Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 22
28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR22
Dagur B. Eggertsson er nú þegar
búinn að stofna íþróttafélag úti í
Geldinganesi, samanber grein hér
í Fréttablaðinu þann 26. júní.
Dagur hefur af því miklar áhyggjur
að eftir ríflega eitt til tvö ár verði
slatti af lóðum tilbúinn til afhend-
ingar úti í Geldinganesi. Svona
verður ástandið að hans mati:
„Gamli góði Villi,“ gefandi gömlum,
góðum verktökum lóðirnar út og
suður og fólk vaðandi með bygg-
ingarefnið út í Geldinganes.
Reyndar er það svolítið skondið,
þegar menn komast svona glæsi-
lega á flug. Dagur ræðir í fram-
haldinu um kostnað við sundlaugar-
byggingu úti í Geldinganesi. Úr
því hann er svo frumlegur að telja
að menn vaði með mótatimbrið
þarna út, þá bjóst ég nú við því að
hann mundi gera ráð fyrir því að
menn lærðu sund á því að synda
með sementið út í nesið. Já vel á
minnst, leiðin út í Geldinganes.
Dagur kallar hana einu óspilltu
fjöruna í Reykjavík. Eftir grand-
anum liggur nú þegar vegur út í
nesið. Ég veit greinilega ekki hvað
er óspillt land.
Það er algjörlega óskiljanlegt
af hverju Dagur nefnir ekki
almenning til sögunnar, þegar
hann talar um lóðirnar. Hann sér
Vilhjálm fyrir sér gefandi verk-
tökum lóðir. Ég viðurkenni
fúslega að R-listinn gerði það
algjörlega ómögulegt fyrir
almenning að fá lóð. Samt hélt
ég að hann myndi átta sig á því
að nú mun hinn almenni Reyk-
víkingur aftur hafa möguleika á
því að byggja. Einnig er það
algjör fásinna að tala um að lóðir
verði gefnar. Það er nefnilega
ekkert athugavert við það að
selja lóðir á kostnaðarverði, en í
raun algjör kvikindisskapur að
okra þannig á þeim að enginn
venjulegur maður hafi efni á því
að fá sér lóð.
Skelfing er ég líka leiður á því,
þegar menn slá því fram að fólk
hafi almennt stutt eitthvað sem
það hefur aldrei verið spurt um.
Dagur segir að menn hafi upp til
hópa stutt þéttingu byggðar til
vesturs? Kannast nokkur við að
hann hafi verið spurður álits? Að
lokum. Dagur segir í greininni að
við höfum ekkert að gera með
hálfbyggð hverfi. Ja, hver skramb-
inn. Ég man glöggt þegar Neðra-
og Efra- Breiðholt voru hálfbyggð
svo og Seljahverfi og Foldahverfi.
Gaman að heyra það að maður hafi
ekkert með hálfbyggð hverfi að
gera. Nú förum við í Grafarvogi
að skilja af hverju okkur fannst
svo oft að lítið mark væri tekið á
íbúum hér.
Dagur - ertu að grínast?
UMRÆÐAN
BYGGÐ Á
GELDINGANESI
VALUR ÓSKARSSON
KENNARI
Eins og við öll vitum, hafa mögu-
leikar hins almenna borgara á að
tjá sig þróast mjög hratt með
tilkomu netmiðla undanfarin ár.
Margir virðast taka þátt í því á
einhvern hátt, eins og t.d. á spjall-
rásum vefsíðna, á blogg-síðum eða
með fjöldasendingum í tölvupósti.
Það er því óhætt að segja að
tjáningarfrelsið blómstri.
Tjáning í netmiðlum virðist þó
ólík þeirri sem fer fram í
dagblöðum og sjónvarpsþáttum.
Samskiptamátinn virðist vera
einhvers staðar á milli opinberra
samskipta og persónulegra, form-
legra og óformlegra, enda staða
miðilsins og markhópur hvers og
eins þeirra oft óljós. Stundum er
það opinber fjölmiðill, stundum
heimasíða stofnunar og stundum
einstaklings eða hópa. Mér finnst
eðlilegt að með þessum miðlum sé
meira siðferðislegt aðhald og
eftirlit.
Ástæða þess að ég hef máls á
þessu er sú að ég hef tekið eftir að
það er talsvert um það, og það er
mein á tjáningarfrelsinu, að ómál-
efnalegar árásir á einstaklinga
eigi sér stað í netmiðlum. Sem
dæmi má nefna að ég fann um mig
sjálfan ummæli á nokkrum vefsíð-
um eins og „Toshiki segist finna
engin virði í íslenskri menningu,“
„Hann vill leggja niður íslenskt
mál af því að hann telur það vera
kúgunartæki.“ Ég tel að ummælin
séu ekki tómur misskilningur
heldur meðvituð þegar ég skoða
þau í samhengi. Slíkt virðist koma
fyrir fleiri og er ekki alltaf
persónulegt. Málið er að slíkt er
gert án vitundundar viðkomandi.
Ég fékk nokkrum sinnum
svipaðar athugasemdir, sem að
mínu mati voru alrangar, í dag-
blaði en a.m.k. hafði ég möguleika
á að svara þeim, þar sem þær voru
opinberar. En hvernig getur maður
leiðrétt misskilning annarra eða
svarað persónulegum skoðunum
eins og t.d. á bloggi? Á meðan geta
saklausir lesendur netsins haldið
að vitlaus ummæli séu réttmæt.
Fyrir utan meðvitaðan hug
einhvers annars til manns og
málefnis, getur það átt sér stað
líka að maður skrifar vanhugsuð
ummæli inn á netið í tilfinninga-
legu uppnámi og sem samstundis
viðbrögð við því sem maður hefur
þar lesið eða annars staðar. Satt að
segja hef ég sjálfur gerst sekur
um það, þar sem ég gerði slíkt
nokkrum sinnum en hef það nú
fyrir reglu að ígrunda vel það sem
ég set inn á netið. Það verður ekki
syndaaflausn en a.m.k. bað ég
viðkomandi afsökunar á sama hátt
og ég sendi út afsökunarbeiðni þar
sem ég sagði frá mistökum
mínum.
Ég ætla því ekki að ásaka annað
fólk í þessum málum heldur vil ég
eingöngu spyrja hvort ekki sé
tímabært að móta einhvers konar
siðareglur á sviði netsamskipta og
miðla. Sjálfur hef ég lausnirnar
ekki á takteinunum og vil endilega
heyra skoðanir fólks sem er vel að
sér um réttindamál, tjáningarfrelsi
og siðferði í fjölmiðlum. Vonast til
þess að heyra í einhverjum.
Vantar ekki blogg-siðferði?
UMRÆÐAN
SIÐFERÐI Á
NETINU
TOSHIKI TOMA
PRESTUR INNFLYTJENDA
Þessa dagana keppast fjölmiðlar
við að dásama það sem menn leyfa
sér að nefna þjóðarsátt. En núver-
andi framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnurekenda nefndi það því
nafni, þ.e.a.s. samning þann sem
ASÍ, SA og ríkisstjórnin hafa gert
með sér. Þetta er auðvitað rangnefni
og étið upp eftir þessum aðilum.
Þetta er ekki þjóðarsátt, frekar en
margt annað sem þessir aðilar hafa
tekið sér fyrir hendur undanfarin
ár.
Þjóðarsáttin, eða kjarasamningar
er gerðir voru 1990 voru með allt
öðru formi og máttu svo sannar-
lega kallast þjóðarsáttarsamningar
því öllum aðilum samfélagsins er
höfðu áhuga á var boðið að koma að
samningaborðinu á þeim forsendum
er hentuðu hverjum og einum
aðila.
Að því borði var öllum launa-
mönnum boðið hvort sem þeir voru
á „almennum“ vinnumarkaði eða
„opinberir starfsmenn.“ Öllum
samtökum vinnuveitenda, fulltrúum
ríkisins og fulltrúum sveitarfélag-
anna, stéttarfélagi bænda og full-
trúum bankanna. Ekki var aðeins
rætt um launataxta launamanna,
heldur var allt samfélagið skannað
og farið yfir öll þau atriði sem
hugsanlega gátu haft áhrif á kaup-
mátt launa launafólks, á kaupmátt
bænda, á samkeppnisstöðu atvinnu-
lífsins, á stöðu fjölmargra stofnana
og á stöðu sveitarfélaganna. Reynt
var að sjá fyrir um flesta þessa
þætti auk þess sem það var
markmið að halda uppi kaupmætti
lægstu kauptaxtanna. Allar aðrar
formúlur þar sem stórum hópum
launamanna er haldið utan við
samningaborðið eins og nú, geta
ekki talist vera neinar þjóðarsáttir.
Því er það ótrúlegt dómgreindar-
leysi af ASÍ að gera ekki kröfur
um, að öllum samtökum launa-
manna yrði boðið að samningaborð-
inu og staðið við slíkar kröfur. Þetta
þýðir auðvitað á mannamáli að
sumir mega vera með og aðrir ekki.
Þegar svo háttar til í kjarabarátt-
unni verður manni hugsað til 1.
maí.
Jú, við göngum saman í göng-
unni en lengra nær samstaðan ekki.
Því miður. Enda hafa ýmsir forystu-
menn innan ASÍ t.a.m. hafnað öllu
samstarfi með félögum B.S.R.B.
varðandi 1. maí og eða með öðrum
„opinberum starfsmönnum.“
Ef þetta eru vinnubrögðin og
viðhorf forystumanna ASÍ gagnvart
opinberum starfsmönnum þá ættu
launamenn almennt að taka sérstak-
lega eftir þeim. Því ég veit að
almennir félagar hafa allt önnur
viðhorf, okkur hliðhollari. Minna
verður á að nú verða ýmsir forystu-
menn innan ASÍ að hætta að blanda
sér inn í kjaramál opinberra starfs-
manna eins og þeir hafa gert bæði
ljóst og leynt undanfarin ár. Þeir
þurfa einnig að hætta að hafa skoð-
anir á þeim og hætta að fjalla um
einstaka taxtahækkanir hjá ýmsum
stéttarfélögum opinberra starfs-
manna. Enda eru langflestir félagar
ASÍ á svonefndum markaðslaunum
sem eru í mjög litlum tengslum við
umsamin laun þessara manna nema
ef væru gamlir menn og útlendingar
svo vitnað sé í orð eins þeirra
nýverið. Einmitt þveröfugt við það
sem gerist meðal opinberra starfs-
manna, þeir eru á taxtalaunum.
Með sumarkveðju, til allra
launamanna hvar sem þeir eru í
stéttarfélagi. Það var auðvitað
margt þrælgott í þessu samkomu-
lagi og það hefði ekkert orðið öðru
vísi með okkur innanborðs. Tókuð
þið eftir því, hvort þið hafið fengið
að kjósa um þessa niðurstöðu?
Þjóðarsátt eða ekki þjóðarsátt
UMRÆÐAN
KJARASAMNINGAR
KRISTBJÖRN ÁRNASON
KENNARI
Ef þetta eru vinnubrögðin og
viðhorf forystumanna ASÍ
gagnvart opinberum starfs-
mönnum þá ættu launamenn
almennt að taka sérstaklega
eftir þeim. Því ég veit að
almennir félagar hafa allt önnur
viðhorf, okkur hliðhollari.
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okkur
línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er
tekið á móti efni sem sent er frá Skoð-
anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort
efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
550 5000
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið