Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 17

Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 6. júní 2006 17 FRÉTTASKÝRING SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON ssal@frettabladid.is D-listi í sjö af níu Vesturlandið er ekki síður blátt yfir að líta. Í fimm stærstu sveit- arfélögunum stjórna sjálfstæðis- menn ýmist einir eða með öðrum. Þeir hafa hreinan meirihluta í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði og hafa myndað meirihluta á Akranesi með Frjálslyndum og í nýju samein- uðu sveitarfélagi í Borgarfirði með Borgarlistanum. Á Vestfjörðum fækkar bláu merkjunum hins vegar frá síð- ustu kosningum. Flokkurinn tapar meirihluta sínum í Vestur- byggð yfir til Bæjarfélagsins Samstöðu og í Bolungarvík eru sjálfstæðismenn í fyrsta sinn í sögu flokksins ekki í meirihluta. Þeir vinna aftur á móti hreinan meirihluta á Tálknafirði og halda meirihluta sínum í Ísafjarðarbæ með stuðningi Framsóknar. D-listi í fimm af sjö Á Norðurlandi kemur Sjálfstæðis- flokkurinn að meirihlutastjórn fjögurra af sjö stærstu sveitar- félaganna. Hann missir meiri- hluta sinn í tveimur; á Blönduósi þar sem Blönduóslistinn fékk hreinan meirihluta og í Skaga- firði þar sem Framsókn og Sam- fylking hafa myndað meirihluta. Staðan í Dalvíkurbyggð er hins vegar óljós þegar þetta er skrif- að en þar féll meirihluti sjálf- stæðismanna og Framsóknar en viðræður eru í gangi milli J-lista óháðra og B-lista Framsóknar um myndun nýs meirihluta. Í Húnaþingi vestra er ríkis- stjórnarmynstrið uppi á teningn- um. Sömu sögu er að segja í hinu nýja sveitarfélagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, Fjallabyggð, og enn fremur í nýju sveitarfélagi á Norðurlandi eystra, Húsavík og nágrenni sem hugsanlega fær nafnið Norðurþing. Á Akureyri féll meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknar en nýr meirihluti sjálfstæðismanna og Samfylk- ingar tekur við. D-listi í níu af ellefu Á Austurlandi eru sjálfstæðis- menn áfram við völd í tveimur af fjórum stærstu sveitarfélögun- um; missa meirihluta á einum stað en vinna hann á öðrum. Þeir ná hreinum meirihluta á Seyðis- firði og stýra Fljótsdalshéraði ásamt L-lista Héraðslistans. Meirihluti þeirra og Framsóknar fellur í Hornafirði og Framsókn myndar nýjan ásamt Samfylk- ingu. Í stækkaðri Fjarðabyggð er meirihluti L-listans, Fjarðarlist- ans og Framsóknar áfram við völd. Loks er það Suðurland en þar er blái liturinn allsráðandi. Sjálf- stæðisflokkurinn er þar í meiri- hluta í öllum sjö stærstu sveitar- félögum fjórðungsins. Í fimm þeirra er hann einn í meirihluta; heldur honum í Rangárþingi ytra en vinnur hann í Mýrdalshreppi, Hveragerði, Ölfusi og Vest- mannaeyjum. Í Árborg er komið á samstarf D og B og í Rangár- þingi eystra hafa sjálfstæðis- menn myndað meirihluta með K- lista Samherja rétt eins og á síðasta kjörtímabili.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.