Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 18
 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Bjórsala á Íslandi, 1.000 lítrar SCO-sambandið, bandalag Asíuríkja, hélt á dögunum fund í Shanghæ og virðist nú stefna í að þessi ríki snúi bökum saman í valdablokk sem jafnist á við Evrópu- sambandið og Bandaríkin. SCO er þyrnir í augum Bandaríkjanna, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta í Asíu og óttast minnkandi ítök sín á svæðinu. Segja má að Kína, Rússland og Íran sé ólíkindalegur vina- hópur, en sterkur ef honum tekst að standa saman. SCO-sambandið, Shanghai Coop- eration Organization, var stofnað árið 2001 og aðildarríki eru nú Kína, Rússland, Kasakstan, Kirg- isistan, Tadjíkistan og Úsbekistan. Áheyrnarfulltrúar sambandsins, Indland, Pakistan, Mongólía og Íran, sækjast eftir aðild og virðist stefna í samheldið bandalag Asíu- þjóðanna, sem sé fært um að verka sem mótvægi við styrk Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna. Vilja mótvægi við Bandaríkin Á fundi sambandsins á dögunum kristallaðist sýn helstu ráðamanna aðildaríkjanna á framtíð samband- ins og mikilvægar ákvarðanir voru teknar á sviðum hermála. Helstu stjörnur fundarins voru þó Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Ahmadinejad hvatti Asíuþjóð- irnar til samstöðu gegn því sem hann kallaði „ógnir ráðandi afla og ofbeldisfull afskipti þeirra í heimsmálum“. Boðskapur hans var sá að ítök Bandaríkjanna í Austurlöndum yrðu ekki liðin til lengdar og SCO ætti að sameinast gegn þeim með skýrari hætti en áður. Islam Karimov, forseti Úsbekistans, tók í sama streng, en grunnt hefur verið á því góða í samskiptum hans við Bandaríkja- stjórn til þessa. Pútín Rússlandsforseti hefur undanfarið verið harðorður í garð Bandaríkjanna. Á fundinum sagði hann Bandaríkin koma fram með offorsi og gagnrýndi afstöðu þeirra í viðræðum um inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskiptastofnunina. „Þeim líkar ekki að ríki eins og Kína og Rússland hafi samstarf um að leysa sameiginleg vandamál, að Indland og Pakistan séu með og Íran hafi áhuga á þátttöku,“ sagði forsetinn. „Þeir eru hræddir um að geta ekki haft áhrif á okkur.“ Putin hefur einnig deilt á Banda- ríkin fyrir að hafa stutt „Appel- sínugulu byltinguna“ í Úkraínu með hinn vestrænt þenkjandi Júsjenkó í fararbroddi, fram yfir hinn Rússlandsholla Viktor Janúk- óvits. „Þeir hafa þröngvað þessu fólki út í mikla óvissu, það er mjög hættulegt. Þeir hafa þröngvað Úkraínu út í deilur milli ólíkra svæða, austurhlutans og vestur- hlutans.“ Blómstrandi viðskipti Íran og Rússland hafa lengi sóst eftir að eiga vinveitt samskipti, bæði pólitískt og efnahagslega. Deilum um hvernig skipta á Kaspíahafi milli þeirra og þriggja annarra aðliggjandi landa mun ljúka á næstunni, að sögn Írana, en þessar þjóðir stunda mikil við- skipti sín í milli og til dæmis má nefna að nær allur flugvélafloti Írans er framleiddur í Rússlandi. Sama gildir um samskipti Írans og Kína, en viðskipti ríkjanna hafa margfaldast á undanförnum árum, enda Kína stór kaupandi að orku og hráefnum frá Íran. Kínverjar hafa einnig staðið með Íran á alþjóðavettvangi og stutt kjarn- orkuáætlun þeirra. Orkuútflutn- ingur til Kína er veigamikill þátt- ur í efnahagslífi Rússlands og vopnasala milli ríkjanna þriggja er umtalsverð. Íran ekki einangrað Fyrir vikið hlýtur Íran dyggilegan stuðning frá SCO-ríkjunum og getur sýnt fram á það á alþjóða- vettvangi að ríkið er ekki „ein- angrað hryðjuverkaríki“ eins og forsvarsmenn Bandaríkjastjórnar hafa kallað það. Simon Peres, varaforseti Ísraels, hefur einnig spáð því að Íran muni einangrast, ef ekki verður hætt við kjarnorku- áætlunina. Þeim fyrirtækjum sem stunda viðskipti við Íran hefur verið hótað viðskiptaþvingunum, en þrátt fyrir að kínversk fyrir- tæki hafi brotið gegn því hefur hótununum ekki verið fylgt eftir. Þessu má taka sem vísbendingu um þá ógn sem Vesturlöndum kann að stafa af efnahagsundrinu í Austurlöndum fjær. Að líkindum mun draga til tíð- inda í kjarnorkuviðræðum Írana og Vesturlanda á næstu vikum. Spennandi verður svo að sjá hvað fer fram á fundi G-8 ríkjanna, átta stærstu iðnríkja heims, í næsta mánuði, þar sem Rússland fer með gestgjafahlutverkið. Það er einnig spurning hvor taugin reynist sterk- ari hjá Pútín Rússlandsforseta, sú sem liggur til vesturs, eða sú sem liggur til austurs. steindor@frettabladid.is Bandalag Asíuríkja ógnar ítökum Bandaríkjanna LEIÐTOGAR ASÍURÍKJANNA Stórveldin í vestri óttast nú að leiðtogar SCO stefni að enn frekara samstarfi á sviði her- og efnahagsmála. Meðal þeirra sem sjá má á myndinni eru Vladimir Pútín Rússlandsforseti (sjötti frá vinstri), Hu Jintao, forseti Kína (áttundi frá vinstri), Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti (fimmti frá hægri) og Hamid Karzai, forseti Afganistan, sem var hátíðargestur á fundinum (þriðji frá hægri). FRÉTTABLAÐIÐ/AP MAHMOUD AHMADINEJAD ÍRANSFORSETI Íran bankar á dyrnar hjá SCO og allt virðist stefna í að klerkaríkið umdeilda verði fullgildur meðlimur sambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fimm hundruð kílóa heita potti var rænt frá sumarbústað í Grímsnes- inu um helgina. Talið er að vörubíl með krana hafi þurfti til að ræna pottinum. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í Árborg, segir ljóst að viðkomandi hljóti að hafa verið ansi þurfandi fyrir bað. Er mikið um að rænt sé frá sumar- bústöðum? Það er alltaf eitthvað um að brotist sé í sumarbústaði og þá sérstaklega yfir vetrartímann. Innbrotin koma svo venjulega í ljós í maí. Minna er um innbrot á mildum vetrum þegar fólk er mikið í bústöðunum. Venju- lega hefur verið minna um þetta á sumrin og þetta tilvik með pottinn er frekar sérstakt. Er yfirleitt um innbrot að ræða eða eru hlutir í umhverfi bústaðsins teknir? Það er meira um að verið sé að brjótast inn og taka verðmæti úr bústöðunum. Og þá helst alls kyns rafmagnstæki, sjónvörp og hljóm- flutninstæki sem hugsanlega er hægt að koma í verð. Hvernig geta sumarbústaðaeig- endur reynt að fyrirbyggja þetta? Þeir geta það með því að skilja ekki eftir verðmæti í bústöðum. Einnig er gott að koma upp einhverri nágrannagæslu og fá einhvern til að líta eftir bústaðnum. Það eru vel yfir 5.000 bústaðir í Árnessýslu og það gildir sama lögmál um þá og hús í þéttbýli. Það þarf að fylgjast með þeim allt árið. SPURT OG SVARAÐ INNBROT Í SUMARBÚSTAÐI Þarf að fylgjast með allt árið Á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði nú í byrjun vikunnar undirrituðu ráðherrar frá Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein fríverslunarsamn- ing EFTA við tollabandalag Suður-Afríkuríkja, en til stendur að allir samningsaðilar verði búnir að undirrita hann í næsta mánuði. Samningurinn er nýjasta viðbótin við kerfi fríverslunarsamninga sem EFTA hefur á undanförnum árum smátt og smátt verið að byggja upp við ríki sem ekki eiga aðild að innri markaði Evrópu. Spegla þeir samningar að mestu hliðstæða samninga sem ESB hefur gert við viðkomandi „þriðju ríki“. Hvað er fríverslunarsamningur? Fríverslunarsamningur veitir íslenskum útflytj- endum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í viðkomandi landi, og sömuleiðis útflytjendum frá samningslandinu tollfrelsi í viðskiptum við Ísland. Fríverslunarsamningar EFTA við lönd utan Evrópusambandsins líkjast þeim samningum sem í gildi eru milli EFTA-ríkjanna sjálfra. Þeir ná semsé til fríverslunar með iðnaðarvörur, unnar búvörur, fisk og sjávarafurðir. Í tengslum við þessa samninga eru sérstakir tvíhliða samningar gerðir milli EFTA-ríkja og hvers samstarfslands fyrir sig um verslun með óunnar búvörur. Ein- kenni á þessum fríverslunarsamningum EFTA er að þeir ná til viðskipta með sjávarafurðir, gagn- stætt því sem gildir t.d. í samningum Íslands við Evrópusambandið þar sem einungis er kveðið á um tollaívilnanir þannig að ýmsar sjávarafurðir bera misháa tolla við útflutning til ESB-landa. Við hvaða lönd hefur EFTA fríverslunarsamn- ing? Nú eru í gildi fríverslunarsamningar á vegum EFTA við eftirfarandi lönd: Búlgaríu, Rúmeníu, Króatíu, Makedóníu, Tyrkland, Ísrael, Jórdaníu, palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin, Marokkó, Mexíkó, Singapúr og Chile. Ennfremur er beðið fullgildingar fríverslunarsamninga við Túnis, Líb- anon og Suður-Kóreu. Áðurnefndur samningur við tollabandalag Suður-Afríkuríkja, sem nær til Suður-Afríku, Botsvana, Lesótó, Namibíu og Svasílands, bíður einnig fullgildingar. EFTA á nú í samningaviðræðum um fríversl- un við Egyptaland, Kanada, Taíland og Flóaráðið, samtök arabaríkja við Persaflóa (Sádi-Arabíu, Barein, Kúveit, Óman, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna). Slíkar viðræður eru einnig í undirbúningi við Albaníu, Serbíu, Svart- fjallaland, Alsír, Úkraínu, Indónesíu, fríverslunar- samtök ríkja í Rómönsku Ameríku, MERCOSUR (Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ), auk Kólumbíu og Perú. Ennfremur hefur verið leitað eftir því að hefja slíkar undirbúningsviðræður við Kína og Japan. - aa FBL-GREINING: FRÍVERSLUNARSAMNINGAR EFTA Kerfi fríverslunar við lönd utan ESB 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1993 9. 82 6 13 .6 85 17 .0 44 5. 86 4 1997 2001 2005 Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.