Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 12
12 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
UMHVERFISMÁL Bandaríska
vísindaakademían kynnti fyrir
skemmstu niðurstöður viðamik-
illar rannsóknar sem Bandaríkja-
þing hafði óskað eftir, sem sýna
að hitinn á jörðinni hefur ekki
verið hærri í að minnsta kosti tvö
þúsund ár. Hlýnunin undanfarna
áratugi á sér engin söguleg for-
dæmi seinasta árþúsund, að því
er fram kemur í niðurstöðunum.
Repúblikaninn Sherwood Boe-
hlert, sem er formaður vísinda-
nefndar fulltrúadeildar þingsins,
hafði óskað eftir rannsókninni til
að svara þeim þingmönnum sem
telja gróðurhúsaáhrifin ekki vera
alvarlega ógn. „Það er ekkert í
þessari skýrslu sem ætti að vekja
vafa um að vísindamenn eru sam-
mála um að loftslag fari hlýnandi
á jörðinni,“ sagði Boehlert.
Vísindamennirnir sáu skýr
merki þess að losun koltvíoxíðs
og metans hefði aukist snarlega
frá upphafi 20. aldarinnar, eftir
að hafa verið stöðug í um tólf þús-
und ár. Þar til um miðja 19. öldina
hafði losun gróðurhúsaloftteg-
unda verið að mestu vegna eld-
gosa og annarra náttúrulegra
orsaka, en þær voru smávægileg-
ar miðað við þær sem valda þeim
í dag.
Meðal gagna sem rannsóknin
byggir á eru greiningar á bor-
kjörnum, neikvæður jöklabúskap-
ur og önnur sönnunargögn sem
finna má í náttúrunni.
Ríkisstjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta hefur lagst
gegn nýjum mengunarvörnum og
heldur því fram að þær myndu
valda því að fimm milljónir
Bandaríkjamanna misstu vinn-
una. - sgj
BANDARÍKJAÞING Formaður vísindanefndar þingsins óskaði eftir skýrslunni til að svara
þingmönnum sem telja gróðurhúsaáhrifin ekki vera mikla vá. NORDICPHOTOS/AFP
Ný bandarísk vísindaskýrsla um hlýnun loftslags og orsakir hennar svar við efasemdaröddum:
Gróðurhúsaáhrifin af mannavöldum
AUSTURLAND Ókeypis almenn-
ingssamgöngur eru tilraunaverk-
efni sem unnið er að á Fljótsdals-
héraði. Að sögn Óðins Gunnars
Óðinsonar þróunarstjóra verður
keyrt á Egilsstaði, Fellabæ, Hall-
ormsstaði, Eiða og Brúarás og
reynt að tengja það saman við
skólaakstur sem fyrir er.
Ferðatíðnin verður misjöfn en
mest verður hún á milli Egils-
staða og Fellabæjar en verkefnið
er til þriggja ára og hefst
formlega í haust. Sveitarfélagið
Fljótsdalshérað varð til árið 2004
og er fjölmennasta sveitarfélag
Austurlands en stærsti þéttbýli-
skjarninn er á Egilsstöðum. - gþg
Almenningssamgöngur:
Frítt í strætó
fyrir austan
RÚSSLAND, AP Mikhaíl
Kasjanov, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Rússlands,
hvetur leiðtoga G-8
ríkjanna til að gagn-
rýna rússnesk stjórn-
völd fyrir þá þróun í
átt frá lýðræði sem
hann segir hafa átt sér stað.
„Vladimir Pútín forseti hefur
aukið þrýsting á stjórnarandstæð-
inga og borgarana, styrkt völd
ríkisins yfir ljósvakamiðlunum
og staðið fyrir ákærum gegn
kaupsýslumönnum, fræðimönn-
um og öðrum sem gagnrýna
stjórnina,“ sagði Kasjanov.
Leiðtogar átta stærstu iðn-
ríkja heims, þekkt sem G-8,
munu funda í St. Pétursborg í
næsta mánuði. - sgj
Fyrrverandi forsætisráðherra:
G-8 gagnrýni
skort á lýðræði
MIKHAÍL
KASJANOV
NÁM Innflytjendur á Íslandi og í
Svíþjóð standa sig mun betur í
námi en innflytjendur á hinum
Norðurlöndunum, samkvæmt nið-
urstöðu PISA-kannana. Þetta var
meðal þess sem fram kom á ráð-
stefnunni PISA í nýju ljósi sem
haldin var nýverið í Osló.
Júlíus K. Björnsson, forstöðu-
maður námsmatsstofnunar, hélt
erindi á ráðstefnunni en hann segir
að fara skuli varlega í túlkanir nið-
urstaðanna. „Innflytjendur á
Íslandi eru örfáir miðað við í
öðrum Norðurlöndum, og auk þess
eru þeir langflestir evrópskir og
eiga í minni erfiðleikum með fög
eins og ensku. Þá er einnig erfitt að
bera saman hin Norðurlöndin inn-
byrðis vegna mismunandi sam-
setningar innflytjendanna.“
Finnar hafa yfirleitt staðið sig
mjög vel í PISA-könnunum, voru í
efsta sæti á öllum sviðum árið
2003, nema í stærðfræði þar sem
nemendur í Hong Kong slógu þeim
við. Nemendur á hinum Norður-
löndunum voru nálægt meðaltali
OECD ríkjanna.
Nemendur á Norðurlöndum
þykja ekki hafa tamið sér skilvirk-
ar námsaðferðir í stærðfræði og
líða fyrir það. Þá er agi ekki talinn
mikill og áhersla frekar lögð á
stuðning við þátttöku nemenda en
árangur. Júlíus sagði að óþarfi
væri að gera mikið úr þeim þætti,
óþarflega mikið væri alhæft í slík-
um samanburði. - sh
Niðurstöður ráðstefnunnar PISA sem fram fór í Osló í nýju ljósi :
Nýbúar á Íslandi betri í námi
LEIKUR AÐ LÆRA Innflytjendur á Íslandi
og í Svíþjóð standa sig betur í námi en
innflytjendur á hinum Norðurlöndunum.
MÓTMÆLA MENNTASTEFNU Mótmælandi
úr röðum reiðra námsmanna hendir
plastborði að lögreglu er kröfuganga gegn
áformuðum umbótum á gríska mennta-
kerfinu leystist upp í óeirðir í miðborg
Aþenu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP