Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 6
6 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið
á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
3
32
04
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Garðsláttuvélar
Þýskar
gæðasláttuvélar
fyrir þá sem
gera kröfur
um gæði
LÍKAMSÁRÁS Sex ungmenni, þar af
ein kona, af asískum uppruna
voru ákærð fyrir stórfellda lík-
amsárás í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
Þeim er gefið að sök að hafa, í
aprílmánuði árið 2004, ráðist í
sameiningu á mann fyrir utan
skemmtistaðinn Nelly’s í Þing-
holtsstræti að næturlagi. Auk
þess að láta högg og spörk dynja
á fórnarlambinu, slógu tvö
þeirra, þar á meðal konan, mann-
inn með glerflösku í höfuðið.
Maðurinn, sem er um þrítugt,
hlaut ýmsa áverka, þar á meðal
nefbrot og nokkra skurði í andlit
og á höfuð. Hann leitaði sér
aðhlynningar á slysadeild eftir
árásina.
Ákæruvaldið krafðist refsing-
ar og fórnarlambið fór fram á
skaðabætur.
Einn hinna ákærðu kvaðst
fyrir dómi, lýsa furðu sinni á
hversu mikla áverka fórnar-
lambið hafi hlotið, því slagsmál-
in hafi ekki verið það alvarleg.
Hann sagði líka að hópur Íslend-
inga hefði tekið þátt í slagsmál-
unum og að margir þeirra hefðu
látið högg dynja á sér.
Einn sakborninganna lýsti
yfir sakleysi sínu en konan og
tveir mannanna játuðu að hluta
til ákærunni. Tveir hinna ákærðu
voru fjarverandi. Réttarhöld í
málinu fara fram fyrir Héraðs-
dómi í haust. - æþe
Sex ungmenni ákærð fyrir að láta högg og spörk dynja á ungum manni:
Ákærð fyrir stórfellda árás
SAKBORNINGAR YFIRGEFA HÉRAÐSDÓM
Sex ungmenni eru ákærð fyrir stórfellda
líkamsárás, á myndina vantar tvo sakborn-
inga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KJARAMÁL Ósamið er við ríkis-
starfsmenn eftir að samkomulag
náðist á hinum almenna vinnu-
markaði um að framlengja kjara-
samninga. Starfsmannafélag rík-
isstarfsmanna hefur óskað eftir
launaviðræðum við fjármálaráðu-
neytið. Önnur aðildarfélög munu
að líkindum gera það sama.
Opinberir starfsmenn gerðu
ekki ráð fyrir neinum viðræðum
við hið opinbera fyrr en seint í
haust en vilja nú fá þeim flýtt þar
sem ASÍ hefur náð samkomulagi
um að framlengja kjarasamninga.
Vilja flýta viðræðum:
Ósamið við rík-
isstarfsmenn
ALÞJÓÐASAMSTARF Ráðherrafundur
EFTA-ríkjanna lauk á Höfn í
Hornarfirði í gær. Á fundinum var
fríverslunarsamningur EFTA við
Tollabandalag Suður-Afríkuríkja
undirritaður en þetta er fyrsti
fríverslunarsamningurinn sem
EFTA-ríkin gera við Afríkuríki
sunnan Sahara.
Ísland fer nú með formennsku í
EFTA og stýrði Valgerður Sverris-
dóttir utanríkisráðherra fundinum
á Höfn. „Þetta er sextándi
fríverslunarsamningurinn sem
EFTA gerir og allir þessir samn-
ingar ganga út á það að gera við-
skipti auðveldari á milli þjóða og
það er okkur Íslendingum mjög
mikilvægt að svo sé, þar sem við
byggjum svo mjög á innflutningi
og útflutningi. Þess vegna er þetta
eitt jákvætt skref sem þarna er
tekið, og á eftir að koma í ljós
hversu miklu máli það skiptir
okkur Íslendinga,“ segir Valgerður
Sverrisdóttir utanríkisráðherra.
Íslendingar flytja aðallega út
lyf og iðnaðarvörur til Suður-
Afríku en síðastliðin þrjú ár höfum
við flutt út lyfjavörur fyrir um
hundrað milljónir á ári. Frá Suður-
Afríku er mest flutt inn af ávöxtum
og grænmeti en einnig nokkuð af
drykkjarvörum og tóbaki en það
er undir innflytjendum hér á landi
komið hvað verður flutt inn. Löndin
sem tilheyra tollabandalaginu eru
Suður-Afríka, Botsvana, Lesótó,
Namibía og Svasíland.
EFTA-ríkin eiga einnig í
fríverslunarviðræðum við meðal
annars Egypta og Taílendinga og
er áhersla lögð á að tengslin við
Asíu. „Það er mikil áhersla lögð á
Asíu, það eru mjög spennandi hlut-
ir að gerast þar og reiknað með
miklum framgangi þar á næstu
árum og áratugum, þannig að það
skiptir okkur máli að gera frí-
verslunarsamning við ríki í Asíu,“
segir Valgerður.
Valgerður sat einnig fund með
sendinefnd frá samtökum atvinnu-
rekenda í Japan ásamt Odd Eriksen,
viðskipta- og iðnaðarráðherra Nor-
egs, og William Rossier, fram-
kvæmdastjóra EFTA. Enginn frí-
verslunarsamningur er á milli
EFTA-ríkjanna og Japans en á fund-
inum var rætt um leiðir til þess að
efla samskipti ríkjanna tveggja.
„Það er komið af stað og sérstaklega
er það gagnvart Sviss eins og málið
stendur í dag, sem sagt tvíhliða á
milli Sviss og Japans, en hins vegar
gerum við okkur vonir um að þau
mál muni þróast þannig að það verði
gagnvart EFTA-þjóðunum einnig,“
segir Valgerður.
Aðspurð um áhuga Færeyinga á
að hljóta aðild að EFTA segir Val-
gerður að það mál hafi verið rætt á
fundinum. „Það er ekki alveg ein-
falt mál, en eitthvað sem við mun-
um skoða áfram.“
gudrun@frettabladid.is
Flytjum helst út lyf
til Suður-Afríku
Fríverslunarsamningur við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja var undirritaður í
gær. Valgerður Sverrisdóttir segir samninginn mikilvægan fyrir Íslendinga.
AÐ LOKINNI UNDIRRITUN Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, William Rossier
framkvæmdastjóri EFTA og Joseph Deiss, efnahagsráðherra Sviss, voru kát eftir undirritun
fríverslunarsamningsins.
SVÍÞJÓÐ, AP Jan
Eliasson, utan-
ríkisráðherra
Svíþjóðar, hvet-
ur stjórnvöld í
Sómalíu til að
rannsaka með
hraði morðið á
sænska mynda-
tökumanninum
Martin Adler. Utanríkisráðherr-
ann fordæmdi morðið og sagði að
erlent fjölmiðlafólk væri „augu
alþjóðasamfélagsins“ í landinu.
Abdullahi Yusuf, forseti bráða-
birgðarstjórnar Sómalíu, hringdi í
utanríkisráðherrann eftir morðið í
síðustu viku og vottaði honum
samúð sína. Hann hét því þá að
finna sökudólginn.
Adler var skotinn í bakið á
fjöldafundi til stuðnings íslamist-
um, en þeir fara með raunveruleg
völd í landinu. Þeir segja „erlenda
friðarspilla“ ábyrga fyrir morð-
inu; að það hafi átt að varpa skugga
á hið góða verk sem þeir hafi
unnið. - kóþ
Utanríkisráðherra Svíþjóðar:
Krefst rann-
sóknar á morði
LÖGREGLUMÁL Mikið var um að
vera hjá lögreglunni í Árnessýslu
um helgina, en þó engin stóráföll.
Af 64 ökumönnum sem kærðir
voru fyrir hraðakstur í vikunni
var einn sviptur ökuleyfi til bráða-
birgða, en hann ók á 166 kílómetra
hraða á Hellisheiði aðfaranótt
sunnudags.
Meðal annarra tíðinda voru
fáein slys á fólki og væg líkams-
árás á skemmtistaðnum Pakkhús-
inu. - sgj
Erilsamt á Selfossi:
Ók á 166 kíló-
metra hraða
Gripnir glóðvolgir Tveir menn voru
gripnir við innbrot í verslunina Samkaup
Strax á Akranesi. Þegar lögregla kom
voru mennirnir komnir út með þýfið.
Reyndi þá annar þjófanna að forðast
réttvísina á hlaupum en var gripinn.
LÖGREGLUFRÉTTIR
MENNING Í síðustu viku var stödd
hér á landi fimmtán manna menn-
ingarmálanefnd á vegum danska
þingsins en hópurinn var að kynna
sér stöðu menningarmála á Íslandi.
Á miðvikudagsmorgun var hald-
inn fundur þar sem danska og
íslenska menningarmálanefndin
ræddu saman. Sigurður Kári Kristj-
ánsson alþingismaður sem er for-
maður íslensku menningarmála-
nefndarinnar segir nefndirnar hafa
skipst á skoðunum um hvað væri að
gerast í menningarmálum beggja
landa.
Sigurður Kári sagði það hafa
vakið athygli dönsku menningar-
málanefndarinnar að hérlendis
væri foreldrum ungmenna greitt
vegna tónlistar- og íþróttaiðkunar.
Þá þakkaði Sigurður aukna þekk-
ingu og hæfni íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna því að íslensk kvik-
myndagerð dafnar sem aldrei fyrr.
„Okkur lék hins vegar hugur á að
vita af hverju Danir væru svo
framarlega í gerð sjónvarpsþátta
og raun ber vitni en þeir leggja
mikið í menntun á þessu sviði auk
þess sem styrkir frá opinberum
aðilum og einkaaðilum hafa aukist
til þessara mála.“
Einn úr dönsku menningarmála-
nefndinni sagði áhugavert að kynna
sér menningarmál á Íslandi, ekki
síst í ljósi þess að héðan koma
heimsfrægir listamenn. Nefndin
hafði hitt íslenska listamenn og séð
þá að verki og var ánægð með stöðu
menningarmála hérlendis.
Menningarmálanefnd danska þingsins kynnir sér menningarmál á Íslandi:
Ánægð með stöðu mála
DANSKA MENNINGARMÁLANEFNDIN Var ánægð með stöðu menningarmála á Íslandi.
DÓMSMÁL Manni á fertugsaldri var
birt ákæra í níu liðum, fyrir ýmis
lögbrot, í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær.
Maðurinn, sem er fangi á Litla-
Hrauni, framdi síðasta brotið í
febrúar á þessu ári þegar hann
var staðinn að innbroti. Það var
degi áður en hann átti að mæta í
dómsuppkvaðningu vegna brots-
ins sem hann afplánar nú dóm
fyrir. Játning liggur fyrir í öllum
málunum, en maðurinn sagði fyrir
dómi að hann ætti við fíkniefna-
vanda að etja.
Ákæruvaldið krafðist frekari
refsingar og dómsuppkvaðningar
er að vænta í næsta mánuði. - æþe
Síbrotamaður á Litla-Hrauni:
Braust inn degi
fyrir dóm
JAN ELIASSON
KJÖRKASSINN
Hefur þú hugsað þér að skipta
um raforkusala?
Já 33%
Nei 67%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlar þú að fara á listasýningu
í sumar?
Segðu þína skoðun á Vísi.is