Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 8

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 8
8 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR ���������������������� ����������� ����������������������������������������� ���������������������� ����������������� ���������������������� ��������������������������� ����������������������������� �������������������������������������������������� �������� ����������������������������������������� ��� ����������������������������������� ������ �������� ������������� ���������������������� ������������� ������������������������������������������������������������������������ ������ ��������������������������������������������������� ��������������������� ���������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ������������������� �������������� ������������������� �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������ �������� ����������������������������������������������� ������ ����������������������������������������������� EITRUN Klórgasmengun kom upp í sundlaug Eskifjarðar rétt eftir hádegi í gær og þurfti fjöldi fólks á aðhlynningu að halda vegna eitr- unar. Orsök slyssins er að edik- sýru var hellt í klórtank laugar- innar fyrir mistök. Þegar ediksýra blandast klór lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturloft- tegund sem getur verið banvæn í ákveðnu magni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var flutningabíll frá Olís, sem átti að fara með klór til sund- laugarinnar, með ediksýru í stað- inn, án vitundar flutningabílstjór- ans. Ekki er ljóst nákvæmlega hvernig það átti sér stað að edik- sýra var í stað klórs í flutninga- bílnum. Þorsteinn Ólafsson, forstöðumaður heildsöludeildar Olís, viðurkenndi að eitthvað hefði misfarist við flutninga á efnum til sundlaugarinnar, en ekkert yrði gefið upp fyrr en málið hefði verið skoðað ofan í kjölinn. Strangar reglur eru um hverjir mega flytja efni af þessu tagi. „Það voru iðnaðarmenn, sem voru að störfum í byggingu sund- laugarinnar, sem fyrst urðu varir við klórgasið og forðuðu sér út,“ segir Jónas Vilhelmsson, yfirlög- regluþjónn á Eskifirði, sem stjórn- aði aðgerðum á vettvangi. Jónas segir óljóst hver tilkynnti slysið til lögreglunnar. Alls voru 34 fluttir til aðhlynningar á heilsugæslunni á Eskifirði og 25 af þeim fluttir áfram á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Göngunum um Odd- skarð og aðalgötunni á Neskaups- stað var lokað á meðan til að greiða fyrir umferð sjúkrabíla. Tveir voru svo fluttir þaðan með sjúkra- flugi á Akureyri og fjórir til Reykjavíkur. Enginn er lífshættu- lega slasaður. Jónas segir að ákveðið ferli hafi verið sett af stað þegar ljóst var hversu alvarlegt ástandið var. Haft var samband við samhæfingar- stöðina í Reykjavík og björgunar- sveitir kallaðar til ásamt læknaliði. Flugvél og þyrla Landhelgisgæsl- unnar voru send frá Reykjavík til Egilsstaða með slökkviliðsmenn, greiningarsveit frá Landspítala- háskólasjúkrahúsi auk bráða- tækna. Tvær flugvélar fóru frá Akureyri til Neskaupstaðar með sjúkraflutningamenn og lækni. Fjórtán hús og leikskóli í nágrenni sundlaugarinnar voru rýmd vegna klórgassins. Vindur var sex til átta metrar á sekúndu og út frá því var áætlað að tvo tíma tæki fyrir loftið að hreinsast að sögn Jónínu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa samhæfingar- miðstöðvarinnar, sem heyrir undir almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra. „Fólk var varað við því að vera á þessu svæði strax þegar vart varð við mengunina.“ Lögreglan lauk störfum á vett- vangi upp úr hálfátta um kvöldið og hafði þá lokið við að koma á jafnvægi á klórtankinum með því að dæla vatni og sóta í hann. sdg@frettabladid.is / salvar@frettabladid.is Flutti edik í stað klórs Rúmlega þrjátíu manns lentu í klórgasmengun í sundlaug Eskifjarðar í gær. Orsök slyssins er að edik- sýru var hellt í klórtank laugarinnar fyrir mistök. SJÚKRAFLUG FRÁ ESKIFIRÐI Tveir þeirra sem urðu fyrir eitrun voru fluttir til Akureyrar í gær með sjúkraflugi en fjórir til Reykjavíkur. Var það meðal annars gert til að dreifa álaginu. VEISTU SVARIÐ? 1 Fyrir hvað stendur W og H í nafni George H. W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna? 2 Hvað heitir nýjasti liðsmaður Kastljóssins? 3 Hvað voru mörg mörk skoruð samtals í síðustu þremur leikjum Landsbankadeildar kvenna? SVÖR VIÐ SPURNINGUNUM ERU Á BLS. 42 UM 13:30 > Iðnaðarmenn verða varir við klórgas- mengun í byggingu sundlaugarinnar. 13:35 > Tilkynning berst til Neyðarlínunnar um að klórgaseitrun hafi myndast í sundlauginni. 13:35-13:40 > Lögregla kemur strax á staðinn og hefur störf. 13:40-13:45 > Sjúkraflutningsmenn og slökkvilið koma á staðinn. 13:35-13:50 > Fólk flutt til aðhlynningar á Heilsugæslu Eskifjarðar. UM 14:00 > Hús og leikskóli í nágrenni sundlaugar- innar eru rýmd. UM 14:30 > Göngum um Oddskarð og aðalgötu Neskaupstaðar er lokað. RÚMLEGA 15:00 > Þeir fyrstu fluttir áfram á sjúkrahúsið á Neskaupstað. UM 16:00 > Flugvél og þyrla frá Reykjavík lenda með mannskap og búnað. UM 16:00 > Tvær flugvélar frá Akureyri lenda með mannskap og búnað. RÚMLEGA 16:00 > Átta manna afeitrunarlið kemur með áætlunarflugi. UM 16:30 > Flugvél með tvo sjúklinga frá Neskaup- stað lendir á Akureyri. UM 19.30 > Störfum á vettvangi lokið. Jafnvægi komið á klórtank. UM 20:00 > Flugvél með fjóra sjúklinga frá Neskaup- stað lendir í Reykjavík. RÖÐ ATBURÐA Í KJÖLFAR MENGUNARINNAR» EITRUN „Það er með ólíkindum að þetta skyldi geta komið fyrir, efnin eiga öll að vera merkt,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, um slysið í sundlauginni á Eskifirði í gær þar sem sundlaugargestir slösuðust alvarlega við að anda að sér klórgasi. „Þetta sýnir það að mannleg mistök geta orðið og það er ofsalega erfitt að koma algjör- lega í veg fyrir þau. Þetta verður allt rannsakað ofan í kjölinn, hvort nauðsynlegt sé að gera frekari ráðstafanir og þá hverj- ar.“ Slysið varð þegar ediksýru var fyrir mistök dælt í klórgeymi sundlaugarinnar í stað klórs, en lítið var af klór í geyminum. Þó þarf ekki mikið til þess að hætta skapist eins og raunin varð í sund- lauginni. Ekki mátti miklu muna að afleiðingarnar hefðu verið miklu alvarlegri. „Ef merkingum er haldið almennilega til haga eiga svona slys ekki að geta gerst. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta gerðist en þarna hefur greinilega eitthvað misfarist við meðferð efnanna og vonandi mun rann- sókn málsins hjálpa okkur við að koma í veg fyrir svona slys í framtíðinni,“ segir Eyjólfur. - sþs Efni á borð við ediksýru og klór eiga að vera vel merkt samkvæmt lögum og reglum í landinu: Segir að svona eigi ekki að geta gerst AF SLYSSTAÐ Á ESKIFIRÐI Ekki mátti miklu muna að afleiðingarnar hefðu verið alvarlegri. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. MYND/HELGI GARÐARSSON EITRUN Lögregla, slökkviliðsmenn, læknar og hjúkrunarlið auk björgunarsveitarmanna og liðs- manna Rauða kross Íslands tóku þátt í aðgerðum í gær. Samhæfingarstöð veitti aðstoð eftir þörfum og stýrði flutningi bjarga til og frá staðnum og flutn- ingi á sjúklingum. Einnig veitti starfsfólk stöðvarinnar fjölmiðlum upplýsingar jafn harðan og þær var að fá. Samhæfingarstöðin heyrir undir almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra og sér um að sam- hæfa aðgerðir af hálfu ríkisins. Auk starfsfólks almannavarna- deildar er samhæfingarstöðin mönnuð hjálparliði frá margvís- legum stofnunum og félaga- samtökum sem virkjast að hluta eða öllu leyti í almannavarna- aðgerðum. - sdg Fjöldi manns tók þátt í gær: Aðgerðir voru samhæfðar M YN D /H Ö R Ð U R G EIR SSO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.