Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 6
6 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR
LÍKAMSÁRÁS Hundarnir voru skotn-
ir á færi af Halldóri Guðmunds-
syni refaskyttu sem býr á bænum
Holti, þegar til þeirra sást þar sem
þeir réðust á lömb og drápu á
landareign bæjarins. Alls lágu
fimmtán lömb dauð eftir drápsæði
hundanna.
Búfjáreigendum er heimilt,
samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins, að drepa hunda á landar-
eign sinni sem slíkt æði hleypur í
til að verja fé sitt og geta hundeig-
endur verið krafðir um skaðabæt-
ur ef hundar þeirra drepa búfé.
Eftir drápin gerði bróðir skytt-
unnar, Jóhann Guðmundsson sem
einnig býr að Holti, lögreglunni á
Blönduósi viðvart. Þá var haft
samband við eiganda annars
hundsins og hjálpaði sá við að
hirða upp dauðu lömbin ásamt
Jóhanni.
Lögregla tilkynnti drápin til
Valdemars Ásgeirssonar, eiganda
hins hundsins, sem býr að Auðkúlu
I í Svínadal.
Jóhann Guðmundsson segir, í
samtali við blaðamann Frétta-
blaðsins, að Valdemar hafa verið
ansi heitt í hamsi þegar hann bar
að bænum. Hann segir Valdemar
hafa þrifið sig innan úr dyragætt-
inni fyrirvaralaust og dregið sig
niður tröppur á íbúðarhúsi sínu.
Þar segir hann Valdemar hafa
snúið sig niður og sest ofan á sig
og látið nokkur vel valin orð falla.
Að þessu loknu segist Jóhann
hafa vísað Valdemar á hræið, þar
hafi hann aftur misst stjórn á sér
og meðal annars hrint konu
Jóhanns til jarðar með þeim afleið-
ingum að hún meiddist á hné.
Valdemar hefur aðra sögu að
segja. Hann segist hafa ákveðið að
gera sér ferð að Holti til að hirða
um hræið af hundi sínum eftir að
lögregla hafði samband við hann.
Hann segir að sér hafi verið
meinað að taka hundinn sinn og
hann hafi reiðst við það. Hann
segir það ekki hafa komið til
greina að skilja hundinn eftir, sem
var að hans sögn mikið eftirlæti
fjölskyldunnar, úti yfir nóttina.
Hann neitar staðfastlega að hafa
lagt hendur á Jóhann, heldur ein-
ungis tekið hann taki og: „lagt fal-
lega niður á jörðina eins og er gert
við óþekka krakka,“ eins og hann
lýsir atburðarásinni sjálfur. Féllst
Jóhann að því loknu á beiðni hans
og voru hundshræin afhent
Valdemar.
Jóhann kærði atvikið formlega
til lögreglu síðastliðinn sunnudag.
Hann segist vera marinn og með
brákað rifbein, auk þess að kona
sín hafi hlotið áðurnefnd meiðsli.
Lögreglan á Blönduósi segir málið
í rannsókn. aegir@frettabladid.is
Fjárbóndi drap dýr-
bíta og var laminn
Tveir hundar voru skotnir við bæinn Holt í Svínadal, eftir að þeir höfðu drepið
fimmtán lömb í æði. Eigandi annars hundsins lagði hendur á búfjáreigandann
sem segir sig sáran eftir. Hann hefur kært árásina til lögreglu.
BANDARÍKIN, AP Rausnarleg gjöf
bandaríska auðkýfingsins Warren
Buffetts gæti orðið fleiri auðkýf-
ingum fyrirmynd til þess að gefa
stóran hluta auðæfa sinna til
líknarmála af ýmsu tagi.
„Ég er viss um að það er fullt af
ungum auðkýfingum sem hafa
grætt á tá og fingri og fylgjast vel
með þessu,“ sagði Diana Aviv, for-
seti og framkvæmdastjóri sam-
takanna Independent Sector, sem
er bandalag um það bil 550 líknar-
stofnana og fyrirtækja í Banda-
ríkjunum sem stunda það skipu-
lega að gefa fé til líknarmála.
Gates-stofnunin er innan vébanda
þessara samtaka.
„Þessir viðskiptaleiðtogar eru
átrúnaðargoð margra,“ segir Aviv
og nefnir einnig til sögunnar fleiri
gjafmilda auðkýfinga á borð við
Andrew Carnegie, John D.
Rockefeller og W.K.K. Kellogg.
Buffett er talinn vera næstrík-
asti maður heims. Hann skýrði frá
því á sunnudaginn að hann ætli
sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári
til Gates-stofnunarinnar, en sú
upphæð samsvarar um það bil 114
milljörðum íslenskra króna.
Á mánudaginn skýrði Buffett
svo frá því að hann myndi ekki
láta nema lítinn hlut auðæfa sinna
renna í arf til barna sinna, og gaf
þá skýringu að hann væri ekkert
sérstaklega mikið fyrir fjölskyldu-
auðæfi, „ekki síst þegar hinn kost-
urinn eru sex milljónir manna,“
sem geta notið góðs af fénu.
Þeir Buffett og Bill Gates
kynntust fyrir rúmlega áratug og
hittast reglulega til að spila brids.
Með framlagi Buffets nánast tvö-
faldast framlag Gates-stofnunar-
innar til líknarmála á ári.
Sérstaka athygli hefur vakið að
Buffett gerir enga kröfu um að
nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim
gjafaverkefnum, sem fé hans
verður notað í.
„Þegar svona mikið fé er til að
spila úr hafa gefendurnir oftast
farið þá leið að gera þetta sjálfir,
og hafa sjálfir umsjón með hlutun-
um,“ segir Doug Bauer, en hann er
aðstoðarforseti ráðgjafastofnun-
arinnar Rockefeller Philanthropy
Advisors í New York. Sú stofnun
veitir einstaklingum, stofnunum
og fyrirtækjum aðstoð við að
skipuleggja gjafastarfsemi.
Bauer segist vonast til þess að
gjöf Buffetts verði öðrum auð-
kýfingum hvatning til þess að
taka saman höndum frekar en að
vinna hver í sínu lagi að sömu
markmiðunum.
gudsteinn@frettabladid.is
Warren Buffet ætlar einungis að láta lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf:
Í kapphlaup um gjafmildi
BILL GATES, EIGINKONA HANS MELINDA GATES, OG WARREN BUFFETT Þau skýrðu sameiginlega frá rausnarlegri gjöf Buffets til líknarstofn-
unar Gates-hjónanna á blaðamannafundi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDSMÓT Forkeppni í B-flokki
gæðinga lauk í gær á öðrum degi
Landsmóts hestamanna í Skaga-
firði. Landsmótssigurvegarinn frá
síðasta landsmóti sem haldið var á
Hellu fyrir tveimur árum, Rökkvi
frá Hárlaugsstöðum, sýndi kunn-
uglega takta og fer efstur inn í
milliriðil sem riðinn verður á
föstudag með einkunnina 8,76.
Forkeppni í barnaflokki er einnig
lokið, mjótt er á munum á efstu
hrossunum enda börnin vel ríð-
andi. Efst inn í milliriðli eru Ragn-
heiður Hallgrímsdóttir og Svalur
frá Álftárósi.
Yfirlitssýningum hryssna er
lokið á mótinu en yfirlitssýning
stóðhesta hefst í dag. Dögg frá
Breiðholti vakti verðskuldaða
athygli en Jón Páll Sveinsson reið
henni í einkunnina 8,56 í flokki
fimm vetra hryssna.
Á fjórða þúsund gestir eru nú
komnir á Landsmót, veðrið hefur
verið nokkuð milt og gott það sem
af er þó sólin hafi ekki látið sjá
sig. Nokkrir dropar hafa fallið en
að sögn þeirra sem staddir eru á
mótssvæðinu hafa veðurguðirnir
tímasett rigningardembur á sama
tíma og kaffihlé þegar flestir eru í
veitingatjöldunum. Spáð er svip-
uðu veðri næstu daga, að mestu
þurrt en þó von á einhverjum
skúrum. - sg
Forkeppni í B-flokki lokið á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í gær:
Rökkvi efstur inn í milliriðil
TÖLT MEÐ TILÞRIFUM. Landsmótssigurveg-
ararnir í B-flokki frá árinu 2004, þeir Rökkvi
frá Hárlaugsstöðum og Þorvaldur Árni, ætla
sér að koma, sjá og sigra.
LJÓSMYND/HESTAR, JE
LÍKAMSÁRÁS Maður á fertugsaldri
er ákærður fyrir líkamsárás, á
þáverandi sambýliskonu sína, í
desember í fyrra.
Honum er gefið að sök að hafa
tekið konuna hálstaki og slegið
hana nokkrum sinnum í andlitið
með þeim afleiðingum að hún
marðist og bólgnaði. Ákæruvald-
ið krafðist refsingar, en maður-
inn neitaði alfarið sök, sagðist
einungis hafa ýtt við konunni í
sjálfsvörn en að hún hafi verið
drukkin og ofbeldisfull.
Málinu var frestað fyrir dómi
fram í september.
- æþe
Ákærður fyrir líkamsárás:
Lamdi sambýl-
iskonu sína
LONDON, AP Skrifstofa Karls Breta-
prins hefur skýrt frá því að tekjur
prinsins á síðasta ári hafi numið
rúmlega fjórtán milljónum punda,
eða jafnvirði um það bil 1.900
milljóna íslenskra króna.
Tekjurnar hækkuðu um sex
prósent á síðasta ári, en líknar-
stofnanir á vegum Karls prins
söfnuðu 110 milljónum punda, eða
um það bil fimmtán milljörðum
króna, sem nýttar eru til margvís-
legra mannúðarmála. - gb
Karl prins og Kamilla:
Alls ekki stödd
á flæðiskeri
KAMILLA OG KARL Héldu upp á 150 ára
afmæli Viktoríukrossins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KOSNINGAR Kostnaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
við síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar er tólf til tólf og hálf milljón-
ir króna á landsvísu.
Útlagður kostnaður hreyfing-
arinnar nam fjórum til fjórum og
hálfri milljón króna en hann felst
meðal annars í launagreiðslum,
ferðakostnaði og auglýsingum. Til
viðbótar við þetta styrkti flokkur-
inn framboð á sínum vegum, bæði
V-lista framboð og blönduð fram-
boð, um 8 milljónir króna.
Bráðabirgðauppgjör svæðis-
félaga má sjá á vef flokksins,
www.vg.is. - gþg
Vinstri græn:
Birta uppgjör
Lýsa eftir lúsum Breskir og banda-
rískir vísindamenn bjóða foreldrum 20
sterlingspund, tæpar 2.800 krónur, fyrir
að plokka og selja lýs úr hári barna sinna.
Vísindamennirnir eru að berjast við ofur-
lýs sem eru ónæmar fyrir lúsaeitri.
BRETLAND
KJÖRKASSINN
Ætlar þú að fara á listasýningu
í sumar?
Já 28%
Nei 72%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú sent SMS-skilaboð
undir stýri?
Segðu þína skoðun á Vísi.is