Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 12
12 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR
RÚV STÖÐ 2 SKJÁR 1 NFS SIRKUS
UPPSAFNAÐ ÁHORF YFIR VIKUNA
91,7%
67,3% 65,1%
33,8% 33,4%
Könnun gerð af Gallup vikuna 28. maí til 3. júní ■ Allir aldurshópar
VINSÆLUSTU SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR
Sjónvarpsefni Prósent
Fréttir, íþróttir og veður 38,3%
Kastljós 28,3%
Aðþrengdar eiginkonur 28,4%
Út og suður 26,7%
Lífsháski 24,6%
Tíufréttir 22,2%
Fréttir 21,0%
CSI 16,7%
CSI: Miami 16,3%
America’s Next Top Model 14,2%
KÚVEIT, AP Mikill órói er nú í
Kúveit vegna væntanlegra þing-
kosninga í landinu. Kosningarn-
ar fara fram þann 29. júní og eru
sögulegar að því leyti að nú er
konum í fyrsta skipti leyft að
kjósa og bjóða sig fram til þings.
Búist var við að nýfenginn
kosninga- og framboðsréttur
kvenna yrði veigamikill í barátt-
unni, sem og átök um hversu
langt skuli gengið í því að koma á
lögum í anda Kóransins. Í kosn-
ingabaráttunni hefur hins vegar
mestur tími farið í að ræða um
ýmis spillingarmál og ásakanir
um atkvæðakaup. Konur hafa
ásakað einn frambjóðandann um
að hafa borið á þær fé og reynt
að múta þeim með dýrum hand-
töskum. Þetta tilboð til atkvæða-
kaupa hefur verið kallað „sigur
fyrir konur“ í kúveisku samfé-
lagi.
Umbótasinnar segja slaginn
vera á milli þeirra og „herbúða
hinna siðspillandi“, en með því
eiga þeir við gömlu valdaelítuna
í landinu; ríkisstjórnina og með-
limi fjölskyldu emírsins. Í her-
búðum umbótasinna hafa sam-
einast íhaldssamir íslamistar og
frjálslyndir menn sem aðhyllast
vestræna stjórnarhætti.
Í látunum hafa nokkrir þing-
menn umbótasinna strunsað út
úr þingsal til að mótmæla nýrri
kjördæmaskiptingu, sem þeir
segja að gangi ekki nógu langt til
að hamla gegn spillingu. Það
þykja nýmæli í landinu að
háskólanemar hafa verið með
hávær mótmæli. Ágreiningurinn
milli fylkinganna er svo djúp-
stæður að líklegt þykir að átökin
muni setja mark sitt á kúveiskt
samfélag til langframa.
- kóþ
Fyrstu kosningarnar í Kúveit þar sem konur mega bjóða fram og ríkir mikill órói vegna þessa:
Mestur tími fer í að ræða spillingarmál
KONUR Í FRAMBOÐI Ekki eru allir jafn hrifn-
ir af því að konur bjóði sig fram til þings
í Kúveit og eru fjölmörg auglýsingaskilti
skemmd. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTAFLJÓÐ Í DORTMUND Stemningin
var góð í gær á leik Brasilíu og Ghana í
Dortmund, Þýskalandi og minnti á stundum
á litríka kjötkveðjuhátíð í Ríó. NORDICPHOTOS/AFP
Fögnum jafnrétti
Helmingur ráherra Framsóknarflokksins eru konur
Landssamband framsóknarkvenna boðar til fagnaðar og óskar
Framsóknarflokknum til hamingju með að konur eru helmingur ráðherra flokksins.
Fagnaðurinn fer fram fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00 að Hverfisgötu 33. 3-hæð.
Veislustjóri; Ingibjörg Pálmadóttir fyrsti kvennráðherra Framsóknarflokksins.
Léttar veitingar
Framsóknarfólk velkomið, takið með ykkur gesti
Valgerður Sverrisdóttir
fyrsta konan sem gegnir
stöðu utanríkisráðherra
Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra
Siv Friðleifsdóttir
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra
GAZA-SVÆÐIÐ, AP Palestínumenn
bjuggu sig undir innrás Ísraels-
manna á Gaza-svæðið í gærkvöldi
og var vegum við landamærin
lokað með jarðhleðslum og gadda-
vír. Ísraelsher hefur með öllu
lokað landamærunum og Ehud
Olmert, forsætisráðherra Ísraels,
hefur samþykkt drög að gríðar-
stórri hernaðaraðgerð inn á Gaza-
svæðið. Um þrjú þúsund ísraelsk-
ir hermenn voru við landamærin í
gær, ásamt fjölda skriðdreka og
vopnaðra herbíla.
Egypsk stjórnvöld hafa einnig
brugðist við ástandinu með her-
væðingu sinna landamæra, en
þangað voru sendir um 2.500 her-
menn í gær til að hindra straum
væntanlegra flóttamanna frá
Gaza-svæðinu. Hundruð Palest-
ínumanna eru nú þegar föst
Egyptalandsmegin landa-
mæranna.
Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hvatti
Ísraelsmenn til að reyna samn-
ingaleiðina til þrautar, en alþjóð-
legir sáttasemjarar voru vonlitlir
í gærkvöldi. Var því búist við að
vopnuð átök brytust út. -kóþ
Ísraelsmenn og Palestínumenn vígbúast:
Stefndi í hörð átök
STJÓRNMÁL Innan Framsóknar-
flokksins hefur verið ákveðið að
Jónína Bjartmarz láti af störfum
sem annar varaforseti Alþingis og
sömuleiðis Magnús Stefánsson
sem varaformaður stjórnar þing-
flokksins, eftir skipun þeirra í
ráðherraembætti flokksins.
Að sögn Hjálmars Árnasonar,
formanns þingflokksins, hefur
enn ekki verið ákveðið hverjir
muni taka við fyrrnefndum stöð-
um. „Enn hefur ekkert verið
ákveðið í þeim efnum, en þing-
flokkurinn mun funda um þessi
mál bráðlega,“ segir Hjálmar.
Aðspurður um hvenær búast
megi fregna um eftirmenn þeirra
tveggja, segir Hjálmar að tilkynn-
ingar sé hugsanlega að vænta
eftir rúma viku.
Í stað þeirra Halldórs Ásgríms-
sonar og Jóns Magnússonar, sem
stigu upp úr ráðherrastóli fyrir
skemmstu eins og kunnugt er,
koma inn á þing þau Guðjón Ólaf-
ur Jónsson og Sæunn Stefánsdótt-
ir sem verða þingmenn Reykja-
víkurkjördæmis norðurs. - æþe
Eftir að stokka upp innan þingflokks Framsóknar:
Ráðherrar enn í
eldri embættum
SJÓNVARP Fréttastöðin NFS sækir í
sig veðrið samkvæmt könnun
Gallup á sjónvarpsáhorfi lands-
manna í maí. Tæp 34 prósent
aðspurðra horfðu eitthvað á NFS á
tímabilinu, en það er um tíu pró-
sentustiga aukning frá því í mars.
Á sama tíma minnkaði áhorf á
Stöð 2 um sjö prósentustig, en
Skjár Einn stendur nokkurn veg-
inn í stað. Ríkissjónvarpið nær
enn til flestra landsmanna en tæp
92 prósent horfðu eitthvað á stöð-
ina í vikunni sem könnuð var, sem
er svipað og hefur verið seinasta
árið. Áhorf á Sirkus fer lítillega
lækkandi frá því síðast.
Meðaláhorf á virkum dögum
lækkar eða stendur í stað hjá
öllum stöðvum nema NFS, og er
það líklegast sumarveðrið sem
veldur því að fólk horfir almennt
minna á sjónvarp. Karlmenn
horfa meira á NFS og Sjónvarpið
en konurnar eru í meirihluta hvað
varðar Stöð 2, Skjá Einn og
Sirkus.
Í einstökum dagskrárliðum eru
það fréttir Ríkissjónvarpsins sem
hafa vinninginn með rúmlega 38
prósenta áhorf en Kastljós fylgir
þar á eftir með um 28 prósent. Í
erlendum þáttum eru Aðþrengdar
eiginkonur vinsælastar, en 28 pró-
sent þátttakenda horfðu á ævin-
týri þeirra í hverri viku. Á sam-
eiginlegan fréttatíma Stöðvar 2 og
NFS horfðu 21 prósent aðspurðra.
Vinsælasti innlendi þátturinn er
Út og suður sem sýndur er í Ríkis-
sjónvarpinu, en hann mældist með
um 27 prósenta áhorf.
Áhorf á sjónvarpsstöðvar eftir
aldurshópum er nokkuð mismun-
andi eftir því hvaða stöð er um að
ræða. Ríkissjónvarpið er áberandi
vinsælast hjá áhorfendum 50 ára
og eldri en dæmið snýst við þegar
áhorf á Sirkus og Skjá Einn er
mælt.
Könnunin var gerð vikuna 28.
maí til 3. júní og náði til 1.500
Íslendinga á aldrinum 12 - 80 ára,
völdum af handahófi úr þjóðskrá.
43 prósent aðspurðra tóku þátt í
könnuninni. salvar@frettabladid.is
Áhorf á NFS
jókst í maí
Samkvæmt könnun IMG Gallup í maí eykur frétta-
stöðin NFS mest við sig áhorfi.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur ógilti í gær að hluta úrskurð
setts umhverfisráðherra, Jóns
Kristjánssonar, frá 30. janúar 2003
þar sem heimiluð var gerð set- og
miðlunarlóns norðan og vestan
Þjórsárvera og veituskurðar í
Þjórsárlón án mats á umhverfis-
áhrifum framkvæmdarinnar.
Áhugahópur um verndun Þjórs-
árvera, ásamt sjö einstaklingum,
meðal annars Hjörleifur Guttorms-
son fyrrverandi iðnaðarráðherra,
höfðuðu málið á hendur íslenska
ríkinu, Skipulagsstofnun og Lands-
virkjun og var þess meðal annars
krafist að ógiltur yrði í heild sinni
úrskurður setts umhverfisráð-
herra. Auk þess kröfðust þau þess
að úrskurður Skipulagsstofnunar
yrði felldur úr gildi.
Á það féllst dómurinn hins
vegar ekki. - öhö
Meta átti umhverfisáhrif:
Úrskurðurinn
ógiltur að hluta
MAGNÚS STEFÁNS-
SON
JÓNÍNA BJARTMARZ
ÍSRAELSKIR SKRIÐDREKAR Ísraelskir skrið-
drekar þustu að Gaza-svæðinu í gær.
NORDICPHOTOS/AFP