Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 22
[ ]
Ritstjóri
Auður I. Ottesen
2
VIÐ RÆKTUM
Lauftré
á Íslandi
Handhægur leiðarvís
ir fyrir ræktendur
2
V
IÐ
R
Æ
K
TU
M
Lauftré á Ísland
i
Sum
arhúsið
o
g
g
arð
urinn ehf
Hún er komin!
Önnur bókin
í bókaflokknum
„Við ræktum“
er komin út.
Tryggðu þér
eintak í næstu
bókabúð
eða í áskrift
í síma 586 8005
Sumarhúsið og garðurinn ehf,
Síðumúla 15, 108 Reykjavík, www.rit.is
���������������
��������������������
���������������������������
���������������������
�������������
�����������
������
������
�
�
�
��
��
��
���
�
�����������������������������������
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Stór og mikil tré geta hindrað sjónvarpsbylgjur. Ef skilyrðin versna
skyndilega þegar sumarið kemur má athuga hvort trén í kringum húsið séu
orðin of mikil um sig. Það er til lítils að eiga besta flatskjáinn fyrir HM ef allir
leikirnir fara fram í snjókomu.
Jón Bergsson ehf. hefur nýlega
hafið sölu á garðhýsum sem
hægt er að opna upp á gátt á
góðum sumardögum. Einnig
má þar finna svokallaðar garð-
kúlur yfir heita pottinn.
„Við erum mjög stoltir af þessari
vöru því þetta er jú alveg sérstak-
lega gott fyrir okkar veðurfar,“
segir Jón Arnarsson hjá Jóni Bergs-
syni ehf. en hann er barnabarn hins
upphaflega eiganda sem stofnaði
fyrirtækið á þriðja áratug síðustu
aldar. Fyrirtækið hefur nýlega hafið
sölu á skemmtilegum garðskálum
úr plexígleri.
„Skálinn sem slíkur er búinn til í
tveimur til fjórum einingum sem
renna hver undir aðra eins og
harmónikka. Þá getur þú dregið frá
þegar gott er veður og dregið fyrir
þegar rignir,“ lýsir Jón og bætir við
að húsin sé hægt að fá í mismunandi
stærðum allt eftir víðáttu garðsins.
„Við erum að tala um 4 til 8,5 metra
á lengd og fjarlægðin frá húsvegg
fram á verönd er 3 til 4,5 metrar en
hæðin 2 til 2,5 metrar.“ Jón bætir
við að hægt sé að fá gafla með hús-
unum eða nota húsvegg sem gafl
allt eftir þörfum.
Þó skálarnir henti einstaklega
vel til að hýsa heitan pott þarf hann
þó ekki að vera til staðar. Húsið er
hinn prýðilegasti garðskáli til að
sitja við borð eða geyma í plöntur.
Jón segir áhugann á skálunum mik-
inn og viðbrögðin hafi ekki staðið á
sér. Skálarnir kosta frá um 800 þús-
und krónum en meira eftir því sem
þeir eru stærri.
Jón Bergsson ehf. býður einnig
upp á svokallaðar garðkúlur sem
eru frístandandi og geta verið hvar
sem er í garðinum. Þær eru sérstak-
lega hugsaðar yfir heita potta þó
nota megi hana í hvað sem er. Mögu-
leiki er að snúa kúlunni og beina
opinu í þá átt sem sólin skín en mest
er hægt að opna kúluna í 130 gráður
en einnig er hægt að loka henni
alveg.
Jón segir þetta mjög góðan val-
kost fyrir fólk, því þó það sé
yndislegt að vera liggja í nuddpott í
heitu vatni á heiðskíru vetrarkvöldi
þá sé gott að hafa þann kost að verja
sig fyrir veðri og vindum þegar svo
ber undir. solveig@frettabladid.is
Í góðu skjóli
Garðkúlan svokallaða hentar vel yfir heita potta.
Jón Arnarsson í einu af garðhýsunum sem hann er með til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA