Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2006, Qupperneq 87

Fréttablaðið - 06.06.2006, Qupperneq 87
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA STÓR TIL AÐ BJARGA HEIMINUM! SMS LEIKU R Vi nn in ga r ve rð a af he nd ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Þ ú fæ r 5. m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u.9. hver vinnur! Sendu SMS skeytið BTC LKF á 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari og litli kjúllinn á DVD Aukavinningar eru: Litli Kjúllinn á DVD • Pepsi kippur Fullt af öðrum DVD myndum og margt fleira ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Ljúft líf farþeganna um borð í hinu glæsilega og risavaxna skemmti- ferðaskipi Poseidon breytist í mar- tröð á fyrstu mínútum nýs árs þegar kynngimögnuð flóðbylgja hvolfir skipinu með þeim afleiðingum að meirihluti prúðbúinna gesta ára- mótafagnaðar um borð ferst á skelfi- legan hátt. Þær örfáu og mjög svo ólíku manneskjur sem halda lífi og limum í veltingnum þurfa að snúa bökum saman og rekja sig í gegnum skipið sem breyst hefur í flókið völundarhús á hvolfi. Tíminn er naumur þar sem skipið fyllist af vatni þar sem það marar á miðju Atl- antshafi með skrokkinn upp í loftið og mun óhjákvæmilega hverfa í hyl- dýpið með manni og mús. Hinn mjög svo mistæki leikstjóri Wolfgang Petersen skilar hér góðu dagsverki og Poseidon er hörkufín stórslysamynd sem stendur undir öllum væntingum sem hægt er að gera til mynda af þessu tagi. Magn- aðar tæknibrellur gera skipsskað- ann mjög tilkomumikinn og eins stórslysamyndalögmálið gerir ráð fyrir fáum við að horfa á nokkur hundruð saklausar hræður farast á skelfilegan hátt, drukkna, kremjast undir braki sem er á fleygiferð, brenna og stikna þegar eldur brýst út og rafmagnskaplar dingla yfir brimsöltu og blóðlituðu vatninu. Þeir sem lifa djöfulganginn hafa síðan ekkert ráðrúm til þess að gráta Björn bónda og alla hina. Líf þeirra hangir enn á bláþræði og samkvæmt áðurnefndu lögmáli munu einhver þeirra geispa golunni áður en yfir líkur. Petersen tekst að halda spenn- unni gangandi alveg frá því skipinu hvolfir og keyrslan er slík að áhorf- endum gefst varla tækifæri til þess að draga andann eða hugsa um annað en lífsbaráttu aðalpersónanna. Pos- eidon er orðin ein allsherjar dauða- gildra og hvert áfallið dynur á eftir- lifendunum með svo reglulegu millibili að það er ekki annað hægt en að gleyma sér algerlega og verða meðvirkur blessuðu fólkinu sem virðist sér enga björg geta veitt. Það er sérstaklega vel til fundið hjá Pet- ersen að eyða ekki of miklum tíma í að kynna lykilpersónurnar til leiks áður en ósköpin dynja yfir. Sá hvim- leiði vani gerir það oftar en ekki að verkum að myndir í ætt við þessa verða full langar og ekki síður lang- dregnar. Petersen lætur ósköpin dynja yfir við fyrsta tækifæri og tekst því að skila af sér hörkuspenn- andi og fullnægjandi 99 mínútna hasarpakka. Þrátt fyrir hraðsuðuna tekst honum samt að byggja upp samúð með persónunum og það er ekki langt liðið á myndinna þegar manni fer að þykja vænt um blessað fólkið og gera sér vonir að sem flest- ir muni aftur líta dagsins ljós. Gamla kempan Kurt Russell leið- ir hópinn og skilar sínu vel að vanda enda traustur og reyndur hasar- myndajaxl með mannlega taug. Heiðursmaðurinn og eðalleikarinn Richard Dreyfuss ber hins vegar af öllum öðrum og lyftir leikhópnum á æðra plan í hlutverki samkynhneigðs og auðugs arkitekts sem er í sjálfs- morðshugleiðingum þar til hann horfist í augu við dauðann í flóð- bylgjunni og gerir í framhaldinu allt til að bjarga sjálfum sér og öðrum. Poseidon er ánægjuleg tilbreyt- ing frá risastórum ofurhetjumynd- um, seigdrepandi Da Vinci skrímsl- inu og framhaldsmyndum sem munu drottna yfir bíósumrinu árið 2006. Allir í bátana og ekki missa af Pos- eidon! Þórarinn Þórarinsson Pottþéttur hasarpakki POSEIDON LEIKSTJÓRI: WOLFGANG PETERSEN Aðalhlutverk: Kurt Russell, Josh Lucas og Richard Dreyfuss Niðurstaða: Poseidon er ferskur andblær fyrir þá sem sofnuðu yfiir The Da Vinci Code og eru orðnir leiðir á ofurhetjumyndunum sem munu drottna yfir bíósumrinu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 3 4 5 6 7 8 9 Þriðjudagur ■ ■ LEIKLIST  14.00 Sýning Brúðubílsins á brúðu- leikritinu Duddurnar hans Lilla í Árbæjarsafni.  20.00 Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir leikritið Dans eftir Hrund Ólafsdóttur sem jafnframt leik- stýrir verkinu. Aðstoðarleikstjóri er Arnar Ingvarsson.  20.00 Leikkonan Edda Björgvins- dóttir sýnir harmskoplega einleikinn Alveg brilljant skilnað á Vopnafirði. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Bandaríski sálgreinirinn Dr. Alan Roland fjallar um sálgreiningu í ólíkum menningarheimum í Odda, stofu 101. ■ ■ DANSLIST  20.00 Tangókvöld í Iðnó. Leiðbeinendur á staðnum og Tangósveit lýðveldisins stígur á svið kl. 21.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.