Fréttablaðið - 27.06.2006, Síða 34
■■■■ { vélar og tæki } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10
Íslandsmeistaramót Mest í krana-
stjórnun verður haldið 1. september
næstkomandi. Keppnin er haldin í
samstarfi við Liebherr sem er stærsti
framleiðandi á byggingakrönum í
heiminum. Íslandsmeistarinn keppir
fyrir hönd Íslands á Evrópumeist-
aramótinu í kranastjórnun sem fer
fram í október á þessu ári.
Mótið var haldið í fyrsta sinn
í fyrra og þá tóku þátt 48 kepp-
endur frá 36 byggingaverktökum.
Umboðsaðili Liebherr hér á landi
stóð fyrir Íslandsmeistaramótinu
sem fór fram í ágúst og kom þá
nokkuð á óvart að kranamenn frá
verktökunum Feðgar ehf. röðuðu
sér í þrjú efstu sætin. Ingi Björnsson
sem bar sigur úr býtum keppti svo
fyrir hönd Íslands í Þýskalandi þar
sem hann hreppti annað sætið.
Allt stefnir í að enn fleiri taki
þátt í ár en nánari upplýsingar um
keppnina er að finna á heimasíðu
Mest, mest.is, þar sem skráning fer
einnig fram.
Kranastjórnunar-
keppni í annað sinn
Íslandsmeistaramótið í kranastjórnun fer fram í haust.
Íslandsmeistari í kranastjórnun náði öðru sæti á Evrópu-
meistaramóti í Þýskalandi.
Á myndinni má sjá Inga Björnsson, núverandi Íslandsmeistara í kranastjórnun.
Ólafur Ben. Snorrason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtæksins segir
mestmegnis borað eftir vatni, annað
hvort köldu vatni fyrir sveitabæi og
sumarbústaði eða heitu vatni fyrir
Orkuveituna og bæjarfélög.
„Við stundum einnig rannsókna-
boranir,“ segir Ólafur. „Við tökum
kjarna úr fjöllum, þar sem gera á
jarðgöng. Dýpstu kjarnaholur gerð-
um við á Kárahnjúkum, þar sem
sýni var tekið á 600 metra dýpi.
Þá er borað niður, kjarni tekinn til
skoðunar á þriggja metra fresti og
haldið áfram.“ Hann segir starfs-
menn oft fengna til að taka jarðsýni
til að mæla þéttleika og burðargetu
jarðvegs þar sem reisa eigi mann-
virki, eins og í tilfelli tónlistarhúss-
in í Reykjavík.
Að sögn Ólafs eru mjög sérhæfð
tæki notuð til borunar. „Við erum
með þrjá 20-25 tonna þunga rann-
sóknarbora,“ útskýrir hann. „Hjá
okkur eru líka vatnsborar sem geta
borað 14 tommu víðar holur, aðrir
geta farið niður á 1.100 metra dýpi
og síðar á árinu verður vatnsbor
sem kemst á 1.700-2.000 metra
dýpi tekinn í umferð.“
Ólafur segir að ekki megi gleyma
sprengjuborunum. „Boraðar eru
46-100 millimetra víðar holur, sem
mismunandi miklu dýnamíti er
komið fyrir ofan í, eftir því hvers
smátt á að sprengja grjótið,“ segir
hann. „Í dýnamítstúpuna er sett
hvelletta, sandi dreift yfir dýnam-
ítið svo ekki spýtist upp úr og raf-
magni hleypt á hvellhettuna til að
sprengja. Misjafnt er hversu marg-
ar holur eru gerðar. Ég heyrði því
fleygt að 50.000 rúmmetrar hafi
verið teknir í einu skoti í álverinu
fyrir austan, sem eru eitthvað um
100.000 tonn af grjóti. Það hlýtur
að hafa heyrst hátt í því.“
Að miðju jarðar og til baka
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er með stærstu verktakafyrirtækjum hérlendis í
jarðvinnu, stofnað árið 1946. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið uppteknir við marg-
háttaðar jarðboranir, þar sem fyrirtækið er fremst á sínu sviði.
Rannsóknabor við Reykjavíkurhöfn, þar sem viðamiklar rannsóknir á jarðvegi voru gerðar
vegna byggingar á tónlistarhúsi. MYND Í EIGU RÆKTUNARSAMBANDS FLÓA OG SKEIÐA.
Sprengibor sem er eingöngu notaður til að
bora fyrir sprengiefni.
MYND Í EIGU RÆKTUNARSAMBANDS FLÓA OG SKEIÐA.
Hér sjást starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða nota stærsta bor fyrirtæksins,
Trölla, við vatnsborun. MYND Í EIGU RÆKTUNARSAMBANDS FLÓA OG SKEIÐA.