Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 20
28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR
Það hefur verið ansi heitt hér í
Berlín frá því fótboltakeppnin
byrjaði. Við notum þetta margir
sem afsökun fyrir því að horfa á
leiki undir berum himni og yfir
köldum drykk í einhverjum af
þessum risastóru bjórgörðum sem
virðast helsta lífsmarkið í atvinnu-
lífi borgarinnar þessa dagana.
Þetta gefur í leiðinni færi á ýmiss
konar félagsfræðilegum athugun-
um. Ég myndi að vísu gefa nem-
endum mínum núll ef þeir notuðu
sömu aðferðafræði og ég en þetta
er notaleg vinnuaðstaða. Eitt af
því sem ég hef tekið eftir á þess-
um rannsóknarferðum mínum er
að lið frá Afríku og lið að mestu
skipuð Afríkumönnum virðast
njóta sérstakrar velvildar hjá
fólki hér í borg. Ég hef ekki mæli-
tæki upp á vasann en mér heyrist
á klappinu og því sem sagt er að
þessi lið séu í áberandi meira
uppáhaldi en lið skipuð fólki með
langar rætur í okkar eigin álfu. Nú
eru allir hlutir sem snúa að skipt-
ingu fólks í kynþætti afskaplega
viðkvæmir hér í Berlín, af vel
þekktum ástæðum, og því þótti
mér þetta svolítið forvitnilegt og
gerði enn óvísindalegri athugun á
skoðunum manna á þessu. Það
kom ekki á óvart að orð eins og
samúð og aðdáun komu fram í
skýringum manna auk þess sem
mér var bent á að fæst evrópsku
liðin hefðu spilað skemmtilega í
keppninni. Það er hins vegar miklu
stöðugra og áhrifameira fyrirbæri
en samúð og aðdáun sem ég hef
tekið eftir í þessari keppni. Og það
er stórkostlega aukin nálægð fjar-
lægustu heimshluta. Hún minnir á
sig allt í kringum okkur í stóru og
smáu en oft með sérlega áhuga-
verðum og þægilegum hætti í
þessari keppni.
Nú er það svo sem ekki aldeilis
nýtt að menn finni fyrir aukinni
nálægð á milli ólíkustu heimshluta
þessi árin. Þetta er eins konar leið-
arstef samtímans. Það er líka auð-
vitað að menn ættu að finna til
meiri nálægðar í fótbolta en í
flóknari greinum menningar, því
að í fótbolta eru markmið og leiðir
öllu einfaldari en til að mynda í
pólitík eða trúarbrögðum. Nálægð-
in hefur hins vegar aukist svo
mikið á svo stuttum tíma að þarna
er á ferðinni ein allra mikilvæg-
asta bylting mannkynssögunnar.
Í íslenskri landafræði, sem ég
rétt slapp við að læra í mínum ung-
dómi, er að finna fróðleg dæmi um
þær óravíddir sem áður skildu á
milli landa. Þar segir um íbúa Afr-
íku, að hottentottar og búskmenn
standi á lægsta menningarstigi, en
að kaffar þrífist betur enda hafi
þeir samið sig nokkuð að siðum
hvítra manna. Kennslubókin segir
að Súdansvertingjar séu að ýmsu
leyti vel gefnir en að flestir svert-
ingjar trúi hins vegar að voldugir
andar búi í stokkum og steinum.
Landkostir í Afríku fá heldur ekki
háa einkunn í bókinni þótt á það sé
bent að í Afríku megi finna dýr-
mæt hráefni fyrir iðnaðarþjóðir
Evrópu. Þetta sést strax á heitum
stuttra kafla. Einn kaflinn heitir:
„Menningarskilyrði eru óheppi-
leg.“ Annar heitir „Loftslagið í
skógunum er banvænt.“ Landið er
sagt að stórum hluta óhæft fyrir
menningarþjóðir. Um loftslagið er
sagt að það sé víðast óhollt hvítum
mönnum, nema syðst í álfunni, og
beinlínis banvænt hvítu fólki þar
sem verst lætur. Fólk á Íslandi sem
er fáum árum eldra en ég fékk
þetta í veganesti út í lífið sem fróð-
leik um Afríku. Kaflar um Asíu
eru litlu skárri.
Góðar kenslubækur skipta máli,
og stundum miklu mál. Um þau
efni hef ég hugsað svolítið að und-
anförnu, ekki síst vegna þess að ég
rakst nýlega á frásagnir af stór-
veldum framtíðarinnar, Kína og
Indlandi, í íslenskri kennslubók
sem minntu á þær órafjarlægðir
sem áður voru á milli landa. Kynja-
sögur um fjarlægar slóðir sem
skemmtu mönnum í einangrun
fyrr á tímum eru hins vegar smám
saman að verða hlægilegar á annan
máta en áður. Það er auðvitað allt-
af stutt í pólitík og enn styttra í
fordóma, klisjur og grunnfærar
staðalímyndir af fólki og þjóðum
en sú einfalda tilfinning að mann-
kynið sé eitt og heimurinn einn er
hins vegar sífellt að breiðast út og
verða dýpri og sterkari. Fótbolta-
veislan í Þýskalandi minnir á þetta
með skemmtilegri hætti en lestur
á milli línanna í heimsfréttum.
Sú einfalda tilfinning
Í DAG
FÓTBOLTI
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Það er auðvitað alltaf stutt í
pólitík og enn styttra í for-
dóma, klisjur og grunnfærnar
staðalímyndir af fólki og þjóð-
um en sú einfalda tilfinning að
mannkynið sé eitt og heimur-
inn einn er hins vegar sífellt að
breiðast út og verða dýpri og
sterkari.
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Ríkisstjórnin hefur nú stigið fyrsta skrefið til að reyna að koma enn frekari böndum á verðbólguna í kjölfar sam-komulags vinnumarkaðarins og skattayfirlýsinganna sem
gefnar voru í tengslum við undirskrift þess. Það var mikilvægt
að Samtök atvinnulífsins og ASÍ skyldu ná saman um endurskoð-
un kjarasamninga til loka næsta árs og að ríkisstjórnin skyldi
eyða óvissunni varðandi skattamálin, en það þarf meira að koma
til, ekki aðeins hjá ríkissvaldinu, heldur einnig hjá sveitarfélög-
um og lánastofnunum.
Stóran hluta þeirrar verðbólguhvetjandi fasteignasprenging-
ar sem orðið hefur hér á undanförnum misserum, og þá aðallega
á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum, má rekja til hærri
íbúðalána bæði af hálfu hins opinbera og ekki síst af hálfu bank-
anna, sem voru í því að yfirbjóða hið opinbera íbúðalánakerfi og
freistuðu margra verðandi íbúðaeigenda með lánamöguleikum
sínum. Bankarnir hafa nú sem betur fer hægt á sér í þessum yfir-
boðum, og gera nú meiri og strangari kröfur til lántakenda en
áður.
Þróunin á fasteignamarkaði hér hefur verið ótrúleg á síðustu
misserum bæði hvað varðar fjölda bygginga og verðlag. Frá því
bankarnir fóru að bjóða íbúðalán í stórum stíl fyrir tæpum tveim-
ur árum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað upp
undir 70 af hundraði og þar með er fasteignaverð í Reykjavík
orðið með því hæsta í höfuðborgum Evrópu.
Með aðgerðum þeim sem ríkisstjórnin boðaði í gær varðandi
lægra lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði og lækkun hámarkslána
leggur ríkisstjórnin enn eitt lóðið á vogarskálarnir til að stuðla að
hjöðnun verðbólgunnar. Þetta getur haft úrslitaáhrif á það hjá
mörgum hvort þeir leggja út í fasteignakaup. Það er þá spurning-
in hvort þetta komi ekki aðallega niður á þeim tekjulægstu og
þeim sem erfiðast eiga með að fjármagna sín íbúðakaup. Það má
kannski segja sem svo að þeir eigi ekkert að vera að huga að slík-
um málum, en ráðstafanir sem þessar mega ekki verða til þess að
tekjulágir hópar og þeir sem búa á landsbyggðinni verði út undan
í þessum efnum. Hinir efnameiri finna alltaf einhverja leið til að
fjármagna fasteignakaup sín og eru ekki upp á hið opinbera
komnir í þeim efnum.
Jafnframt því að takmarka lánamöguleika hjá Íbúðalánasjóði
hefur ríkisstjórnin nú gefið út að frestað verði útboðum og upp-
hafi nýrra framkvæmda, og að rætt verði við Samtök sveitar-
félaga og stærstu sveitarfélögin með það að markmiði að dregið
verði úr framkvæmdum á þessu ári og hinu næsta. Það er hæpið
að nokkur verulegur árangur verði af þessu fyrr en seint á þessu
ári og líklega ekki að nokkru gagni fyrr en á næsta ári, nema hjá
ríkinu sjálfu. Þar hefur tíðum verið gripið til þess að skera niður
vegaframkvæmdir við svipaðar aðstæður og svo hefur það líka
tíðkast að veita meira fé til samgöngubóta, þegar efnahagslífið
hefur verið í lægð. Vegaframkvæmdir verða því áreiðanlega
skornar niður að þessu sinni auk annarra framkvæmda.
Stjórnvöld mega ekki grípa til einhverra skyndiráðstafana,
sem líkja má við taugaveiklun á markaði, því það getur líka verið
hættulegt að spennan í efnahagslífinu falli mjög snöggt, þótt allir
séu sammála um brýna nauðsyn þess að verðbólgan hjaðni, jafn-
framt því sem kaupmáttur launatekna verði varðveittur. Leiðin
að þessum tveimur markmiðum getur verið vandrötuð, en hún á
að vera fær ef vilji er fyrir hendi hjá þeim sem sitja undir stýri
og stjórna ferðinni.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Ríkisstjórnin í baráttu við verðbólguna:
Dregið úr
fasteignalánum
Tjaldsvæði fyrir
djamm en ekki
húsbíla
Áður hefur verið frá
því sagt í þessum
dálki að víðsvegar á
landsbyggðinni hafi skapast
óánægja með það hversu tregir
húsbílaeigendur séu til þess að nota
tjaldsvæði sem búið er að leggja mik-
inn pening í. Þetta vandamál hefur til
dæmis komið upp á Hólmavík og Höfn
í Hornafirði. Gunnar Th. Þorsteinsson frá
Félagi húsbílaeigenda gaf Fréttablaðinu
sína skýringu á þessum vanda. „Mergur-
inn málsins er einfaldlega sá að rekend-
ur tjaldsvæða ganga rösklega fram í að
innheimta dvalargjöld en gera síðan í
fæstum tilvikum nokkurn skapaðan hlut
til að tryggja þessum borgandi gestum
sínum næturfrið fyrir ölvuðu fólki sem
fer í útilegu eingöngu til að drekka og
djamma næturlangt. Það er ákaflega
slæmt, en þó staðreynd, að vilji fólk fá
næturfrið á ferðum sínum um landið er
oft skásta leiðin að forðast tjaldsvæð-
in og leita gistingar annars staðar.“
Spjaldaglaður dómari á spjöld
sögunnar
Dómar á heimsmeistaramótinu í
Þýskalandi hafa verið óvenju harðir
í þessari keppni en aldrei fyrr hafa
rauðu og gulu spjöld farið jafn oft á
loft. Þegar búið var að leika 54 leiki
hafði rauða spjaldið farið 24 sinnum
á loft en það gula 289 sinnum.
Rússneski dómarinn Valentin Ivan-
ov sem dæmdi leik ódælla Hol-
lendinga og Portúgala hefur verið
iðnastur við kolann en hann sýndi
rauða spjaldið fjórum sinnum
en það gula 16 sinnum. Það
er aldeilis aðferð til að skrá sig á spjöld
sögunnar!
Rangstæðir dómarar
En þeir eru fleiri sem sýna hörku þegar
verið er að dæma. Það var umtalað
hversu lélegur leikmaður brasilíski
leikmaðurinn Ronaldo væri fyrir stuttu.
Margir spurðu hvað þessi fitubolla væri
eiginlega að gera í liðinu. Ronaldo
svaraði fyrir sig með því að skora
þrjú mörk í tveimur leikjum og
hefur hann því skorað 15 mörk í
lokakeppni heimsmeistarakeppn-
innar. Fleiri en nokkur annar.
Ítalski leikmaðurinn Totti hafði
einnig fengið svipaða gagnrýni þar
til hann skoraði úr vítaspyrnu í
uppbótartíma gegn Áströlum.
Það er greinilegt að stundum
er sá sem dæmir rangstæður.
jse@frettabladid.is