Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 2
2 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������ ��� ����������������������������������������������������������������� ������ ������� ���� ���� ������ � ������ ����� ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� VÍNARBORG, AP Evrópusambandið hvatti í gær öll ríki til þess að undirrita alþjóðasamning gegn pyntingum. Í yfirlýsingu Evrópusambandsins segir að pyntingar séu ekki aðeins „grimmilegar, ómannúðlegar og niðurlægjandi“ fyrir hvern þann sem fyrir þeim verður, heldur einnig fyrir alla sem fremja slíkan verknað og líka fyrir þau samfélög sem „láta sér lynda slíka óhæfu.“ Evrópusambandið fordæmir í yfirlýsingunni allar tilraunir ríkja eða embættismanna til þess að lögleiða pyntingar eða láta þær viðgangast undir hvaða formerkjum sem er, jafnvel þótt ráðamenn einhvers lands geri það með tilvísun í öryggi eigin þjóðar. Í yfirlýsingunni er hvergi minnst á meinta tilveru leyni- legra fangelsa á vegum Banda- rísku leyniþjónustunnar í ríkjum Austur-Evrópu, þar sem margir telja að pyntingar séu stundaðar. „Evrópusambandið leggur gríðarmikla áherslu á hlutverk Sameinuðu þjóðanna í baráttu gegn pyntingum og til stuðnings fórnarlömbum,“ segir í yfirlýs- ingunni. Evrópusambandið sendi þessa yfirlýsingu frá sér sama daginn og Sameinuðu þjóðirnar héldu í níunda sinn árlegan dag til stuðn- ings fórnarlömbum pyntinga. - gb RÁÐAMENN Í AUSTURRÍKI Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austurríkis, ásamt Wolf- gang Schüssel kanslara og Hugerb Gorbach aðstoðarkanslara, á blaðamannafundi sem þau efndu til í gær í tilefni þess að Austurríki lætur af formennsku Evrópusam- bandsins um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Evrópusambandið fordæmir pyntingar á alþjóðadegi gegn pyntingum: Pyntingar niðurlægja alla sem láta þær viðgangast SPURNING DAGSINS Valgerður eru samningar í höfn? „Það eru alltaf einhverjir samningar í höfn.“ Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í gær ráðherrafund EFTA-ríkjanna á Höfn í Hornafirði. VINNUMARKAÐUR Starfsmenn IGS fá allt að 22.300 króna launahækkun þegar greitt verður samkvæmt samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í síðustu viku. Umsamdar fimmtán þúsund krónur hafa þau áhrif að taxtar hækka og álag og yfirvinna gefa fleiri krónur. „Allt þetta fólk fær útreikninga á breyttum launatöflum. Í ljósi þess að þetta fólk hefur ekki notið neins launaskriðs þá munu þessar breytingar skila sér að fullu til þeirra. Við munum sjá launataxta hækka hátt í 22 þúsund út af áhrifum fimmtán þúsund krón- anna,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Kristján segir að launahækkunin svari þó ekki kröfum starfsmanna IGS. „Þau telja hana engan veginn nægjanlega. Það kemur sterkt fram að þau hafa alltaf verið niðurnjörvuð á taxta og ekkert launaskrið fengið í ár og áraraðir,“ segir hann og telur að hluti af vandamálinu sé sá að starfsmenn- irnir séu orðnir langþreyttir á samskiptum við yfirmenn í starfs- mannahaldi. „Það er eins og allt hafi snúist í höndum yfirmannanna í samskiptum við starfsmennina. Stjórnendurnir eru með vindinn í fangið í öllum sínum aðgerðum. Þeir voru til að mynda að taka tímastjórnunar- kerfið Time Care í notkun og það mætir gríðarlegri andstöðu. Því er samt rutt yfir starfsmennina án þess að þeir fái rönd við reist,“ segir hann. Gunnar Olsen, framkvæmda- stjóri IGS, segir að verið sé að inn- leiða tímastjórnunarkerfið og ekki hafi verið litið svo á að það væri óþægilegt fyrir starfsmenn heldur frekar jákvætt því að þá gefist þeim kostur á að velja sér vinnu- tíma. Hann kveðst hafa heyrt af andstöðu en reynt að kynna kerfið til að fólk fengi jákvæðari sýn. Kristján hefur heyrt af því að erlendum starfsmönnum IGS hafi verið hótað. Þetta telur Gunnar að sé með ólíkindum að blaðamenn hlusti á. Vandamálið sé þrískipt: launamálin, órói sem fylgi miklu álagi og aðstöðumál. „Við ætlum að hitta fólkið okkar og reyna að finna einhverjar leiðir til að lægja öldurnar,“ segir hann. Jón Karl Ólafsson, forstjóri FL Group, sagði ákveðin vandamál á borðinu sem verði leyst í samningum við starfsmenn. Búist er við öðru setuverkfalli um næstu helgi verði málið ekki leyst þá. ghs@frettabladid.is Launin hækkuð um 22 þúsund krónur Starfsmennirnir sem lögðu niður vinnu í Flugstöðinni á sunnudagsmorguninn fá um 22 þúsund króna hækkun samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA. Formaður Starfsgreinasambandsins segir þá telja þessa hækkun ekki nægja. MUN SKILA SÉR AÐ FULLU Starfsmenn IGS ættu að fá um 22 þúsund króna hækkun þegar samkomulag ASÍ og SA frá því í síðustu viku kemur til framkvæmda í byrjun ágúst. Samkomulagið ætti að skila sér að fullu þar sem fólkið hjá IGS hefur ekki fengið neitt launaskrið síðasta árið. „Þrátt fyrir að skýjað sé í kring, skín sólin beint á keppnisvöllinn eins og geislabaugur,“ sagði Hulda Geirsdóttir þar sem hún sat í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði í gær. Þá voru þegar mætt norður um þrjú þúsund manns sem er nokkuð meira en búist var við á fyrsta degi. „Þetta hefur farið rosalega vel af stað. Það er mikil ánægja með mótssvæðið, keppendur láta vel af keppnisvöllunum enda fallegir og snyrtilegir,“ bætir Hulda við. Búist er við að yfir tíu þúsund gestir muni leggja leið sína í Skaga- fjörðinn í þessari viku og um helgina til að berja augum þá þúsund hesta sem sýndir verða bæði á keppnisvellinum og í kynbótasýningum. „Það er mjög gaman að segja frá því að efsta hryssan í flokki hryssna sjö vetra og eldri kemur úr Sauðár- króksræktuninni. Það er Hvíta- Sunna frá Sauðárkróki og skemmti- legt fyrir heimamenn að byrja mótið svona,“ segir Hulda glaðlega og klappar duglega fyrir einum af þeim fjölmörgu unglingum sem ljúka keppni. „Keppnin í ungmenna- flokki var feikigóð og Freyja Amble er þar langefst á Krumma frá Geldingalæk. Hún bætir þar upp mistökin frá síðasta móti þegar þau fengu ekki einkunn þar sem knapi var með písk. En nú stefnir hún á sigur,“ segir Hulda, full landsmóts- gleði. - sgi Yfir þrjú þúsund manns voru mætt á fyrsta degi Landsmóts hestamanna í gær: Freyja Amble efst á Krumma KEPPNISANDINN SVÍFUR YFIR VÖTNUM Forkeppni í ungmennaflokki fór vel af stað og fóru þar mörg glæsipör á vellinum. Rósa Birna Þorvaldsdóttir og grái klárinn hennar Bylur frá Kleifum FRÉTTABLAÐIÐ/EIÐFAXI JERÚSALEM, AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, útilokar allar samninga- viðræður við her- skáa Palestínu- menn sem hafa ungan ísraelskan hermann í haldi sínu. Palestínumennirnir handtóku ísraelska hermanninn á sunnudag, þegar þeir gerðu árás á landamæra- stöð við Gazasvæðið. Þeir kröfðust þess að Ísraelar leysi úr haldi allar palestínskar konur og ungmenni úr ísraelskum fangelsum. Í gær söfnuðust ísraelskir hermenn saman við landamæri Gazasvæðisins og bjuggu sig undir viðamiklar aðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum á Gazasvæðinu í beinu framhaldi af atburðunum á sunnudag. - gb Forsætisráðherra Ísraels: Útilokar með öllu að semja BJÖRGUNARSVEITIR Þrír íslenskir ferðamenn komu fram í gærkvöldi eftir að björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar. Ekkert hafði spurst til fólksins síðan í fyrra- dag, en fólkið fannst í bíl sínum, sem er breytt jeppabifreið, á svokallaðri Heklubraut, rétt aust- an við Heklu. Fólkið festi bílinn en gat ekki látið vita af ferðum sínum. Þegar fólkið fannst var það þreytt en leið annars vel. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu leituðu fólksins á þremur bílum og tóku sjö björgunarsveitar- menn þátt í leitinni. - sgj Björgunarsveitir á Suðurlandi: Ferðafólk kom í leitirnar í gær LYFJAVERÐ Í nýlegri verðlagskönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kemur fram að verð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að tuttugu prósent hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum frá því í apríl í fyrra. Þar að auki hafa lyfjabúðir dregið úr afslætti sem þær veita af hluta sjúklings í lyfjaverðinu og þar með, samkvæmt heimasíðu ASÍ, minnkað verulega ávinning neytenda af því samkomulagi sem gert var við lyfjasmásala í fyrra um lækkun á lyfjaverði. Ungir jafnaðarmenn líta á hátt lyfjaverð sem alvarlega ógnun við velferðina. - æþe Ný lyfjaverðskönnun ASÍ: Tuttugu pró- senta hækkun UMFERÐ Umferð á þjóðvegum jókst um sex prósent milli áranna 2004 og 2005. Heildarakstur á þjóðvegum árið 2005 var rúmlega tveir milljarðar ekinna kílómetra. „Þetta er mesta aukning frá árinu 1999 en þá bættist akstur á þjóðvegum í þéttbýli við töluna. Áætlað er að akstur á þjóðvegum sé um sjötíu prósent af heildarakstri á landinu,“ segir Auður Þóra Árna- dóttir, forstöðumaður umferðar- deildar Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu urðu tuttugu bana- slys í umferðinni árið 2004 en voru sextán árið 2005. Hins vegar fjölg- aði alvarlegum slysum í umferðinni úr 97 árið 2004 í 107 árið 2005. - öhö Umferð á þjóðvegum eykst: Mesta aukning frá árinu 1999 Á ÞJÓÐVEGINUM Áætlað er að um 70 pró- sent umferðar á landinu sé á þjóðvegum. STJÓRNMÁL George H. W. Bush, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna og faðir núverandi forseta, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands um að heimsækja landið 4.-7. júlí næstkomandi. Bush kemur til landsins 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, og snæðir kvöldverð á Bessastöðum. Með í för verður Sig Rogich sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í forsetatíð hans. Bush mun svo halda til laxveiða í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna, en þann málstað styður forsetinn fyrrverandi eindregið. -sgj Fyrrverandi Bandaríkjaforseti: Bush eldri til Íslands í júlí GEORGE BUSH ELDRI GILAD SHALID
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.