Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 30
■■■■ { vélar og tæki } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 „Mér var vel tekið á öllum vígstöðv- um“, svarar Íris þegar hún er innt eftir því hvort hún hafi fundið fyrir leiðinlegu viðmóti af hálfu sam- starfsmanna sinna þegar hún hóf störf hjá Alcan fyrir níu árum. Hún segir vini og vandamenn sömuleiðis hafa verið jákvæða og sýnt ákvörð- uninni skilning. Íris fannst spennandi að hefja störf hjá Alcan, en hún vinnur við ýmsar vélar í kerskála. „Ég vinn annars vegar á skautskiptatæki, en það er notað til að skipta um skaut í kerjunum,“ útskýrir hún. „Svo ek ég um á áltökubíl. Vinnan er í sjálfu sér ekki svo líkamlega erfið, þar sem hún byggir að mörgu leyti á tækni- legum þáttum.“ Að sögn Írisar hefur hlutfall kvenna aukist hjá Alcan frá því að hún byrjaði og telur hún aukning- una eingöngu hafa góð áhrif, bæði skapi hún fjölbreytni og góðan anda. „Margir telja að konur ráði ekki við vinnu af þessu tagi, en við höfum heldur betur sýnt að það er á mis- skilningi byggt,“ segir hún loks. Var vel tekið á öllum vígstöðvum Konum fjölgar stöðugt í störfum sem áður þóttu tilheyra yfirráðasvæði karla og er Íris Ragnarsdóttir ein þeirra. Hún vinnur í álverinu í Straumsvík. Íris er ánægð með viðtökurnar sem hún fékk hjá Álverinu og segir konur hafa sýnt að þær geti sinnt störfum, þar sem tæknilegrar kunnáttu er krafist, til jafns við karla. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Olíuverzlun Íslands hf. • Sundagarðar 2 104 Reykjavík • Sími: 515 1000 • Fax: 515 1010 www.olis.is Í línunni eru LongDistance, Distri- bution og Lander en hver þeirra er sniðinn að ákveðnu flutningasviði. LongDistance er sniðinn að lang- flutningum, Distribution að vöru- dreifingu og Lander hentar vel við erfiðar aðstæður og hefur hærri veghæð. LongDistance kemur fyrstur á markaðinn af þessum þremur og var nýlega frumkynntur hér á landi. „Línan er ný nánast frá grunni og því um verulegar breytingar að ræða. Það á ekki hvað síst við um Premium LongDistance, sem kemur í gerbreyttri mynd, bæði hvað varð- ar útlit og tækni,“ segir Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri B&L atvinnu- bíla. Flutningsgeta og lág bilana- tíðni LongDistance er hans helsta sérstaða. „Flutningsgetan hefur verið allt að hálfu tonni meiri en hjá sambærilegum vörubílum. Bíll- inn myndar til dæmis uppistöðuna í flota margra af stóru evrópsku dreifingarfyrirtækjunum en það er fyrst og fremst lág eigin þyngd sem skilar LongDistance þessu forskoti. Við það má svo bæta um 3 prósenta viðbótarsparnaði samfara nýrri raf- stýrðri optidriver-gírskiptingu, en auk þess að draga úr eldsneytis- notkun þá hefur hún mælst afar vel fyrir meðal bílstjóra,“ segir Bjarni. Nýja premium-línan uppfyllir ekki aðeins Euro-4 mengunarstað- alinn sem tekur gildi 1. október á þessu ári heldur einnig Euro-5 sem tekur við af Euro-4 eftir nokkur ár. „Nýja ellefu lítra vélin getur nýtt sér svonefnda adblue-tækni. Þetta er nýr mengunarvarnabúnaðar sem fimm af sjö stærstu vörubílafram- leiðendunum Evrópu eru að taka upp. Þessi tækni er bæði ódýrari í framkvæmd en aðrar og auk þess orkusparandi, en það sýnir sig að adblue-tæknin dregur úr elds- neytisnotkun að jafnaði um fimm prósent. Þessi nýja tækni borgar sig þannig upp á þremur til fjór- um árum,“ segir Bjarni en hinar tvær gerðir premium-línunnar eru væntanlegar síðar á árinu. „Frum- kynning beggja fer fram í Frakk- landi í sumar og fara þær því ekki í almenna framleiðslu fyrr en í haust. Sérstaklega hlökkum við til að fá Lander, sem mun meðal ann- ars vegna veghæðarinnar henta íslenskum aðstæðum vel.“ Gerbreytt premium-lína frá Renault Trucks Nýja premium-línan frá Renault Trucks er væntanleg í sölu hjá B&L en línan fellur undir flokk stærri flutningabíla. Nýja kynslóðin færir ökumönnum nýja hönnun á mælaborði, sem er nú byggt í sveig um ökumanninn með það fyrir augum að bæta vinnuaðstöðu. Premium LongDistance var nýlega frumkynntur hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.