Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 58
30 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI „Þetta er alltaf að fara
versnandi, en lætin hafa verið
sérstaklega slæm í sumar. Það má
eflaust rekja það að einhverju
leyti til þeirra miklu umfjöllunar
sem dómarar hafa fengið í fjöl-
miðlum,“ sagði Magnús sem hefur
fengið að þola mjög ljótt orðbragð
í sinn garð í sumar.
„Orðbragðið er ekki bara meira
og meira, heldur líka grófara og
grófara, það er mikið áhyggju-
efni, sérstaklega í ljósi mikils
fjölda barna sem er í stúkunni,“
sagði Magnús, og bætti við að
dómarar hefðu rætt um málið
þegar þeir hittust fyrir skemmstu
og verið sammála um málið.
„Starfsumhverfi okkar er orðið
mjög erfitt og menn eru svolítið
skelkaðir, það á mjög almennt við.
Maður hugsar um það hvort það
sé þess virði að standa í þessu. Ég
hef orðið var við að menn séu að
íhuga það að leggja flautuna á
hilluna vegna versnandi starfs-
umhverfis, svo slæmt er þetta
orðið,“ sagði Magnús sem var
ekki sáttur við aðgerðir KSÍ í
garð Kristjáns Guðmundssonar,
þjálfara Keflavíkur, og Leifs
Garðarsonar, þjálfara Fylkis,
fyrir skemmstu þegar þeir létu
ljót orð falla um dómara í
sjónvarpsviðtali eftir leik sinna
liða. Keflavík fékk tíu þúsund
krónur í sekt og báðir þjálfararnir
aðvörun.
„Eftir umræðurnar í kringum
dómara nýverið og hvernig
þjálfurunum var refsað eru menn
frekar ósáttir. Við erum ekki
hafnir fyrir gagnrýni, en hún
verður að vera málefnaleg og
rökstudd. Það er kannski eitt
atvik í leik sem er skeggrætt fram
og til baka eftir leikinn en enginn
man eftir framherjanum sem
klúðraði þremur dauðafærum eða
hvort liðið hafi verið á hælunum
allan leikinn. Það gerðist til að
mynda í leik Keflavíkur og ÍA,
Keflavík er mitt lið og ég sá
leikinn en það hefur hvergi komið
fram hversu slakir þeir voru gegn
Skagamönnum,“ sagði Magnús, en
eftir þann leik lét Kristján
ummælin umdeildu falla. Magnús
vill að Knattspyrnusambandið
taki á málinu.
„Við höfum biðlað til KSÍ um
að þeir komi til móts við okkur,
sér í lagi að það megi endurskoða
sektir og slíkt þegar þjálfarar
láta alvarleg ummæli falla í fjöl-
miðlum. Þessar refsingar voru
hlægilegar,“ sagði Magnús.
Halldór B. Jónsson, formaður
dómaranefndar KSÍ, viðurkennir
að hafa orðið var við óánægju
dómaranna. „Við höfum heyrt af
þessu og ég hef einnig orðið var
við slæmt orðbragð og annað slíkt
en það er erfitt að bera þetta
saman á milli ára en því miður er
starfsumhverfi dómaranna
svona,“ sagði Halldór.
„Þetta er vandamál sem snýr
einnig að félögunum og það þarf
að taka á þessu. Það er ekki
skemmtilegt fyrir félög að
stuðningsmenn hagi sér eins og
dómararnir eru að greina frá.
Þetta er einnig slæmt fyrir börn
og unglinga og þau bíða skaða af
þessu. Það er blóðugt að það þurfi
að vera átak í gangi til þess að
menn hagi sér almennilega en ég
skil vel að sjónarmið dómaranna
er þannig að þetta bitnar mest á
þeim í návíginu,“ sagði Halldór.
hjalti@frettabladid.is
Starfsumhverfi dómara fer versnandi
Dómarar í Landsbankadeild karla fá sífellt meiri úthúðun frá áhorfendum á leikjum og þykir sumum nóg
boðið. Magnús Þórisson segir að starfsumhverfi dómara fari sífellt versnandi og lýsir yfir áhyggjum sínum.
DÓMARAR Eru ekki alls kostar sáttir við það starfsumhverfi sem þeir búa við. Hér er Eyjólfur
M. Kristinsson, dómari að störfum í leik ÍA og Fylkis fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
HANDBOLTI Haukamaðurinn Árni
Þór Sigtryggsson hefur vakið
mikinn áhuga spænskra handbolta-
liða undanfarið. Það nýjasta er að
CAI Aragon hefur áhuga á kappanum
en liðið varð í sjöunda sæti í spænsku
úrvalsdeildinni í vetur. Stórliðið
Portland San Antonio hafði samband
við Árna Þór fyrr í mánuðinum en
svo virðist sem ekkert verði aðhafst
frekar í því máli. Þorgeir Haralds-
son, formaður handknattleiksdeildar
Hauka, sagði enga fyrirspurn hafa
borist félaginu um Árna sem er
samningsbundinn Haukum næstu
tvö árin. - esá
Árni Þór Sigtryggsson:
CAI Aragon
hefur áhuga
Á LEIÐ TIL SPÁNAR? Árni Þór Sigtryggsson í
leik gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Arnar féll úr leik
Tenniskappinn Arnar Sigurðsson féll
úr leik í undanúrslitum á opnu móti í
Dublin á Írlandi sem lauk um helgina.
Arnar náði frábærum árangri á mótinu
og vann hvern frækna sigurinn á fætur
öðrum en hann laut loks í gras fyrir
Andis Juska frá Lettlandi, sem er númer
445 á heimslistanum. Juska tapaði svo
fyrir Frederik Nielsen í úrslitunum. Arnar
er sem stendur í sæti númer 1410 en
búast má við því
að hann taki stórt
stökk upp listann
eftir frábæran
árangur á
Írlandi.
Kekic ekki með í bikarnum
Sinisa Valdimar Kekic mun ekki spila
með Þrótti í leiknum gegn sínum
gömlu félögum í Grindavík í 16-liða
úrslitum VISA bikars karla sem fram fer
mánudaginn 3. júlí. Grindvíkingar settu
það í samninginn sem þeir gerðu við
Þróttara þegar Suðurnesjaliðið seldi
Kekic í síðustu viku.
FÓTBOLTI Heiðar Davíð Bragason,
Íslandsmeistari í höggleik úr GKJ,
fór illa að ráði sínu á opna DG
mótinu. Heiðar átti frábæran dag í
fyrradag þegar hann lék á 69
höggum, einu höggi undir pari, og
var í sjötta sæti eftir fyrsta
daginn. Heiðar lék aftur á móti
alls ekki nægilega vel í gær og lék
þá á sex höggum yfir pari en þriðji
hringur mótsins verður leikinn í
dag.
Heiðar Davíð var í 26.-30. sæti
að loknum öðrum keppnisdegi og
komst auðveldlega í gegnum
niðurskurðinn. Hann er þó ellefu
höggum á eftir efsta manni.
- hþh
Heiðar Davíð Bragason:
Fór illa að ráði
sínu í gærdag
LCI-830, 102x122sm
kr. 29.800,-
Goddi.is
S. 5445550.
Þær eru komnar vinsælu, ódýru kerrurnar okkar
LCI-850, 122x244sm kr.
48.800,-
LCI-745, 128x158sm
kr. 51.200,-
LCI-958, 152x244sm
kr. 84.500,-
LCI-880, 392x134sm
kr. 65.100
LCI-887, 548x170sm
kr.115.600
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Vélorf
Alvöru orf
á góðu verði
www.sturta.is
allan sólarhringinn!
Sími: 565-5566R
e
yk
ja
ví
k
u
rv
e
g
u
r
6
4
,
H
a
fn
a
rf
jö
rð
u
r.
Ótrúleg…
…
sæ
la
!!
!
FÓTBOLTI Fótboltaunnendur hafa
um nóg að tala eftir leik Ítalíu og
Ástralíu í sextán liða úrslitum
heimsmeistarakeppninnar. Ítalía
vann leikinn en eina markið kom
úr mjög umdeildri vítaspyrnu sem
dæmd var í uppbótartíma eftir
góð tilþrif frá Fabio Grosso.
Francesco Totti var geymdur á
bekknum en kom inn sem vara-
maður þegar stundarfjórðungur
var eftir og skoraði af öryggi úr
spyrnunni.
„Ég hef þurft að þola gagnrýni
frá mörgum að undanförnu og veit
að það var sárt fyrir þá að sjá mig
skora þetta mark. Ég hlakka til að
heyra hvað þeir hafa að segja eftir
þetta. Sigur okkar var sanngjarn
að mínu mati, við áttum að vera
yfir í hálfleik og missum síðan
mann af velli sem var fáránlegur
dómur. Við vorum ákveðnari og
vildum sigurinn meira,“ sagði
Totti.
Spænski dómarinn, Luis Medina
Cantalejo, var í aðalhlutverki en
þegar fimm mínútur voru liðnar af
seinni hálfleik gaf hann ítalska
varnarmanninum Marco Materazzi
rautt spjald. Mjög strangur dómur
en brot Materazzi verðskuldaði í
allra mesta lagi gult spjald. Hann
kom inn í vörnina í stað Alessandro
Nesta sem á við meiðsli að stríða
og hafði verið einn besti maður
vallarins fram að þessu. Þrátt fyrir
að vera einum færri nánast allan
seinni hálfleik náði Ítalía þó sigri
og komst í átta liða úrslit.
- egm
Ítalía komst í átta liða úrslitin á HM með dramatískum sigri á Ástralíu:
Totti kom Ítalíu til bjargar
HETJAN Francesco Totti þaggaði niður
gagnrýnisraddirnar. NORDICPHOTOS/AFP
Vignir Grétar Stefánsson, landsliðsmaður
í júdó, varð fyrir óhappi á Norður-
landamótinu í Noregi fyrir skömmu.
Hann sleit krossbönd og hliðarliðbönd
í opnunarviðureign mótsins og verður
frá æfingum og keppni í marga mánuði
vegna þessa. Vignir er margfaldur
Íslandsmeistari og hann sigraði á
Norðurlandamótinu í fyrra. Hann
var því að verja titil sinn á
mótinu en varð að
hætta keppni strax
eftir fyrsta einvígið.
„Ég fór illa í hnénu
og sleit krossböndin og
hliðarliðböndin. Hnéskelin
fór alveg til hægri og allt fór
í klessu, ég er því spelkaður
í dag. Þetta gerðist á móti Svía
sem fór síðan alla leið og vann mótið.
Ég mætti honum einnig í fyrra þegar
ég sigraði þetta mót og vann hann
þá,“ sagði Vignir, en þessi meiðsli sem
hann varð fyrir eru mjög sjaldgæf í
júdóheiminum.
„Ég er bara að bíða eftir uppskurði
og lítur út fyrir að ég þurfi að gangast
undir hnífinn í Svíþjóð. Þar
mun ég hitta sérfræðing sem
sérhæfir sig í kross-
bandaaðgerðum,“
sagði Vignir, en
hliðarliðböndin í
hnénu á honum
gróa ekki saman
og óvíst er hve
lengi hann verður
frá. „Það fer eftir
því hvernig uppskurðurinn fer, ég er
hræddur um að verða frá í svona ár en
stefni á að vera kominn í lag fyrir haustið
2007, því þá verður heimsmeistaramótið.
Ég vonast til að geta byrjað að æfa aftur í
febrúar á næsta ári.“
Vignir er nýorðinn þrítugur en hann
segist ekki hafa getað lent í þessum
meiðslum á verri tíma. Hann missir af
Evrópumeistaramótinu í júdó og einnig
af nokkrum stórum mótum í Evrópu. „Ég
og konan mín vorum úti í Bandaríkjunum
og ég var búinn að æfa rosalega vel þar.
Ég kom heim í dúndurformi og setti
stefnuna hátt. Þá kemur þetta eins og
þruma úr heiðskíru lofti en ég hef sjaldan
eða aldrei verið í betra formi,“ sagði
Vignir, sem er giftur Silju Úlfarsdóttur,
frjálsíþróttakonu í FH.
JÚDÓKAPPINN VIGNIR GRÉTAR STEFÁNSSON: SLEIT KROSSBÖND OG HLIÐARBÖND Á MÓTI Í NOREGI
Gat ekki gerst á verri tímapunkti