Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 76

Fréttablaðið - 06.06.2006, Síða 76
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR56 • ál / tré gluggar • lágmarks viðhald • falleg og nútímaleg hönnun • aukin vörn gegn innbrotum • 15 ára reynsla á Íslandi • 10 ára ábyrgð á glugga / gleri Gluggar - fjárfesting til framtíðar Harpa Arnardóttir er mikill umhverfissinni og draumahús hennar er ekki fyrir hana eina heldur öll börn jarðar. „Drauma- húsnæðið er náttúrlega hús fyrir alla þar sem allir hefðu nóg að bíta og brenna,“ segir Harpa. „Það væri fullt hús matar þar sem allir fengju að sofa, borða og njóta virðingar. Það væri fallegt heimili.“ Það ku vera búið að reisa þetta hús og öll búum við víst í því. Við erum hins vegar langt frá þeim markmiðum að sitja öll við sama borð. „Það á að vera hægt að koma því við á jörðinni svo ætli jörðin sjálf sé ekki mitt draumahús,“ segir Harpa. Harpa er á því að við eigum því miður langt í land með að læra að elska og virða náttúruna. Hún er til að mynda ekki par sátt við framgöngu íslenskra stjórnvalda og segir að í uppsigl- ingu séu alvarlegustu mistök Íslandssögunnar. „Það má segja það að þeir séu að vaða á skítugum skónum inn á heimili okkar og það hefur aldrei þótt góður siður,“ segir Harpa að lokum. DRAUMAHÚSIÐ MITT: HARPA ARNARDÓTTIR LEIKKONA Móðir jörð er draumahúsið mitt Harpa er ekki ánægð með framgöngu stjórnvalda innan veggja draumahúss síns. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Hlíðaborg er leikskóli í Eskihlíð. Hann var byggður árið 1954 og voru húsameistarar Þór Sandholt og Ágúst Pálsson. Upphaflega var byggingunni ætlað að þjóna hverfinu sem grunnskóli, en það breyttist árið 1960 þegar Hlíðaborg tók til starfa. Leikskólinn var stækkaður árið 1990 samkvæmt teikningum Jóns Björnssonar. Í Hlíðaborg er mikið lagt upp úr skapandi starfi og að hluta er unnið eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Áhersla er lögð á markvissa málörvun, ritmál, samskipti, sjálfstæði og sjálfsábyrgð barna. Einnig er unnið með hreyfingu, hljóð, hlustun, einbeitingu og ryþma. Skólastýra er Heiða Björg Scheving og í skólanum er 51 barn. HLÍÐABORG FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HJÖRTUR Hinn 19. maí síðastliðinn var tekin í notkun glæsileg ný útisundlaug á Eskifirði. Íslenskir aðalverktakar sáu um bygginguna og fram- kvæmdir hófust síðastliðið sumar. Um er að ræða 25 metra útisund- laug, tvo heita potta, vaðlaug og rennibraut. Öll aðstaða er til fyrir- myndar, í aðalbyggingunni er bún- ingsaðstaða, tveir líkamsræktar- salir, aðstaða fyrir starfsfólk og afgreiðsla ásamt búningsaðstöðu fyrir fótboltavöll sem er við sund- laugina. Ný sundlaug Eskfirðingar tóku í notkun nýja sundlaug á dögunum. Eskfirðingar verða án efa duglegir við sundiðkun í sumar. Fréttablaðs- mótið verður haldið í 10. skipti á Garðavelli á Akranesi föstudaginn 9. júní næstkomandi. Golfmótið er ætlað starfsfólki fasteignasala og er skipulagt af starfsmönnum með brennandi áhuga á golfi. Metþátt- taka er í mótinu og ekki verður tekið við fleiri skráningum, en mótið telst til stærstu viðburða starfsmanna fasteignasala á ári hverju. Mótið er þekkt fyrir vegleg verð- laun en allir sem taka þátt í mótinu fá vinning. Þá er öll umgjörð móts- ins einnig til fyrirmyndar en fjöl- margir styrktaraðilar leggja hönd á plóg svo hægt sé að hafa mótið sem veglegast. Miðnæturgolf fasteignasala Hið árlega Fréttablaðsmót verður haldið 9. júní. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 14/4- 20/4 93 21/4- 27/4 169 28/4- 4/5 157 5/5- 11/5 186 12/5- 18/5 171 19/5- 25/5 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.