Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 12
12 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR UMHVERFISMÁL Bandaríska vísindaakademían kynnti fyrir skemmstu niðurstöður viðamik- illar rannsóknar sem Bandaríkja- þing hafði óskað eftir, sem sýna að hitinn á jörðinni hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Hlýnunin undanfarna áratugi á sér engin söguleg for- dæmi seinasta árþúsund, að því er fram kemur í niðurstöðunum. Repúblikaninn Sherwood Boe- hlert, sem er formaður vísinda- nefndar fulltrúadeildar þingsins, hafði óskað eftir rannsókninni til að svara þeim þingmönnum sem telja gróðurhúsaáhrifin ekki vera alvarlega ógn. „Það er ekkert í þessari skýrslu sem ætti að vekja vafa um að vísindamenn eru sam- mála um að loftslag fari hlýnandi á jörðinni,“ sagði Boehlert. Vísindamennirnir sáu skýr merki þess að losun koltvíoxíðs og metans hefði aukist snarlega frá upphafi 20. aldarinnar, eftir að hafa verið stöðug í um tólf þús- und ár. Þar til um miðja 19. öldina hafði losun gróðurhúsaloftteg- unda verið að mestu vegna eld- gosa og annarra náttúrulegra orsaka, en þær voru smávægileg- ar miðað við þær sem valda þeim í dag. Meðal gagna sem rannsóknin byggir á eru greiningar á bor- kjörnum, neikvæður jöklabúskap- ur og önnur sönnunargögn sem finna má í náttúrunni. Ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur lagst gegn nýjum mengunarvörnum og heldur því fram að þær myndu valda því að fimm milljónir Bandaríkjamanna misstu vinn- una. - sgj BANDARÍKJAÞING Formaður vísindanefndar þingsins óskaði eftir skýrslunni til að svara þingmönnum sem telja gróðurhúsaáhrifin ekki vera mikla vá. NORDICPHOTOS/AFP Ný bandarísk vísindaskýrsla um hlýnun loftslags og orsakir hennar svar við efasemdaröddum: Gróðurhúsaáhrifin af mannavöldum AUSTURLAND Ókeypis almenn- ingssamgöngur eru tilraunaverk- efni sem unnið er að á Fljótsdals- héraði. Að sögn Óðins Gunnars Óðinsonar þróunarstjóra verður keyrt á Egilsstaði, Fellabæ, Hall- ormsstaði, Eiða og Brúarás og reynt að tengja það saman við skólaakstur sem fyrir er. Ferðatíðnin verður misjöfn en mest verður hún á milli Egils- staða og Fellabæjar en verkefnið er til þriggja ára og hefst formlega í haust. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til árið 2004 og er fjölmennasta sveitarfélag Austurlands en stærsti þéttbýli- skjarninn er á Egilsstöðum. - gþg Almenningssamgöngur: Frítt í strætó fyrir austan RÚSSLAND, AP Mikhaíl Kasjanov, fyrrver- andi forsætisráð- herra Rússlands, hvetur leiðtoga G-8 ríkjanna til að gagn- rýna rússnesk stjórn- völd fyrir þá þróun í átt frá lýðræði sem hann segir hafa átt sér stað. „Vladimir Pútín forseti hefur aukið þrýsting á stjórnarandstæð- inga og borgarana, styrkt völd ríkisins yfir ljósvakamiðlunum og staðið fyrir ákærum gegn kaupsýslumönnum, fræðimönn- um og öðrum sem gagnrýna stjórnina,“ sagði Kasjanov. Leiðtogar átta stærstu iðn- ríkja heims, þekkt sem G-8, munu funda í St. Pétursborg í næsta mánuði. - sgj Fyrrverandi forsætisráðherra: G-8 gagnrýni skort á lýðræði MIKHAÍL KASJANOV NÁM Innflytjendur á Íslandi og í Svíþjóð standa sig mun betur í námi en innflytjendur á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt nið- urstöðu PISA-kannana. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráð- stefnunni PISA í nýju ljósi sem haldin var nýverið í Osló. Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður námsmatsstofnunar, hélt erindi á ráðstefnunni en hann segir að fara skuli varlega í túlkanir nið- urstaðanna. „Innflytjendur á Íslandi eru örfáir miðað við í öðrum Norðurlöndum, og auk þess eru þeir langflestir evrópskir og eiga í minni erfiðleikum með fög eins og ensku. Þá er einnig erfitt að bera saman hin Norðurlöndin inn- byrðis vegna mismunandi sam- setningar innflytjendanna.“ Finnar hafa yfirleitt staðið sig mjög vel í PISA-könnunum, voru í efsta sæti á öllum sviðum árið 2003, nema í stærðfræði þar sem nemendur í Hong Kong slógu þeim við. Nemendur á hinum Norður- löndunum voru nálægt meðaltali OECD ríkjanna. Nemendur á Norðurlöndum þykja ekki hafa tamið sér skilvirk- ar námsaðferðir í stærðfræði og líða fyrir það. Þá er agi ekki talinn mikill og áhersla frekar lögð á stuðning við þátttöku nemenda en árangur. Júlíus sagði að óþarfi væri að gera mikið úr þeim þætti, óþarflega mikið væri alhæft í slík- um samanburði. - sh Niðurstöður ráðstefnunnar PISA sem fram fór í Osló í nýju ljósi : Nýbúar á Íslandi betri í námi LEIKUR AÐ LÆRA Innflytjendur á Íslandi og í Svíþjóð standa sig betur í námi en innflytjendur á hinum Norðurlöndunum. MÓTMÆLA MENNTASTEFNU Mótmælandi úr röðum reiðra námsmanna hendir plastborði að lögreglu er kröfuganga gegn áformuðum umbótum á gríska mennta- kerfinu leystist upp í óeirðir í miðborg Aþenu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.