Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 16
28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Nú höfum við verið í mikilli kosningabaráttu,
svo allir eru í smápásu,“ segir Jakob Hrafnsson,
formaður Sambands ungra framsóknarmanna,
um starfið í flokknum. „Það eru allir í pásu
seinnipart júní og fram í júlí, fólk tekur smá
sumarfrí frá þessu.“
Jakob vinnur á sölusviði Orkuveitu Reykjavíkur,
en hefur ekki tekið eftir miklum breytingum
síðan nýr stjórnarformaður, Guðlaugur Þór
Þórðarson, tók við. Spurður um nýju auglýsing-
una frá fyrirtækinu segist hann ánægður með
hana. „Fólk tekur eftir henni, það er fyrir öllu,“
segir Jakob.
Jakob fór í gær á fyrsta fund nýs umhverfis-
ráðs Reykjavíkurborgar eftir kosningar, en Gísli
Marteinn Baldursson úr Sjálfstæðisflokknum er
formaður þess. „Við erum þarna tveir úr Fram-
sóknarflokknum, ég og Gestur Guðjónsson. Þar
eru auðvitað mörg tækifæri, við ætlum að gera
borgina hreinni og fallegri og láta gott af okkur
leiða. Eins og frægt er ætlum við að losna við
mávinn úr tjörninni og hreinsa til.“
Flokksþing Framsóknarflokksins verður
haldið í ágúst, en Jakob segist ekkert geta spáð
fyrir um útkomu þess. „Maður veit ekkert hverjir
gefa kost á sér og það er ekkert hægt að segja
til um það. En þetta verður spennandi.“
Bróðir Jakobs, Björn Ingi, komst inn í
borgarstjórn og er Jakob að sjálfsögðu stoltur af
eldri bróður sínum. Sambandsþing Sambands
ungra framsóknarmanna verður haldið í haust
og Jakobi finnst líklegt að hann gefi aftur kost á
sér til embættis formanns.
Jakob er mikill veiðimaður og fer eins oft
og hann getur í silungs- og laxveiði, til dæmis í
Þingvallavatni. „Svo á heimsmeistarakeppnin
hug minn allan þessa dagana,“ segir Jakob
að lokum.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JAKOB HRAFNSSON, FORMAÐUR SAMBANDS UNGRA FRAMSÓKNARMANNA
Mörg tækifæri í umhverfisráði
Merkur áfangi
„Þetta er mikil gleðistund í
lífi okkar. Við höfum öðlast
þennan rétt á við aðra sam-
borgara.“
SÓLRÚN JÓNSDÓTTIR LJÓSMYND-
ARI OG INGRID JÓNSDÓTTIR
LEIKKONA FENGU LOKSINS AÐ
SKRÁ SIG Í SAMBÚÐ Í GÆR.
FRÉTTABLAÐIÐ, 27. JÚNÍ.
Aldrei of seint að læra
„Forsetinn talar spænsku, en
ekki nógu vel.“
TALSMAÐUR HVÍTA HÚSSINS UM
GEORGE W. BUSH BANDARÍKJA-
FORSETA. FRÉTTABLAÐIÐ, 27. JÚNÍ.
R
V
62
08
B
Eldvarnartæki
– til öryggis
Dufttæki 6kg
með mæli og
veggfestingu
Reykskynjari 9v
6.698 kr.
Eldvarnarteppi
100x100cm
Eldvarnarfata
30ltr grá/svört
3.459 kr.
1.056 kr.
5.289 kr.
Fyrir
heim
ilið,
suma
rbús
taðin
n,
vinnu
staði
nn o
g
hóte
lið
Leikarinn og leikritahöf-
undurinn Eric Bogosian er
hér á landi til að taka þátt
í Act alone-einleikjahátíð-
inni sem hefst á Ísafirði á
morgun. Þessi vandræða-
gemlingur sem afvegaleidd-
ist frá Hollywood en rataði
inn á ritvöllinn segir meðal
annars frá föður sínum sem
var hermaður á Íslandi.
Eric Bogosian hefur samið sex
einleiki sem hann hefur sýnt víða
um heim og skrifað fimm leikrit
sem sýnd hafa verið og verðlaun-
uð víða um Bandaríkin. Einnig
hefur hann skrifað fjölmörg kvik-
myndahandrit en þekktast þeirra
er líklega Talk Radio sem Oliver
Stone leikstýrði og Bogosian lék
sjálfur í. Síðari ár hefur hann beitt
fyrir sér stilvopninu í auknum
mæli og nú liggja eftir hann tvær
skáldsögur.
„Ég á rætur mínar að rekja til
Armeníu en fjölskylda mín flúði
ofsóknir Tyrkja í byrjun síðustu
aldar,“ segir Bogosian. „Ég er hins
vegar alinn upp í litlum bæ þar
sem allir litu út... ja, eiginlega eins
og Íslendingar,“ segir hann og
lítur í kringum sig í matsalnum á
Nordica Hotel þar sem fjölmargir
Íslendingar sitja að snæðingi.
Bogosian er nokkuð dökkur yfir-
litum og sker sig því úr innan um
víkingana. „Ég var því ólíkur
öllum öðrum í útliti og háttum og
var því nokkuð utangarðs. Þegar
ég kynntist svo leiklistinni
fimmtán ára gamall fannst mér ég
hafa fundið eitthvað sem átti sam-
leið með. Ég fór fljótlega að búa til
einleiki, eiginlega til að æfa mig
en mér til mikillar undrunar fóru
sýningastjórar að sýna þeim
áhuga. Ekki var undrunin minni
þegar aðsóknin fór að aukast og
fólk fór að hlæja á sýningunum
hjá mér; ég sem ætlaði að vera svo
alvarlegur.“
Leiðin til og frá Hollywood
Eftir það gerðust hlutirnir hratt
en það var líka umhugsunarefni
fyrir listamanninn. „Ég og kona
mín lifðum á tæpum 400 þúsund
krónum á ári árið 1981, sem ég
skil eiginlega ekki hvernig er
hægt núna, en svo fimm árum
síðar var ég kominn með rokna
tekjur, einkabílstjóra og allan
pakkann. Auðvitað vil ég ekki vera
svangur en það má nú á milli sjá
og ég tel að svona stökkbreyting
sé ekki góð fyrir listamann.
Ég tek ekki að mér hvaða
vitleysu sem er og umbarnir voru
alveg búnir að fá nóg af þessari
vandlætingu minni svo smátt og
smátt fjarlægðist ég Hollywood,“
segir Bogosian og sýpur á kaffinu.
„Reyndar lék ég í myndinni Under
Siege 2 með Steven Seagal árið
1992, svo maður getur nú gert eitt
og annað fyrir góðan pening og nú
er fullt af fólki sem þekkir mig
einungis fyrir þessa vitleysu,“
segir hann og hlær við. „En málið
er það að ég tók bara aðra stefnu.
Ég er einfari á þessari leið sem ég
hef valið mér sem er ólíkt hlut-
skipti Hollywood-liðsins sem er
umsetið allan daginn.“
En hvað er það sem hann vill
segja áhorfendum sínum? „Ég vil
fyrst og fremst hafa gaman í eina
og hálfa klukkustund. En til þess
að það sé í raun eitthvað gaman
verður sýningin að ná til áhorf-
andans og jafnvel hrista upp í
honum. Ég á bágt með að þola við-
horf bandarískra áhorfenda sem
líta á leiksýningu eins og um
neyslu sé að ræða. Ég vil hrista
upp í fólki svo stundum fer ég
jafnvel að rífast við áhorfanda og
skamma hann til dæmis ef hann
hlær á vitlausum stað. Þá er komið
á beint samband milli mín og hans
og þá er gaman.“
Les Bandaríkjastjórn pistilinn
En það er ekki aðeins á leiksviðinu
sem Bogosian á það til að vera
ódæll. „Ég var svolítið agressífur
hér áður og kom mér oft í slags-
málaklandur þar sem ég hafði
gaman af því að viðra skoðanir
mínar þó þær féllu í grýttan jarð-
veg. En kona mín yrði ekkert hrifin
af því ef ég kæmi heim á kvöldin
með glóðarauga svo ég hef látið af
þessu... að mestu, ég var reyndar
kominn í klandur í gær,“ segir hann
og hlær við. „En mér finnst bara
fólk vera of gagnrýnislaust og latt.
Það nennir ekki að hugsa þannig að
þegar einhver Hollywood-mynd
býður því upp á að finna samhljóm
með fötluðum, saklausum manni
sem heimurinn hefur farið illa með
fer það að telja sér trú um að það
sé saklaus fórnarlömb sem ekkert
geti gert. Það nennir til dæmis eng-
inn að trúa því að án aðstoðar
bandarísku leyniþjónustunnar CIA
hefði harmleikurinn 11. september
ekki getað átt sér stað. Staðreynd-
irnar eru nógu margar til að fólk að
minnsta kosti velti því fyrir sér en
það nennir því ekki. Hvernig stend-
ur á því að flugræningjarnir lærðu
að fljúga á flugvelli þar sem CIA
hefur einna mesta æfingastarf-
semi? Hvað er Bandaríkjastjórn að
gera í Afganistan annað en að
tryggja sér aðgang að dópinu og
olíunni í Írak með brasi sínu þar?
Fólk er ekki varnarlaust né sak-
laust, það hefur kosningarétt og
rétt til að tjá sig og hugsa. Það ætti
bara að hafa dug í sér til að nýta
sér það í stað þess að sitja með
hendur í skauti og taka öllu gagn-
rýnislaust sem slengt er framan í
það.“
Fallegar konur á Íslandi
Faðir Bogosians var hermaður sem
sendur var til Íslands í fjórtán
mánuði í seinni heimsstyrjöldinni
og því hefur Bogosian lengi verið
forvitinn um þetta norræna land.
„Hann sagði eitt og annað um þetta
ævintýri á Íslandi. Til dæmis hældi
hann konunum í hástert og ég sem
hef aðeins verið hér í nokkrar
klukkustundir er strax búinn að sjá
glæsilegar konur svo hann hefur
líklegast haft eitthvað til síns
máls,“ segir hann og hlær. „En þó
voru það hlutirnir sem hann sagði
ekki sem vöktu frekar forvitni
mína um þessa þjóð. Reyndar bauð
ég þeim gamla að koma með mér
hingað í þessari ferð en hann er
kominn á níræðisaldurinn og var
ekki til í tuskið.“
Bogosian mun sýna brot úr ein-
leikjum sínum á Act alone-hátíð-
inni og það gæti orðið tímamóta-
sýning. „Ég kalla þetta samsull The
Worst of Eric Bogosian og þetta er
í síðasta sinn sem ég sýni einleik
því nú finnst mér rétt að fara að
breyta til og jafnvel skrifa meira.“
Við svo búið var kappinn flog-
inn til Ísafjarðar með Elfari Loga
Hannessyni sem stendur fyrir
hátíðinni. Og svo er það aðeins að
sjá hvaða klandur hann kemur sér
í næst. jse@frettabladid.is
Einfarinn sem yfirgaf Hollywood
ERIC BOGOSIAN Hann er vanur að segja skoðanir sínar umbúðarlaust enda átti hann ekki
samleið með liðinu í Hollywood. Ekki verður betur séð en hann geti komist í frekari vand-
ræði í heimalandi sínu miðað við það sem hann segir um stjórnina þar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STEVEN SEAGAL Bogosian segist ekki til í
að taka að sér hvaða vitleysu sem er en þó
lét hann sig hafa það að leika í mynd með
Steven Seagal og nú þekkja margir hann
einungis fyrir það.
Fiskifræðingarnir Bjarni Jónsson
og Eik Elfarsdóttir komu að loðnu á
þurru landi í Ingólfsfirði á Strönd-
um um síðustu helgi. Loðnutorfa
hafði þá komið inn með morgunflóð-
inu og synt upp í á sem er venjulega
ekki háttur loðnunnar. Áður fyrr
var þó ekki óalgengt að sjá loðnu í
fjörunni en Þórarinn Snorrason,
bóndi á Selvogi, segir að loðna hafi
skolast í fjöruna á hverju ári um
miðja síðustu öld en afar óalgengt
er að hún syndi sjálf í fjöru.
En fleiri tegundir eiga það til að
taka upp á nýjungum eins og ósa-
lúran sem fiskifræðingarnir tveir
frá Veiðimálastofnun voru að rann-
saka.
„Menn tóku eftir þessari tegund
hér fyrst árið 1999 og þá töldu menn
að aðeins væri um flækinga frá
Færeyjum að ræða en nú hafa þeir
hrygnt hér og dreift sér allt frá
Faxaflóa, Breiðafirði og nú síðast er
þeirra einnig orðið vart á Strönd-
um,“ segir Eik. - jse
Ingólfsfjörður á Ströndum:
Loðna á landi
LOÐNA Í FJÖRUNNI Loðnutorfa synti upp í
á með morgunflóðinu en þegar fjaraði aftur
út enduðu fjölmargar eins og þessar.
MYND/EIK ELFARSDÓTTIR