Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 13
www.flugfelag.is | 4607080 • 8945390 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 32 98 8 06 /2 00 6 Þér er boðið á Ísland - Danmörk í KA-heimilinu 6. júní Flugfélag Íslands býður Akureyringum og nærsveitamönnum á handboltalandsleik Íslendinga og Dana sem fram fer í KA-heimilinu á þriðjudagskvöld kl. 19.35. Leikurinn er mikilvægur liður í lokaundirbúningi okkar manna fyrir átökin gegn Svíum, þar sem barist verður um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Ókeypis aðgöngumiða má nálgast í Flugstöðinni á Akureyri. Skemmtum okkur saman í KA-heimilinu og styðjum strákana til sigurs. landsleik VARNARLIÐIÐ „Þótt umrædd gögn lúti að íslenskum þegnum er ekki endilega víst að þau falli undir íslensk lög og ég satt best að segja tel það ólíklegt,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu- verndar. Margir íslenskir starfsmenn varnarliðsins hafa lýst yfir áhyggj- um af því hvað gert verður við heil- brigðisupplýsingar þær er varnar- liðið hefur safnað saman um starfsmenn sína um árabil en gögn- in eru nafngreinanleg og stendur til að taka þau með til Bandaríkj- anna þegar starfsseminni lýkur í september næstkomandi. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi varnarliðsins, segir mjög strangar reglur gilda um meðferð slíkra upplýsinga og eru þær regl- ur jafnvel harðari en gerist hér á landi. „Öll gögnin fara beint í skjalageymslu og er eytt sam- kvæmt reglum að ákveðnum tíma liðnum. Það gilda sömu reglur um alla hermenn og borgaralega starfs- menn hersins hvar sem er í heimin- um og aðgengi að gögnunum er háð afar ströngum skilyrðum. Þarna er um ákveðið kerfi að ræða en allir starfsmenn geta fengið afrit af öllum gögnum sé þess óskað.“ - aöe Heilsufarsupplýsingar íslenskra starfsmanna varnarliðsins til Bandaríkjanna: Geymd um tíma og svo eytt SÖMU REGLUR FYRIR ALLA Farið er með allar heilsufarsupplýsingar á sama máta hvort sem um er að ræða hermenn eða borgaralega starfsmenn hersins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA PALESTÍNA, AP. Undanfarna daga hafa stórir hópar opinberra starfsmanna palestínsku heima- stjórnarinnar, þar á meðal vopn- aðir lögreglumenn, farið í kröfu- göngur til að knýja á um að þeir fái greidd út laun. Um 100.000 manns, sem eru á launaskrá heimastjórnarinnar, hafa ekki fengið greidd laun í þrjá mánuði. Hamas-stjórnin segist ekki hafa bolmagn til að greiða öllum starfsmönnum sínum laun vegna þvingunaraðgerða alþjóðasamfé- lagsins. Margir lögreglumann- anna eru hliðhollir Fatah-hreyf- ingunni og eykur þetta enn á spennuna sem ríkir milli hennar og stjórnarinnar. -kþ Kreppa í Palestínu: Launalausir í þrjá mánuði LANGÞREYTTIR PALESTÍNUMENN Lögreglu- menn krefjast launa sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi mann til sex mánaða fangelsis fyrir að hafa ráðist að lögreglumanni og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa. Málavextir eru þeir að lög- reglumenn voru að aka manninum á slysadeild eftir umferðarslys. Vildi maðurinn fá sér að reykja og brást við með barsmíðum þegar honum var bent á að slíkt mætti ekki í lögreglubílum. Taldi dómur- inn að um sérlega ámælisverða árás væri að ræða en þrír mánuðir dómsins eru þó skilorðsbundnir. - aöe Mátti ekki fá sér að reykja: Réðist á lög- regluþjón UMHVERFISMÁL, AP Umhverfissinn- ar í London hengdu rúmlega 34 kílómetra af fötum á lengstu fata- snúru heims á Trafalgar Square í gær. Gjörningurinn var hluti af alþjóðlegum aðgerðum á umhverf- isdegi Sameinuðu þjóðanna, en með honum var mótmælt hversu háðir Bretar eru orkufrekum þurrkurum. Samkvæmt Umhverf- isstofnuninni myndu sparast um 12 milljarðar króna á ári ef hver einasta breska fjölskylda hengdi upp einn skammt af blautum fötum á viku í stað þess að setja þau í þurrkarann. Einnig myndi losun koltvíoxíðs minnka um 500 þúsund tonn. -sgj Umhverfisaðgerðir í London: Heimsins lengsta snúra DÓMSTÓLAR Fyrrverandi ensku- kennari við Menntaskólann á Ísa- firði fær laun greidd frá 1. sept- ember til 31. júlí. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi. Kennaranum, sem er kona, hafði verið sagt upp sem sviðsstjóra yfir erlendum tungumálum. Hún höfð- aði mál vegna ákvörðunar um brott- vikninguna sem sögð var vegna óvandvirkni í starfi og vanrækslu við prófayfirferð í enskuáfanga og þar með vanrækslu á starfsskyld- um. Hún var einnig ekki heldur talin hafa haft næga menntun. Dómurinn sagði að skólastjóra Menntaskólans hefði átt að vera ljóst að enskukennarinn hefði ekki næga menntun. Hún hefði átt að fá að andmæla ákvörðun um áminn- ingu. - gag Menntaskólinn á Ísafirði: Enskukennara dæmt í vil BRETLAND, AP Lögreglan í Lundúnum skaut mann og handtók annan í áhlaupi fyrir helgi. Atvikið átti sér stað í austurhluta borgarinnar þegar lögreglan réðist inn í hús vegna ábendinga um meinta hryðjuverkastarfsemi. Maðurinn sem lögreglan skaut særðist lítillega og var fluttur á sjúkrahús, en hann er ekki talinn í lífshættu. Hinn maðurinn, 23 ára gamall, var handtekinn í aðgerð- inni. Áhlaupið var gert í kjölfar viðræðna öryggislögreglunnar og lífefnafræðinga frá heilbrigðiseft- irlitinu og var byggt á vísbending- um sem lögreglan fékk um meint- an undirbúning fyrir hryðjuverk. -sgj Lögregluaðgerð í London: Skotinn við handtöku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.