hefst í dag Síðumúla 13 • Sími 568-2870 Skór á 50% afslætti. Og margt margt fleira Einnig úrval af eldri fatnaði á kr 990.- Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is Einfaldara og betra regluverk í þágu atvinnulífs og almennings Ráðstefna haldin á Grand Hóteli 6. júní 2006 kl. 13:00-17:00 13:10 Ávarp Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 13:20 Skilvirkar reglur - stefnumörkun og áherslur OECD Mr. Josef Konvitz, Head of Division, Programme Regulatory Management and Reform, OECD. 13:50 Einfaldari og betri reglur – áherslur Evrópusambandsins Mrs. Silvia Viceconte, Economist, European Commission, DG Enterprise and Industry, Unit B3, Impact assessment and economic evaluation. 14:20 Samvinna opinberra aðila og einkaaðila í þágu betri reglusetningar Hr. Flemming N. Olsen, specialkonsulent, Regelforenklingsenheden, Finansministeriet, Danmörku. 15:00 Kaffihlé 15:15 Mikilvægi góðra og einfaldra reglna Pétur Reimarsson, verkefnastjóri, Samtökum atvinnulífsins og fulltrúi í ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur. 15:30 Samráð er þáttur í góðum löggjafarháttum Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. 15:45 Hvernig horfir regluumhverfið við fyrirtækjunum? Gestur Guðjónsson Olíudreifingu. 16:00 Betri reglusetning frá sjónarhóli sveitarfélaganna Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands ísl. sveitarfélaga. 16:15 Pallborðsumræður: Raunhæfar úrbætur – mikilvægi stefnumörkunar Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Saga, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, Jón Gunnarsson alþingismaður, Ágúst Jónsson verkfræðingur og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. 17:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Páll Þórhallsson lögfræðingur, formaður starfshóps um „Einfaldara Ísland“. Ráðstefnan er liður í undirbúningi samstarfsverkefnis stjórnvalda og atvinnulífs sem gengur undir nafninu „Einfaldara Ísland”. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka. Skráning í síma 545 8401 eða á netfanginu anna.hugrun.jonasdottir@for.stjr.is Forsætisráðuneytið Starfshópur um „Einfaldara Ísland“ Einfaldara Ísland RÍKISFJÁRMÁL Samtök atvinnulífs- ins vilja að 45 milljarða króna fjárfestingu í hátæknisjúkrahús verði frestað. Markið verði sett á að að bæta þjónustu í heilbrigðis- málunum þar sem brýnast er, svo sem í öldrunarmálum. Fjöldi aldraðra tvöfaldist á næstu þrjá- tíu árum. Ásta Möller, varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar, tekur undir að áherslubreytingu þurfi í málefnum aldraðra. Hún komi hins vegar ekki í veg fyrir nauðsyn þess að byggja hátækni- sjúkrahús. „Peningarnir hafa verið teknir til hliðar í þessum tilgangi,“ segir Ásta og bætir við: „Það er kom- inn tími á miklar endurbætur á spítalanum ef ekki verður farið í framkvæmdir, þannig að við værum að eyða peningum til óþurftar yrði byggingunni frestað.“ Ásta bendir á að haft hafi verið eftir Jóni Kristjánssyni, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, að helmingur fólksins á biðlistum eftir húkrunarrýmum gæti verið heima fengi það stuðning til þess. „Á Íslandi eru flest öldrunarrými í heimi. Áherslan hefur verið röng og byggt of mikið og ójafnt um landið. Þar eru víða fleiri rými en þörf er á en skorturinn er í Reykjavík.“ Einungis þurfi 200 til 300 hjúkrunarrými í við- bót. Samtök atvinnulífsins benda á að OECD telji að verði engar breytingar á íslensku heil- brigðiskerfi nemi útgjöldin til heilbrigðismála fimmtán pró- sentum af vergri landsfram- leiðslu árið 2050, þau hækki um rúm fimm prósentustig frá því sem nú er og verði 55 milljörðum meiri á ári sé miðað við núvirði. „Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja eitt svokallað hátækni- sjúkrahús og sex fullkomin hjúkrunarheimili fyrir aldraða á hverju ári.“ Útgjöldin séu nú þegar þau hæstu sem þekkist innan OECD-landanna. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að samfélagið beri mikinn kostnað af heilbrigðis- kerfinu. „Þessi kostnaður er fjár- magnaður gegnum tryggingar og skatta sem lenda með einum eða öðrum hætti á atvinnulífinu og starfsfólkinu. Síðan eiga öll venjuleg rekstrarsjónarmið að gilda um heilbrigðisþjónustuna eins og allan annan rekstur,“ svarar Vilhjálmur spurður hvers vegna samtökin velti heilbrigðis- málunum fyrir sér. gag@frettabladid.is Fresta verði sjúkrahúsinu Samtök atvinnulífsins gagnrýna stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum. Kostnaður stefnir í að verða 15 prósent af landsframleiðslu. Á ÞÖNUM UM SJÚKRAHÚSIÐ Samtök atvinnulífsins benda á að öldruðum muni fjölga um helming á næstu þrjátíu árum. Ísland verji nú þegar mestu fé til heilbrigðismála af OECD- löndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL Landsvirkjun hefur enn ekki látið Laxárvirkjun í stað hlutafjár í sameiginlegt smásölu- fyrirtæki hennar, RARIK og Orku- bús Vestfjarða eins og stjórn henn- ar ákvað í janúar. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir beðið eftir áliti Samkeppniseftir- litsins vegna kæru Reykjavíkur- borgar, en borgin telur viðskiptin rýra eignarhlut hennar. „Þetta eru flóknar aðgerðir en unnið er í mál- inu.“ Eftir kæruna hafi eftirlitið óskað upplýsinga til að úrskurða um hvort málið verði tekið fyrir. Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka erindið til með- ferðar. - gag Kæra vegna Laxárvirkjunar: Landsvirkjun stöðvuð LAXÁRVIRKJUN Bitist er um Laxárvirkjun, en Landsvirkjun hefur ekki enn afhent hana. KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins segja að Íbúðalánasjóður ætti að lækka lánshlutfall á lánum sínum úr níutíu prósentum í áttatíu eða sjötíu prósent. Fasteignir megi ekki hækka í verði vegna verð- bólgunnar. „Ég sé engin rök til þess að ríkið leiði þensluástandið á markaðn- um,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna, á blaðamannafundi í gær, föstudag. „Við viljum ekki sjá neina koll- steypu á fasteignamarkaðnum. Við viljum ekki sjá stóran hóp, sem er nýbúinn að fjárfesta í íbúð, lenda í greiðsluerfiðleikum, en við viljum sjá að verðið á markaðnum hækki ekki heldur haldist stöðugt eða lækki.“ - gag Samtök atvinnulífsins álykta vegna Íbúðalánasjóðs: Lánin verði lækkuð ÍBÚÐAVERÐ MÁ EKKI HÆKKA Samtök atvinnulífsins vilja að stjórnvöld lækki lánahlutfall Íbúðalánasjóðs svo verð íbúða hækki ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.