Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2006, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 06.06.2006, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 6. júní 2006 17 FRÉTTASKÝRING SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON ssal@frettabladid.is D-listi í sjö af níu Vesturlandið er ekki síður blátt yfir að líta. Í fimm stærstu sveit- arfélögunum stjórna sjálfstæðis- menn ýmist einir eða með öðrum. Þeir hafa hreinan meirihluta í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði og hafa myndað meirihluta á Akranesi með Frjálslyndum og í nýju samein- uðu sveitarfélagi í Borgarfirði með Borgarlistanum. Á Vestfjörðum fækkar bláu merkjunum hins vegar frá síð- ustu kosningum. Flokkurinn tapar meirihluta sínum í Vestur- byggð yfir til Bæjarfélagsins Samstöðu og í Bolungarvík eru sjálfstæðismenn í fyrsta sinn í sögu flokksins ekki í meirihluta. Þeir vinna aftur á móti hreinan meirihluta á Tálknafirði og halda meirihluta sínum í Ísafjarðarbæ með stuðningi Framsóknar. D-listi í fimm af sjö Á Norðurlandi kemur Sjálfstæðis- flokkurinn að meirihlutastjórn fjögurra af sjö stærstu sveitar- félaganna. Hann missir meiri- hluta sinn í tveimur; á Blönduósi þar sem Blönduóslistinn fékk hreinan meirihluta og í Skaga- firði þar sem Framsókn og Sam- fylking hafa myndað meirihluta. Staðan í Dalvíkurbyggð er hins vegar óljós þegar þetta er skrif- að en þar féll meirihluti sjálf- stæðismanna og Framsóknar en viðræður eru í gangi milli J-lista óháðra og B-lista Framsóknar um myndun nýs meirihluta. Í Húnaþingi vestra er ríkis- stjórnarmynstrið uppi á teningn- um. Sömu sögu er að segja í hinu nýja sveitarfélagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, Fjallabyggð, og enn fremur í nýju sveitarfélagi á Norðurlandi eystra, Húsavík og nágrenni sem hugsanlega fær nafnið Norðurþing. Á Akureyri féll meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknar en nýr meirihluti sjálfstæðismanna og Samfylk- ingar tekur við. D-listi í níu af ellefu Á Austurlandi eru sjálfstæðis- menn áfram við völd í tveimur af fjórum stærstu sveitarfélögun- um; missa meirihluta á einum stað en vinna hann á öðrum. Þeir ná hreinum meirihluta á Seyðis- firði og stýra Fljótsdalshéraði ásamt L-lista Héraðslistans. Meirihluti þeirra og Framsóknar fellur í Hornafirði og Framsókn myndar nýjan ásamt Samfylk- ingu. Í stækkaðri Fjarðabyggð er meirihluti L-listans, Fjarðarlist- ans og Framsóknar áfram við völd. Loks er það Suðurland en þar er blái liturinn allsráðandi. Sjálf- stæðisflokkurinn er þar í meiri- hluta í öllum sjö stærstu sveitar- félögum fjórðungsins. Í fimm þeirra er hann einn í meirihluta; heldur honum í Rangárþingi ytra en vinnur hann í Mýrdalshreppi, Hveragerði, Ölfusi og Vest- mannaeyjum. Í Árborg er komið á samstarf D og B og í Rangár- þingi eystra hafa sjálfstæðis- menn myndað meirihluta með K- lista Samherja rétt eins og á síðasta kjörtímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.