Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 28
■■■■ { vélar og tæki } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Flugvélin er nefnd eftir Páli Sveinssyni landgræðslustjóra, sem sóttist ákaft eftir því að þessi til- tekna vél yrði notuð í landgræðslu- flug en hann féll frá skömmu eftir að það var samþykkt,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um nafngift vélarinnar. „Landræðslu- flug hafði hins vegar byrjað 1958, þannig að við höfum bráðum nýtt okkur þessa tækni í tæpa hálfa öld.“ Sveinn segir flugvélina, enn vera í frábæru ástandi þrátt fyrir 66 ára aldur og allt eins líklega til að fljúga önnur 66 ár. „Vélin kom af færibandinu í október 1943 og var upphaflega notuð í fraktflug í stríðinu. Hún kom til Keflavíkur í stríðslok og var í eigu Flugfélags Íslands, sem notaði hana til land- helgisgæslu í stuttan tíma og svo farþegaflug allt til ársins 1972.“ Sveinn segir að Flugfélag Íslands hafi látið setja dreifibún- að í Pál vorið 1973 og afhent svo Landgræðslunni vélina. Síðan hafi hún verið í landgræðsluflugi, en atvinnuflugmenn hafa flogið henni í sjálfboðavinnu öll árin, vegna þess hve gríðarleg þörf er fyrir upp- græðslu landsins. Sveinn segir landgræðslustarfið hafa breyst í áranna rás. „Nú eiga bændur landsins öflug tæki og hafa í vaxandi mæli gerst verktakar og þátttakendur í landgræðslustarf- inu,“ útskýrir hann. „Þar með hefur verkefnum flugvélarinnar fækk- að, þótt alltaf verði til svæði sem aðeins fuglinn fljúgandi og Páll Sveinsson komast yfir.“ Páll og fuglinn fljúgandi Páll Sveinsson, sem er í daglegu tali kallaður Þristurinn, hefur ekki misst dag úr vinnu í 33 ár. Það er kannski ósanngjarnt að ætlast til þess að aðrir séu jafn óskeikulir, enda er Páll ekki mennskur heldur flugvél af gerðinni Douglas Dakota 3 sem Landgræðslan hefur notað til áburðardreifingar síðan 1973. Flugvélin Páll Sveinson, eða Þristurinn, hefur verið notuð til áburðardreifingar hérlendis frá árinu 1973. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, segir fátt benda til þess að skipt verði um vél, þar sem Páll er enn í frábæru ástandi þrátt fyrir langan starfsaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hrafnkell Sigurðsson listamaður tekur þátt í samsýningu fimm listamanna, Eiland, sem opnuð verður í Gróttu um miðjan næsta mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Þessi hvíti og appelsínuguli vinnugalli er hluti af íkonum Hrafnkels, þar sem sorphirðumenn veittu honum innblástur. Ljósmyndin er án titils og er frá árinu 2006. Hrafnkell hefur gert byggingaiðnaðinum skil í verkum sínum, en hann reyndi að fanga persónuleika húsa í byggingu. Hann segir húsin vera í millibilsástandi, sem heilli hann ákaft. Verkið heitir Nýbygging 11 (ljósmynd 2004). „Verkamenn á byggingasvæðum og í hreinsunardeild voru kveikjan að þeirri sýningu,“ útskýrir Hrafnkell. „Snjóhrúgur sem ég hafði einu sinni myndað á Selfossi og minntu mig á hálfgerð fjöll inni í miðjum bæ, rifjuðust upp fyrir mér þegar ég bjó í London og fór að sjá litríka ruslapoka í sama ljósi. Litríku gallarnir sem sorphreinismennirnir klæðast voru svo áberandi að þeir komu smám saman inn í myndina.“ Hrafnkell segir grundvallarmun vera á myndunum nú og þeim frá því í fyrra, þar sem hann tekur nú ljósmyndir af göllunum, en vinnur ekki með þá beint eins og síðast. „Ég fór að veita því eftir- tekt snemma einn vetramorgun að starfandi sorpmenn voru eins og uppljómaðar verur í myrkinu,“ segir hann hugsi. „Þeir voru ann- arsheimslegir þar sem þeir stóðu upplýstir í bílljósum sorpbíls- ins og minntu á heilagar verur. Í kjölfarið réðist ég í þetta verk og setti myndefnið fram eins og um íkonamyndir væri að ræða.“ Hrafnkell hefur þar fyrir utan gert byggingaiðnaðinum skil í verkum sínum. „Ég gerði myndir þar sem reynt var að fanga persónuleika húsa í byggingu,“ segir hann. „Þarna á sér ákveðin fæðing stað og persónuleikamótun húsa er á viðkæmu stigi á meðan á fram- kvæmdum stendur, sem kallar fram samúð hjá áhorfandanum. Yfir nýbyggingum ríkir ákveðið umkomuleysi en einnig von og bjartsýni.“ Hrafnkell segist heillast af þessu millibilsástandi. Annarsheimslegir sorphirðumenn Hrafnkell Sigurðsson listamaður vinnur að nýrri ljósmyndasýningu sem verður opnuð í Gróttu 15. júlí. Myndirnar eru framhald á verkum Hrafn- kels frá því í fyrra þar sem hann vann með vinnugallaefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.