Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 2

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 2
2 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ����������������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall úr 90 prósentum í 80 prósent og hámarkslán Íbúðalánasjóðs úr 18 milljónum króna í 17 milljónir frá 1. júlí. Lán til íbúðakaupenda og húsbyggjenda verða takmörkuð þannig að sami aðili geti ekki átt samtímis fleiri en eina íbúð með lánum frá sjóðnum nema við sérstakar aðstæður. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að fresta útboðum og nýjum framkvæmdum á vegum ríkisins og óskar eftir viðræðum við forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög landsins með það að markmiði að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári og næsta ári. Stór samstarfs- verkefni ríkisins og Reykjavíkur- borgar verða skoðuð sérstak- lega. „Allt sem hér verður boðið út lendir í frestun en ekki þar með sagt að hætt sé við framkvæmdir. Það er bara verið að ýta þeim á undan sér þangað til þróunin skýrist betur,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra og bætir við að fyrst og fremst sé um vegaframkvæmdir að ræða og einhverjar húsbyggingar á vegum ríkisins. „Allt sem búið er að semja um mun halda áfram.“ Geir telur að umfang aðgerð- arinnar fari eftir því hvað komi út úr viðræðum við sveitarfélög- in. Hjá ríkinu nemi framkvæmd- irnar tæpum þremur milljörðum króna. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra bendir á að umfang fram- kvæmda sveitarfélaganna á þessu ári sé nánast jafn mikið og hjá ríkinu þannig að „þátttaka sveitarfélaganna getur haft veruleg áhrif“. Hjá Íbúðalánasjóði er þegar byrjað að hægja þar á en þetta mun væntanlega flýta þeirri þróun,“ segir Geir og kveðst ekkert geta sagt um vaxtastigið en miðað við þróunina undanfarið sé líklegra að vextir hækki en lækki. Geir telur ákvörðun ríkis- stjórnarinnar ekki hafa bein áhrif á hátæknisjúkrahús og Sundabraut. Bygging Tónlistar- húss verði rædd við Reykjavíkur- borg og þá komi í ljós hvort hægt sé að fresta henni „en við höfum það mál ekki á valdi okkar,“ segir Geir. „Þetta eru mjög tímanlegar aðgerðir í samhengi við samn- ingana í síðustu viku,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra telur að með þessu sé mikilvægt skref stigið á brems- una. ghs@frettabladid.is Lækka lán og fresta framkvæmdum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr þenslu og minnka verðbólgu með því að lækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs, fresta nýjum framkvæmdum og fá sveitarfélögin til að draga úr nýjum fjárfestingum á þessu ári og næsta. AÐGERÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR ÞENSLU Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjár- málaráðherra kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr þenslu eftir ríkisstjórnarfund í gær. „Þetta mun róa vinnumarkaðinn. Það þarf að kæla hann aðeins niður,“ segir forsætis- ráðherra um áhrifin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLAN Þrír hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til sjöunda júlí til viðbótar við þann sem úrskurðaður var í fyrradag vegna gruns um fjársvik og bótasvik í starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Svikin nema 75 milljón- um króna og er talið að þau hafi staðið yfir frá 2002. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra, segir að málið geti tengst tugum fólks og því þurfi að rann- saka hlutdeild eða meinta hlutdeild fólksins. Ekki skipti máli hvort það taki einn eða tvo daga að tala við fólk. Margir verði yfirheyrðir. „Rannsóknin er á frumstigi og miðast við að ná utan um málið eins og það er. Til þess þarf að afla gagna,“ segir hann. „Aðferðir okkar eru fólgnar í því að afla gagna og yfirheyra alla sem eru taldir geta tengst málinu eða geta gefið upplýsingar um það.“ Jón segir að eðlilegt sé að fara yfir öryggismál og vinnuferla, hvort sem það er hjá einkafyrir- tæki eða opinberri stofnun, þegar manneskja í lykilstöðu virðist hafa brugðist trúnaði í starfi sínu. Það verði gert hjá Tryggingastofnun. „Þegar upplýst er um svona mál þá reyna allir að gera ráðstaf- anir til að fyrirbyggja að slíkt geti komið upp eða viðgengist,“ segir hann. - ghs RANNSÓKNIN Á FRUMSTIGI Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir að fjársvikamálið hjá Tryggingastofnun geti tengst tugum fólks. Þrír hafa verið úrskurðaðir í ellefu daga gæsluvarðhald til viðbótar: Svikin nema 75 milljónum EFNAHAGSMÁL Ögmundi Jónassyni þingmanni finnst afleitt að láns- hlutfall Íbúðalánasjóðs verði lækkað, því að það bitni á þeim sem séu að festa kaup á sínu fyrsta húsnæði. „Þetta er fráleit ráðstöf- un,“ segir Ögmundur, „og vekur fyrst og fremst reiði hjá fólki“. Ágúst Ólafur Ágústsson þing- maður segir að með ákvörðun sinni sé ríkisstjórnin að viður- kenna sjálfskaparvanda sem stjórnarandstaðan hafi fyrir löngu bent á. Þetta sé skammtíma- aðgerð til að bregðast við von- lausri hagstjórn en með henni svíki ríkisstjórnin loforð sín. Stjórnvöld þurfi að segja hvað eigi að skera niður. - ghs Aðgerðir stjórnvalda: Vekja reiði hjá fólki EFNAHAGSMÁL Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að Kópavogsbær geti ekkert skorið niður í framkvæmdum á þessu ári, þær séu fastbundnar. „En við munum reyna að sjá til þess að hér verði stöðugleiki og festa í efnahagslífi þjóðarinnar.“ Spurður um hvaða fram- kvæmdum komi til greina að fresta segir hann að Kópavogs- bær muni fara sér „rólega í bygg- ingu óperuhúss og kannski fleiri mannvirkja,“ en skólar og leikskólar verði byggðir. - ghs Framkvæmdir í Kópavogi: Óperuhúsinu verður seinkað PALESTÍNA, AP Abdel Rahman Zeidan, ráðherra í palestínsku heima- stjórninni, leiðrétti fréttaflutning af samkomulagi milli Hamas- samtakanna og Fatah-hreyfingar- innar í gærkvöldi. BBC hefur eftir honum að í samkomulaginu milli Hamas og Fatah væri ekki minnst einu orði á viðurkenningu á Ísraels- ríki. „Þetta hefur enginn samþykkt. Þetta var aldrei á borðinu.“ Fréttamaður BBC segir að í plagginu samþykkta sé einungis talað um myndun ríkis Palestínu- manna og hvernig skuli unnið að henni. Þetta hafi hingað til verið talið hluti af „tveggja ríkja lausn- inni,“ og var því reiknað með að samkomulagið síðan í gær viður- kenndi tilvist Ísraels, þótt á óbeinan máta væri. Þetta virðist nú hafa verið oftúlkun. Hamas-liðar telja samkomulagið samt sem áður „sögulegan við- burð,“ en það er ávöxtur nokkurra vikna hatrammra samninga- viðræðna milli þessara stríðandi fylkinga. Benita Ferrero-Waldner, stjórnar- maður utanríkismálanefndar Evrópu- sambandsins, tók tilkynningunni fagnandi en sagði að meira þyrfti til að ESB veitti heimastjórninni aftur beina neyðaraðstoð. Sam- komulagið væri einungis „upphaf ferlis“ að áðurtöldum markmiðum. Talsmaður Hvíta hússins tók í sama streng. - kóþ Ráðherra Hamas-samtakanna dregur úr væntingum: Viðurkenna ekki Ísraelsríki FRÁ BLAÐAMANNAFUNDINUM Hátt settir menn innan fylkinga Palestínumanna tilkynntu um samkomulagið á Gaza-ströndinni í gær. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS Egill, eru Kallarnir komnir í aflitað hár saman? „Ákveðnir menn innan hópsins hafa einfaldlega girt niðrum sig og skitið á sig.“ Upp er komið ósætti innan Kallanna eftir að heimasíðu þeirra, kallarnir.is var lokað. Egill „Gilzenegger“ Einarsson var afar ósáttur við ákvörðunina, svo ekki sé meira sagt. BRETLAND, AP Charles Clarke, fyrr- verandi innanríkisráðherra Tony Blair, gagnrýndi fyrrverandi sam- herja sinn harkalega í gær og sagði hann hafa misst sjónar á þeim stefnumálum og markmiðum sem Verkamanna- flokkurinn hefði áður staðið fyrir. Gagnrýnin kemur í kjölfar slæmrar útreiðar Verkamannaflokksins í skoðanakönnun í vikunni. Undir rós fylgdi þessari gagn- rýni áskorun um að Blair leiddi flokkinn áfram til ársins 2008, en Blair íhugar að segja af sér á kjör- tímabilinu. Clarke lét hafa eftir sér að til þess að Blair nái aftur áttum, og klári þau mál sem flokk- urinn fékk kosningu til að fram- fylgja, væri heilladrýgst að hann sæti áfram við stjórnvölinn enn um sinn. - kóþ Fyrrum innanríkisráðherra: Hörð gagnrýni á Tony Blair CHARLES CLARKE Mikið um ölvun Mikið barst af tilkynningum um ölvun til lögreglunn- ar í Hafnarfirði. Erlendur maður var handtekinn fyrir að hafa undir höndum smyglað áfengi. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍRAN, AP Ali Khamenei æðstiklerkur sagðist í gær ekki sjá neinn tilgang í því að Íranar ættu viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um kjarnorkumál sín. „Viðræður við Bandaríkjamenn myndu ekki skila okkur neinu, og við þurfum ekki á þeim að halda,“ hafði íranska ríkissjónvarpið eftir Khamenei. Talsmenn Bandaríkja- stjórnar hafa sagt að fallist Íranar á tilboð stórveldanna til lausnar á kjarnorkudeilunni kunni stjórnin að slást í lið með samningamönnum Evrópuveldanna og eiga þar með sínar fyrstu beinu viðræður við Íransstjórn frá því í klerkabylt- ingunni árið 1979. - aa Khamenei æðstiklerkur Írans: Segir viðræður tilgangslausar TEIKNING AF ÓPERUHÚSI Í KÓPAVOGI Bæjarstjóri ætlar rólega í byggingu þess. INNBROT Tvö innbrot voru framin í Mosfellsbænum um kaffileytið í fyrradag með stuttu millibili. Húsin sem brotist var inn í eru staðsett í sama hverfi og skammt er á milli þeirra. Lögregluna í Mosfellsbæ grunar að innbrotin séu tengd. Lögreglan telur að annað húsanna hafi verið ólæst, en í hinu tilvikinu var brotin upp gluggafesting. Á meðal þess sem var stolið voru tvær fartölvur úr hvoru húsi um sig, ein stafræn myndavél og ipod tónlistarspilari. - æþe Innbrot í Mosfellsbæ: Tvö innbrot um miðjan dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.