Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 88
32 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HM-LEIKURINN
Taktu þátt í Stóra-HM leiknum
á www.icelandair.is og þú
gætir komist á leik á HM.ÞÝSKALAND 14 SINNUM Í VIKU Í SUMAR
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
2
9
2
8
0
5
/2
0
0
6
Ekki ber saman sögunum sem
dagblöð á Spáni og Englandi
prenta þessa dagana. El
Mundo Deportivo, blað sem
gefið er út í Barcelona, fullyrti í
gær að Spánar- og Evrópumeist-
ararnir hefðu þegar boðið Eiði
Smára Guðjohnsen samning sem
hljóðar upp á 3,2 milljónir evra
á ári. Eiður Smári er reyndar staddur
á Spáni þessa dagana en hann dvelst þar
í sumarfríi og er ekki nálægt Katalóníuhéraði
og er því ekki í neinum viðræðum við nein lið
um þessar mundir. Einnig hefur heyrst af áhuga
Real Madrid á landsliðsfyrirliðanum, hugsanlega í
skiptum fyrir Roberto Carlos, en nánast engar líkur
eru taldar á því að úr því verði.
The Daily Mail fullyrðir aftur á móti að Sir Alex
Ferguson sé staðráðinn í því að klófesta Eið, sem
talinn er hafa meiri áhuga á því að vera áfram í ensku úrvals-
deildinni en að flytja búferlum til Spánar. Blaðamaður
The Daily Mail sagði í samtali við Fréttablaðið í gær
að hann hefði mjög áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.
Breska blaðið segir að kaupverðið sé um átta
milljónir punda og að Ferguson sjái Eið fyrir sér sem
framliggjandi miðjumann. Hann myndi passa vel í
stöðu Paul Scholes, sem á við erfiðan augnsjúk-
dóm að stríða.
Eiður Smári mun væntanlega sætta sig við að
yfirgefa herbúðir Englandsmeistaranna eftir
farsælan feril hjá félaginu.
Eggert Skúlason, upplýsingafulltrúi Eiðs Smára,
tjáði Fréttablaðinu það í gær að Eiður vonaðist
til þess að málin myndu skýrast í þessari viku,
en engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað
á milli neinna liða og Chelsea. Þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir náðist ekki í Arnór Guðjohnsen, föður
og umboðsmann Eiðs Smára, í gær .
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN: STANSLAUSIR ORÐRÓMAR UM FRAMTÍÐ KAPPANS HALDA ÁFRAM
Í fríi á Spáni í sögunni endalausu
> Guðmundur varði titilinn
Guðmundur Stephensen varði um helg-
ina titil sinn í einliðaleik karla á Norður-
Evrópumótinu í borðtennis. Guðmundur
bar sigurorð af Lukas Ryden frá Svíþjóð
4-1 í úrslitaleik sem fram fór í TBR-hús-
inu. Í undanúrslitum sigraði Guðmundur
hinn danska Christoffer Petersen örugg-
lega. Guðmundur og
Ryden voru hins
vegar samherjar
í tvíliðaleiknum
en duttu út í
undanúrslitum. Í
einliðaleik kvenna
var það Lina
Misikonyte frá
Litháen sem
vann
gullið.
Stelpurnar úr leik
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta
tapaði um helgina fyrir Makedóníu 27-
24 í seinni leik liðanna í undankeppni
fyrir EM. Leikið var ytra en Makedónía
vann einnig leikinn hér á landi og sam-
tals átta marka sigur í einvíginu. Íslensku
stelpurnar komast því ekki á EM.
FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir
skorað annað mark sænska liðsins
Malmö FF sem vann Bälinge 2-0 á
útivelli á sunnudaginn. Nú er sjö
umferðum lokið í deildinni og er
Malmö í fjórða sætinu með ellefu
stig en Umeå trjónir á toppi deild-
arinnar með nítján stig.
Dóra Stefánsdóttir leikur
einnig með Malmö. Erla Steina
Arnardóttir og lið hennar Mall-
backen tapaði fyrir Gautaborg og
er í tíunda sæti deildarinnar með
sex stig. - egm
Sænski kvennaboltinn:
Eitt mark hjá
Ásthildi
SKORAÐI Ásthildur Helgadóttir skoraði
síðara mark Malmö.
FÓTBOLTI Leikur Grindavíkur og
ÍBV er ekki á leiðinni í sögubæk-
urnar fyrir skemmtanagildi en
baráttan var í hávegum höfð á
Grindavíkurvelli í gær. Jóhann
Þórhallsson fékk bestu færi fyrri
hálfleiks þegar hann slapp einn í
gegn en Hrafn Davíðsson sá við
honum, auk þess sem Jóhann átti
svo skot í stöngina.
Leikurinn var í leiðinlegri
kantinum og baráttan einkenndi
leikmenn sem gerðu sitt besta í
að skemmta áhorfendum, en fórst
verkefnið illa úr hendi. Grindvík-
ingar voru meira með boltann en
gekk illa að finna sér almennileg
færi þar sem varnarmúr ÍBV var
þéttur fyrir.
Hjá Eyjamönnum var það
einna helst nýjasti liðsmaðurinn,
danski framherjinn Ulrik Drost,
sem sýndi góða takta en hann var
mjög sprækur í framlínunni og
ollu usla í Grindavíkurvörninni.
Þrátt fyrir að vera kvótabær
mikill var sóknarleikur Vest-
mannaeyinga alls ekki upp á
marga fiska.
Síðari hálfleikur var svipaður
og sá fyrri, einkenndist af bar-
áttu og leiðinlegri knattspyrnu.
Bæði lið fengu þó dauðafæri en
varð ekki til happs að skora og
steindautt jafntefli var niðurstað-
an í Grindavík. Það bar helst á
góma í daufum síðari hálfleik að
Hrafn bjargaði Eyjamönnum vel
í þrígang.
„Það er oft sagt um makalausa
leiki að þeir séu leiðinlegir en
hérna var mikið undir og þá fara
leikirnir oft á þennan veg. Við
lögðum okkur virkilega fram og
áttum klárlega skilið eitt stig út
úr leiknum,“ sagði Guðlaugur
Baldursson, þjálfari ÍBV, eftir
leikinn. „Ég var ánægður með
leik minna manna og vinnufram-
lagið var til fyrirmyndar. Það er
frábært að fá stig í Grindavík
eftir þrjá tapleiki í röð og það
sýnir að við erum hvergi nærri
hættir. Við þurfum bara smá
sjáfstraust og það er erfitt þegar
maður lendir í taphrinu, en þá er
bara að setja kassann út og berj-
ast áfram fyrir stigunum,“ sagði
Guðlaugur.
- hþh
Grindavík og íBV skildu jöfn í bragðdaufum leik suður með sjó:
Steindautt og markalaust í Grindavík
FÓTBOLTI Skagamenn eru enn án
stiga í botnsæti Landsbankadeild-
ar karla eftir 0-1 tap fyrir Fylki á
heimavelli sínum á Akranesi í
gær. Páll Einarsson skoraði eina
mark leiksins með skalla eftir
hornspyrnu á 20. mínútu leiksins.
Fylkismenn höfðu öll tök á leikn-
um í fyrri hálfleik og héldu síðan
út gegn stórsókn Skagamanna í
seinni hálfleik.
„Það er lítið hægt að segja, það
dettur bara ekkert með okkur,“
sagði svekktur Ólafur Þórðarson,
þjálfari Skagamanna, eftir leik-
inn. „Ef við ætlum ekki að falla þá
verða hlutirnir að fara að detta.
Fylkismennirnir skora upp úr því
að við mætum ekki nægilega
stemmdir til leiks. Við vinnum
ágætlega inn í leikinn og mér
fannst við eiga seinni hálfleikinn
gjörsamlega. Sjálfstraustið er
nánast horfið úr liðinu og það vita
allir sem hafa upplifað að lenda í
svona hrinu að þá verða allir hlut-
ir erfiðir. Það þurfa allir að leggja
allt í sölurnar. Það er eina leiðin að
menn snúi bökum saman og reyni
að vinna sig út úr þessu. Það þýðir
ekkert að gefast upp því þá gætum
við alveg klárað þessa deild strax
og hætt,“ sagði Ólafur að lokum.
Bjarki Gunnlaugsson spilaði
sinn fyrsta leik með Skagamönn-
um og var í byrjunarliðinu ásamt
þeim Arnari bróður sínum og þeim
Bjarna og Þórði Guðjónssonum.
Það entist þó ekki lengi því eftir
tuttugu mínútna leik var Þórður
farinn út af meiddur. Það ætlar
ekki að ganga vel hjá honum að
snúa aftur í íslenska boltann. Enn
á ný voru það meiðsli aftan í læri
sem voru að hrjá hann.
Fylkismenn voru greinilega
mættir upp á Skaga til að sækja öll
þrjú stigin í boði. Þeir mættu með
sókndjarft lið og voru fljótir að
taka völdin á miðjunni. Ólafur
Stígsson var akkerið á miðjunni
sem Skagamenn áttu ekki svar
við.
Fylkispressan jókst stöðugt og
það fór síðan þannig að Páll Ein-
arsson kom Fylki yfir með skalla
eftir hornspyrnu Peter Gravesen.
Skömmu áður hafði Christian
Christiansen átti skot í slána.
Skagamenn áttu góða spretti í
seinni hálfleik en tókst ekki að
skora. Leikur liðsins var þó allt
annar og betri og munaði þar
miklu að Bjarki Gunnlaugsson var
kominn í gang og farinn að búa til
góð færi fyrir bæði sig og aðra
Skagamenn. Sókn Skagamanna
var stöðug allan hálfleikinn, Fylkis-
menn duttu aftur á völlinni og
beittu skyndisóknum en gátu
vissulega talist heppnir að Skaga-
menn náðu ekki að jafna leikinn.
Skyndisóknir Árbæinga gátu
reyndar líka skilað mörkum en
svo fór að mark Páls Einarssonar
var það sem skildi á milli liðanna.
„Þetta var sigur og það eru víst
mörkin sem telja í þessu,“ sagði
hetja Fylkismanna, Páll Einars-
son. „Við mættum grimmir og
pressuðum þá hátt á vellinum.
Fyrri hálfleikur var mjög góður
hjá okkur og við sköpuðum okkur
mörg færi en þetta var síðan barn-
ingur í seinni hálfleik þar sem þeir
komu grimmir.“
Ólafur Stígsson lék sinn fyrsta
heila leik á tímabilinu og var sátt-
ur í leikslok. „Þetta var snilld enda
ekki oft sem maður vinnur hérna
uppi á Skaga. Ég er mjög þreyttur
en þetta er bara það sem þarf, að
komast í smá leikæfingu,“ sagði
Ólafur. - óój
Svart varð enn svartara hjá ÍA
Skagamenn eru enn án stiga í Landsbankadeildinni eftir fimmta tapið í röð og nú á heimavelli gegn Fylki,
1-0. Það er ljóst að einhverra stórtækra aðgerða er þörf á Akranesi.
ÞUNGT HUGSI Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, hefur um nóg að hugsa þessa dagana enda ÍA
tapað fimm leikjum í röð. Hann fór þó ekki að dæmi forsætisráðherra í gær og sagði af sér.