Fréttablaðið - 27.06.2006, Síða 37
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { vélar og tæki } ■■■■ 13
Það má með sanni segja að ætíð sé
nóg að gera í gatnagerð hérlendis
á sumrin. Ef ekki er verið að breyta
vegum út frá nýjum skipulagshug-
myndum er verið að laga þá til
eftir veturinn. Malbikunin er einn
veigamesti þátturinn í starfsemi
Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.,
sem er til húsa á Sævarhöfða 6-12,
en við hittum hressan vinnuflokk
frá fyrirtækinu á förnum vegi og
spurðum hvernig þeim líkaði vinn-
an. Starfsmenn lágu ekki á skoð-
unum sínum, en meðfylgjandi er
myndasyrpa sýnir að hvergi er
slegið slöku við.
Hugað að líffæð-
um borgarinnar
Gatnagerðarmenn eru áberandi um þessar mundir og
fara eins og maurafylking um borgina með alls kyns
tæki og tól sem nota þarf við malbikun.
Framkvæmdadeild Höfða er búin góðum
tækjum, þar á meðal þessum vörubíl sem
er ómissandi við gatnagerð.
Bílarnir eru ekkert sérstaklega sveigjanlegir og þar sem þeir ná ekki að slétta úr malbikinu
dugar ekkert annað en handafl til. Það getur verið vandasamt verk, en auðveldast þegar
margir leggjast á eitt til að klára það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hér sést hvernig malbikið lekur út úr malbikunarvélinni og valtari kemur í kjölfarið og
jafnar úr því.
Haraldur
Guðbjartsson,
31 árs
„Ég hef unnið við vegagerð í níu
sumur, en á veturna vinn ég við
snjóruðning hjá borginni,“ segir
Haraldur. Hann er ánægður með
vinnuna og gefur vinnufélögum
sínum góða einkunn. „Hér ríkir
mikil samheldni, enda þurfa
menn að standa saman sérstak-
lega þar sem það getur verið
alveg brjálað að gera. Um þess-
ar mundir erum við mestmegnis
að vinna í Reykjavík, en förum
vítt og breitt um landið sem
gerir starfið nokkuð skemmti-
legt. Einn helsti kosturinn við
þetta er líka sá að geta verið
úti, sérstaklega í góða veðrinu.
Töluvert frelsi er fólgið í því.“
Ómar Örn
Sævarsson,
24 ára
Ómar hefur unnið í sjö sumur
við vegagerð, en á veturna legg-
ur hann stund á viðskiptafræði
við Háskóla Íslands. „Þetta er
góð tilbreyting frá náminu og
heldur manni í formi,“ segir
hann. „Svo er frábært að vera
úti þegar vel viðrar. „Það er
minna um vinnu í rigningu, en
þá hleður maður batteríin. Í vik-
unni sem leið mætti ég til dæmis
nokkrum sinnum klukkan fimm
og vann fram að kvöldmat. Ég
hleyp í allt sem til fellur, moka
til að mynda til hliðar með mal-
bikunarvélinni. Á heildina litið
er þetta góð vinna, sem herð-
ir mann upp og undirbýr fyrir
lífið.“
Björn Vigfús-
son, 46 ára
Björn Vigfússon hefur unnið
við malbikun í 25 ár. Spurður
um hvort honum líki svona vel í
starfi miðað við árafjölda segist
hann tolla í vinnunni og hlær
við. „Ég hef nú gaman af þessu
í alvöru talað og hérna kynnist
maður alltaf nýju fólki. Þetta er
mikil vinna og ekki alltaf útséð
hvenær vinnudegi lýkur. Mikið
fer eftir veðri enda vinn ég á
tjörubílnum, sem sprautar lím-
inu á götuna. Á veturna er ég á
saltvöktum, en finnst skemmti-
legra að vera úti að moka og
djöflast með strákunum en að
hanga inni í vörubíl.“
VÉLAMENN ÓSKAST
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á
íslenskum verktakamarkaði. Hjá
fyrirtækinu starfa um 650 manns,
víðsvegar um landið sem og
erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki
sem var stofnað árið 1970 og
hefur annast ýmis verkefni, svo
sem virkjanir, stóriðjuver, hafnar-
gerð, vega- og brúagerð auk flug-
valla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitar-
félög, fyrirtæki og einstaklinga.
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
Vélamenn
Vegna aukinna verkefna óskar ÍSTAK eftir að ráða vélamenn til starfa.
Um er að ræða stjórnun á jarðýtum og gröfum.
Möguleiki er á húsnæði fyrir utanbæjarfólk.