Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 54
 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR Við hlaupum Blátt áfram... ... alla leið frá Hellu til Reykjavíkur Mætum við Reykjavíkurhöfn og tökum vel á móti hlaupurunum! Boot Camp þjálfararnir Arnaldur Birgir Konráðsson, Evert Víglundsson og Róbert Traustason ætla að leggja af stað frá Hellu á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 8. júlí og hlaupa til Reykjavíkur. Hver og einn þeirra mun hlaupa tvö og hálft maraþon! Hvað getur þú gert til að styrkja Blátt áfram? Við skorum á fyrirtæki að styrkja hlauparana blátt áfram með myndarlegum framlögum og að hvetja sitt fólk til að vera með. Lítið skref fyrir þig, stórt skref fyrir börnin Stígðu skrefið laugardaginn 8. júlí www.blattafram.is Blátt áfram frábær dagur laugardaginn 8. júlí Vertu með! Hlaupastöð 1 Kl. 10.00 Litla Kaffistofan – Hafnarbakkinn = 26,3 km Hlaupastöð 2 Kl. 12.00 Húsgagnahöllin – Hafnarbakkinn = 7,6 km Leiðin sem farin verður: Ártúnsbrekka, Grensás- vegur, Suðurlandsbraut, Laugavegur niður á höfn. Frjálst er að koma inn í hlaupaleiðina á hvaða stað sem er. Kl. 14.00 Reykjarvíkurhöfn – Skemmtun *Þú getur keypt bolina á næstu Esso stöð, á www.blattafram.is eða við hlaupastöðvarnar þann 8. júlí. • Þú getur hringt í 907 2000 þá dragast 1.000 kr. af símreikningnum þínum • Þú getur keypt bol* og fylgt Boot Camp strákunum síðasta spölinn • Þitt fyrirtæki getur heitið á strákana Hringdu í 533 2929 og styrktu Blátt áfram Eitt stærsta verkefni hjóna er að leita ham- ingjunnar saman, sagði prestur í brúðkaupi sem ég sótti síðustu helgi. Varð mér þá hugsað til þess að ekki fyrir svo ýkja löngu skipti hamingjan ekki svo miklu máli í hjónabandinu, heldur það að fólk lifði af saman. Nú giftir fólk sig víst af ást, en upphaflega var hjónabandið bara góður ráðahagur og ástin kom þar málinu ekkert við. Ástin getur horfið eins og ekkert sé og þá er grunnur hjónabandsins brostinn. En það þarf víst meira en ást til að fá hjónabandið til að ganga. Enda var ekkert lát á góðum ráðum í þessu ágæta brúðkaupi sem ég var gestur í. Ég komst ekki hjá því að verða snortin þar sem ástinni var fagnað svo skemmtilega og fólk opnaði hjarta sitt örlítið, lofaði ástvini og veitti fólki smá innsýn í eigið líf. Eins og afi og amma brúðarinnar gerðu. Þau héldu frábæra ræðu saman, hnýttu í hvort annað á meðan, lýstu eigin hjónabandi og að lokum gaf afinn nokkur góð ráð. Hann sagði að lykillinn að velgengni hjóna- bandsins væri margþættur en það væru nokkrir hlutir nauðsynlegir, tryggð, ást og húmor og síðast en ekki síst að vera ekki lengi í fýlu. Allt voru þetta virkilega góð ráð sem skipta heilmiklu, en ég minnist ekki á að nokkur hafi gefið ráð um peninga, sem skipta kannski ekki neinu máli lengur. Eða hvað? Lögin líta nefnilega ekki á hjóna- bandið sem bandalag elskenda og við giftingu renna eigur fólks í eina sæng. Fjárhagslegu sjálfstæði einstaklingana er fórnað fyrir hjóna- bandið, og ef ekki er gerður kaup- máli í upphafi, getur komið til vandræða ef hjónabandið reynist skammlíft. Hjónabandið hlýtur því ennþá að snúast að einhverju um peninga og góðan ráðahag. Ef til vill að afinn hafi aðeins komið inn á það, þegar hann talaði um fýluna, því rifrildi út af peningum er víst ein helsta skilnaðarorsökin. Ef fólk lærir að vera ekki í fýlu yfir þeim, þá er kannski auðveldara að leysa verkefnið, að leita hamingjunnar saman. STUÐ MILLI STRÍÐA Ástir samlyndra hjóna KRISTÍN EVA ÞÓRHALLSDÓTTIR FÓR Í BRÚÐKAUP ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég get út- skýrt þetta! Jæja, lát heyra! Einmitt! Adam, ég er að skapa Evu svo þú skalt vera snöggur að græja þig. Ætlar þú bara að sitja þarna í allt sumar? Veist þú ekki að sumarið er tími til að prufa eitthvað nýtt og spennandi? Íbúafjöldi: I Þú kominn á fætur og það fyrir hádegi. Þetta eru stórfréttir! Ertu orðinn þreyttur á að missa bæði af morgun- og hádegismat? Halló? NFS? Sonur minn er kominn á fætur, þið getið sent myndatökuliðið núna! Ég bjóst ekki við að segja þetta, en þú lítur ekki illa út! Þar erum við sammála! Fallegt fés! Ég skil bara ekki af hverju ég var ekki löngu búinn að þessu! Þér fóru ekki að spretta grön fyrr en þú varst 28 ára. Burtséð frá því! Ég var að sýna Hannesi hvernig ætti að bregðast við ef hann skyldi lenda í kodda- slag einhvern- tímann Svo þetta var semsagt ekki slys heldur varst þú að kenna bróður þínum? Ég er ekki að ala upp börn, ég er að ala upp stjórnmálamenn! Já ég meina það! Þetta er fallegt fés! Hvað annað? Hann fer í ljós, þrisvar í viku... Og mæti reglulega í líkamsrækt... Það hreyf- ist...Það er lifandi! Það er ekki komið sumar fyrr en mamma fer að tuða yfir svefnvenjum mínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.